Alþýðublaðið - 28.10.1989, Qupperneq 11

Alþýðublaðið - 28.10.1989, Qupperneq 11
Laugardagur 28. okt. 1989 11 Kristján Bersi Ólafsson: BAKSÍÐAN MINNISSTÆÐUST Kristján Bersi Ólafsson, skólameistari vid Flensborg- arskólann í Hafnarfiröi, var ritstjóri Alþýöublaösins á sjöunda áratugnum. Kristján Bersi segir aö blaöa- mennskan á Alþýöublaöinu hafi í sinni tíö ekki veriö síöri en á öörum dagblööum. Hins vegar hafi tveir þœttir staöiö Alþýöublaöinu fyrir þrifum; úthaldsleysi í rekstri og slœm tœkniaöstaöa. „Ég kom inn á blaðið í ársbyrjun 1965, og var ráðinn sérstaklega sem ritstjóri að sunnudagsblaði sem hafði komið út sem fylgirit blaðsins um nokkur ár,“ segir Kristján Bersi. „Högni Egilsson hafði verið með það næstur á undan mér. Hann var þá hættur og Gylfi Grön- dal, sem þá var ritstjóri, réð mig í þetta starf. Þetta fylgirit kom út í einhvern tíma eftir að ég kom til blaðsins en síðan atvikuðust mál þannig, að það hætti að koma út. Ég færðist yfir í almenna blaða- mennsku og annað sem til féll. Þetta var nú ekki fjölmenn rit- stjórn og síðar þegar Gylfi Gröndal lét af ritstjórn varð ég ritstjóri blaðsins um einhvern tíma fram til árins 1970.“ Baksíðan í tíð Kristjáns Bersa. Einn bakaði í dag, annar næsta dag og Baksturinn birtist á hverj- um degi. Slæm tœkni__________________ — Hver var stada Alþýdublads- ins á þessum árum? „Alþýðublaðið átti þá talsvert undir högg að sækja. Ég held að blaðamennska á Alþýðublaðinu hafi ekki verið neitt síðri en á öðr- um blöðum en það var tvennt sem til kom. Það var annars vegar erf- iður fjárhagur. Þó að stundum væru gerð tilhlaup til þess að reyna að gera eitthvað, þá brást út- haldið yfirleitt alltaf af þeirri ástæðu. Hins vegar, sem ég held að hafi ekki síður skipt máli, var það hversu tæknin var öll slæm. Vélarnar sem blaðið átti voru úr sér gengnar og nánast að verða ónýtar. Til að blöðin rafmögnuð- ust ekki við að renna i gegnum prentvélina þurfti stöðugt að stökkva á þau vatni. Það setti auð- vitað mark sitt á útlit blaðsins. Það stóðst því ekki, að þessu leytinu til, samkeppni við önnur blöð.“ Ljódagerd á baksiðu — Haföi bladid að einhverju leyti sérstödu á þessum tíma? „Já, einn er sá hlutur, sem byrj- aði reyndar í ritstjóratíð Gylfa Gröndal og þótti nokkuð óvenju- legur í þá daga. Baksíða blaðsins var algjörlega lögð undir skrif sem voru gerð í hálfkæringi. Þannig stóð i nokkur ár. Þetta var reyndar sniðið eftir erlendri fyrirmynd og þannig byggt upp að einhver grein eða texti sem ekki var hugsaður í alvöru, gjarnan um málefni líð- andi stundar, var uppistaðan á bakinu. Síðan til hliðar var dálkur niður þar sem ýmsar fígúrur höfðu sitt til málanna að leggja. Spakmæli eða útúrsnúningur um eitt og annað. Yfirleitt var alltaf kveðskapur, eitt lítið kvæði eða stöku vísa, í horni síðunnar. Þessi Ijóð voru svo stundum býsna góð. Gestur Guðfinnsson, sem hafði lengi verið afgreiðslumaður blaðs- ins og starfaði síðar á ritstjórninni sem blaðamaður og prófarkales- ari, orti þessi daglegu Ijóð. Sumt af því var gefið út á bók síðar meir. Aðrir áttu það til að hlaupa aðeins undir bagga ef svo bar við. Það var að sjálfsögðu ekki neinn einn maður sem sá um skrifin á baksíð- una heldur skiptu menn þessu með sér. Einn, sem sagt, bakaði í dag og annar bakaði næsta dag. En þetta held ég að hafi þótt svona dálítið óvenjuleg aðferð í blaða- mennsku og vakti töluverða at- hygli á blaðinu meðan þetta stóð yfir. Svona eftir á að hyggja er mér kannski baksíðan minnisstæðust og þykir hún að ýmsu leyti það skemmtilegasta af því sem þarna var.“ Blaðamennirnir komu blaðinu út — Hvernig var pólitísk tenging við blaðið á þessum árum? „Á þessum tíma voru tveir rit- stjórar. Það var pólitískur ritstjóri, sem vann að því sem sneri að flokknum, og svo almennur rit- stjóri, sem hafði með almennar fréttir að gera og blaðið að öðru leyti en hin pólitísku skrif. í minni tíð var Benedikt Gröndal lengst af stjórnmálaritstjóri en Sighvatur Björgvinsson var tekinn við áður en ég hætti. Þegar ég byrjaði á Al- þýðublaðinu gaf Alþýðuflokkur- inn út blaðið. Fyrst eftir að Gylfi Gröndal lét af ritstjórn var enginn ritstjóri ráðinn „Það veru ffyrst og ffremst erffið- ur ffjárhagur og mjög vond tæknileg aðstaða sem stóðu Alþýðublaðinu ffyrir þriffum/# segir Kristján Bersi Olafsson, skálameistari og ffyrrum ritstjóri Alþýðublaðsins. blaðið út sem síðdegisblað en það gekk ekki vegna þess hve tækni- leg vinnsla blaðsins var erfið og seinvirk." Fjörklppir______________' — Efþú lítur yfir 70 ára sögu Al- þýðublaðsins, hvert er þitt mat á gengi blaðsins í tímans rás? í einhvern tíma, þó Benedikt hafi að sjálfsögðu verið stjórnmálarit- stjóri áfram. Þá vorum það við blaðamennirnir, ég held að ég megi segja að það hafi hvílt mest á okkur Sigvalda Hjálmarssyni, sem sáum um að koma blaðinu út. Um þetta leyti var verið að stofna sérstakt hlutafélag um rekstur blaðsins, auðvitað í nánum tengsl- um við Alþýðuflokkinn. Það var á vegum þess hlutafélags að ég tók formlega við ritstjórn blaðsins. En í raun og veru, af því að ég hafði verið ráðinn í byrjun sem ritstjóri að sunnudagsblaðinu, var ég rit- stjóri við blaðið allan tímann." Barningur____________________ — Hvernig gekk átgáfa blaðsins á ritstjóraárum þínum? „Utgáfan á þessum tíma var óttalegur barningur. Það verður að segjast eins og er. í raun og veru var með útgáfu margra dagblaða hér verið að bjóða upp á meira en markaður var fyrir. Það er ekki hægt að segja að þegar ég var við blaðið hafi verið uppgangstímar, heldur var verið að reyna að klóra í bakkann eins og hægt var, oft á tíðum við erfið skilyrði. Við próf- uðum til dæmis um nokkurra mánaða skeið að gefa Alþýðu- „Nú ertu að spyrja mig um hluti sem ég alls ekki veit. í fyrsta lagi hef ég ekki fylgst með blaðinu all- an þennan tíma. Ég tel þó víst að sérstaklega hér á árum áður hafi blaðið haft mikil áhrif sem mál- gagn þess flokks sem gaf það út. Þá litu menn ennþá á það sem sjálfsagðan hlut að blöð hefðu slíkt hlutverk. Nú svo er það auð- vitað það sögulega hlutverk sem það hafði í blaðamennskusögu landsins. Það er þegar Finnbogi Rútur gerir það að nútímalegu dagblaði og í raun og veru að helsta dagblaði landsins um nokk- urra ára skeið. Síðar tók blaðið reyndar mjög skemmtilegan fjör- kipp undir ritstjórn Gísla Ástþórs- sonar en þá var farið að bera á því eins og gerðist hvað eftir annað síðan og ég upplifði í eitt eða tvö skipti. Akveðið var og settur í það talsvert mikill kraftur að fara af stað með endurbætur og nýjungar sem auðvitað kostuðu sitt, en svo rann þetta hægt og hægt út í sand- inn vegna þess að það var ekki bolmagn til að fylgja hlutunum eftir. Það voru fyrst og fremst erf- iður fjárhagur og mjög vond tæknileg aðstaða sem stóðu blað- inu fyrir þrifum," segir Kristján Bersi Olafsson skólameistari.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.