Alþýðublaðið - 28.10.1989, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 28.10.1989, Blaðsíða 9
Laugardagur 28. okt. 1989 Benedikt Gröndal: 9 BLAÐAMANNASKÓU Í GEGNUM TÍÐINA Benedikt Gröndal sendiherra starfaöi lengi uiö Alþýöublaðid og uar ritstjóri þess í áratug, 1959—1969. Benedikt uann einnig mikid starf fyrir Alþýöuflokkinn, uar þingmaöur á árunum 1956—1982 og formaöur flokksins frá 1974—1980. Síöustu árin hefur Benedikt starfaö á uegum utan- ríkisráöuneytisins og er nú sendiherra íslands hjá Sameinuöu þjóöunum. í eftirfaraandi uiötali uiö Alþýöublaöiö segir Benedikt m.a. aö Alþýöublaöiö hafi ueriö eins konar blaöamannaskóli í gegnum tíöina. Benedikt segir ennfremur aö hann hafi á fyrstu Alþýöublaösárum sínum aöeins ueriö aö hugsa um blaöamennsku og ekki haft neinn áhuga á pólitík en blaöiö hafi aö lokum ekki aöeins reynst honum góöur blaöamannaskóli heldur einnig uppeldisstofnun í pólitíkinni. Baksíða Alþýðubfaðsins 24. febrúar árið 1942. Auglýsingar voru þá á forsíðu. Neðst getur að líta myndasöguna Örn Elding sem hóf þá göngu sína og Benedikt þýddi. ,,Ég byrjaði mjög ungur að vinna á Alþýðublaðinu," segir Benedikt Gröndal sendiherra. ,,í sumar er liðið 51 ár frá því ég byrj- aði eða árið 1938. Ég er fæddur ár- ið 1924 svo ég hef verið 14 ára þegar ég byrjaði." Byrjaði sem___________________ iþróWqfréttoritqri____________ „Þetta var þannig til komið, að ég var voðalega mikill áhugamað- ur um frjálsar íþróttir og langaði til að skrifa um þær. Þá var mjög vax- andi áhugi á íþróttaskrifum og meðal annars við Alþýðublaðið. Því kynnti faðir minn mig fyrir VSV, eða Hannesi á horninu, sem var lengi burðarás í blaðinu og hélt því gangandi. Hann var alveg einstök persóna. Hann tók þessu vel og ég var leiddur fyrir Finn- boga Rút, þarna í hornherberginu litla í Alþýðuhúsinu við Hverfis- götu, og Finnbogi lagði blessun sína yfir þetta. Ég byrjaði á að skrifa fréttadálk í blaðið sem hét „Iþróttir innlend- ar og erlendar eftir BSG“. Seinna um sumarið var ég farinn að skrifa fréttir beint af íþróttamótum. Ég byrjaði eingöngu að skrifa um frjálsar íþróttir. Ég hafði strax sem krakki fengið áhuga á blöðum og byrjaði á því að handskrifa blöð heima hjá mér. íþróttaskrifin leiddu til þess að ég fór að hanga niðri á ritstjórn Al- þýðublaðsins og fyrr en varði voru þeir farnir að senda mig í smáfrétt- ir, aðrar en íþróttir. Svo óx þetta skref fyrir skref á tímabilinu eftir að breytingin var gerð á blaðinu eftir 1942, Stefán Pétursson var rit- stjóri og blaðið varð átta síður og endurteiknað allt saman. Ég átti töluverðan þátt í að teikna það, t.d. baksíðuna sem var eingöngu afþreyingarefni. Það var algjör nýjung hér. Loftur Guðmundsson skrifaði þar skopdálk og þar voru barnasögur og myndasaga, Örn Eldipg held ég að ég hafi skýrt haná. Eftir þessa breytingu starf- aði ég alveg fast við blaðið." Hluslað á BBC „Stefán Jóhann Stefánsson, sem þá var formaður Alþýðuflokksins, vildi fá mig alveg að blaðinu en ég vildi ekki hætta námi og ég vann þá meðfram námi í Menntaskólan- um. Ég var í Menntaskólanum fyr- ir hádegi, las svo eftir hádegið og mætti um fjögurfimm-leytið á blaðið og sá um útlendar fréttir. Þær fékk maður þannig að maður hlustaði einfaldlega á erlendar út- varpsstöðvar og skrifaði fréttirnar niður. Það var fyrst og fremst hlustað á BBC á stríðsárunum. Sú útvarpsstöð lá næst okkur hérna megin og ekki mikið að treysta á fréttir frá meginlandinu. Svona gekk þetta fyrir sig og áð- ur en ég vissi af var ég kominn á fullt með þeim á ritstjórninni. Þetta byrjaði hjá mér sem sumar- vinna eingöngu en varð síðar að fuilu starfi með menntaskólanám- inu uns ég útskrifaðist árið 1943. Þá um haustið fór ég til Bandaríkj- anna til náms, eins og ég hafði allt- af ætlað mér. Ég sigldi með Goða- fossi í skipalest og var 21 dag á leiðinni til New York." Ungl fólk q bladinu — Hvad tók viö eftir aö þú komst heim aftur? „Þegar ég hafðí lokið BA-prófi í sögu eftir þriggja ára nám fór ég aftur á Alþýðublaðið og varð fréttastjóri. Þá var Pétur Stefáns- son tekinn við ritstjórninni. Það má segja að bæði þá og síðar hafi verið einstaklega skemmtilegt mannval á blaðinu. Við unnum mjög vel saman, þar voru t.d. Helgi Sæmundsson og Ingólfur Kristjánsson, rithöfundur og skáld, og Sigvaldi Hjálmarsson guðspekingur, Loftur Guðmunds- son, Karl ísfeld; allt mjög skemmti- legir karakterar. Annað er mér mjög í minni, eftir þau mörgu ár sem ég var á blaðinu; hversu mik- ið af ungu fólki kom alltaf þarna inn. Við vorum móttækilegir fyrir því og svo hélt það áfram för sinni til annarra blaða, útvarps og sjón- varps. Það er alveg einkennandi hversu margir hafa byrjað feril sinn á Alþýðublaðinu. Bæði voru það strákar sem ennþá eru hjá flokknum eins og Árni Gunnars- son og Eiður Guðnason. Auk þeirra eru margir sem hófu feril sinn hjá Alþýðublaðinu nú full- orðnir og virtir blaðamenn á hin- um blöðunum og í útvarpi og sjón- varpi. Það má segja að Alþýðu- blaðið hafi verið eins konar blaða- mannaskóli í gegnum tíðina." úr pólitíkinni inn í „diplómatíuna" eftir 35 ára stjórnmálastörf. Ég hætti afskiptum af stjórnmálum árið 1982 en pólitískur aldur manna er allt annar en raunveru- legur starfsaldur. Þegar menn byrja mjög ungir í pólitík, eins og ég gerði, þá er kannski tími til að hætta áður en starfsævinni er lok- ið. Og með tilliti til þess að ég hafði haft svona mikinn áhuga á utan- ríkismálum alla tíð og verið utan- ríkisráðherra þá var það einstakt tækifæri að starfa í utanríkisþjón- ustunni." Alþýðublaðid ger*__________ stórkostlegqr byltingqr — Nú þekkir þú blaöamennsku eins og hún gerist víöa um heim. Hvert er mat þitt á stööu Alþýöu- blaösins í alþjóölegu samhengi? „Alþýðublaðið hefur alltaf verið fátækt blað og hefur skort fjár- magn til að geta náð verulegri fót- festu. En Alþýðublaðið hefur gert stórkostlega merkilegar byltingar í blaðamennsku á íslandi og þar með fært blaðamennsku hér upp á plan með því sem gerist annars staðar. Ég tel að blaðið í tíð Finn- boga Rúts sé fyrsta og kannski stærsta tilraunin að þessu leyti. En það má líka nefna að voru geysi- miklar „sjúrnalistískar" breyting- ar og framfarir í byltingunni 1942—^43 eða þær breytingar sem ég tók mestan þátt í. Þá var Pétur „ Alþýðublaðið heffur alltaff verið ffátækt blað og skort ffjármagn til að ná fótfestu. En Alþýðu- blaðið heffur gert stórkostlega merkilegar byltingar i blaða- mennsku á Íslandi og ffært blaðamennsku hér upp á plan sem gerist annars staðar/# segir Benedikt Gröndal, fyrrum rit- stjóri Alþýðublaðsins. Gjaldkorinn__________________ alltaf i folum_______________ — Hvenœr ferö þú fyrst á þing? „Ég.var í framboði í Borgarfjarð- arsýslu og síðar á Vesturlandi þeg- ar kjördæmabreytingin varð 1959. Fyrst náði ég kjöri á þing árið 1956. Það var í Hræðslubanda- lagskosningunum sem ég náði kosningu sem uppbótarþingmað- ur. Pétur Ottesen var auðvitað al- gjörlega ósigrandi í Borgarfirði. Það hvarflaði ekki að nokkrum manni að fella hann en áróðurinn var hvort þeir vildu ekki leyfa mér að fljóta með Pétri og það tókst. Ég var alltaf starfandi blaða- maður á Alþýðublaðinu framyfir 1950 en 1951 fór ég til Samvinn- unnar og var þar til 1958 að mig minnir. Það var náttúrulega erfitt að vinna á Alþýðublaðinu, því blaðið var fátækt og eiginlega vissi enginn hvar gjaldkerinn hafði skrifstofu því hann var alltaf í felum. Ég hef sennilega verið orðinn 27—28 ára þegar ég fór frá Alþýðublaðinu yfir á Samvinn- una og hafði þá aldrei upplifað það að fá greitt fullt mánaðarkaup á réttum tíma tvo mánuði í röð. Það var nú svo, að þegar maður náði í gjaldkerann var maður stundum að herja út þetta 10 eða 20 krónur. Það var náttúrulega erfitt því ég var búinn að stofna fjölskyldu og kominn með börn og allt sem því tilheyrir. Það var óneitanlega mikil reynsla fyrir mig að starfa fyrir samvinnuhreyf- inguna í nokkur ár en ég hélt náttúrulega mínu striki pólitík- inni. Þegar ég ég var kominn á þing skipti ég svo aftur yfir á Al- þýðublaðið." Tveir ritstjórar — Þá sem ritstjóri, er ekki svo? „Jú; Gísli Ástþórsson var þá tek- inn við blaðinu og að gera stóra hluti. Hann var auðvitað aðalrit- stjóri blaðsins en ég ritstjóri stjórn- mála; pólitískur ritstjóri. Gísli hafði alveg daglega stjórn á blað- inu og mótaði það og útlit þess. Ég var þá kominn djúpt í pólitíkina og einbeitti mér að því að skrifa leiðarana og um annað pólitískt efni, í samráði við Gísla. Okkar samstarf var ætíð mjög gott." — Var þaö í fyrsta skipti sem tveir ritstjórar voru á blaöinu? „Já, sem báru þá titla. Annars hafði það lengst verið þannig að VSV var fótfestan á blaðinu og hann og Stefán Pétursson skrifuðu leiðara eða hlupu í skarðið fyrir Finnboga Rút en síðar ég eða Helgi Sæmundsson fyrir Stefán. En það var ekki nema einn skráð- ur ritstjóri þangað til Gísli varð að- alritstjóri og ég pólitískur ritstjóri." — Hversu lengi varstu ritstjóri? „Ég var ritstjóri í rúman áratug og þá hafði mikið vatn runnið til sjávar í pólitíkinni og maður sokk- inn í það fen upp fyrir haus. Þá varð það að ráði, enda var ég orð- inn þreyttur á því að ganga með leiðara í hausnum á hverjum degi, að ég fékk starf við Fræðslu- myndasafn ríkisins. Ég hafði verið formaður útvarpsráðs og skipaður í útvarpsráð fyrst 1956 og sat í því út viðreisnartímabilið til 1971. Ég hafði sýslað mikið með málefni sjónvarpsins allt frá upphafi og hafði fræðslumyndastarfið við hliðina á þingmennsku alveg þangað til ég tók við ráðherra- starfi 1978." Ég er blqðqmadur________________ að upplagi______________________ — Hvernig kanntu viö þig í utan- ríkisþjón ustunni? „Ég er fyrst og fremst blaða- maður að upplagi og það er í gegnum mín störf á þeim vett- vangi að ég fer inn í pólitíkina. Og Stefánsson ritstjóri og svo má enn- þá nefna nýja „sjúrnalistíska" bylt- ingu, þegar Gísli Ástþórsson gerir sína stóru tilraun. Ég tel að ef að Alþýðublaðið hefði verið alvöru fyrirtæki, ekki sífellt skort fjár- magn og getað notað sér þær hug- myndir sem ritstjórnin setti fram og fylgt þeim eftir, þá hefði það orðið stórt og farsælt blað. En vegna þess að undirstaðan var ekki nógu sterk höfum við ekki notið þess hve margar framfarir og nýjungar hafa séð dagsins ljós á blaðinu. Því miður. Það var nú heldur dapurlegt hlutskipti sem féll í minn hlut nokkuð löngu seinna, að minnka blaðið. Ég var búinn að sjá hvernig þetta gekk fjárhagslega og það var alltaf þannig að forystumenn flokksins urðu að taka á sig gífur- legar ábyrgðir, þannig ef blaðið hefði einhvern tímann verið gert upp hefðu ábyrgðarmenn flokks- ins farið á hausinn um leið. Þetta bara gekk ekki lengur og svo kom- ið að það var ekkert hægt að gera annað en ganga svo frá málunum að það gæti ekki tapað peningum. Þess vegna var ákveðið að hafa blaðið sem pólitíska rödd, en ekki að reyna að gera það að alhliða þjónustufyrirtæki í blaða- mennsku. Þetta var hugmyndin á bak við fjögurra síðna blaðið. Út frá því hefur svo vaxið ýmis- legt eins og þið, sem vinnið á blað- inu nú, vitið manna best," segir Benedikt Gröndal sendiherra að lokum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.