Alþýðublaðið - 05.12.1989, Síða 9

Alþýðublaðið - 05.12.1989, Síða 9
Þriðjudagur 5. des. 1989 9 Óskar Vistdal skrifar FYRRI HLUTI Straumar og stefnur í norskum samtímabókmenntum MENNING: Vert er að hafa í huga að einungis 5 prósent bókaútgáfunn- ar í Noregi á síðastliðnu ári voru fagurbókmenntalegs eðlis — eins og staðan hefur yfirleitt verið á Norðurlöndum und- anfarin ár. Listræn gæði síðustu bókmenntauppskeru í Noregi voru almennt talin lök, einkum í samanburði við metárin 1986 og 1987, sem í óvenju miklum mæli einkenndust af útgáfum verka vel þekktra rithöfunda á kostnað þeirra yngri, sem ósjaldan skrifuðu mikilvægari bækur. En þeir lentu í skugga hinna eldri sem þegar voru í sviðsljósinu af gömium vana, þó að þeir hefðu upp á lítið nýtt að bjóða. Þannig séð var árið 1988 öðruvísi: unga og endurnýjandi kynslóðin vakti meiri athygli en hún hafði gert undanfarin ár. Hér má nefna nöfn eins og 0ystein Lonn, Erland Kiesterud, Hanne Aga, Morten Harry Olsen og umfram allt Roy Jacobsen. Meiri háttar karlabók Því má samt ekki gleyma, að kynslóð miðaldra fólks heldur ennþá velli á bókamarkaðnum í Noregi. Rit hennar einkennast af einstaklingshyggju; 68-kynslóðin hefur látiö félagshyggjuna þoka fyrir áhuga á eigin bernsku, kyni og einkakreppum. Ófáir höfundar kusu reyndar að semja sjálfsævi- sögur í skjóli skáldsögutitilsins. Þetta á t.d. við um Maríu, Mariu eftir Önnu Karin Elstad, eina mestu fagurbókmenntalega met- ^ölubók í mörg ár, en af henni seld- ust rösklega 70.000 eintök. Sögu- hetjan María er virk fjölskyldu- og þjóðfélagskona á besta aldri sem allt í einu verður fyrir heilablóð- falli. Bókin fjallar um hvernig kon- an berst fyrir því að ná aftur heilsu, tungumáli og sambandi við umheiminn. Knut Faldbakken lýsti bókinni sem „miklum sigri fyrir Elstad". Sjálfur sendi Faldbakken frá sér meiriháttar karlabókina á árinui sem leið, söguna um „góða strák- inn“ sem verður vondur: Mikjáll er dæmigerður „mjúkur maður" á fertugsaldri sem verður tilfinn- ingalega svikinn af eiginkonu og börnum. Þar af leiðandi verður hann Bad Boy, sem er titill bókar- innar. Hún fjallar um tilfinninga- öngþveiti karlmannsins í nútíman- um, þegar skortur á skýrri kyn- ferðisímynd getur leitt af sér kyn- ferðislegan rugling og ofbeldis- verk. Ævisögur vinna á Astleysis, haturs og afbrýðisemi gætir mjög bæði í þessari og í mörgum öörum bókum síðastlið- ins árs. Besta dæmið er skáldsag- an Hvem har ditt ansikt? eftir Liv Keltzow. Hér er sagt frá því hvernig ástin getur breytt sjálfs- mynd og lífsviðhorfi manna, hvernig hún eflir menn eða lamar þá eða hvernig hún frelsar og fjötr- ar. Liv Koltzow er löngu þekkt sem einn hinn besti stílisti í norskum nútímabókmenntum. Stíllinn ein- kennist af nákvæmu, vitsmuna- legu og skynrænu máli í stórborg- arlýsingum á lífi ungs, róttæks menntafólks á 7. og 8. áratugnum. Síðasta bók hennar hlaut hin eftir- sóttu verðlaun Gyldendals-legats- ins árið 1988, og hún var lögð fram til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 1989. Helsta einkenni síðustu bóka- uppskeru er þó hið mikla flóð ævi- sagna, þeirrar bókmenntategund- ar sem rithöfundurinn Kjartan Flogstad segir að muni í sívaxandi mæli ráða bókaútgáfu fjölmiðla- aldarinnar, þar sem sjónvarpið og slúðurblöðin braska með forvitni fólks og beina athygli þess að einkalífi manna. Þetta er alþjóð- legt fyrirbæri sem hefur reyndar fyrir löngu rutt sér til rúms á Vest- urlöndum, og á vissulega eftir að treysta sig í sessi bæði í heimildar- verkum og í skáldverkum. Ævisagan er talin vera systir skáldsögunnar, og ýmsar nýjar norskar bækur bera glöggt vitni um hvernig mörkin á milli þessara tegunda eru að þurrkast út. Þess má einnig geta að forlögin stjórna þessari þróun vísvitandi með því að ráða þekkta rithöfunda til að skrá ævisögur frægs fólks. Með þessum hætti tryggja þau sér tvö- falda vissu fyrir metsölu. Spurn- ingin er bara hvort bókmenntun- um sem skapandi list sé hagur í því að láta úrvalshöfunda eyða tíma og ritsnilld í að semja heimildar- verk sem sérmenntaðir vísinda- menn gætu sinnt eins vel og skáld- in. A árinu 1988 skráðu þrír rithöf- undar ævisögur starfsbræðra und- anfarinnar kynslóðar. Þeir eiga m.a. það sameiginlegt að hafa ver- ið svarnir marxístar, sem stóðu í fremstu víglínu hinnar samvirku raunsæisstefnu í bókmenntum á 8. áratugnum. Á þeim tíma mundi æviskráning tvímælalaust hafa verið þeim fjarri skapi. Kjartan Fiogstad skrifaði um Claes Gill, Klaus Hagerup um móður sína Inger Hagerup og Esp- en Haavardsholm um Aksel Sandemose. Allar þessar bækur hlutu afbragðs góða móttöku, enda varpa þær skýru ljósi á úr- slitatímabil norskrar menntasögu á þessari öld. T.S.EIIiot Norðmanna Fyrir réttum 50 árum gaf algjör- lega óþekkt en þegar fullþroska skáld út lítið ljóðakver hjá Cappel- en-forlaginu í Osló með hinu skrýtnu nafni Fragmenter av et magisk liv (Brot af töfralífi). Skáldið var nokkurs konar huldu- maður frá einskismannslandi, Cla- es Gill hét hann. Eins og hann hafði ekkert norskt skáld ort áður, þó ef til vill að Hinriki Wergeland og Ólafi Bull undanskildum. Þessi Gill var dæmigerður vitrænn rit- höfundur sem sótti yrkisefni hvaðanæva úr heimi, sögu og; skáldskap, má með réttu kalla hann T.S. Elliot Norðmanna. Hann var fyrsti og kannski stærsti mód- ernisti í norskum kveðskap, og sum þekktustu Ijóð hans, m.a. Mozart-kvæðið „Dod i desember" (Dauði í desember) og hið stór- brotna hugmyndakvæði „Sten til et Taarn" (Steinn í turninn) eru há- tindar í norrænni ljóðlist. Á stríðsárum sendi Gill frá sér síðari ljóðabálk sinn Ord i Jærn (Orð í járni), en síðan lét hann skáldskapinn lönd og leið og fór að túlka list annarra í stað þess að skapa hana sjálfur. Hann hætti að skapa og byrjaði að „skapa sig“, eins og Kjartan Flogstad kemst að orði, þ.e.a.s. vera með tilgerð eða látalæti. Gill gerðist leikari, og enn fara sögur af miklum innlifunar- mætti hans, einkum og sér í lagi sem upplesara. Hann var alla ævi hulinn mikilli dulúð, sjálfur man ég eftir honum sem hvítskeggjuð- um öldungi eða menningar- patríarka með rödd eins og Louis Armstrong þegar hann las upp eigin ljóð eða kafla úr Jóbsbókinni í sjónvarpinu. En hvaðan kom þessi maður, hvar var Mímisbrunnur hans og hvers vegna þornaði hann upp eft- ir aðeins tvær Ijóðabækur? Þess- um spurningum svarar Kjartan Flagstad með því að rekja sögu Claes Gill frá fæðingu árið 1910 fram til þess að hann kvaddi sér hljóðs 30 árum seinna. Kuldaleg greiningarsaga Claes Gill var óskilgetið öreiga- barn frá Harðangri á Vesturlandi sem ungur að aldri stakk af og gerðist sjómaður í leit að nýjum uppruna, segir Kjartan Flogstad; hann vildi endurskapa tilveru sína og breyta henni í dulrænt skáld- skaparlíf. Lesandanum gefst kost- ur á að fylgjast með Gill sem hval- veiðimanni i Suðurhöfum, sem fjárhættuspilara og flækingi í Montevideo, sem lyftuverði í Hót- el Sutton í New York og sem úti- gangsmanni og slarkara í Osló á 4. áratugnum. í þetta flækingslíf sótti Gill margs konar efnivið í skáldturn sinn. Kjartan Flegstad skrifar að Gill hafi endurfæðst í Montevideo, að mati Flegstads „vöggu módern- ismans", orti sig smámsaman heimleiðis og kom fyrsta ljóða- safni sínu á framfæri ekki síst með aðstoð Danans Toms Kristensen, sem leit á Claes Gill sem „snilldar- legum endurnýjanda Ijóðlistarinn- ar“. Þar með var markmiði hans náð, segir Flogstad, ijóðin breyttu lífi hans og gerðu hann allt í einu að þekktum og samþykktum borg- ara. Flækingurinn gerðist háttvís kjólklæddur heimsmaður. The rest was silence ... Bókin um Claes Gill er dæmi- gerð fyrir Kjartan Flogstad með því að vera kuldaleg greiningar- saga. Þeim mun hlýrri er lýsing Klaus Hagerup á móður sinni Ing- er. Bókin hefur fengið vel valinn titil: AUt er svona nálægt mér, sem reyndar er Ijóðlina eftir Inger Hagerup. Hér er um mjög pers- ónulega bók að ræða, óskreytta og vorkunnsama mannlýsingu þrungna návist, hlýindum og gamansemi. Ein fremsta skáldkonan Inger Hagerup var fyrst og fremst Ijóðskáld, og sem slíkt með- al fremstu skáldkvenna Noregs á þessari öld. Hún hefur verið köll- uð norsk Emily Dickinson, sem hún reyndar þýddi. í bók sonarins má lesa að helsta einkenni skálds- ins Inger Hagerup er hæfileiki og kjarkur að breyta umsvifalaust eigin lífsreynslu í ljóðlist. Besta dæmið um það er kvæðið „Aust- urvogey", jiekktast allra stríðs- kvæða í norskum bókmennum. Inger óx ásmegin þegar hún frétti af sprengjuárásum Þjóðverja í Ló- fót árið 1941 og orti kvæðið í mikl- um flýti. Sólveig Brynja Grétars- dóttir hefur þýtt „Austurvogey" á íslensku: Þeir bœi okkar brenndu í blóöi margur lá. Nú hjörtu harmi sollin af heift því skulu slá. Ná hjörtu harmi sollin hefji rammaslag: Þeir bœi okkar brutu og brenndu ná í dag. Þeir bœi okkar brenndu í blódi margur lá. Fyrir hvern einn fallinn ná fylking efla má. Ef steig í fylking stöndum sem studlaberg vid foss ó, félagar þid föllnu, þeir fá ei kágaö oss. Inger Hagerup var virk eins og íslenskt eldfjall bæði sem skáld og róttækur þjóðfélagsborgari. Auk þess var hún afskaplega aðlað- andi, og ekki síst skáldsystkin samtíðarinnar leituðu oft til henn- ar, einkum og sér í lagi Aksel Sandemose. Mig langar að vitna í líkræðu hennar um Sandemose frá árinu 1965, þar sem hún er einnig góð sjálfslýsing. Inger held- ur því fram að Sandemose hefði verið „með eitur eða dropa af ei- lífðinni í blóði sem rak hann í átt að skilningi og viðurkenningu. í meira mæli en hjá flestum menn- ingarjöfrum voru líf og list sam- fiota hjá honum, reyndar svo sam- gróin að hann leiðrétti ofsalíf sitt með jafn ofsalegum skáldskap. Og niðurstaðan voru óhjákvæmiíegar kjarnorkusprengingar í hugan- um.“ (Höfundur er norskur sendikennari við Háskóla Islands).

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.