Alþýðublaðið - 05.12.1989, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 05.12.1989, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 5. des. 1989 7 „Hitt er verra aö helsti talsmaöur Sjálfstæöisflokksins í utanríkismálum og fulltrúi flokksins í utanrikismála- nefnd er eini maöurinn sem uppi er núna i veröldinni sem hefur þá privatskoöun að hin sameiginlega fiskveiöi- stefna Evrópubandalagsins sé ekki til." „Utanríkisráðherra hefur gert ríkisstjórninni og Alþingi grein fyrir sameiginlegum könnunar- viðræðum EFTA-rikjanna við Evr- ópubandalagið um víðtækara samstarf ríkjanna 18, sem aðilar eru að EFTA og EB. Utanríkisráð- herra mun áfram taka þátt í und- irbúnings- og samningavið- ræðum þessara aðila, sem byggð- ar verða á sameiginlegum niður- stöðum könnunarviðræðna þ.m.t. þeim fyrirvörum, sem íslendingar hafa sett fram." í þessari yfirlýsingu segir jafn- framt um síðara deilumálið: „Jafnframt því sem fylgt verður eftir í þessum viðræðum sameig- inlegri kröfu EFTA-ríkjanna um fríverslun með fiskafurðir innan hins væntanlega evrópska efna- hagssvæðis, verður haldið áfram tvihliða viðræðum íslendinga við Evrópubandalagið og aðildarríki þess með það að markmiði að tryggja tollfrjálsan aðganga með íslenskar sjávarafurðir að mörk- uðum Evrópubandalagsins og stöðu islensks sjávarútvegs að öðru leyti. Loks er því heitið að hafa náið samráð hér eftir sem hingað til innan ríkisstjórnarinnar og við ut- anríkismálanefnd Alþingis á öll- um stigum málsins." Óskiljanlegt upphlaup — vanhugsað vantraust „Það sem er óskiljanlegt við upphlaup Sjálfstæðisflokksins er að eftir að þessi yfirlýsing lá fyrir og öllum efasemdum hafði verið eytt, þá ruku þeir fyrst alvarlega upp af standinum i þingskapafári og voru ekki búnir að jafna sig fyrr en þeir höfðu hent fram þessari vanhugsuðu vantrauststillögu með Kvennalistanum. Þarna höfðu í sömu andránni orðið sögu- leg tíðindi. Sjálfstæðlsflokkurinn hafði rofið samstððu lýðræðisafl- anna um eitt mikilvægasta og vandmeðfarnasta utanríkis- mál lýðveldistímans og fann sér einkum bandamenn á þingi með Kvennalistanum og Hjör- leifi Guttormssyni. Á sama tíma hafði það gerst að þing- flokkur Alþýðubandalagsins hafði í fyrsta sinni fallist á að fylgja fram hefðbundnum vinnubrögðum við mótun utan- ríkisstefnu með því að veita fyrir sitt leyti utanríkisráð- herra fullt og óskorað samn- ingsumboð. Þar með var þessi dagur orðinn sögulegur. Ég leyfði mér reyndar að kalla hann svartan í sögu Sjálfstæð-' isflokksins,“ segir Jón Bald- vin. Skorað á stjórnina að taka upp viðræður sem eru þegar í gangi________________________ „Svo tók ekki betra við því hinn kapítulinn í þessari framhaldssögu um niðurlægingu Sjálfstæðis- flokksins er ekki skárri. Hann hefst með því að Sjálfstæðismenn flytja með Kvennalista tillögu í ut- anríkismálanefnd. Meginatriði þeirrar tillögu er að skorað er á forsætisráðherra og utanríkisráð- herra að undirbúa í samráði við stjórnarandstöðuna sérstakar og formlegar tvíhliða samningavið- ræður við Evrópubandalagið um viðauka við bókun 6, þ.e.a.s. um frekari tollalækkanir á fiskafurð- um. Við þennan tillöguflutning er satt að segja margt að athuga. I fyrsta lagi er það að tvíhliða við- ræður við Evrópubandalagið eru í gangi. Þess vegna er meira en lítið undarlegt að skora á ríkisstjórn að taka upp tvíhliða viðræður. Að vísu höfðu þær verið mjög van- ræktar á þeim árum sem Sjálf- stæðisflokkurinn fór með forsvar í utanríkisráðuneytinu en hafa ver- ið teknar upp með skipulegum hætti siðastliðin tvö ár." — Huernig hefur þessum tví- hliöa vidrœdum nákvœmlega ver- id háttaö? „Þær eru á tveimur stigum. I fyrsta lagi er um að ræða viðræð- ur við pólitíska forystumenn Evr- ópubandalagsins, þ.e.a.s. forystu- menn einstakra ríkisstjórna aðild- arríkja þess. Dæmin um þetta eru endalaus. Þannig hefur forsætis- ráðherra, Steingrímur Hermanns- son, rætt um sérstöðu íslands, þ.e.a.s. málefni íslensks sjávarút- vegs í samskiptum við Evrópu- bandalagið við Helmut Kohl kanslara Þýskalands, Margréti Thatcher forsætisráðherra Breta, Lubbers forsætisráðherra Hol- lendinga, Martens forsætisráð- herra Belga, Mitterrand forseta Frakklands og Anibal Costa da Sil- va forsætisráðherra Portúgala. Ég hef sem utanríkisráðherra rætt þessi mál við alla utanríkisráð- herra Evrópubandalagsins utan tvo. Ég hef lagt sérstaka áherslu á að ræða þessi mál við utanríkis- ráðherra Spánar og Portúgals. Sér- staklega voru fróðlegar viðræður mínar við utanríkisráðherra Spán- verja sem ég hefjrætt við í tvígang og fylgt á eftir njeð bréfaskriftum. Ef þau gögn væru birt væri fróð- legt að sjá hvernig hann skipti um skoðun í þessum málum og hét okkur stuðningi til þess að ná fram breytingum í samskiptum við framkvæmdastjórn EB í Brússel." — Hvaö meö viörceöur viö emb- œttismenn EB? „Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra hefur rætt þessi mál við sína starfsbræður, þar á meðal við Henning Cristoffersen einn af helstu áhrifamönnum fram- kvæmdastjórnarinnar í Brússel. „Sjálfstæðisflokkurinn hafði rofið samstöðu lýð- ræðisafianna um eitt mikilvægasta og vand- meðfarnasta utanríkismál lýðveldistímans og fann sér einkum bandamenn á þingi með Kvennalistan- um og Hjörleifi Gutt- ormssyni. Á sama tíma hafði það gerst að þing- flokkur Alþýðubandalags- ins hafði í fyrsta sinni fallist á að fylgja fram hefðbundnum vinnu- brögðum við mótun ut- anríkisstefnu með því að veita fyrir sitt leyti utan- ríkisráðherra fullt og óskorað samningsumboð. Þar með var þessi dagur orðinn sögulegur. Ég leyfði mér reyndar að kalla hann svartan í sögu Sjálfstæðisflokksins." Hann er fyrrverandi utanríkis- og fjármálaráðherra Dana og er ásamt Andriessen varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópu- bandalagsins og fer þar með for- svar þeirrar deildar sem fjallar um efnahags- og peningamál. Cristof- fersen sótti okkur heim og í ís- lenskum blöðum birtust ýtarlegar frásagnir af þessum viðræðum, ekki hvað síst i Morgunblaðinu. Þar segir 27.06. sl. t.d. um þessar viðræður: „Á sameiginlegum frétta- mannafundi Jóns Sigurðssonar og Cristoffersen kom fram að þeir litu svo á að viðrædur væru þegar hafnar um viðskipti Islands og EB, t.d. með heimsókn Cristoffer- sen hingað til lands. Einnig stæði til að Manuel Marin sem fer með sjávarútvegsmál innan fram- kvæmdastjórnar EB kæmi hingað til viðræðna við Halldór Ásgríms- son sjávarútvegsráðherra." Þá er þess að geta að Halldór Ás- grímsson hefur átt ýtarlegar við- ræður við „sjávarútvegsráðherra" framkvæmdastjórnar EB, Manuel Marin, sem reyndar er Spánverji. Það er athyglisvert að helstu tals- menn íslensks sjávarútvegs, t.d. Kristján Ragnarsson og Magnús Gunnarsson tóku þátt í þeim við- ræðum. Þetta voru að sjálfsögðu viðræður um öll málefni sjávarút- vegsins." — En þella eru ekki formlegar viörœöur. . . „Það er að sjálfsögðu rétt að þetta voru ekki formlegar samn- ingaviðræður, heldur voru þetta undirbúningsviðræður sem gætu hins vegar leitt til samninga um leið og ágreiningsmál hafa verið leyst. Það er athyglivert að ísland er eina landið í Évrópu sem hefur ekki sérstakan samstarfssamning á sviði sjávarútvegsmála við Evr- ópubandalagið. í þessum viðræð- um vakti Halldór Ásgrímsson at- hygli á því að íslendingar væru reiðubúnir til þess að taka upp nánari samskipti og samstarf við Evrópubandalagið, t.d. með gerð slíks samstarfssamnings sem gæti t.d. kveðið á um samstarf að því er varðar haf- og fiskirannsóknir, mengunarvarnir, gæðareglur og eftirlit," segir utanríkisráðherra. Afdráttarlaus stefna__________ Islendinga____________________ „Kjarnaatriðið hins vegar varð- andi þessi vandamál er þetta: Evrópubandalagið hefur mótað eitthvað sem heitir Sameiginleg fiskimálastefna bandalagsins (CFP-Common Fisheries Policy), samkvæmt henni er kveðið á um stuðning bandalagsins við sjávar- útveginn meðal aðildarþjóða, en að því er varðar samskipti við ríki utan bandalagsins, er kveðið á um þá grundvallarreglu að bandalag- ið veiti ekki tollfríðindi á mörkuð- um sínum nema á móti komi að- gangur að auðlindum slíkra ríkja, þ.e.a.s. veiðiheimildir eða sala á veiðiheimildum." — Hvaöa slefnu liefur ríkis- stjórnin mólaö í þessu mikilvægu máli? „íslenska ríkisstjórnin hefur mótað afdráttarlausa stefnu í þessu máli. íslendingar hafa bent bandalaginu á þeirra eigin reglu um gagnkvæmni. Þ.e.a.s. það að fyrir aðgang að markaði komi að- gangur að markaði, fyrir tollfríð- indi komi tollfríðindi og fyrir veiðiréttindi komi veiðiréttindi. En um leið algjörlega vísað á bug að veita Evrópubandalaginu veiði- heimildir fyrir tollfríðindi. Rök okkar fyrir þessu eru kunn. Við vísum á skyldur okkar samkvæmt Hafréttarsáttmálanum sem strandríki um að varðveita auð- lindir hafsins og koma í veg fyrir rányrkju eða ofveiði. Við bendum á ástand fiskistofna. Við höfðum kynnt þeim kvótakerfið á íslandi og bent þeim á að við höfum sett strangar hömlur á veiðiheimildir okkar eigin útgerðar- og sjó- manna og kvótar hafi farið minnk- andi. Það sé því ekkert afgangs til þess að semja um. Við höfum hins vegar spurt á móti, eruð þið til- búnir til að veita okkur íslending- um veiðiheimildir í lögsögu bandalagsins en við því hafa að sjálfsögðu engin svör borist. Við höfum spurt, viljið þið samstarf um nýtingu á ónýttum sameigin- legum fiskistofnum, t.d. kolmunna og við höfum bent á samkomulag okkar, Norðmanna og Grænlend- inga að því er varðar loðnustofn- „Það er algjör fásinna og afhjúpar ótrúlega fáfræði að halda því fram að ekki séu í gangi tvíhliða við- ræður við Evrópubanda- lagið svo ekki sé talað um að flytja tillögu um að skora á íslensk stjórn- völd að taka upp tvíhliða viðræður sem hafa staðið yfir í tvö ár." inn og bent á möguleika á samn- ingum innan ramma samstarfs- samnings um nýtingu á flökku-j stofnum." — Þú erl meö öörum oröum aö suka forystu Sjálfstœöisflokksins og lalsmenn flokksins um hreina vanþekkingu þegar flokkurinn setur fram tillögur um formlegar viörœöur viö EB annars vegar og tvíhliöa viörœöur viö forystumenn einstakra ríkja hins vegar? „Já. Þessar viðræður eru í gangi og „sjávarútvegsráðherra" fram- kvæmdastjórnarinnar er væntan- legur hingað til viðræðna. Það er þess vegna algjör fásinna og af- hjúpar ótrúlega fáfræði að halda því fram að ekki séu í gangi tví- hliöa viðræður við Evrópubanda,- lagið svo ekki sé talað um að flytja tillögu um aö skora á íslensk stjórnvöld að taka upp tvíhliöa viðræður sem hafa staðið yfir í tvö ár. Hitt er verra að helsti talsmaður Sjálfstæðisflokksins í utanríkis- málum og fulltrúi flokksins í utan- ríkismálanefnd er eini maðurinn sem uppi er núna í veröldinni sem hefur þá prívatskoðun aö hin sam- eiginlega fiskveiðistefna Evrópu- bandalagsins sé ekki til og neitar því í þingræðu eftir þingræðu. Þaö er alvarlegt mál þegar stærsti flokkur þjóðarinnar hefur þá stefnu eina að leiðarljósi aö af- neita staðreyndum." — Menn hafa talaö um í senn tvíhliöa viörœöur viö pólitíska for- ystumenn aöildarríkja EB og svo tvíhliöa viörœöur viö fram- kvœmdastjórnina um viöauka viö bókun 6. Þú segir aö hinar fyrr- nefndu viöræöur séu þegar í gangi. Hvernig fœri ef Islendingar tœkju upp tvíhliöa viörœöur viö framkvœmdastjórnina í Brussel? „Nú var það svo að tiliaga Sjálf- stæðisfiokksins fjallaði um það að taka upp samningaviðræður strax um lækkun tolla. Það vill svo til að það er framkvæmdastjórnin, ekki aðildarríki bandalagsins, sem kemur fram fyrir hönd bandalags- ins um hvort heldur sem er, tolla- mál eða fiskveiðimál. Stefna EB er þessi: Tollfríðindi eru ekki veitt nema gegn veiðiheimildum eða aðgangi að veiðiheimildum. Þetta vita allir nema umræddur tals- maður Sjálfstæðisflokksins í utan- ríkismálanefnd. Enda kom það fram í umræðunum að sjálfstæðis- menn vissu ekkert hvað þeir voru að tala um. Stundum töluðu þeir um það að taka ætti upp tvíhliða samningaviðræður við hina pólit- ísku leiðtoga bandalagsins. Þær umræður eru, eins og ég hef sagt þegar í gangi, en þeir hafa hins vegar ekkert samningavald að því er varðar tolla, af það að það mál er í höndum framkvæmdastjórn- arinnar. Ef þessi tillaga hefði verið tekin alvarlega, rædd í alvöru og ég tala nú ekki um samþykkt þá hefðum við óskað eftir formlegum samn- ingaviðræðum. Þar með hefðum við formlega knúið fram kröfu Evrópubandalagsins um veiði- heimildir í íslenskri landhelgi. Óumflýjanlega. Það hefði ekki verið hægur vandi fyrir okkur ís- lendinga að losna úr þvi eftir að við hefðum verið búnir að koma henni upp á samningaborðið formlega. Éf hún hefði komið fram hefði Sjálfstæðisflokkurinn geng- ið af göflunum og hrópað landráð, landráð! Engir hafa farið harðari orðum um þetta en sjálfstæðis- menn, að slíkt komi aldrei til greina, þeir hafa ekki einu sinni ljáð rnáls á að að semja við Evr- ópubandalagið um gagnkvæmar veiðiheimildir eða nýtingu á sam- eiginlegum stofnum, það hafa þeir alltaf kallað landráð." EB býður ekki upp á tvíhliða viðræður við einstök EFTA-ríki „í annan stað hefði slík krafa nú um tvíhliða samningaviðræður þótt næsta undarleg af hálfu bandalagsríkja okkar í EFTA sem hafa samþykkt kröfu okkar um frí- verslun með fiskafurðir. Og sam- þykkt að styðja kröfu okkar í

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.