Alþýðublaðið - 07.10.1989, Side 12

Alþýðublaðið - 07.10.1989, Side 12
MÞBUBUfiQ) Laugardagur 7. okt. 1989 Alnæmi í köttum finnst í Noregi Lítil hœtta á að veiran berist til Islands, segir Brynjólfur Sandholt dýralœknir. Samkvæmt fréttum frá Noregi hefur uppgötvast í fyrsta sinni í norskum köttum veira sem náskyld er ainæmisveirunni, HIV, en þessi heitir hjá sér- fræðingum FIV. Sjúkdóm- urinn uppgötvaðist nýlega á Norska ríkisdýraspítal- anuin og hefur það verið staðfest af starfsmönnum spítalans. Brynjólfur Sandholt, héraðsdýra- læknir í Reykjavík segir að lítil hætta sé á að þessi veira berist til íslands. Samkvæmt upplýsingum frá starfsmönnum Norska rík- isdýraspítalans hagar þessi veira sér ákafiega svipaði í köttum og alnæmisveiran gerir í mönnum, þ.e. vinnur á ónæmiskerfinu þannig að viðkomandi verður óvarin fyrir ýmsum sýkingum sem að öllu jöfnu ættu ekki að vera hættulegar. Sjúkdómurinn hefur verið þekKtur í Bandaríkjunum nokkuð lengi en sem fyrr seg- ir ekki fundist í Noregi áður. Veiran getur ekki borist frá dýri til manns og hún smitast ekki við tímgun heldur með munnvatni og þá við bit. Fresskettir eru í mestri hættu og eina vörnin við sjúkdómn- um er að geida ketti þannig að þeir verði friðsamari en ella. Brynjólfur Sandhoit segir að lítið sé vitað um þessa veiru annað en að að hún sé skyld alnæmisveirunni en á hinn bóginn séu margar slík- ar veirur til. Hann segir engin dæmi um þetta á íslandi, enda hafi málið ekki verið rannsakað út frá þeim for- sendum. Hann telur sömu- leiðis litla hættu á að veiran berist hingað til lands, a.m.k. ekki á meðan við höldum einangrun okkar. Skýrsla um misgengi lánskjara og launa 1980—1989: Greiðslubyrði húskaup- enda jókst um 45% Frá árinu 1980 hefur kaupgeta almennings í landinu minnkað um allt að 30% og greið*lubyrði húanæðiskaupenda hef- ur þyngst um liðlega 45% segir í skýrslu Stef- áns Ingólfssonar verk- fræðings um misgengi lánskjara og launa sem hann vann fyrir BSRB. Skýrslan sem fjallar um misgengi lánskjara og launa og áhrif þessa á húsnæðismál launþega var lögð fyrir formanna- fund BSRB í gærmorgun. Stefán fjallar annarsveg- ar um misgengi iauna og lánskjara sem orðið hafa vegna hækkunar á láns- kjaravísitölu og hinsvegar um misgengi sem fram hef- ur komið vegna hækkunar raunvaxta. í skýrslunni kemur m.a. fram að á árun- um 1980—1985 þyngdist greiðslubyrði húskaupenda um 50.2%, einkum og sér í lagi vegna gríðarlegrar hækkunar á lánskjaravísi- tölu á árunum 1983—1984. Stefán heldur því fram að greiðslubyrði almennings af lánum til húsnæðiskaupa sé á árinu 1989 orðin aftur jafn þung og hún var þyngst á árinu 1985 en á því ári og næstu á undan varð til misgengishópurinn svokallaði. Á síðustu árum, þ.e. frá 1985, hefur hækkun raun- vaxta verið mun veiga- meiri þáttur til hækkunar greiðslubyrði húskaup- enda, þó svo að sum árin hafi laun hækkað umfram lánskjaravísitöluna gerir hækkun raunvaxta oftast gott betur en vega það upp. Með öðrum orðum. Það er ekki aðeins lánskjaravísi- talan sem skapar misgengi heldur einnig raunvextir. Stefán segir í skýrslunni að ekki verði komist hjá því að álykta sem svo að for- sendur í húsnæðismálum hérlendis hafi gerbreyst með tilkomu verðtrygging- ar og hárra raunvaxta. Enda komi það í ljós að langmest eignaaukning hafi orðið þegar raunvextir voru neikvæðir. Fram kem- ur einnig í skýrslunni að á árunum 1940—1980 jókst eignarhald í eigin húsnæði um ca. 35% og var þá tæp- lega 90% sem er líklegast það hæsta sem þekkist í heiminum. Stefán spáir því að þetta hlutfall fari mjög lækkandi á næsta aldar- fjórðungi. Verði þá nær 75% sem þýðir að leigjend- um mun fjölga mjög á al- mennum leigumarkaði. Kjördœmisrád Alþýöuflokksins á Vesturlandi: Ríkisstjómin tryggi kaup- mátt launa Margrét Hildur Guðmundsdóttir klippir á borða er Strandgatan i Hafnarfirði var opnuö eftir miklar endurbntur i gnr. Nú hefur gatan að mestu leyti veriö hellulögð þar sem hún liggur um miðbæinn. Mikið var um að vera í miðbnnum, þeirra Hafnfirðinga, þegar Ijósmyndari blaðsins E./ÓI. tók þessa mynd. „Kjördæmisþing Al- þýðuflokksins í Vestur- landskjördæmi telur að það eigi að vera höfuð- verkefni ríkisstjórnarinn- ar að tryggja lífskjör al- mennings og kaupmátt launatekna.“ Þetta kemur fram í stjórnmálaályktun kjördæmisþingsins sem haldið var á Akranesi 30. síðasta mánaðar. í ályktuninni kemur einnig fram að þingið leggi mikla áherslu á fjögur atriði, þ.e. í fyrsta lagi að skattar hækki ekki sem hlutfall af lands- framleiðslu, í öðru lagi ber ríkisstjórninni að leita allra leiða til að lækka vöruverð og framfærslukostnað heimilanna í landinu. Þingið taldi sérstaklega brýnt að iækka verð á landbúnaðar- vörum. Hitastig í nokkrum landshlutum kl. 12 í dag ÍSLAND Hitastig i borgum Evrópu kl. 12 i gær aö islenskum tima. í þriðja lagi áiyktaði þingið um stóriðjumál og er þar áréttuð sú skoðun að ráðast skuli í framkvæmdir við stór- iðju ef athuganir sem standa yfir á vegum iðnaðarráð- herra verði jákvæðar. í fjórða lagi beindi þingið því til iðn- aðarráðherra að hann vinni ötullega að jöfnun raforku- verðs í landinu. Kanada- dagará íslandi Mikil Kanadakynning fer fram hér á landi í næstu viku. Lögð verður áhersla á bæði menning- arleg tengsl þjóðanna sem og viðskiptaleg. Bóka- kynning á kanadískum bókum verður í Eymunds- son og ó Hótel Sögu gengst sendiherra Kanada fyrir ráðstefnu nk. mánudag um nýja möguleika i milli- ríkjaviðskiptum og aukin viðskipti milli Kananda og íslands. Með sendiherranum verða í för fulltrúar einna 20 kanad- ískra fyrirtækja sem munu veita íslenskum kaupsýslu- mönnum allar þær upplýs- ingar sem þeir kunna að viija en einnig verða í tengslum við þessa ráðstefnu á Hótel Sögu kynntar vörur á annað hundrað fyrirtækja í Kan- anda.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.