Alþýðublaðið - 05.12.1989, Page 4

Alþýðublaðið - 05.12.1989, Page 4
4 Þriðjudagur 5. des. 1989 UMRÆÐA Boomerang stiórnarandstöðunnar Hlutverk stjórnarandstöðu í iýðræöisríki er að veita ríkis- stjórn aðhald og koma með ábendingar um önnur úrræði en ríkisstjórnin leggur til eða framkvæmir í mikilvægum málum. Núverandi stjórnarandstaða hefur brugðist þessu hlut- verki. Hún flytur ekki rökstuddar tillögur um framfaramál heldur stundar hér ómerkileg upphlaup á Alþingi og iodd- arabrögð til að ná athygli fjölmiðla og slá ryki í augu fólks. Hún virðist í alvöru álíta að hlutverk stjórnarandstöðu sé að mótmæla öllu en mæla ekki fyrir neinu. Þetta á við alla stjórnarandstöðuna en þó sérstaklega forystumenn Sjálf- stæðisflokksins. flokkurinn hefur ekki getað gert upp hug sinn til þessara kosta. Hann stóð að samþykkt laga um virðisaukaskatt i tveimur þrepum sem töfralausn til þess að laekka matvælaverð sem allir vita nú að er ekki rétt eftir að Alþýðuflokkur- inn knúði fram réttar upplýsingar um málið og fékk því ráðið um leið að skatthlutfallið var lækkað úr 26 í 24‘/2%. Deilan um eitt þrep eða tvö í virðisaukaskatti er ekki endan- markaðs- og efnahagssvæði varð- ar lífshagsmuni okkar. Þetta er líka menningarmál því íslensk menning er hluti af evrópskri menningarhefð. Sameiginlegar viðræður EFTA-ríkjanna og Evr- ópubandalagsins eru nú og verða á næstunni helsti vettvangur samninga milli íslands og Evrópu- bandalagsins. Við þurfum og eig- um að taka þátt í þessum viðræð- um. Sjálfstæðisflokkurinn hefur Engin rök fyrir vantrausti Lítum aðeins á rökstuðning þeirra fyrir flutningi vantrauststil- lögu á ríkisstjórnina. I fyrsta lagi hafa þeir haldið því fram að ríkisstjórnin og sérstak- lega utanríkisráðherra hafi van- rækt mikilvægustu hagsmuni ís- lendinga í viðræðum við Evrópu- bandalagið undanfarna mánuði og ekki sé samstaða innan ríkis- stjórnarinnar um framhaldsaðild Islands að Evrópuviðræðunum sem fyrir dyrum standa. í öðru lagi hafa þeir haldið því fram að engin samstaða sé um það í ríkisstjórninni hvernig standa eigi að framkvæmd virðisauka- skatts nú um áramótin. I þriðja lagi hafa þeir haldið því fram að ríkisstjórninni hafi mistek- ist stjórn efnahagsmála. Þetta er allt saman fjarstæða. Lítum aðeins á þessi atriði í öfugri röð. Hagstjórnin Hefur ríkisstjórninni mistekist hagstjórnin? Svarið er nei! Sannleikurinn er sá að það hef- ur tekist óvenjulega vel að bregð- ast við þeim vanda sem steðjað hefur að þjóðarbúinu. Það hefur tekist að bæta afkomu atvinnu- veganna og þar með treysta at- vinnuöryggi um allt land þrátt fyr- ir versnandi árferði. Það hefur einnig tekist að draga úr erlendri skuldasöfnun og halda aftur af verðbólgu. Þá hafa raunvextir að íjafnaði lækkað verulega frá því sem þeir voru í fyrra. Allt þetta :hefði einhvern tíma þótt tíðindum sæta við slíkar aðstæður. Það er mikilvægt að menn átti sig á því að þessi árangur hefur óáðst einmitt af því að rikisstjórn- in hafnaði strax þeirri gengisfell- ingakollsteypu sem Sjálfstæðis- jflokkurinn hefur boðað. Markviss stefna stjórnarinnar íhefur skilað þeim árangri að sam- keppnisstaða útflutningsgrein- anna hefur batnað verulega þann- ig að taprekstri fiskvinnslunnar hefur verið snúið í afgang og hag- ur iðnaðar hefur vænkast. Þá hef- ur verið hafið sérstakt átak á veg- um iðnaðarráðuneytisins til að rétta hag skipaiðnaðarins og ullar- iðnaðurinn hefur verið endur- skipulagður. Ríkisstjórnin hefur lagt grundvöll að nýrri framfara- sókn meðal annars með eflingu iðnaðar á grundvelli orkulind- anna við hlið sjávarútvegsins. Auðvitað er við vanda að etja í ríkisfjármálum og auðvitað hefur kaupmáttur minnkað að undan- förnu. Það hefur heldur enginn mótmælt því. Það er hins vegar fullkomið ábyrgðarleysi og lýð- skrum að halda því fram að kaup- mátturinn væri meiri einungis ef önnur ríkisstjórn sæti að völdum. Ég bið lesendur að hugleiða það hver kaupmátturinn væri ef koll- „Sjálfstæðismenn hafa flutt tillögu sem hitti engan nema þá sjálfa. Það hefur verið samþykkt traustsyfirlýsing á rikisstjórnina en aftur á móti vantraust á Sjálfstæðisflokkinn og allan hans málatilbúnað. Aldrei hefur nokkur forysta Sjálfstæðisflokksins átt vantraust fremur skilið en sú sem nú situr," segir Jón Sigurðsson ráðherra m.a. í umræðugrein sinni. steypuleið Sjálfstæðisflokksins hefði verið farin. Svarið liggur í augum uppi: Hann væri mun minni. Virðisaukaskatturinn Er óeining í ríkisstjórninni um framkvæmd virðisaukaskattsins? Svarið er aftur nei! Eins og greint hefur verið frá er samstaða um það meðal stjórnar- flokkanna aö virðisaukaskattur verði tekinn upp nú um áramótin. Hann verður í einu þrepi með 24'/2% skatthlutfalli en til að ná fram verðlækkun á helstu mat- vælum verður tæpur helmingur hans endurgreiddur af nokkrum tegundum matvara sem þýðir lækkun matarverðs í byrjun næsta árs. Það er hins vegar ekki nema eðlilegt að í svo stóru máli sem upptaka virðisaukaskattsins er hafi menn greint á um leiðir. Ég bendi á að virðisaukaskatturinn á að standa undir næstum tveimur þriðju af heildartekjum ríkissjóðs og hann snertir verð á því sem næst allri vöru og þjónustu sem seld er í landinu. Varðandi virðisaukaskattinn hefur mest verið deilt um það hvort hann skuli vera í einu þrepi eða tveimur og er rétt í því sam- bandi að minna á að Sjálfstæðis- lega leyst. En hún snýst ekki um markmið heldur leiðir að sama markinu. Það er mikilvægt mark- mið ríkisstjórnarinnar að við upp- töku virðisaukaskattsins náist um- talsverð lækkun á verði mikil- vægra matvæla um leið og hann bætir samkeppnisstöðu islenskra atvinnuvega og tryggir bætt skatt- skil. Það samkomulag sem tekist hefur milli stjórnarflokkanna tryggir þetta. EFTA/EB-viðræðurnar Hefur ríkisstjórnin með utanrik- isráðherra í fyrirsvari vanrækt að gæta hagsmuna sjávarútvegs í við- ræðum við Evrópubandalagið? Eða er ríkisstjórnin sundruð um Evrópumálin? Svarið er enn og aftur nei! Utanríkisráðherra hefur fyrir ís- lands hönd veitt EFTA-ríkjunum öfluga forystu í viðræðum við Evr- ópubandalagið undanfarna mán- uði. Áður hafði hann ásamt for- sætisráðherra knúið það fram að ákveðin væri friverslun með fisk og fiskafurðir á EFTA-svæðinu frá og með miðju næsta ári og að frí- verslun með þessar helstu útflutn- ingsvörur okkar yrði meginkrafa EFTA-ríkjanna í sameiginlegum viðræðum þeirra við Evrópu- bandalagið. Samruni Vestur-Evrópu í eitt haldið þvi fram að þessar sameig- inlegu viðræður skipti litlu máli og að við ættum heldur að leita eftir formlegum tvíhliða viðræðum við Evrópubandalagið til að tryggja sjávarútveginum aðgang að mikil- vægustu mörkuðum hans. Hér eru sannarlega höfð alvar- leg endaskipti á hlutunum og hausavíxl á staðreyndum. í fyrsta lagi er ólíklegt að Evrópubanda- lagið Ijái að svo stöddu máls á tví- hliða viðræðum af þessu tagi. I öðru lagi er um fleira að tefla í þessu máli en hagsmuni sjávarút- vegsins sem auðvitað eru miklir. Það er í raun umhugsunarefni fyr- ir forystumenn fyrirtækja í öðrum atvinnugreinum og allan almenn- ing hverra erinda Sjálfstæðisflokk- urinn gengur í þessu máli. Sú langa leiksýning sem sjálfstæðis- menn hafa sett á svið um þetta mál getur ekki orðið til neins ann- ars en að spilla málstað íslendinga meðal samstarfsríkjanna í EFTA og Evrópubandalaginu. Þeir skyldu hugleiða það. Tvíhliðasamskipti við Evrópu- bandalagið og málefni sjávarút- vegsins sérstaklega hafa hins veg- ar alls ekki verið vanrækt. Mikið hefur verið unnið að því að skapa skilning meðal forystumanna í Evrópubandalaginu á sérstöðu ís- lendinga. Ég nefni að utanríkis- ráðherra hefur hitt að máli fiesta forystumenn Evrópubandalagsins á undanförnum mánuðum. For- sætisráðherra hefur verið óþreyt- andi við að kynna málstað íslend- inga erlendis og sjávarútvegsráð- herra hefur náð mjög góðu sam- bandi við starfsbræður sína í ýms- um Evrópubandalagsríkjum. Ég hef einnig sem viðskipta- og iðn- aðarráðherra átt gagnlegar við- ræður um sérmál íslands við ráða- menn Evrópubandalagsins og er þegar ákveðið framhald slikra við- ræðna í byrjun næsta árs. Þetta er leiðin til aö vinna þessu máli fram- gang. Sú leið sem ríkisstjórnin hefur orðið sammála um að fara í þessu máli á eftir að gagnast íslenskum hagsmunum vel í framtíðinni enda er mikið í húfi. Málatilbúnaður sjálfstæðismanna í stjórnarand- stöðu skiptir hins vegar í besta falli engu máli en er i versta falli skað- legur i þessu mikilvæga máli. Meðal annarra orða, hvernig skyldi það samningaumboð í Evr- ópumálinu líta út sem þau skrifa í félagi, Þorsteinn Pálsson og Krist- ín Einarsdóttir? Boomerang Allt ber þetta að sama brunni. Vantrausttillaga stjórnarandstöð- unnar var fálm í myrkri og mál- flutningur hennar í öfugmælastíl. Vantrauststillaga sjálfstæðis- manna minnti óneitanlega á kast- vopn frumbyggja Ástralíu — boomerang — í höndunum á kunnáttulausum kastara. Þegar vopnið hæfir ekki það sem því er að skotið snýr það viö og getur lemstrað þann sem skaut því. Sjálfstæðismenn hafa flutt til- lögu sem hitti engan nema þá sjálfa. Það hefur verið samþykkt traustsyfirlýsing á ríkisstjórnina en aftur á móti vantraust á Sjálf- stæðisflokkinn og allan hans málatilbúnað. Aldrei hefur nokkur forysta Sjálfstæðisflokksins átt vantraust fremur skilið en sú sem nú situr. Ég heiti á landsmenn að hafna hinum neikvæða málflutningi stjórnarandstöðunnar. Ríkisstjórn- in vinnur að mikilvægum fram- faramálum sem varða framtíð okkar allra. Hún verðskuldar stuðning til þeirra verka. vidskipta- og iöaaöarráöherra skrifar

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.