Alþýðublaðið - 28.10.1989, Blaðsíða 20

Alþýðublaðið - 28.10.1989, Blaðsíða 20
20 Laugardagur 28. okt. 1989 Að geffa blaði sjálffsvirðingu framhald af bls 17 ur á Alþýðublaðinu og PRESS- UNNI, og fullkomnuðu liðið. Hákon Hákonarson hóf störf sem framkvæmdastjóri Alþýðu- blaðsins í maimánuði í fyrra. Há- kon var áður framkvæmdastjóri HP og hafði hætt þar áður en erj- urnar náðu hámarki sem leiddi til gjaldþrots blaðsins. Við Hákon vorum gamlir vopnabræður og parhestar frá HP-árunum og höfð- um oft siglt krappan sjó. Með hann við hlið mér fannst mér ég loksins geta byrjað á því að byggja upp Al- þýðublaðið. Við stungum upp á þvi við út- gáfustjórnina að búa til sjálfstætt vikublað sem tæki mið af því að vera auglýsingamiðill og frétta- og afþreyingarblað sem skapaði tekj- ur fyrir útgáfuna í heild og byggi til grundvöll fyrir aukna hagræðingu á nýtingu starfsfólks. Þetta er nær alveg sama hugmynd og þegar HP varð upphaflega til; sem sjálfstæð helgarútgáfa Alþýðublaðsins 1979. Við Hákon unnum saman ná- kvæmar rekstraráætlanir og efnis- hugmyndir og lögöum fyrir út- gáfustjórnina. Sem fyrr stóð stjórnin við bakið á okkur og sam- þykkti áætlun okkar. Fram- kvæmdastjórn Alþýðuflokksins samþykkti einnig hugmyndir okk- ar og áætlanir og okkur var því ekkert að vanbúnaði. Viö réðum Jónínu Leósdóttur sem ritstjóra PRESSUNNAR — hún á reyndar heiðurinn af nafn- giftinni — og á ótrúlega skömm- um tíma eða innan við mánuði var blaðið fullhannað og tilbúið til út- gáfu. Það er aldeilis ótrúlegt til þess að hugsa í dag að upphaflega var Jónína ein við PRESSUNA og með einn blaðamann sér til aðstoðar og stýrði þessu nýja blaði úr vör. Allt frá upphafi hefur PRESSAN verið undirmönnuð en þvi meira reynt á hina fáu starfsmenn henn- ar. Markaðssetningin tókst einnig frábærlega og blaðið seldist frá upphafi í 17 þúsund eintökum og varð frá byrjun þriðja stærsta blað Islands á eftir Morgunblaðinu og DV. Það voru frábærar viðtökur. Meginástæða þess, að svo vel tókst til með PRESSUNA og síðar með átta síðna Alþýðublað, var að okkur hefur tekist að búa til ein- stakt lið; lið sem spilar saman og hefur langa starfsreynslu að baki, bæði sem blaöamenn og sem sam- starfsmenn. Við þekkjum hvert annað og treystum hvert ööru.“ Traust staða Alþýðublaðsins — Hver er slada Alþýdubladsins í dag aö þínu mati? ,,Það er erfitt að svara svona spurningu sem ritstjóri blaðsins án þess að virðast annaðhvort síljúg- andi eða að springa af monti. En ég tel að okkur hafi tekist það sem við einsettum okkur: Að skapa dagblað sem hefur endurheimt sjálfsviröingu sína. Alþýðublaðið samanstendur ekki lengur af fimm, sex mann- eskjum sem kúldrast í ónýtu, hrip- leku húsnæði. I dag dag er Al- þýðublaðið vel rekið fyrirtæki með rúmlega 20 starfsmönnum, við höfum flutt okkur um sess tímabundið í betra húsnæði og flytjum bráðlega í okkar eigið hús- næði á Lynghálsi. Við höfum tölvuvætt bæði skrifstofuna og rit- stjórnina og byggt upp nútimalega vinnuaðstöðu. Við leggjum höfuð- áherslu á vandað blað og ábyrgan rekstur. Raunasaga Alþýðublaðs- ins gegnum tíðina er að þessir tveir þættir hafa aldrei haldist í hendur. Fyrr en kannski nú. Staða Alþýðublaðsins er mjög traust í dag." Það hlær enginn lengur að Alþýðublaðinu — Er Alþýöublaöiö lesiö í dag? ,,Já, Alþýðublaðið er lesið í dag. En kannski ekki meðal almenn- ings á götunni, en víða i þjóðfélag- inu, í stjórnsýslunni, i kerfinu og stofnunum og af áhugamönnum um stjórnmál og þjóðlífsumræðu og síðast en ekki síst af jafnaðar- mönnum. Eg hugsa að Alþýðu- blaðið þurfi ekki að skammast sín fyrir lesendur sína. Og auðvitað segir það sína sögu að áskrifenda- talan hefur fimmfaldast á tveimur árum. Fréttir og fréttaskýringar blaðs- ins eru mikið í umræðunni og geysilega mikið vitnað í Alþýðu- blaðið. Ég finn að menn taka Al- þýðublaðið alvarlega. Við höfum lagt mikla áherslu á að vera áreið- anlegir og skrifu m fréttir og frétta- skýringar af hlutleysi. Blaðið er að öðru leyti málgagn jafnaðarstefn- unnar, nú sem fyrr, og við erum stolt af þeirri hugsjón. Alþýðublaðið gefur ennfremur út þróttmikið, óflokksbundið, sjálf- stætt vikublað sem er í gífurlega miklum lestri um allt þjóðfélagið. Það hlær enginn lengur að Al- þýðublaðinu. Það er langt síðan ég hef heyrt brandarann um Al- þýðublaðið og eldspýtustokkinn. Það segir sína sögu. En auðvitað eigum við langa göngu fyrir hönd- um. Við tökum alltaf mið af rekstr- inum, og förum ekki ógætilega. Hvert skref er stigið með yfirveg- uðum hætti. Við fikrum okkur áfram, skref fyrir skref, og reynum stöðugt að endurbæta blaðið. Að sjálfsögðu geri ég mér Ijóst að átta síðna dagblað hefur sitt þak. Til að gera Alþýðublaðið að útbreiddu og víðlesnu dagblaði þarf að auka síðuf jöldann og bæta við almennri þjónustu og inn- blaði. En við skulum ekki gleyma að það eru aðeins tvö ár síðan við hófum útrásina og Róm var ekki byggð á einum degi. Það sem þeg- ar er framkvæmt er hvorki meira né minna en bylting. Fyrir það er ég þakklátur öllum þeim sem lagt hafa hönd á plóginn. Við skulum vera minnugir þess, að okkur hefur tekist að rétta hag Alþýðublaðsins á sama tíma og mikill samdráttur í fyrirtækja- rekstri hefur átt sér stað í þjóðfé- laginu og samkeppni fjölmiðla aldrei meiri og erf iðari en nú," seg- ir Ingólfur Margeirsson, ritstjóri Alþýðublaðsins. \sk.W Tílkynna þarf skattskylda starfeemi fyrir 31. október i til að tilkynna starfsemi sína til skránTngar hjá skattstjóra hvílir á öllum sem stunda virðisaukaskattsskylda starfsemi. Eyðublað fyrir tilkynningu (RSK10.11) á að hafa borist flestum sem eiga að innheimta og skila virðisaukaskatti frá 1. janúar nk. Eyðublaðinu á að skila til skattstjóra í því umdæmi sem rekstraraðili á lögheimili. Þeir sem ekki hafa fengið tilkynningar- eyðublað þetta sent, en stunda virðisauka- skattsskylda starfsemi, geta nálgast eyðublaðið hjá skattstjóra eða hjá RSK. Þeir sem hefja virðisaukaskattsskyldan rekstur eftir 31. október skulu tilkynna starfsemi sína til skattstjóra eigi síðar en átta dögum áður en starfsemin hefst. Áritaðar upptýsingar um starfsemi eða koma á framfæri viðbótarupplýsingum er það gert á eyðublaðinu áður en því er skilað til skattstjóra. Einnig skal færa á eyðublaðið aðrar umbeðnar upplýsingar, t.d. hverjir eru eigendurog stjórnendur fyrirtækja. Skráningamúmer skattstjóri hefurtekið rekstraraðila a skrá mun hann senda honum staðfestingu um skráninguna og jafnframt tilkynna honum um skráningarnúmer hans í tölvukerfi RSK. Skráningarnúmer þetta á að koma fram á sölureikningum fyrirtækis (rekstraraðila). jlaðið er fyrirfram áritað með þeim upplýsingum sem skattyfirvöld hafa um rekstraraðila. Ef ástæða er til að leiðrétta RSK RÍKISSKATTSTJÓRI

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.