Alþýðublaðið - 07.10.1989, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 07.10.1989, Blaðsíða 4
4 Laugardagur 7. okt. 1989 IÞROTTAVIÐBURÐIR FYRRITIMA í BERGEN 1927: Frá vinstri: Garð- ar, Helgi, vallarvörðurinn, Ásgeir og Geir. Kaldal vantar á myndina, þe.a.s. hann tók hana. Frækin keppnisför frjólsíþrótta- og sundmanna til Hafnar 1927 Breytingarnar á fyrirkomu- lagi utanlandsferða íþrótta- manna frá því að 8 keppendur tóku þátt í alþjóðlegu íþrótta- móti KFUM í Kaupmannahöfn sumarið 1927, eru með ólík- indum, bæði hvað varðar ferðalög og ekki síður aðstöðu til keppni. En sleppum því. Eft- irtaldir íþróttamenn voru með í þessari ferð: Jón Kaldal (far- arstjóri), Asgeir Einarsson, Garðar S. Gíslason, Geir Gígja og Helgi Eiríksson, sem kepptu í frjálsum íþróttum. Þrír sund- menn voru einnig með í för- inni, þeir Björgvin Magnússon, Ingólfur B. Guðmundsson og Jón Pálsson. Umrætt mót var stórmót, á þess tíma mæli- kvarða með mörgum fræknum íþróttaköppum frá allmörgum þjóðlöndum. Lagt var af stað frá Reykjavík 30. júní með „Lyru“ en komið til Berg- en þann 4. júlí og voru menn þá vel hressir. Er þangað kom fóru allir íþróttamennirnir á æfingu. Þeir Garðar S. og Helgi Eiríks létu taka á sér tíma í 100 m hlaupi og ekki var að sjá að sjóferðin hefði haft slæm áhrif, því að þeir hlupu á mettíma. Að kvöldi næsta dags var haldið af stað til Osló og einnig æft þar. Loks var komið til Kaup- mannahafnar að morgni 7. júlí. Ráin féll vegna þess að nagli gaf sig Mótið stóð yfir dagana 10,—-17. júlí. Þann 11. var keppt í sundi, en um kvöldið hófst keppni í frjálsum íþróttum og við skulum fyrst líta á keppni í þeim. Garðar og Helgi tóku þátt í 100 metra hlaupinu, en hvorugur komst í milliriðla. Helgi hafði slæma aðstöðu að því leyti, að hann keppti í hástökki á sama tíma. Hann kom því flestum á óvart, er hann stökk 1,80 m og tryggði þar með íslandi 2. verð- Jón Pálsson laun. Helgi stökk tvívegis yfir þessa hæð, því að í fyrstu tilraun- inni bilaði naglinn, sem hélt uppi listanum, sem ráin hvíldi á, og féll því ráin og stökkið var ekki tekið gilt. Svíinn Garney sigraði, en í 3ja sæti var hinn frægi Erik Svensson frá Svíþjóð, sem stökk jafnhátt Helga, 1,80 m. Afrek Helga var nýtt glæsilegt íslenskt met, sem stóð samfleytt í 10 ár. Aldrei var sótt um staðfestingu á þessu meti, hvernig sem á því stóð og hið stað- festa met mun lægra eða 1,75 m. Geir Gígja keppti sama kvöld í 800 metra hlaupi. Hlaupið var í þremur riðlum og varð Geir fyrst- ur í 2. riðli á 2:02,7 mín. í úrslita- hlaupinu sama kvöld varð hann 3. á 2:02,4 mín og var það íslenskt met, sem stóð í 12 ár. Sigurvegari varð Norðmaðurinn Lorentzen á 2:00,5 mín. Æsispennandi keppni í 1500 m hlaupi Þann 13. júlí var frjálsíþrótta- Björgvin Magnusson keppninni haldið áfram. Fyrst var 1500 m hlaup og var keppt í tveim- ur riðlum. Geir Gígja varð 3ji í sín- um riðli á 4:16,2 mín eða langt undir ísl. metinu. Sex fyrstu úr hvorum riðli komust í úrslit, en úr- slitahlaupið skyldi háð 15. júlí. Garðar tók þátt í langstökkinu, en komst ekki i úrslit. Hann var einnig með í 200 m hlaupinu og sigraði í sínum riðli á 23,7 sek. Helgi tók einnig þátt í 200 m hlaupi og báðir komust þeir félag- ar í milliriðla, en þar við sat. Þeir Ásgeir og Helgi köstuðu spjóti, Ás- geir vann sér rétt til að keppa í úr- slitum, kastaði ca. 42 m, en togn- aði og gat ekki kastað frekar. En nú var komið að 1500 metra hlaupinu og þar var æsispennandi keppni, en frammistaða Geirs Gígja í þessu hlaupi var eftirminni- leg og vakti töluverða athygli. Hann háði harða keppni við þekkta hlaupara og hafnaði í 2. sæti á 4:11,0 mín, sem að sjálf- sögðu var nýtt ísi. met og stóð alls Ingólfur B. Guðmundsson í tæpa tvo áratugi. Sigurvegari í hlaupinu var Norðmaðurinn Tein- aas á 4:10,7 mín en þriðji Finninn Hietalahti, sem Geir hafði tapað fyrir í 800 metra hlaupinu. Svíar sigruðu f______________ stigakeppninni_______________ Vegna fjölmargra áskorana lagði Jón Kaldal af stað í 5000 m hlaupið, þvert á móti vilja sínum. Gerði hann það aðallega sakir þess, að dönsku blöðin höfðu sagt, að hann keppti og hvöttu Dani, sem ekki höfðu gleymt Kaldal, til að koma á mótið. Hann var fram- arlega fyrstu 4—5 hringina, en hætti svo, enda var hann ekki í neinni æfingu og ekki verið til þess ætlast af Islendingum, að hann keppti. Sundkeppni mótsins hófst 11. júlí eins og áður sagði. Fyrst var keppt í 100 m skriðsundi, eða frjálsri aðferð eins og þá var sagt. Keppt var í tveimur riðlum og það óvenjulega gerðist, að Jón Pálsson og Björgvin V. Magnússon voru settir í sama riðil. Jón varð 3ji og komst í úrslit. Ingólfur B. Guð- mundsson tók þátt í 400 m frjálsri aðferð, varð fjórði í sínum riðli og komst í úrslit. Úrslitasundin fóru fram 14. júlí. Björgvin keppti í 200 m bringu- sundi og varð 4. á 3:40,0 mín að- eins 3 sek á eftir 3ja manni. Undir venjulegum kringumstæðum hefði Jón náð verðlaunasæti í 100 m skriðsundi, en hann var hálflas- inn, þegar sundið var háð. Hann hreppti fjórða sæti á 1:25,0 mín. Ingólfur varð sjötti í 400 m. Á þessu mikla íþróttamóti sigr- uðu Svíar í stigakeppninni, fengu alls 129 stig. íslendingarnir urðu í 11. sæti með 14 stig og m.a. á und- an Englendingum, Þjóðverjum og Rúmenum. Þótti frammistaða þeirra með ágætum og vakti at- hygli á mótinu og ekki síður hér- heima. Heim kom flokkurinn aftur 24. júlí með Dronning Alexandrine. Örn Eiðsson skrifar

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.