Alþýðublaðið - 28.10.1989, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 28.10.1989, Blaðsíða 16
16 Laugardagur 28. okt. 1989 Gudmundur Árni Stefánsson: HEF STERKAR TAUGAR TIL BLAÐSINS „Mér þykir vœnt um Alþýöubladiö. Og ég veit og þekki af eigin reynslu, að samfélagsleg áhrif blaösins eru miklum mun meiri en blaösíöufjöldi þess og dreif- ing. Alþýöublaöiö hefur á 70 árum mœtt meöbyr og andstreymi og oft legið viö rekstrarstöövun; staöreynd- irnar tala hins vegar sínu máli um þaö, aö þegar á hefur reynt hefur vilji jafnaöarmanna aö halda úti málgagni reynst veigamikill; þaö segir okkur nú sjötíu ára afmœli blaðsins, “ sagöi Guömundur Árni Stefáns- son, fyrrverandi ritstjóri Alþýöublaösins, ná bœjar- stjóri og bœjarfulltrúi í Hafnarfiröi. Guðmundur Árni var ritstjóri blaðsins frá í lok árs 1983 til miðs árs 1985, en hafði þá áður verið ritstjórnarfulltrúi á blaðinu um eins árs skeið. Jafnframt starfaði hann sem blaöamaður við Alþýðu- blaðið 1975—76, auk þess sem hann var blaðamaður á Helgar- póstinum 1979—1982, en mestall- an þann tíma var Helgarpósturinn í skipulagslegum tengslum við Al- þýðublaðið; eins konar helgarút- gáfa Alþýðublaðsins, þó með sjálf- stæða ritstjórn. Þá má geta þess að Guðmundur Árni situr nú í stjórn Blaðs hf. sem er útgáfufélag Al- þýðublaðsins. Komdu til okkar á OSTA DAGANA UMHELGIM Ljúfmeti af léttara taginu verður á boðstólum úr tilraunaeldhúsi Osta- og Smjörsölunnar. Kynntu þér íslenska gæóamatið Nú hefur þú tækifæri til að kynna þér niðurstöður íslenska gæðamatsins á ostunum sem voru teknir til mats nú í vikunni. Ostameistaramir veiða á staðnum og sitja fyrir svörum um allt sem lýtur að ostum og ostagerð og bjóða þér að bragða á ostunum sínum. Ostar á kynningarveiði Ostarnir verða seldir á kynningarverði OSTADAGANA, notaðu tækifærið. OPIÐ HÚS kl.I-6 laugaidag & sunnudag að Bitruhálsi 2 OSTA OG SMJÖRSALAN vít-* málum og aðstæður ríkisstjórnar- innar til góðra og vinsælla verka því þröngar og erfiðar." — Hvernig voru samskipti bladsins og stjórnmálamanna í ritstjóratíd þinni? ,,Eg fór aldrei dult með það, að Alþýðublaðið væri málsvari jafn- aðarstefnunnar og Alþýðuflokks- ins. Blaðið var þó ekki alfarið bergmál af viðhorfum flokksins, heldur mótaði sína eigin áherslu- punkta og sjónarmið til hinna ýmsu mála. Hitt taldi ég þó skyldu blaðsins, að koma viðhorfum for- manns, þingmanna og annarra forystumanna Alþýðuflokksins svikalaust á framfæri við lesendur, sem auðvitað voru og eru að stór- um hluta stuðningsmenn flokks- ins. Að vissu leyti er Alþýðuþlaðið tengiliður flokks við flokksmenn og aðra stuðningsmenn, því sjaldn- ast er við því að búast að aðrir fjöl- miðlar sjái um slíka upplýsinga- miðlun. Sérstaklega man ég eftir því á þessum árum, þegar flokkur- inn var í stjórnarandstöðu, að möguleikar hans til að koma sín- um málum á framfæri í sjónvarpi „Um þetta leyti kemu upp radd- ir, eins og fyrr og siðar, um að ástæðulitið væriað halda úti málgagni fyrir Alþýðuflokkinn og þvi ætti að leggja blaðið nið Skuldasúpa í hvert mál Guömundur Árni, bæjarstjóri i Hafnarfirði, var ritstjóri Alþýðu- blaðsins 1984 og er þessi forsiða blaðsins frá þeim tíma. Góðar minningar ,,Eg á góðar minningar frá rit- stjóradögum mínum á Alþýðu- blaðinu, enda þótt biaðið hafi um margt átt erfiða daga á þeim tíma," sagði Guðmundur Árni. ,,Ég tók við blaðinu eftir ritstjóra- tíð Jóns Baldvins Hannibalssonar, þegar tilraunir höfðu verið gerðar um stækkun blaðsins og eflingu. Þær gengu ekki upp að öllu leyti fjárhagslega, þannig að það þurfti að draga saman seglin um það leyti sem ég tók við ritstjórninni. Vissulega var ekki mjög uppörv- andi að þurfa að viðurkenna kald- ar staðreyndir, sem sögðu að á meðan blaðið væri að rétta úr kútnum fjárhagslega yrði að halda mannahaldi í lágmarki og um- fangi blaðsins að jafnaði við að- eins fjórar síður. Lengst af vorum við aðeins þrír á ritstjórn, auk mín Þráinn Hallgrímsson og Friðrik Þór Guðmundsson. Þessi litla rit- stjórn þurfti að standa vel á sínu til að halda úti blaðinu daglega og miðað við aðstæður held ég að það hafi tekist vel. Ritstjórnin var samhent og gott samstarf milli okkar félaga. Um þetta leyti komu einnig upp raddir eins og fyrr og síðar, að ástæðulitið væri að halda úti mál- gagni fyrir Alþýðuflokkinn og því ætti að leggja blaðið niður. Um þessi mál var fjallað fram og til baka í stofnunum flokksins og vissulega hafði sú umræða ekki mjög hvetjandi áhrif á það fólk sem starfaði daglega við útgáfuna. En þá eins og svo oft í sögu blaðs- ins varð niðurstaðan sú sama, að menn sáu ekki né gátu komið fram með raunverulega valkosti aðra í útgáfumálunum. T.a.m. hug- myndir um sameiginlega útgáfu félagshyggjuaflanna náðu ekki fram að ganga, hvað sem síðar verður. Þe,ssi umræða um framtíð blaðs- ins tök mikinn tíma ritstjóra, auk þess sem ritstjóri tengdist mjög umræðunni um fjármál blaðsins, sem voru erfið eins og oft áður. Vissulega óskaði ég oft eftir því að vera laus við þann kross; vildi um- fram allt geta gefið mig allan að skrifum og að ritstýra blaðinu frá degi til dags og móta stefnu þess, en láta aðra um hinn almenna rekstur." Tengiliður við________________ lafnaðqraienn_________________ ,,En þetta voru hin ytri skilyrði og þrátt fyrir að þau hefðu gjarnan mátt vera með öðrum hætti, þá voru þetta góðir dagar á Alþýðu- blaðinu. Við á ritstjórninni fund- um oft fyrir sterkum viðbrögðum við fréttum blaðsins og pólitískum skrifum þess. Ég minnist þess t.d. að mörgum fannst skrif blaðsins um utanríkismál helst til vinstri- sinnuð, eins og varðandi kjarn- orkuvopnalaus Norðurlönd, mál- efnin í El Salvador og Nicaragua og fleiri Mið-Ameríkuríkjum. í minni ritstjóratíð var Alþýðuflokk- urinn í stjórnarandstöðu og hægri stjórn íhalds og Framsóknar við völd. Það hafði auðvitað sín áhrif á pólitísk skrif blaðsins, enda sú stjórnarstefna og þau verk sem þá voru unnin á stjórnarheimilinu ekki til eftirbreytni. Það væri satt að segja hollt fyrir kjósendur í dag, sem virðast ansi margir sjá allt svart í núverandi stjórnar- stefnu, að rifja upp verk hægri stjórnarinnar frá 1983—1987. Á síðari hluta þess stjórnartímabils var góðæri í landinu, en það breytti engu um hreint gjaldþrot stjórnarstefnunnar. Nú hins vegar kreppir að í efnahags- og atvinnu- og útvarpi voru mjög af skornum skammti. Því taldi ég enn mikil- vægara en ella að flokksmenn fengju „línuna" í sínu blaði og væru þar með upplýstir og með á nótunum í umræðum á vinnustöð- um og manna á meðal um stefnu flokksins og störf." — Var bladid gagnrýnt fyrir aö vera of mikiö „flokksblaö?" „Auðvitað heyrði maður þá gagnrýni, að Alþýðublaðið væri ekki marktækur miðill, þar sem hann væri undir flokksaga. Ég svaraði þessu jafnan á þann veg, að lesendur vissu nákvæmlega hvað Alþýðublaðið stæði fyrir, það kæmi til dyranna eins og það væri klætt, en ekki eins og er um marga fjölmiðla aðra, sem sveipa um sig skikkju hlutleysis, en eru auðvitað þrællitaðir af ýmsum hagsmuna- öflum, eigendum, auglýsingum, flokkum o.s.frv." Ánœgjulegur timi i ' ' —---— .. „1 minni ritstjóratíð urðu for- mannaskipti í Alþýðuflokknum. Jón Baldvin Hannibalsson tók við af Kjartani Jóhannssyni haustið 1984. Ég átti prýðileg samskipti og samstarf við þessa menn og einnig þingmenn flokksins, en þá eins og nú sat ritstjóri þingflokksfundi. Þessi tími minn á Alþýðublaðinu var ánægjulegur. Flokksmenn komu gjarnan á ritstjórnina til skrafs og ráðagerða og í þessu starfi kynntist ég vel flokksfólki og viðhorfum þess, auk fjölda ann- arra sem starfinu tengdust á einn eða annan veg. Blaðið var oft eins og félagsheimili flokksmanna. Ég á góðar minningar af Alþýðublað- inu og mun alltaf hafa taugar til blaðsins. Starfsmönnum Alþýðublaðsins fyrr og nú og jafnaðarmönnum öllum vil ég flytja hamingjuóskir á þessum tímamótum í sögu blaðs- ins,“ segir Guðmundur Árni Stef- ánsson, fyrrum ritstjóri Alþýöu- blaðsins og núverandi bæjarstjóri Hafnarfjarðar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.