Alþýðublaðið - 05.12.1989, Page 2

Alþýðublaðið - 05.12.1989, Page 2
2 Þriðjudagur 5. des. 1989 MMÐUMMTI Ármúli 36 Sími 681866 Útgefandi: Blað hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Kristján Þorvaldsson Dreifingarstjóri: Sigurður Jónsson Setning og umbrot: Leturval, Ármúla 36 Prentun: Blaðaprent hf. Áskriftarsíminn er 681866 Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 75 kr. eintakið. VANTRAUST MORGUNBLAÐSINS ÁFORYSTU SJÁLFSTÆÐIS— FLOKKSINS Hin vanhugsaða vantrauststillaga á ríkisstjórnina og frumhlaup forystu Sjálfstæðisflokksins á Alþingi í fyrri viku hefur vakið furðu og áhyggjur manna innan og utan Sjálfstæðisflokksins. Morgunblaðið hefur nú opinberað andstöðu sína við forystu og þingflokk Sjálfstæðisflokksins í þessu veigamiklu máli. Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins síðastliðinn sunnudag er helgað umræðunum á Alþingi, einkum er lutu að hugsanlegum samningaviðræðum EFTA-ríkja og Evrópubandalagsins, sem gert er ráð fyrir að hefjist formlega næsta vor. Umrætt Reykjavík- urbréf er ekki hægt að skilja á annan veg, en að þar lýsi Morgun- blaðið yfir hreinu vantrausti á talsmenn Sjálfstæðisflokksins á Al- þingi en einkum og sér í lagi á Þorstein Pálsson formann Sjálf- stæðisflokksins. Morgunblaðið rifjar upp þau ummæli formanns Sjálfstæðisflokksins í umræðunum á Alþingi um vantrauststill- öguna, að hiklaust eigi að taka upp tvíhliða viðræður við Evrópu- bandalagið um sjávarútvegsmál og útflutning sjávarafurða frá ís- landi. Morgunblaðið bendir réttilega á, að Hjörleifur Guttorms- son, þingmaður Alþýðubandalagsins hafi tekið undir þessa skoðun Þorsteins Pálssonar með tilvísun til samþykkta lands- fundar Alþýðubandalagsins! Morgunblaðið endursegir einnig orðrétt úr umræðunum á Alþingi þau orð Eyjólfs Konráðs Jóns- sonarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í utanríkismálanefnd Alþingis, að það sé afdráttarlaus skoðun innan Sjálfstæðisflokksins, að beinar viðræður eigi að fara fram við æðstu ráðamenn Evrópu- bandlagsins um bókun 6. Morgunblaðið gerir síðan góðlátlegt grín af sínum fyrrum ritstjóra, Eyjólfi Konráð, með eftirfarandi orðum: „Eins og sjá má af þessum ummælum Eyjólfs Konráðs talar hann um tvíhliða viðræður um bókun 6 og sýnist gera grein- armun á því og viðræðunum um sjávarútvegsmál yfirleitt." IVIorgunblaðiðferalfarið gegn hugmyndum Þorsteins Pálsson- ar, Eyjólfs Konráðs Jónssonar og annarra þingmanna Sjálfstæð- isflokksins í þessu máli. Höfundur umrædds Reykjavíkurbréfs er eindregið á þeirri skoðun, að hugsanlegar óskir íslendinga um tvíhliða viðræður um sjávarútvegsmál við Evrópubandalagið myndu skaða hagsmuni íslendinga. Morgunblaðið segir rétti- lega, að sjávarútvegsdeild Evrópubandalagsins myndi annast þær viðræður og setjast að samningaborði með þröng sjávarút- vegssjónarmið EB-ríkjanna í huga. „í slíkum viðræðum er talið af- ar erfitt fyrir okkur íslendinga að fá fram þær undanþágur sem við þurfum á að halda," segir orðrétt í þessari ritstjórnargrein Morgunblaðsins. Morgunblaðið er sammála Jóni Baldvin Hanni- balssyni utanríkisráðherra hvað varðar þennan þátt málsins en einnig varðandi nauðsyn þess að halda áfram heildarsamningum innan EFTA við EB og segir síðan í beinu framhaldi: „ ... það gæti verið beinlínis skaðlegt fyrir málstað okkar að lenda í klónum á sjávarútvegsdeild Evrópubandalagsins." Pað er einkar athyglisvert, að málgagn sjálfstæðismanna sér sig knúið að standa við hlið utanríkisráðherra og ríkisstjórnarinnar í þessu mikilsverða utanríkismáli. Reykjavíkurbréfi lýkur með þessum orðum: „Morgunþlaðinu þykir rétt að koma þessum sjónarmiðum á framfæri í þessu örlagaríku máli, sem skipt getur sköpum fyrir framtíð okkar." Þarna mælir Morgunblaðið af heið- arleika og hugrekki og setur þjóðarhagsmuni ofar þrælsótta við forystu Sjálfstæðisflokksins. En samtímis lýsir Morgunblaðið yfir hreinu vantrausti á formann og þingflokk Sjálfstæðisflokksins. ONNUR SJÓNARMIÐ HÓGVÆRÐIN þjakar menn mis- jafnlega. Útvarpsstjóri (rekstrar- stjóri og aðalrödd) hinnar nýju Aðal- stöðvar er Bjarni Dagur Jónsson. Bjarni Dagur segir í viðtali við Sunnudagsblaö Morgunblaðsins að hann hafi ákveðið að gerast út- varpsmaður á hinni nýju stöð eftir langan umþóttunartíma. En eitt hafi verið klárt: Hann gat ekki sætt sig við annað en aö vera stjórnandi. Hann vildi alls ekki vera óbreyttur liðsmaður. Og hvort sem það er af hinu illa eöa góða, þá sitja útvarps- hlustendur uppi með þessa ákvörð- un Bjarna Dags. En útvarpsstjórinn sem ekki vildi vera óbreyttur liðsmaður fer yfir breiðara svið en sitt eigið sálarlíf. Hann er greinilega í einhverjum vandræðum með auglýsendur, því hann biðlar mjög til auglýsenda að hlusta á Aðalstöðina og sannfærast að „fullorðið, ábyrgt fólk“ hlusti á þessa merku útvarpsrás. Síðan kemur söngurinn um hve ríkið er slæmt við suma fjölmiðla (eins og Aðalstöðina) en gott við aðra (eins og Alþýðublaðið): „Við höfum fengið góðan með- byr frá hlustendum. Þegar aug- lýsendur átta sig á því að fullorð- ið ábyrgt fólk hlustar á okkur, hljóta þeir að sjá að við erum þess verðir að vera styrktir fjár- hagslega. Það eina, sem veldur mér hugarangri, er að ríkið er einskonar baggi á okkur. Við er- um látnir borga menningar- sjóðsgjald og söluskatt af aug- lýsingum og háa leigu fyrir af not af tæknibúnaði Pósts og síma. Við veitum fólki vinnu og borg- um opinber gjöld. Aftur á móti ef við tökum Alþýðublaðið sem dæmi. Þá fær það ríkisstyrki og gífurlega mikið af auglýsingum frá hinu opinbera sem enginn sér.“ Þarna veður Bjarni Dagur út- varpsstjóri mikinn fordómareyk. Al- þýðublaðið hefur ekki fengið neina ríkisstyrki árum saman eins og reyndar hefur komið fram í al- Bjarni Dagur vill fá sama auglýsinga- magn eins og Alþýöublaðið og segir hlustendur sína fullorðið, ábyrgt fólk. mennri fjölmiðlaumræðu að undan- förnu, bæði í Alþýðublaðinu og DV. í öðru lagi fær Alþýðublaöið ekki gífurlega mikið af auglýsingum frá hinu opinbera- aðeins um einn sjötta af því sem t.d. Morgunblðið fær, og í þriðja lagi þá sjá margir auglýsingarnar í Alþýðublaðinu. Til dæmis Bjarni Dagur, þvi annars vissi hann varla til frásagnar um málið. Og fyrst Bjarni Dagur sér auglýsingar Alþýðublaðsins, þá hljóta margir lesandi menn að sjá þær! EFTIR að Davíð Oddsson geröist varaformaður Sjálfstæðisflokksins hefur hann engan tíma til að sinna borgarmálunum. Þessa staðhæf- ingu setur Össur Skarphéðinsson fyrrum ritstjóri Þjóðviljans fram í DV-grein í gær. Össur skrifar: „Tímaskortur borgarstjóra hefur hins vegar gert það að verkum að embættismennirnir eru farnir að stjórna án þess að spyrja kóng eða prest. Hvergi kom þetta jafnvel fram og þegar embættismenn í borgarkerfinu lokuðu portinu við Frímúrara- höllina fyrir öðrum en embætt- ismönnum borgarinnar og kjól- klæddum reglubræðrum úr Höllinni. I svari borgarstjóra við fyrir- spurn, sem ég lagði fyrir hann í borgarstjórn, var ljóst að Davíð hafði ekki hugmynd um hvað viðkomandi embættismenn höfðu gert og neyddist um síðir til að afturkalla lokunina. Nú er það í sjálfu sér ánægju- efni að Frímúraraportið skuli aftur hafa verið opnað fyrir íbú- um við Skúlagötu og Rauðarár- stíg eins og tíðkaðist áður en borgarkerfið féll í faðma við þá ágætu menn sem Frímúrararegl- una byggja. Hitt er þó mikið áhyggjuefni góðum borgurum að borgar- stjóri vissi nákvæmlega ekkert um málið. I umræðum í borgar- stjórn kom hann af fjöllum og gat í engu skýrt þetta fráleita at- hæfi undirmanna sinna sem þó stríddi gersamlega gegn hags- munum íbúanna í nærliggjandi götum. Einhvern tíma hefði nú hinn fyrrum röggsami borgarstjóri verið búinn að stoppa þetta rugl áður en það komst á hástig. En tímarnir eru breyttir. Borgar- stjóri er upptekinn við að stjórna öðru en borginni. Sjálf- stæðisflokkurinn er númer eitt, borgin í öðru sæti.“ Kjósendur Sjálfstæðisflokksins geta verið rólegir. Þegar þeir kjósa í borgarstjórnarkosningunum í vor, kjósa þeir vart Davíð Oddsson sem næsta borgarstjóra, því hann er á förum inn í landsmálapólitíkina. Þeir kjósa arftaka Davíðs, hver sem hann verður. Einn með kaffinu „Ég er kominn með húðsjúk- dóm." „Það er slæmt að heyra. Hvers konar húðsjúkdóm?" „Konan mín vill minkapels." DAGATAL Uppljóstranir símadömu Sigga símamær var að kaupa sér kók og poppkorn í sjoppunni okk- ar á horninu í gærkvöldi. Henni var mjög heitt í hamsi og stóð í miklu orðaskaki við sjoppueig- andann þegar ég kom inn. Sigga vatt sér strax að mér, enda búum við í sömu götunni. Sigga vinnur hjá því opinbera, svarar í síma og tekur skilaboð hjá ríkis- fyrirtæki og vann áður sem síma- dama í einu ráðuneytanna. — Eg nenni þessu ekki, sagði Sigga æst. — Nennir ekki hverju? spurði ég- — Maður er búin að púla fyrir rikið alla ævina, vinna langt fram á nætur og lenda í skilnaði og guð veit hvað. Það er kominn tími til að hagnýta sér stritið og verða mijljónamæringur. Ég var ekki alveg með á nótun- um og hneppti frá mér jakkanum til að ná í seðlaveskið meðan ég bað um sígarettur. — Það er bara eins og að vinna í lottóinu að skrifa ævisögu sína í dag. Þetta eru rosatekjur af svona bók. Maður þarf að vísu að hafa verið vel giftur, ennþá betur skilin og hafa drukkið, djammað og dóp- að og sofið hjá. Þá er bókin klár bestseller. í fyrra var ráðherrafrú- arbók söluhæsta bókin og í ár er útlit fyrir að sendiherrafrúarbók verði metsölubókin. Ég ætla sko að fara að skrifa endurminningar mínar, sagði Sigga og stakk upp í sig tyggjói. Sigga er hálffimmtug og hefur lent í ýmsu um ævina. En ég sé hana ekki alveg fyrir mér sem efni í metsölubók. Ég spurði hana eins stillilega og ég gat, hvort hún hefði frá einhverju að segja. — Auðvitað! svaraði Sigga um hæl. Ég meina, mamma var alki, pabbi var sjóari og hélt framhjá mömmu í hverri höfn. Hann drapst nú að lokum úr einhverjum hafnarborgarsjúkdómi. Ekki orð meira um það. Nú, Hadda systir lenti snemma í bransanum og fluttist með einhverjum gulum Kana til Texas og endaði svo aftur í bransanum í undirheimum Dall- as. Ég byrjaði snemma á símanum í ráðuneytinu og hélt við ráðu- neytisstjórann í mörg ár. Ég á meira að segja myndir af okkur saman uppi í Skíðaskála í keleríi fyrir 25 árum. Það er alveg gefið sölustoff! Ekkjan hans fengi sjokk í dag ef hún vissi hvað við gerðum í Bjúikkinum hans hérna forðum! — En hefur eitthvað merkilegt gerst á ævi þinni? spurði ég. — Merkilegt?! Ég held það nú! Ráðherrann tók mig nú aldeilis á löpp um árið. Hann pantaði meira að segja fyrir mig farseðil til Kaup- mannahafnar svo ég gæti hitt hann þar á hóteli. Ríkið borgaði miðann af því ég var skráð sem dóttir hans og ég er meira að segja með ljósrit af nótunni ennþá. Það myndi nú heldur betur vekja læti! Svo þegar ég var rekin úr ráðu- neytinu bara af því ég var farin að fá mér smásjúss á morgnana, þá heilsaði hann mér ekki einu sinni! En ég er líka með símanúmerin yf- ir hin viðhöldin hans. Ég sá nefni- lega um að hringja og panta hótel- herbergi og kampavín og svoleið- is. Og ég hringdi alltaf í konuna hans og laug einhverju um nætur- fundi ráðherrans. Ég geymi nú gömlu dagbækurnar. Ég myndi náttúrulega birta úr þeim. Finnst þér þetta ekki merkilegt? * Eg hef greinilkega verið svolítið efins á svipinn, því Sigga hélt áfram: — Svo eftir að helvítið rak mig, þá datt ég alveg í læknadópið og var send á Klepp og síðan á geð- veikrahæli í Noregi. Svo eftir að ég fór í meðferð og komst aftur á lappirnar, þá fór belgurinn að hringja í mig aftur. En þá var hann ekki íengur ráðherra heldur orð- inn sendiherra einhvers staðar í Timbaktú. En þá sagði ég sko við hann að ef þú ætlar að nálgast mig, þá kostar það sko að þú redd- ir nýju símadjobbi fyrir mig hjá ríkinu. Og síðan fékk ég vinnuna sem ég hef í dag. Ég myndi náttúr- lega sleppa þessum kafla, skil- urðu, það gæti verið erfitt fyrir nú- verandi vinnuveitanda minn. En í næstu bók myndi ég leysa frá skjóðunni og segja allt um nýja bossinn. Hann er nefnilega sann- kallaður bossi, hahahaha! Sú bók gæti heitið „Uppljóstranir síma- dömu — seinni hluti." Þá verð ég komin á eftirlaun og með hæstu örorkubætur og get leyst frá skjóð- unni almennilega. Hvað finnst þér una hugmyndina, Dagfinnur?" Ég stakk á mig sígarettunum og sagði að þetta yrði metsölubókin þau jólin.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.