Alþýðublaðið - 05.12.1989, Qupperneq 12

Alþýðublaðið - 05.12.1989, Qupperneq 12
Þriðjudagur 5. des. 1989 Sænskt tímarit um framleiösluiönaö í 14 löndum: Vinnustundir á íslandi 37% fleiri en í Svíþjóð I Svíþjód eru þó fjarvistir nœr tvöfalt meiri en á Islandi. Yfirvinna þrefalt meiri hér á landi en í því sem nœst kemur. Tímaritið Affars Varl- den í Svíþjóð fjailar í ný- útkomnu hefti um vinnu- tíma og fjarvistir í 14 löndum V-Evrópu, þeirra á meðal á íslandi. í Ijós kemur að í engu landi er unnin jafn mikil yfir- vinna og á Islandi. Aö- eins í Svíþjóð eru fjar- vistir vegna veikinda meiri en á Islandi og þeg- ar yfirvinna bætist við dagvinnu og veikindi eru dregin frá kemur í ljós að Islendingar vinna 37% meir en Svíar. í tímaritinu er nánar til- tekið fjallaö um vinnutíma og fjarvistir í framleiðslu- iðnaði á síðasta ári. Meðal- talsársverk í dagvinnu hér á landi reyndist vera 1.808 stundir, en fjarvistir að meðaltali 216 stundir. Að þeim frádregnum bætast síðan við 464 yfirvinnu- stundir. Á Islandi er í þess- um greinum því unnar 2.056 vinnustundir á ári af hverjum manni og er um langsamlega lengsta vinnu- daginn að ræða innan þess- ara landa. Næstir á eftir komu Bretar með 1.839 stundirog 1.816 áSpáni.en fæstar stundir voru að finna hjá Svíum, 1.496 stundir. Vinnudagurinn var því 37,4% lengri hér á landi en í Svíþjóð. 464 yfirvinnustundir hér á landi er nær þrefalt meira en gerðist i næsta landi á eftir, í Bretlandi, þar sem þær voru 166 að meðaltali. Islendingar unnu um leið ígildi 3ja mánaða vinnu í yf- irvinnu á ári. I Svíþjóð var einmitt að finna flestar fjarvistar- stundir eða 382 á ári að meðaltali. ísland var í öðru sæti með 216 stundir. Mun- urinn er vafalaust mikið til fólginn i því að í Svíþjóð er nánast litið á það sem sjálf- sagðan hlut að taka út veik- indafrí þótt um raunveru- leg veikindi sé ekki að ræða og svo meiri fjarvistir vegna veikinda barna. Á eftir Svíum og íslendingum komu Norðmenn með 195 fjarvistarstundir að meðal- tali. Ofbeldi fœrist í aukana: Líkamsárásir í miðborginni æ algengari Ofbeldi virðist færast mjög í aukana og er svo koinið að úr miðborg Reykjavíkur berast fréttir eftir hverja heigi um fjölda fólskulegra líkamsárása. Einkum virðist hættulegt að vera þar á ferli seint um nætur og á kvöldin um helgar. Lögreglan í Reykjavík ber við að hún hafi ekki mannskap til að halda uppi viðunandi gæslu og telur að það þurfi að fjölga verulega í lög- reglunni. Sturla Þórðarson, deildar- lögfræðingur hjá lögregl- unni, sagði að eins og fram hefði komið í fréttum væri lögreglan í Reykjavík of fá- menn. Þá hefði verið dregiö úr yfirvinnu hjá lögreglu- mönnum en á sama tíma færi verkefnum fjölgandi og um- dæmið stækkandi. Varðandi miðborgina. sagöi Sturla, að ekki væru jafnmargir þar á vakt og þeg- ar mest var um að vera á Hall- ærisplaninu. Þá væri einnig erfiðara að fylgjast með fólk- inu þar sem það dreifðist meira um miðborgina en áð- ur. Hann taldi einnig að þeinv sém væru á ferli færi fjölg- andi. í erindi sem Jón Pétursson, formaður lögreglufélags Reykjavíkur flutti á fundi Landssambands gegn áfeng- isbölinu kom fram að áfengi tengdist um 90% ofbeldis- verka. Fer fólk sjaldnar út?: Færri í bíó og á danshúsin Aðsókn að vínveitlnga- og eru þá t.d. krárnar ekki manns vínveitingarhúsin os Aðsókn að vínveitinga- húsum Reykjvíkur fer þverrandi. Eins fer þeim fækkandi sem sækja kvik- myndahús. Aðsókn að veit- ingahúsunum er metin út frá innheimtu rúllugjaldi og eru þá t.d. krárnar ekki með í dæminu. í Árbók Reykjavíkurborgar 1989 kemur fram að aðsókn að vínveitingstöðum borgar- innar hefur farið dvínandi. Árið 1984 sóttu 943 þúsund Prófkjör Sjálfstœdisflokksins í Hafnarfirdi: Jóhann í fyrsta — Þorgils þriðji Jóhann Gunnar Berg- þórsson, bæjarfulltrúi og forstjóri Hagvirkis, lenti í fyrsta sæti í prófkjöri sjálf- stæðismanna fyrir bæjar- stjórnarkosningarnar í Hafnarfirði um helgina með 899 atkvæði í það sæti. í öðru sæti lent Ellert Borgar Þorvaldsson, skólastjóri Ártúnsskóla, með 855 atkvæði í 1. og 2. sætið. Þorgils Óttar Mat- hiesen, handknattleiks- maður, varð þriðji með 573 atkvæði í 1. til 3. sæti. I fjórða sæti, baráttusæt- inu, lenti Hjördís Guðbjörns- dóttir, skólastjóri Engidals- skóla, með 651 atkvæði en hún og Jóhann eru nú bæjar- fulltrúar. Ellert Borgar hefur áður setið í bæjarstjórn fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Hafnar- firöi. í prófkjörinu tóku þátt 2136 manns og náði enginn frambjóðenda bindandi kosningu eða 50% af heildar- atkvæðamagni í sæti. í næstu fimm sætum lentu sem hér segir: I fimmta Magnús Gunnarsson með 675 atkv., í sjötta Ása María Valdemarsdóttir með 746 atkv., í sjöundu sætið Stefanía Víglundsdóttir meö 804 atkv., í áttunda Hermann Þórðarson með 813 atkv. og í það níunda Valgerður Sigurð- ardóttir með 812 atkvæði. manns vínveitingarhúsin og hefur þeim fariö fækkindi á hverju ári síðan o'gxvoru 724.996 áriö 1988. Á svipuðum tíma hefur, kvikmyndahúsagestum á landinu fækkað um 324 þús- und. Árið 1985 sóttu kvik- myndahúsin 1.418.000 gestir og fækkaði niður í 1.274.000 árið eftir. Árið 1988 voru bíó- feröir íslendinga komnar nið- ur í 1.094.000 talsins. Kvikmyndahúsin og vín- veitingarhúsin hafa orðið fyr- ir harðnandi samkeppni sið- ustu árin. Sjálfsagt hafa krár og matsölustaðir sem veita vín átt einhvern þátt í minni aðsókn að vínveitingastöð- unum. Aukið framboð á sjón- varpsefni og myndbandaleig- ur síðustu árin eiga eflaust nokkra sök á minni aðsókn í bíó. VEÐRID í DAG Sunnan og suövestan gola eða katdi um mestallt land. Þokuloft eöa dálitil súld víða um sunnan og vestan vert landið, en þurrt og bjartara veður á Norður- og Austurlandi. Hlýtt verður áfram. Fólk Húsnæðisstofnun hefur hingað til verið einskorð- uð við stressaða fullorðna fólkið sem er að reyna að koma sér „þaki yfir höf- uðið”. Smáfólkið virðist þó hafa öðlast sinn sess þar innan dyra, því á mið- vikudag kl. 10 verða af- hjúpaðar í stofnuninni myndir sem börrt t leik- skólum á Eyrarbakka og í Hafnarfirði hafa gert fyrir stofnunina. í hinu nýja húsnæði stofnunarinnar er og búið að innrétta sér- staka aðstöðu fyrir börn í fylgd fullorðinna, með til- heyrandi húsgögnum og leikföngum. Þema mynda barnanna var hús og umhverfi sem þau búa í. ★ í nýjasta hefti Geðhjálp- ar er að finna grein eftir Eirtar Guömundsson sem fjallar um nauðungarvist- un á geðdeild, ólög eða mannréttindi. Hann hef- ur kannað viðhorf sjúk- linganna sjálfra, en í Ijós kom að á eins árs tímabili voru alls 60 sjúklingar nauðungarvistaðir, þar af 50 á geðdeild Landsspít- alans, sem var 4,1% allra innlagna. Til samanburð- ar var slíkt hlutfall um 26% í Noregi. Hér sættust 53% þeirra sig við inn- lögn á fyrstu 15 dögun- um, en mjög ósáttir voru 31% á sama tíma, en stór hluti þeirra hafði sætt sig við innlögnina eftir 4 og hálfan mánuð. ★ Byggðastofnunarútibú- ið á Isafirði hefur eignast forstöðumann pg er það Aöalsteinn Oskarsson, sem var einn af 16 um- sækjendum- lokkandi starf þar á ferð. Aðal- steinn fer í kjölfarið í starfþjálfun suður, en ís- firska útibúið er enn hús- næðislaust. Aðalsteinn er sonur Oskars Fridbjarn- arsonar hákarls og harð- fiskverkanda í Hnífsdal og stundar nám við sjáv- arútvegsdeild háskólans í Tromsö í Noregi.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.