Alþýðublaðið - 05.12.1989, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 05.12.1989, Qupperneq 3
Þriðjudagur 5. des. 1989 3 Fjármálaráöuneytiö svarar fyrirspurn Geirs Haarde: Vextir rikisvixla ekki leiðandi Nokkur umræða hefur átt sér stað um áhrif vaxta á ríkis- víxlum á almennt vaxtastig. Sumir hafa haldið því fram að þessir vextir hafi haldið uppi öðrum vöxtum ■ landinu. Með- fylgjandi svar fjármáiaráðu- neytisins við fyrirspurn frá Geir H. Haarde sýnir að mati þess fram á að svo hafi ekki verið. Vextir ríkisvíxla hafa fylgt vöxt- um bankavíxla, en þó yfirieitt ekki hækkað í sama mæli, samanber sl. vor og fyrri hluta sumars. Þetta stafar af því að fjármálaráðuneytið hefur fylgt þeirri stefnu að breyta vöxtum á ríkisvíxlum samhliða breytingum á vöxtum víxilútlána bankanna. Vextir á ríkisvíxlum hafa því aldrei verið leiðandi í vaxtahækkunum eða fyrirstaða fyrir vaxtalækkunum hjá bönkun- um. Svar ráðuneytisins fer hér á eft- ir: „Fjármálaráðuneytið hefur fylgt þeirri stefnu að breyta vöxtum á ríkisvíxlum samhliða breytingum á vöxtum vixilútlána bankanna. Þó hafa vextir ríkisvíxla ekki alltaf verið hækkaðir samhliða hækkun almennra víxilvaxta. Þannig hækkuðu vextir bankavíxla mun meira sl. vor og fyrri hluta sumars, eins og glöggt kemur fram á með- fylgjandi línuriti. Vextir á rikisvíxl- um hafa því aldrei verið leiðandi í vaxtahækkunum eða fyrirstaða fyrir vaxtalækkunum hjá bönkun- um. Eftir sem áður er réttmætt að spyrja þeirrar spurningar hvort vextir hefðu orðið lægri, ef ríkis- víxlar hefðu ekki verið boðnir fram. Ef ekkert framboð á ríkis- víxlum stafar af því að ríkið hefur ekki þörf fyrir lánsfé, verður al- mennt vaxtastig lægra en ella. Þetta eru augljós sannindi, sem eiga rætur að rekja til þess sam- bands sem er á milli almenns vaxtastigs og lánsfjáreftirspurnar ríkissjóðs, og kemur ríkisvíxlum sem slíkum og vöxtum þeirra ekk- ert við. Ef ríkissjóður hefði hins vegar haft óbreytta lánsfjáreftir- spurn, en yfirdregið í Seðlabanka i stað þess að selja ríkisvíxla, ráð- ast áhrifin á vexti af stjórn pen- ingamála. Eðlilegt verður að telj- ast, að Seðlabankinn mæti slíkum yfirdrætti með peningalegum að- gerðum á öðrum sviðum, svo sem með hækkun bindiskyldu bank- anna, og er þá óljóst hvort al- mennt vaxtastig verður hærra, lægra eða svipað og orðið hefði ef ríkissjóður hefði selt ríkisvíxla beint til bankanna. Ræðst það m.a. af fyrirkomulagi vaxta- greiðslna af bindiskyldu og mögu- leikum bankanna til að velta rekstrarkostnaði sínum yfir á lán- takendur. Ekki er því hægt að full- yrða aö tilraun ríkissjóðs til þess að fjármagna lánsfjárþörf sína á innlendum lánsfjármarkaði, en ut- an Seðlabankans, hafi marktæk áhrif til hækkunar vaxta. Ríkis- sjóður gæti að vísu tímabundið lækkað vexti með því að taka er- lend lán í stórum stíl. Þetta er hins vegar ekki æskileg leið til að stuðla að vaxtalækkun og stenst ekki til lengdar. Ríkissjóður stuðl- ar þvi best að varanlegri lækkun vaxta með því að draga úr láns- fjáreftirspurn sinni.“ FBÉTTIN BAK VIB FBÉTTINA Vdntraust á hvað? Hver é fætur öörum stigu þeir í pontu á Alþingi á dögun- um þegar sjónvarpað var frá umræðum um vantrauststil- lögu á ríkisstjórnina. Ég lét mig hafa þaö að horfa og hlusta frá upphafi til enda. Hafði gaman af ýmsu sem sagt var en var satt best að segja litlu nær um ástand þjóðmála þá dag- skránni lauk. Kannski vegna þess að ég gerði meira af því að horfa en hlusta. Menn koma misvel fyrir í ræðustól jafnt á Alþingi sem annars staðar. Það fór ekki milli mála að Jón Baldvin Hannibalsson utanrikis- ráðherra bar af í ræðustól. Hann hefur til að bera reisn og kann að leggja áherslu á orð sín. Sumir aðr- ir sem stóðu í ræðustól þuldu sína tölu áherslulaust og þurftu að koma svo miklu að á skömmum tíma að ætla mætti að Guðrún for- seti hefði sett skammbyssu við bak þeirra og hótað að hleypa af ef þeir ekki kláruðu sig á réttum tíma. Hraðmælskan minnti helst á útvarpsþuli nútímans sem segja ekki lengur fréttir heldur hraðlesa texta. Frjálslyndir til hægri Það fór ekki hjá því undir þess- um umræðum að hugurinn hvarfl- aði til þess hvert erindi sumir ættu inn á þing. Mér er fyrirmunað að skilja hvaða tilgangi það þjónar að hafa einhvern tveggja manna þingflokk sem gengur undir heit- inu Frjálslyndir hægri menn eða eitthvað í þá áttina. En það þarf kannski að skilja að frjálslynda hægri menn og hægri menn sem eru ekki frjálslyndir. En með fullri virðingu fyrir þeim Inga Birni og Hreggviði Jónssyni þá er spurning hvort fjármunum ríkisins væri ekki betur varið með því að ráða þá sem ráðherrabílstjóra án bíls. Alla vega náði ég ekki upp í til- verurétt þeirra á þingi en það er eflaust mín sök en ekki þeirra. Og það er víst hluti af lýðræðinu að stíga í pontu á Alþingi og tala og tala án þess að segja neitt. Vantraust á hvað? Stjórnarandstaðan lýsti yfir van- trausti á ríkisstjórnina sem svaraði með því að lýsa vantrausti á stjórn- arandstöðuna. Eitthvað reyndi ég að spá í spilin að umræðum lokn- um en get varla sagt að ég hafi verið nokkru nær um hvort hér væri allt að sökkva eða við blasi gróandi þjóðlíf. Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins hóf umræðuna og var hvassyrtur en ræða hans náði ekki til min. Enda þarf maður að komast í gang ef svo má segja þegar fylgst er með svona umræðum og Þorsteinn var fyrstur á mælendaskrá. En Þor- steinn er góður og vandaður mað- ur sem virðist vera hálf utanveltu í pólitíkinni sem segir kannski meira um pólitíkina en Þorstein. En um hvað snerist þessi van- traustslillaga? Virðisaukaskatt og viðræður við Efnahagsbandalag- ið? Svo var sagt. En ég get ekki séð að neinar forsendur séu fyrir van- trauststillögu á þeim nótum. Virðisaukaskatturinn er sem betur fer kominn í höfn og um hann hefur aldrei verið neinn mál- efnaágreiningur þótt deilt hafi verið um þrep í því keisarans skeggi. Ekki veit ég til að þreifing- ar okkar við Efnahagsbandalagið hafi verið þjóðinni til vansa á nokkurn hátt. Auk þess verð ég að segja eins og er, að mér er ná- kvæmlega sama um hvað einhver skattur heitir þegar ég kaupi pylsupakka út í búð. Það kemur út á eitt fyrir mig hvort einhverjir borgi innskatt eða útskatt og hver borgar hverjum fram og til baka. Það eina sem ég veit að það erum við sem borgum það sem upp er sett, hverju nafni sem það nefnist. Margt sem gleymdist En í þessum umræðum var margt sem gleymdist. Almenning- ur hefur ekki hugann við EB eða virðisaukaskatt. Kjósendur eru að reyna að ná endum saman fyrst og fremst. Stjórnarmeðlimir sögðu að allt hefði verið á hverfandi hveli þegar ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar fór frá. Fjöldagjaldþrot fyrirtækja og einstaklinga hafi blasað við. En eftir að tókst að losna við Þorstein hafi þessari óheillaþróun verið snúið við og nú brosi blóm í haga. „Hvernig stendur á öllum þessum fréttum á hverjum degi um gjaldþrot einstaklinga og fyrirtækja?... Eini maður inn sem gerði þessi mál að umtalsefni á skiljanlegan hátt var Stefán Valgeirsson. Hann ræddi vaxtaokrið, láns- kjaravísitöluna og fleiri mál sem brenna heitast á fólki," segir Sæmundur Guðvinsson m.a. í grein sinni um sjón- varpsútsendinguna af umræðunum á Alþingi um vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar. Það var og. Hvernig stendur þá á öllum þessum fréttum á hverjum degi um gjaldþrot einstaklinga og fyrirtækja, uppsögnum starfs- manna hér í dag og þarna á morg- un? Þetta er ef til vill allt saman einhver misskilningur. Eini mað- urinn sem gerði þessi mál að um- talsefni á skiljanlegan hátt var Stefán Valgeirsson. Hann ræddi vaxtaokrið, lánskjaravísitöluna og fleiri mál sem brenna hvað heitast á fólki. Það er ekki fyrir alla að skilja það hvers vegna lánin þeirra hækka við að eitt að hækka verð á víni og tóbaki. Menn mega rífast út af virðisaukaskatti og EFTA og EB ef þeir vilja, en af hverju ekki að tala um eldinn þar sem hann brennur heitastur. Mér skilst að einhverjir hafi ver- ið að agnúast útaf því að sjónvarp- að var frá þessum umræðum frá Alþingi. Að mínum dómi var það hárrétt ákvörðun hjá útvarps- stjóra að sjónvarpa þessum um- ræðum. Þingfréttir sjónvarpsins eru frá degi til dags heldur fátæk- legar svo ekki sé meira sagt. Þjóð- in á heimtingu á því aö fylgjast með því sem fram fer á þingi og ég er mjög hallur undir þá hugmynd sem kom fram hjá Víkverja Mogg- ans á dögunum um að útvarpa frá Alþingi á sérstakri rás alla daga sem þing stendur. Það er nú einu sinni svo að á Al- þingi er sífellt verið að fjalla um mál sem varða^ okkur öll og sí- minnkandi áhugi almennings á pólitík á ef til vill að nokkru leyti rætur að rekja til þess að í fjölmiðl- um eru þingfréttir alltof oft í skötu- líki en þó skal Morgunblaðið und- anþegið þessari fullyrðingu. Sjónvarpsumræðurnar i síðustu viku sýndu okkur ekki bara hvern- ig frúrnar voru klæddar heldur sýndu þær líka að sennilega mætti fækka þingmönnum nokkuð án þess að þjóðin biði skaða af. SÆMUNDUR GUÐVINSSON

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.