Alþýðublaðið - 28.10.1989, Side 10

Alþýðublaðið - 28.10.1989, Side 10
10 Laugardagur 28. okt. 1989 Gylfi Gröndal:______ FÁTÆKTIN BLAÐSINS Gylfi Gröndal var ritstjóri Alþýdubladsins á árunum 1963—67. Hann segist ungur hafa sogast inn í hring- idu bladamennskunnar og staöist hvoruga freisting- una þegar honum var fyrst boöin blaöamannsstaöa viö Alþýöublaöiö og síöar meir starf ritstjóra blaösins. En Gylfi segir ennfremur aö blaöamennska og fréttaflutningur á Islandi hafi breyst mikiö síöan hann ritstýröi Alþýöublaöinu. Hin haröa samkeppni fjöl- miöla núoröiö sé oröin háskaleg. Gylfi sá um Baksíðuna í sinni rit- stjóratíð. Hún var þá með léttu sniði og teiknaðar fígúrur sem létu Ijós sitt skina. „Ég byrjaði að starfa á Alþýðu- biaðinu skömmu eftir að ég hafði lokið stúdentsprófi," segir Gylfi Gröndal. „Þá hafði ég innritað mig í háskólann og lagði þar stund á ís- lensk fræði um skeið. Eitt sinn þurfti Helgi Sæmundsson, sem þá var ritstjóri Alþýðublaðsins, á manni að halda og bað mig að ger- ast prófarkalesari. Ég varð svo prófarkalesari í hlutastarfi einn vetur og síðan réð hann mig sem blaðamann næsta sumar, í afleys- ingar. Ég hef alla tíð haft áhuga á blaðamennsku eða allt frá því að ég var lítill strákur. Ég gaf út mitt eigið blað hérna i eldgamla daga. Svo tók ég þátt í útgáfu skólablaða á sínum tíma. Mér fannst mjög spennandi að fá tækifæri til að verða þarna blaðamaður. Nú ég hélt svo áfram náminu en árið 1958 urðu mikil þáttaskil á blað- inu. Þá var Gísli J. Astþórsson kominn til sögunnar og hann bað mig að gerast blaðamaöur í fullu starfi. Ég stóðst ekki freistinguna og námið gleymdist nú eiginlega alveg upp úr þessu. Það var svo mikið að gerast í blaðamennsku almennt á þessum árum að tæki- færin blöstu alls staðar við. Þegar ég hafði verið stuttan tíma á Al- þýðublaðinu, til 1960, þá var mér boðið að gerast ritstjóri Fálkans. Þá var ég ekki nema 24 ára gam- all. Þetta er svona til marks um það hvað tækifærin voru mörg. Þar var ég í ein þrjú ár en svo árið 1963 var mér boðið að gerast rit- stjóri Alþýðublaðsins. Mér fannst það svo mikil freisting að ég stóðst ekki mátið, enda var það mitt gamla blað. Ég var ritstjóri Al- þýðublaðsins til 1967. Þá varð ég ritstjóri Vikunnar og var þar í átta ár og svo síðar hjá Sambandinu þar til nú nýverið. Ég er eiginlega rithöfundur á eigin vegum sem stendur." Sérstakur__________________ menningqriwoður — Urdu miklar breytingar á bladinu í kjölfar þess ad þú tókst uid þuí? „Alltaf vill nýr maður breyta einhverju. Ég man sérstaklega eft- ir tveimur efnisþáttum sem ég breytti þegar ég kom að blaðinu og mér þótti takast nokkuð vel. Annar þeirra var á sviði menning- armála. Við réðum sérstakan mann til að sjá um gagnrýni, bók- menntagagnrýnanda, en hann gagnrýndi reyndar einnig leikhús. Þetta var mikil nýjung í þá daga, þ.e. að hafa mann sem gerði ekk- ert annað en þetta. Það var mjög erfitt að fá þessu framgengt og ef ekki hefði komið til liðstyrkur nafna míns, Gylfa Þ. Gíslasonar, sem þá var menntamálaráðherra og hafði mikinn áhuga á menning- armálum, hefði það varla náðst fram. Hann studdi þessa hugmynd heils hugar og við vorum svo heppnir 'að við réðum í þetta starf Ólaf Jónsson gagnrýnanda. Hann varð síðan gagnrýnandi allt sitt líf. Ólafur var mjög óvæginn gagn- rýnandi og óhræddur við að segja skoðanir sínar. Menn voru ekki alltaf sammála honum en allir sem létu sig menningarmál varða urðu að lesa það §em hann skrifaði. Öl-' FYLGIKONA afur reyndist okkur því mjög vel. Svo var annar þáttur sem við kölluðum Baksíðuna. Þar var ein- göngu skopefni, eingöngu fjallað um dægurmálin í spéspegli. Þetta var mikil nýjung og naut mikilla vinsælda á þessum árum. Þetta var bæði gert í bundnu máli og óbundnu. Þarna voru persónur sem sögðu álit sitt á hverjum degi. Þar má nefna Afa gamla og Tán- inginn. Ég man eftir því að baksíð- an var mín hugmynd og ég sá al- veg um hana allan tímann sem ég var þarna. Þetta eru þeir tveir þættir sem ég man best eftir frá minni tíð á blaðinu." Lifði einn dag i senn — Hvernig líkadi þér ritstjóra- starfib? „Þessi tími var ákaflega skemmtilegur og spennandi eins og dagblaðamennska er. Maður lifir bara fyrir einn dag í senn. Menn unnu mikið á þessum árum en það var ekki gerð krafa um neinar aukagreiðslur, við vorum bara á föstum launum. Þó þetta hafi verið mjög skemmtileg ár voru þau býsna erf- ið. Fjárhagurinn var allur í molum og ég gat búist við því á hverjum degi þegar ég kom til vinnu minn- ar að allir blaðamennirnir stæðu í hnapp og neituðu að vinna þar til þeir hefðu fengið greitt kaupið sitt. Raunar hafa fjárhagsvand- ræði einkennt sögu Alþýðublaðs- ins alla tíð. Fátæktin hefur svo sannarlega verið fylgikona blaðs- ins." „Sigur vinnsl_________________ að iokum. . ■"________________ — En blabib hefur komib út þrátt fyrir ýmsa erfibleika? „Já, ég man t.d. einu sinni eftir að þegar við höfðum verið á langri og erfiðri vakt, framundir hálfþrjú, í kjallaranum í Alþýðu- húsinu og við hliðina dunaði dans- inn í ingólfskaffi. Einn af elstu setj- urunum hjá Alþýðublaðinu, Mey- vant Hallgrímsson, sem var setjari hjá blaðinu alla sína tíð, var að þvo sér að lokinni vaktinni og þá sagði hann þessa eftirminnilegu setn- ingu: „Sigur vinnst að lokum og blaðið kemur út.“ Þessi orð finnst mér oft hafa verið dæmigerð fyrir Alþýðublaðið. Það má segja að það hafi verið unnið afrek í hvert skipti sem blaðið kom út. Það verður að segjast eins og er, að framkvæmdastjórnin var alltaf í molum og það voru svo tíð fram- kvæmdastjóraskipti að ég man það ekki einu sinni hvað þeir voru margir þennan stutta tíma sem ég var. Þeir voru sjaldnast í föstu starfi, þeir höfðu þetta sem auka- starf að sjá um fjármálin. Við vor- um óskaplega óánægðir með þetta blaðamennirnir, að ekki skyldi fást einhver duglegur mað- ur til að taka þetta að sér, og út- breiðslumálin voru líka í molum að okkur fannst." Fraagir blaðamenn________ stigu þar________________ sin fyrstu spor__________ — Hvab kanntu ab segja frá Þetta minnir mig á nokkuð sem var haft eftir frægum bandarísk- um ritstjóra sem sagði: „Vandi sér- hvers ritstjóra er að auka upplag blaðsins án þess að verða ærulaus maður." Þetta er nokkuð góð setn- ing til að vinna eftir og dálítið tímabær núna því samkeppin milli fjölmiðlanna ætlar að reynast háskaleg eins og margir spáðu. Svona hörð samkeppni í litlu sam- 'félagi, hvað fréttir varðar, er háskaleg. Það hafa mörg slys orð- ið. Ég man eftir að ég var gagn- rýndur fyrir að vera of varkár í fréttaflutningi en er alveg sáttur við þá gagnrýni, því fréttastjórnun fylgir alveg gífurleg ábyrgð." — Var fréttaflutningur vandabri hér ábur fyrr? „Þegar ég lærði fréttamennsku fyrst hjá Alþýðublaðinu var Sig- valdi Hjálmarsson fréttastjóri. Þá voru óskráð lög og ein meginregla sem við máttum ekki brjóta. Það að birta ekki frétt án þess að vera búnir að tala við að minnsta kosti tvo aðila málsins. Nú skrifa menn hins vegar alveg hiklaust um mál eftir að hafa kynnt sér aðeins eina hlið þess og hugsa sem svo að það sé þá alltaf hægt að bæta við hinni hliðinni seinna. Mér finnst öll fréttamennska vera orðin gálaus- ari en áður, þó auðvitað hafi blaðamennsku farið fram á mörg- um sviðum," segir Gylfi Gröndal rithöfundur. samstarfsmönnum þinum á þess- um tíma? „Það stigu margir blaðamenn sín fyrstu spor á þeim vettvangi hjá Alþýðublaðinu á þessum ár- um. Ég man eftir að hafa ráðið nokkra sem hafa verið viðloðandi fjölmiðla síðan. Það var Ólafur Ragnarsson, sem varð síðar sjón- varpsmaður og bókaútgefandi. Hann var fyrst fréttaritari okkar á Siglufirði. Afskaplega duglegur drengur, tók myndir og hvaðeina. Við réðum hann fyrst sem sumar- afleysingamann og hann gerðist síðar blaðamaður hjá okkur og varð það alveg þangað til sjón- varpið byrjaði og var þá ráöinn þangað. Annar maður var Hjörtur Pálsson. Hann byrjaði líka sem blaðamaður hjá okkur og varð seinna dagskrárstjóri útvarpsins og tengdist blaðamennsku og rit- stjórn uppfrá því. Á þessum tíma voru þeir Árni Gunnarsson og Eið- ur Guðnason við blaðið. Oddur Ól- afsson gerðist einnig blaðamaður í minni tíð en hafði verið Ijós- myndari áður en það vantaði ekki Ijósmyndara svo að hann var ráð- inn sem blaðamaður og hefur ver- ið blaðamaður síðan, nú sem að- stoðarritstjóri Tímans." Roksala og samviska — Finnst þér blabamennska hafa breyst mikib í tímans rás? „Ég man eftir því einu sinni þeg- ar blaðstjórnin hélt fund með rit- stjórum og öllum blaðamönnum til þess að reyna að bæta blaðið og komast að niðurstöðu um hvernig blaðið ætti að vera til þess að það seldist meira. Helgi Sæmundsson var aðalritstjóri og sagði þá setn- ingu sem hefur orðið mér minnis- stæð: „Ég veit alveg upp á hár hvernig blaðið á að vera til þess að það rokseljist en samviska mín bannar að gera það þannig úr garði." Þar með datt eiginlega botninn úr umræðunni. ,,Þad má segja að það hafi ver- ið unnið afrek í hvert skipti sem blaðið kom út/# segir Gylfi Gröndal, rithöfundur og fyrrum ritstjóri Alþýðublaðsins.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.