Alþýðublaðið - 28.10.1989, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 28.10.1989, Blaðsíða 4
4 Laugardagur 28. okt. 1989 Afmæliskvedjur frá ritstjórum dagblaðanna Matthías Johannessen IndriAi G. Þorsteinsson Jónas Kristjánsson Árni Bergmann Styrmir Gunnarsson Matthías Johannessen og Styrmir Gunnarsson, ritstjórar Morgun- blaösins:___________ Sam- ferða í sjotiu ár ALÞÝÐUBLAÐIÐ og Morgun- biaöið hafa nú verið samferða í sjötíu ár. Þau hafa verið ár mestu breytinga og framfara frá upphafi íslandsbyggðar. Á þessum tíma hafa islendingar hafizt úr örbirgð til velmegunar, endurheimt sjálf- stæði sitt og stofnað lýðveldi á Þingvöllum. Þeir hafa horft upp á hörmungar styrjalda um víða ver- öld og mestu alræðisstefnu mann- kynssögunnar leggja undir sig hverja þjóðina af annarri. Á þessum sjötíu árum hefur sambúð Alþýðublaðsins og Morg- unblaðsins oft verið stormasöm og stundum tekizt á um markmið og leiðir. En blöðin hafa borið gæfu til að eiga samleið á mörgum sviðum. Þar ber hæst samstöðu í því að tryggja frelsi og öryggi ís- lenzku þjóðarinnar og þátttöku hennar í samstarfi vestrænna lýð- ræðisríkja. Þá hefur baráttan fyrir velferð fólksins í landinu verið ánægjuleg og sameiginlegt hagsmunamál, þótt engin rós sé án þyrna. Með vinsemd og afmæliskveðj- um, Ritstjórar Morgunblaðsins Árni Bergmann, ritstjóri Þjóöviljans:________ Al- þýðu- blaðið sjötugt Mesta furða hvað þessi dagblöð okkar eru orðin gömul. Þau ættu víst að vera löngu dauð ef farið væri eftir lögmálum markaðarins og fjölmiðlabyltingar yfirleitt. Kannski tóra þau á því sama og jiddíska blaðið sem nóbelsskáldið Isaac Bashevis Singer skrifar í og kemur út í New York: Við komum út, segir hann, vegna þess að við erum svo illa að okkur í bókhaldi að við vitum ekki að við erum löngu komnir á hausinn. En semsagt: Enn lifum vér. Alþýðublaðið er í mínum huga ekki síst forvitnilegt fyrir þær sak- ir, að ekkert blað á Islandi hefur sveiflast jafn mikið í leit að ein- hverri þeirri „ímynd" eða „for- múlu" sem passaði fyrir tilgang þess og lífsmöguleika. Ég hefi séð Alþýðublaðið sem flokksmálgagn upp á gamla móðinn, sem dálítið hasarderað blað sem stílaði upp á vinsældir út á ögn meira alvöru- leysi en aðrir leyfðu sér, síðan aft- ur nokkuð klassískt blað með menningarslagsíðu. Enn síðar verður blaðið aftur hreinræktaður pólitískur kálfur (þá man ég Jón Baldvin halda snjalla ræðu á blaðamannastefnu einni um kosti þess að vera með ódulbúið póli- tískt málgagn en ekki vera að þykjast utan og ofan við alla póli- tík en í raun mjög hagsmuna- tengdur eins og vissir og sumir að- ilar). Og núna höfum við blaðið í þessu millibilsástandi þar sem við spyrjum það hvunndags: Hvað eru kratarnir að hugsa? en dettum svo í Pressuna á fimmtudögum þar sem pólitíkin er eiginlega bann- færð. Um allar þessar breytingar má segja, að þær bera vitni lofsverð- um vilja til að hafa endaskipti á sjálfum sér ef svo mætti segja. Hitt þykist gamall hundur í blaða- mennsku vita, að breytingafús- leikinn leysir í sjálfu sér ekki til- vistarvanda lítils blaðs. Hvert sem við snúum okkur erum við bundn- ir af fjárhag, mannfæð og öðrum leiðindum og kannski er niður- staðan mest háð því hverjir veljast saman til starfa hverju sinni. Ef sæmilega tekst til um það getur einnig lítið blað eins og Alþýðu- blaðið átt mjög góða spretti — en því er (af ofangreindum ástæðum) alltaf mjög hætt við úthaldsleysi. Þar stendur hnífur í vorri kú. Við Þjóðviljamenn óskum kol- legum okkar á Alþýðublaðinu alls hins besta í bráð og lengd. Jónas Kristjánsson, ritstjóri DV: Al- þýðu- blaðið með reisn Mikilvægi dagblaða er ekki í réttu hlutfalli við útbreiðslu þeirra. Hún skiptir að vísu miklu gagn- vart auglýsendum, sem vilja ná til sem flestra í einu. En í þjóðmálum gilda allt önnur lögmál. Það sést bezt af, hversu lítið samhengi er milli fylgis flokka og útbreiðslu dagblaða, sem fylgja þeim að mál- um. Þessi staðreynd er oftast not- uð til að benda á, að stjórnmála- fiokkur þurfi ekki lengur málgögn og allra sízt, ef þau eru þeim fjár- hagsleg byrði. Hins vegar felur hún margt annað í sér. Gildi Alþýðublaðsins felst ekki í hugsanlegu gagni þess fyrir Al- þýðuflokkinn, heldur í þátttöku blaðsins í þjóðmálaumræðu hinna því miður tiltölulega fáu, sem fylgjast með að ráði. Eins og önn- ur dagblöð er Alþýðublaðið skoð- að af hinum svokölluðu máttar- stólpum þjóðfélagsins, sem eru hinir skoðanamyndandi hópar stjórnmálamanna, embættis- manna, félagsmálafrömuða, fjþl- miðlunga og annarra slíkra, sem þurfa á hverjum degi að kynna sér, hvað sé í fjölmiðlunum. í þessum hópum eru dagblöð ekki nema að hluta metin til mikil- vægis eftir útbreiðslu þeirra. Þau eru einnig metin eftir þátttöku þeirra í þjóðmálaumræðunni. Lít- ið dagblað, sem birtir greindar- legri skrif en stóru dagblöðin, get- ur á þessum hópum reynzt áhrifa- meira en hin stóru, ef hin síðar- nefndu slaka á gæðunum, sem þeim getur hætt til í skjóli stærðar- innar. Alþýðublaðið hefur stundum verið lítið og stundum verið stórt, einu sinni meira að segja stærsta blaðið. Á þeim þremur áratugum, sem ég hef fylgzt með fjölmiðlum, hefur vægi Alþýðublaðsins verið mjög misjafnt og alls ekki farið eft- ir útbreiðslu þess eða stærð á líð- andi stund. Oftast hefur Alþýðu- blaðið verið mun mikilvægari fjöl- miðill en tölur um útbreiðslu og blaðsíðufjölda geta mælt. Mér er tjáð, að fjárhagur Al- þýðublaðsins hafi um langt skeið verið tiltölulega góður í saman- burði við fjölmiðla yfirleitt og raunar betri en ýmissa dagblaða, sem státa af meiri útbreiðslu. Mér finnst frábært að unnt sé að reka dagblað upp á þau býti. Það er að- standendum slíks blaðs til sóma og réttlætir auðvitað um leið til- veru þess. Ég hef lengi haldið fram, að með skynsamlegu lagi mætti gefa tap- laust út þrjú blöð á íslandi. Til þess þarf hvert fyrir sig fyrst og fremst aö kunna að sérhæfa sig og sníða sér stakk eftir vexti. Það hefur Al- þýðublaðiö getað flestum öðrum betur. Til þess að unnt sé að halda úti nútímalegu lýðræðisríki í þessu fá- menna landi þarfa fjölmiðlar að vera margir. Ekkert þjóðfélag af slíku tagi fær staðizt, nema vald- dreifing sé mikil og fjölbreytni í uppsprettu upplýsinga sé mikil. Þess vegna þurfum við nokkrar sjónvarpsstöðvar, nokkrar út- varpsstöðvar og að sjálfsögðu nokkur dagblöð. Fjölbreytnin er hins vegar ekki mikils virði, að svo miklu leyti sem hún felst í hallærisútgáfu, sem hef- ur enga fjárhagslega reisn og er aðstandendum byrði. Mér er mikil ánægja í, að Alþýðublaðið skuli á sjötíu ára .afmælinu vera rekið með reisn og fullri þátttöku í þjóð- málaumræðu nútímans. Vona ég, að svo megi einnig verða næstu sjötíu árin. Indribi G. Þorsteinsson, ritstjóri Tímans:______ Sjötíu ára stríð Margir valtarar hafa rúllað yfir Alþýðublaðið þann langa tíma, sem það hefur komið út. Sögur eru sagðar af því þegar óratorinn mikli, Ólafur Friðriksson, var rit- stjóri. Þá urðu kaflaskil, þegar Finnbogi Rútur Valdemarsson kom frá útlöndum til að stýra blað- inu. Hann notaði forsíðu þess und- ir helstu fréttir og vissi hvað kraft- miklar fyrirsagnir höfðu að segja. Að því leyti varð hann faðir nú- tíma blaðamennsku í landinu, en fram að hans ritstjórnartíð voru forsíður gjarnan notaðar undir auglýsingar einvörðungu. Á heitu árunum hjá Alþýðu- flokknum og Alþýðublaðinu var Stefán Pjetursson ritstjóri. Þá var pólitíska heiftin í hámarki, en Stef- án barðist eins og ljón í pólitískum skrifum sínum, og enginn var í raun sæmilega upplýstur um neð- anjarðarstarfsemi heimskommún- ismans nema vera vel heima í skrifum Stefáns Pjeturssonar. Sjálf- ur var hann kominn úr herbúðum rauðliða og þekkti til heimilis- hátta. En hann fékkst aldrei til að segja neitt frá sjálfum sér. Um kveðjur og skil við heimskomm- únismann stendur aðeins eftir ein saga um Stefán. Honum var svo brátt að komast út úr Sovétríkjun- um, áður en hann yrði gripinn með ófyrirsjáanlegum afleiðing- um, eins og fleiri Norðurlanda- menn, að hann slapp út úr landinu á annarri skóhlífinni. Hin varð eft- ir þegar hurð á járnbrautarlest við finnsku landamærin skall á öðrum fæti hans. Þessi maðursettist inn á Alþýðublaðið og þuldi rauðliðum lesturinn, en þá voru menn enn þeirrar skoðunar að guðsríkið væri helst að finna í Sovét. Þótt blöð séu að bera sannleik- anum vitni á örlagatímum þýðir það ekki að þeim vegni vel fjár- hagslega. Alþýðublaðinu, eins og öðrum blöðum en Morgunblað- inu, hefur alltaf verið skorinn þröngur stakkur. Baráttan við að halda lífi hefur ekki verið síður hörð á Alþýðublaðinu en Tíman- um og Þjóðviljanum. Samt hafa þau lifað sæmilega öll þrjú og eiga visst samstarf, sem engin ástæða er til að auka frekar, enda myndi þá flóra blaðaútgáfunnar fölna að mun. Alþýðublaðið tók þann kost að draga saman seglin í þessu lífs- stríði, en gegnir enn því hlutverki að vera málsvari þeirra sem minna mega sín í samfélaginu. Blaðið hefur að auki getið af sér nýtt blað í miðri viku, sem á að vera til að væta góm hinna slúður- þyrstu, og má kannski græða á því. í einn tíma vann sá er þetta ritar á Alþýðublaðinu. Þá hafði Gísli J. Ástþórsson tekið við ritstjórn, en Helgi Sæmundsson var nýlega hættur. Gísli kom inn á blaðið með nýjar hugmyndir og ferskt útlit og útgáfan gekk vel í nokkur ár. Þá var Áki Jakobsson framkvæmda- stjóri og áttu þeir Áki og Gísli vel saman. Mér fannst gaman að vinna á Alþýðubiaðinu þennan tíma. Okkur gekk vel og það var gangur og flug á blaðinu, sem varð mörgum okkar minnisstætt. En þegar fór að ganga svona vel komu aðrir og sögðu: Nú getum við. Það er venjuleg saga á blöð- um, sem gefin eru út af flokkum. Framsóknarflokkurinn og Al- þýðuflokkurinn unnu vel saman í byrjun nýskipunar flokkakerfisins í landinu, og hélst það samstarf nær óslitið frá 1934 til 1942. í kosningunum 1956 mynduðu svo þessir tveir flokkar kosninga- bandalag. Tíminn og Alþýðublað- ið hafa yfirleitt ekki lent í stór- rifrildi, enda ólumst við hérna megin upp við ákveðinn hlýleika í garð Alþýðublaðsins. Sá hlýleiki varir enn. Vegna gamals og nýs samstarfs óskar Tíminn Alþýðublaðinu og ritstjóra þess, Ingólfi Margeirssyni, og starfsfólki, alls velfarnaðar í framtíðinni; óskar þess að það lifi til vitnis um, að blöð geta bitið þótt þau byggi ekki tilvist sina á stórfínönsum. Til hamingju með afmælið.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.