Alþýðublaðið - 05.12.1989, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 05.12.1989, Blaðsíða 6
6 Þriðjudagur 5. des. 1989 „Þegar islendingar gengu inn í EFTA áriö 1970 var ekki leitaö umboðs fyrirfram. Þegar íslendingar gerðu fríversl- unarsamning viö Evrópubandalagið áriö 1972, sem varð virkur árið 1976, var ekki leitað umboðs fyrirfram. Það hefur með öðrum orðum ekki verið gert." „Það hefur vafist fyrir mörgum sem fylgdust með umræðum á Alþingi um vantrauststillögu for- ystusveitar Sjálfstæðis- flokksins og Kvennalistans á ríkisstjórnina, um hvað hún snerist og hvaða rök- um hún var studd. Það er helst að þetta hafi orðið gárungum gleðiefni, þeir hafa talað um hið nýja bandalag Þorsteins Páls- sonar, Kvennalistans og Hjörleifs Guttormssonar. í hita leiksins er ekki vist að allir skynji að atburðir þessara tveggja daga, marka með nokkrum hætti þáttaskil í íslenskri stjórn- málasögu. Á sama tíma og Sjálfstæðisflokkurinn rýfur áratuga hefð um samstöðu lýðræöisafla í mikilvægum utanríkismálum og gengur fram sem einskonar upp- hlaupslið, þá bar þaö til tíðinda að Alþýðubanda- lagið tekur þá sögulegu ákvörðun að standa að ótvíræðu umboði til utan- ríkisráöherra, um það að halda áfram „undirbún- ings- og samningaviðræð- um, við Evrópubandalagið," segir Jón Baldvin Hanni- balsson við Alþýðublaðiö. . „Þetta gerðist í miðjum klíðum umræðu á Alþingi um skýrslu ut- anríkisráðherra, skýrslan er mjög ýtarieg, þar er verið að kynna með formlegum hætti niðurstöður svokallaðra könnunarviðræðna EFTA við Evrópubandalagið og af henni má ráða hvaða stefnu ís- lenska ríkisstjórnin hefur mótað í samskiptum sínum innan EFTA og 'gagnvart Evrópubandalaginu. Umræðan varð reyndar öll í skötu- líki vegna þess að ein allsherjar taugaveiklan virtist hafa gripið um sig meðal sjálfstæðismanna, þeir héldu ekki þræði og ruku upp í þingskapaumræðum og kröfum um frestun til þess að unnt væri að kalla saman utanríkismálanefnd, þannig að enginn botnaði upp né niður í því hvað fyrir þeim vakti í þessum umræðum lengi vel,” segir Jón Baldvin. „Smám saman varð þó Ijóst, að umræðuefni sjálfstæðismanna voru tvö. Annars vegar vildu þeir halda því fram að ríkisstjórnin væri klofin í málinu, að utanríkis- ráðherra hefði ekki að baki sér þingmeirihluta um þá stefnu sem skýrð væri í skýrslunni. Þess- vegna væri nauðsynlegt að Al- þingi ályktaði um málið í formi þingsályktunartillögu þar sem fram kæmi hvers konar umboð ut- anríkisráðherra fengi. Að vísu hafði ekki hvarflað að neinum manni að spyrja þeirrar spurning- ar, hvernig slíkt umboð myndi líta út sem væri málamiðlum milli Sjálfstæðisflokksins annars vegar og Kvennalistans hins vegar. Það féll einhvern veginn milli þils og veggjar en hefði verið afar fróð- legt að fá að sjá. Hins vegar lögðu þeir Sjálfstæð- ismenn fram tillögu þar sem þeir kröfðust tvíhliða viðræðna milli ís- lenskra stjórnvalda og Evrópu- bandalagsins. Þetta áttu að vera formlegar samningaviðræður og þær áttu að snúast um breytingar á fríverslunarsamningi Islands við Evrópubandalagið frá 1972, um það að fá tollaívilnanir frá banda- laginu sem næðu til sama hundr- aðshluta af útflutningi íslendinga til Evrópubandalagsríkja eins og verið hafði fyrir rúmum áratug þegar aðeins 6 þjóðir voru í bandalaginu. Málflutningurinn bak við þessa tillögu var sá að rík- isstjórnin hefði vanrækt hagsmuni sjávarútvegsins, hún hefði fellt niður tvíhliða viðræður við EB eft- ir að sameiginlegar viðræður EFTA-ríkjanna byrjuðu. Allt var þetta stutt þeim rökum að krafan um tvíhliða viöræður við EB væri runnin undan rifjum forystu- manna samtaka í sjávarútvegi," segir Jón Baldvin. Umboð utanríkisráðherra til gerðar milliríkjasamninga er ótvírætt — Var þad edlileg krafa að biðja um umboð Alþingis? „Þetta voru satt að segja undar- legir dagar á Alþingi því það vafð- ist fyrir mönnum að finna heila brú eða rökrétta hugsun í þessum upphlaupum. Fyrst skulum við líta á þetta tal um umboðsleysi. Staðreyndirnar í þvi máli eru þessar: Samkvæmt lögum, stjórn- arskrá og hefð hefur ekki tíðkast að leita umboðs hjá Alþingi i formi þingsályktunartillög, fyrirfram, fyrir utanríkisráðherra að gera milliríkjasamninga. Þetta byggist á 21. og 13. grein stjórnarskrárinn- ar. Samkvæmt þessu fer utanríkis- ráðherra stöðu sinni samkvæmt með samningagerð við önnur ríki, þ.e. hann hefur stöðuumboð til samningagerðar í samræmi við 13. grein stjórnarskrárinnar. Tak- markanir á þessu valdi er að finna í 21. grein stjórnarskrár þar sem segir að enga slíka samninga megi gera ef þeir hafa í sér fólgið afsal eða kvaðir á landi eða landhelgi eða horfa til breytinga á stjórnar- högum ríkisins nema samþykki Alþingis komi til. Þetta er öllum stjórnmálamönnum kunnugt, svo sem vera ber og þýðir á mæltu „Samkvæmt lögum, stjórnarskrá og hefð hefur ekki tíðkast að leita umboðs hjá Alþingi í formi þingsályktunar- tillögu, fyrirfram, fyrir ut- anríkisráðherra að gera milliríkjasamninga. Þetta byggist á 21. og 13. grein stjórnarskrárinnar. Samkvæmt þessu fer utanríkisráðherra stöðu sinni samkvæmt með samningagerð við önnur ríki, þ.e. hann hefur stöðuumboð til samningagerðar í samræmi við 13. grein stjórnarskrárinnar." máli að alla meiriháttar milliríkja- samninga ber að leggja fyrir Al- þingi, en það ber að gera á loka- stigi. Milliríkjasamningar eru ekki bindandi fyrir þing né þjóð nema Alþingi samþykki. Það er hins vegar gert þegar samn- ingsdrögin liggja fyrir. Það hefur aldrei tíðkast að leita umboðs Al- þingis fyrirfram eða skilgreina í formi þingsályktunartillögu samn- ingsstöðu íslands, enda væri það afar vafasamt í mikilvægum mál- um, ef hún væri opinberuð ná- kvæmlega fyrirfram." Umboð utanríkisráðherra stutt stjórnarskrá og túlkun á henni_________________ „Þetta ætti að vera lögfræðinga- sveitinni í forystu Sjálfstæðis- flokksins fullkunnugt, enda hafa utanríkisráðherrar flokksins á fyrri tíð gætt þess vandlega að skapa ekki fordæmi sem myndi leiða til vefengingar á þessu stöðu- valdi. Utanríkisráðherra, þó ekki væri nema vegna þess að enginn veit fyrirfram með hvaða hætti samsteypustjórnir verða skipaðar. Ríkisstjórn á íslandi er ekki fjöl- skipað stjórnvald, utanríkisráð- herra hefur þetta vald samkvæmt stjórnarskrá og túlkanir á þessu eru afdráttarlausar. Þannig segir t.d. Óiafur Jóhannesson í ritinu Stjórnskipan íslands í kaflanum um samninga við önnur ríki eftir- farandi: „Það er nægilegt að Alþingi samþykki samninginn áður en fullgilding hans á sér stað. Þess er ekki krafist að efni samningsins sé borið undir Alþingi og að það veiti fyrirfram samþykki sitt til samningsgerðar, hvorki meðan á samningaviðræðum stendur né áður en samningurinn er undirrit- aður af utanríkisráðherra." Þetta er stutt öllum fordæmum á lýð- veldistímanum. Þegar íslendingar gengu inn í EFTA árið 1970 var ekki leitað umboðs fyrirfram. Þeg- ar íslendingar gerðu fríverslunar- samning við Evrópubandalagið árið 1972, sem varð virkur 1976, var ekki leitað umboðs fyrirfram. Það hefur með öðrum orðum ekki verið gert, enda styðst það ekki við lög né stjórnarskrá og væri stórlega varasamt að skapa slík fordæmi. Slík krafa er ekki í sam- ræmi við hagsmuni ríkisins þegar undirbúnir eru samningar gagn- vart öðrum ríkjum." Önnur EFTA-ríki „Reynt var að halda því fram að þetta væri engu að síður fram- gangsmátinn í öðrum EFTA-ríkj- um. Það er rangt. Til þess að fá það formlega staðfest höfum við leitað upplýsinga beint frá utanrik- isráðuneytum EFTA-ríkjanna. Sænska ríkisstjórnin hefur ekki og mun ekki leita eftir slíku umboði fyrirfram. Norska ríkisstjórnin mun ekki leita eftir slíku umboði fyrirfram. Engin atkvæðagreiðsla Vinningstölur laugardaginn 2. des. ’89 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af 5 2 6.185.503 O 4. 4af5<%f3|| 10 119.243 3. 4af5 332 6.195 4. 3af 5 11.238 J 427 Heildarvinningsupphæö þessa viku: 20.418.802 kr. UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002 fer fram í þinginu í Austurríki og engar ráðagerðar eru uppi um að leggja málið fyrir svissneska þing- ið til samþykktar. Finnska ríkis- stjórnin hafði ekki ætlað sér að fara fram á umboð, en þegar hún lagði fram skýrslu sína um könn- unarviðræðurnar, lagði stjórnar- andstaðan fram þingsályktunartil- lögu um umboð. Stjórnin yröi samþykkt. Það þýðir ekki annað en að verið er að fá fram samþykkt við þeirri stefnu sem stjórnin hef- ur fylgt." Eftir sameiginlega yfirlýs- ingu ríkisstjórnar var van- trauststillagan fáránleg og órökstudd „Þessi málflutningur Sjálfstæð- isflokksins kom þvi á óvart því hann var í engu samræmi við óumdeildar skýringar á stjórnar- skrá og lögum né heldur þær hefð- ir sem ekki hvað síst hafa verið mótaðar af utanríkisráðherrum Sjálfstæðisflokksins. Eftir að for- sætisráðherra hafði kynnt þinginu sameiginlega yfirlýsingu ríkis- stjórnar um málið var þetta orðið með öllu fjarstæðukennt." — En var ekki mólflutningur talsmanns Alþýöubandalagsins og fuUtrúa flokksins í utanríkis- múlanefnd þannig að eðlilegt uar að ólykta sem svo að óeining vœri um múlið í ríkisstjórn? „Meðan óvissa ríkti um afstöðu Alþýðubandalagsins, og það studdist við nokkur rök, eftir að menn höfðu hlýtt á ræðu Hjörleifs Guttormssonar fulltrúa flokksins í utanríkismálanefnd, gátu Sjálf- stæðismenn sagt sem svo að hvað sem liði skýringum og fordæmum, þá stæði sérstaklega á, þar sem ríkisstjórnin væri ósammála í mál- inu og því lægi ekki fyrir að ríkis- stjórnin hefði þingmeirihluta að baki sér. Eftir að forsætisráðherra hafði lesið upp sameiginlega yfir- lýsingu ríkisstjórnarinnar og ljóst var að hún naut stuðnings stjórn- armeirihlutans með fyrirvara um afstöðu Hjörleifs Guttormssonar, þá var ljóst að engin ástæða var til að efast um þingmeirihluta á bak við stefnu stjórnvalda í þessum viðræðum. Eftir það voru engin rök til fyrir kröfu Sjálfstæðis- flokksins um sérstaka þingsálykt- un og þeir hefðu þessvegna átt að láta málið niður falla." — Þú hefur sagt þessa bókun ríkisstjórnar sögulega. „Já, það er ástæða til að staldra við þessa yfirlýsingu ríkisstjórnar- innar vegna þess að hún er sögu- leg. Meginatriði hennar hljóðar svo: „Milliríkjasamningar eru ekki bindandi fyrir þing né þjóð nema Alþingi samþykki. Það er hins vegar gert þegar samn- ingsdrögin liggja fyrir. Það hefur aldrei tíðkast að leita umboðs Alþingis fyrirfram eða skilgreina samningsstöðu íslands, enda væri það afar vafa- samt í mikilvægum mál- um, ef hún væri opinber- uð nákvæmlega fyrir- fram."

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.