Alþýðublaðið - 07.10.1989, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 07.10.1989, Qupperneq 5
Laugardagur 7. okt. 1989 5 Halldór Björnsson varaformadur Daíjsbrúnar: • SKOTMARKIÐ • Ekki hlutverk for- seta ASÍ eða banka sem kennir sig við alþýðu, að ganga fram fyrir skjöldu og hækka vexti. • Sættum okkur ekki við, að mega ekki hafa skoðanir inn- an miðstjórnar ASI. Halldór Bjömsson: Þaö má vel vera að vextir hafi verið neikvœðir of lengi. En það vita alir að fjármagnskostnaður er að sliga bœði fyrirtœki og einstaklinga. Frjálsræði i vöxtum virðist storhættulegt Fulltrúar Verkamannafólagsins Dagsbrúnar í miðstjórn Alþýðu- sambands Islands, Halldór Björnsson varaformaður og Leifur Guðjónsson, hafa ákveðið að sœkja ekki miðstjórnarfundi það sem eftir er árs. í yfirlýsingu segjast þeir gera þetta vegna „óskammfeilinna aðdróttana" Arnars Friðrikssonar, sem er fyrsti varaforseti ASÍ. Deilurnar spruttu á miðstjórnarfundi ASI sl. fimmtudag, er þeir fólagar báru fram tillögu um vaxtamál sem ekki fékk samþykki fundarins. Stjóm Dagsbrúnar lýst í gœr yfir fyllstastuðningi viðtillöguþeirrafólaga. lályktunsegiraðstjórn Dagsbrúnar harmi að Alþýðubankinn skuli skipa sór í sveit þeirra banka „sem ganga einna helst í hækkun vaxta." Halldór Björns- son, varaformaður Dagsbrúnar er í Skotmarki Alþýðublaðsins: — Hvaö felst efnislega í ykkar afstödu? „Við sættum okkur ekki við að vera bornir þeim sökum, að við sé- um að ganga erinda einhverra annarra aðila. — Að við megum ekki hafa okkar skoðun innan miðstjórnar. Við hefðum að sjálf- sögðu ekki gengið út, þótt þessi til- laga hefði verið felld. En þegar svona er borið á menn, þá er erfitt að sitja lengur, að minnsta kosti í einhvern tíma.“ — Hver berykkur þessari sök og hvad felst i henni? „Örn Friðriksson, en þú skalt spyrja hann hvað í þessu felst. Hann sagði okkur nánast flytja er- indi til þess að ófrægja forsetann." — Erindi hverra manna? „Hann lét að því liggja að for- maður Verkamannasambandsins ætti hlut að máli." — Stjórn Dagsbrúnar lýsir yfir fyllsta stuöningi vid ykkar tillögu í vaxtamálum. Hvaö felst í þessari tillögu? „Okkur gafst reyndar ekki tími til þess að ræða hana í miðstjórn- inni, áður en við lögðum hana fyr- ir. — Afstaða okkar byggist á því að mótmæla þessari vaxtahækk- un. Alþýðubankinn hækkaði vext- ina um allt að 5%. Við teljum að það sé nóg komið af þessum hækkunun, ekki bara á þessu sviði heldur öllum sviðum, og tími til kominn að mótmæla. Það er ekki hlutverk forseta ASÍ eða banka sem kennir sig við alþýðu, að ganga fram fyrir skjöldu og hækka vexti einna mest.“ — Ertu ad segja aö þessi hoekk- un bitni á ykkar fólki? „Þú getur rétt ímyndað þér. Það' eru kannski fyrst og fremst aðilar í ýmiss konar viðskiptum sem taka beint þessar hækkanir, en auðvitað eru það neytendur sem borga." — Þú ert sem sagt á móti frjáls- um vöxtum? „Eg held að það hafi sýnt sig að þetta frjálsræði í vöxtum gangi ekkert upp hér. Þjóðfélagið virðist þannig gert, að fjálsræðið sé stór- hættulegt. Það virðist sem stjórna þurfi öllu, þótt ég sé ekki neinn sérstakur talsmaður miðstýringar. Mér virðist engu að síður sem rík- isstjórn og Seðlabanki þurfi að taka á þessum málum.“ — Verkamannasambandiö hef- ur lýstyfir aö þaö vilji aukiö frjáls- rœöi í innflutningi á ákveönum tegundum landbúnaöarvara. Ert þú samþykkur því? „Það hefur lítið verið rætt og ég vil lítið tjá mig um þetta atriði. Málið hlýtur að verða rætt á þingi Verkamannasambandsins í næstu viku." — Ert þú sem sagt á móti frjáls- um vöxtum og frjálsum innflutn- ingi og útflutningi? „Hvað áttu við? Ert þú að tala um landbúnaðarvörurnar?" — 777 dæmis landbúnaöarvör- urnar? „Við þurfum náttúrlega að búa í þessu landi og það getur verið erf- itt og harðbýlt. Ég veit ekki hvort það er það sniðugasta i heiminum að flytja óhindrað inn landbúnað- arvörur frá Evrópulöndunum. Það vita allir við hverjar aðstæður þessi atvinnugrein býr í þeim löndum." — Þaö er stundum sagt aö aftur- hvarf frá frjálsum vöxtum leiöi okkur til baka í neikvœöa vexti. Er þaö til góös fyrir neytendur? „Það getur verið að vextir hafi verið of neikvæðir of lengi. — Það getur vel verið. En allir vita að fjármagnskostn- aður er að sliga bæði einstaklinga og fyrirtæki." — Er þetta ekki misskilningur? Eru þaö ekki skuldirnar sem eru að sliga fyrirtœkin og einstakling- ana? Er ekki munur á skuldum og fjármagnskostnaöi? „Nei, fjármagnskostnaðurinn er orðinn það mikill. íslensk fyrir- tæki og Islendingar þurfa á rekstr- arfé að halda, menn eru yfirleitt ekki það fjáðir prívat og persónu- lega, og einhversstaðar verður að taka það fé.“ — Þaö hefur margkomiö fram aö íslendingar geti veriö stoltir af þjóöartekjum á hvern mann... „ ... já, ég er ekki að segja það. Það efast enginn um að íslending- ar eru dugleg og atorkusöm þjóð. En það kemur ekki til greina að láta svona frjálsræði og hækkanir ganga yfir akkuúrat á þessum tíma, þegar hækkanir á mörgum öðrum sviðum eru að flæða yfir. Málið snérist reyndar ekki beint um það. Málið snýst um það hvort menn sem kosnir eru í miðstjórn Alþýðusambandsins mega hafa skoðun. Ef það er skoðun meiri- hluta miðstjórnar að við megum ekki hafa skoðun, þá hefur maður ekkert þangað að sækja." — Er þaö ekki bara fýlukast, þegar þiö ákveöiö þetta vegna af- stööu eins manns? „Það verður hver og einn að meta hvort við erum í einhverju fýlukasti. En okkur finnst það ekki. Við erum ekki kosnir til þess að vera í neinum já-klúbbi.“ — Ert þú sammála formanni Dagsbrúnar um aö ágreiningur milli Alþýöusambandsins og Dagsbrúnarsé kominn á alvarlegt stig? „Það hlýtur að vera mjög alvar- legt mál, ekki hvað síst á þessum tíma þegar Alþýðubankinn þarf að hafa frið um sín mál til þess að safna hlutafé," segir Halldór Björnsson, varaformaður Dags- brúnar og miðstjórnarmaður í fríi frá ASÍ.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.