Alþýðublaðið - 05.12.1989, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 05.12.1989, Blaðsíða 10
10 Þriðjudagur 5. des. 1989 BÓKAFRÉTTIR Veistu hvað fullorðna fólkið ger- ir á kvöldin? er ný bók sem Mál og menning hefur sent frá sér. Bókin er litmyndabók, þýdd úr norsku og segir frá hvað fullorðna fólkið þarf að snúast í mörgu eftir að börnin geta farið að hvíla sig. Börnum gengur oft illa að skilja hvað full- orðna fólkið hefur lítinn tíma fyrir þau, jafnvel á kvöldin eftir vinnu. Hér eru ýmsir hlutir útskýrði’r svo sem peningamál, heimilisstörf, vaktavinna og þörf fólks fyrir að sinna vinum og áhugamálum. Þrátt fyrir alvarlegt umfjöllunarefni er tónn bókarinnar gamansamur og sama má segja um myndir. Út er komin hjá Máli og menningu Ijóðasafnið Glímuskjálfti (ljóð 1958—1988) eftir Dag Sigurdar- sort. Bókin hefur að geyma allar fyrri bækur þessa baldna hrekkja- lóms íslenskrar nútímaljóðlistar og spannar hún því skáidferil hans frá árinu 1958. Út er komin hjá Máli og menningu skáldsagan Fyrirheitna landið eft- ir Einar Kárason. Þessi saga er sjálf- stætt framhald bókanna Þar sem djöflaeyjan rís og Gulleyjan. Hún gerist nokkru síðar en þær, sögu- sviðið er ekki lengur Thulekampur- inn heldur segir hér frá för til fyrir- heitna landsins, Ameríku. Sögu- maður er Mundi, sonur Dollíar, og með honum í för er bróðir hans, bill- jardséníið Bóbó og skáldið og sér- vitringurinn Manni, sonur Fíu og Tóta. Þeir halda á slóðir frumherja rokksins, endurlifa gömlu sögurnar, goðsagnirnar, fjörið og lætin. Þeir hitta um síðir gömlu hetjuna, Badda, sem býr í hjólhýsi með móð- ur sinni Gógó. Þetta er saga um hetjumyndir, sársauka, draumóra og uppgjör. Mál og menning hefur sent frá sér tékknesku myndabókina Lata stelpan eftir Emil Ludvik og Zedn- ek Miler. Bókin kemur út í nýjum flokki sigildra myndabóka í endur- útgáfu, Segðu mér söguna aftur. Þýðing Hallfredar Arnar Eiríksson- ar á sögunni kom út 1960 og hlaut miklar vinsældir. Bókin hefur um langt skeið verið ófáanleg, og er nú prentuð óbreytt. KRiSllN STEiNSOÓmR Vaka-Helgafell hefur gefið út bók- ina Stjörnur og strákapör eftir Kristínu Steinsdóttur. Hún er sjálf- stætt framhald bókanna Fransk- brauð með sultu og Fallin spýta, en fyrir þá fyrrnefndu fékk Kristín Steinsdóttir íslensku barnabóka- verðlaunin 1987. í Stjörnum og strákapörum fylgjumst við með ævintýrum Lillu og Kötu og vina þeirra í Reykjavík. Sagan iðar af lífi og gleði en undir yfirborðinu býr þó alvara lífsins. Afi Lillu er kominn til Reykjavíkur til að leita sér lækninga og áhyggjurnar láta á sér kræla. En Lilla leitar eigin leiða til að hjálpa afa sínum. Út er komin hjá bókaútgáfu Máls og menningar bókin Engill, pípuhatt- ur og jarðarber eftir Sjón. Þetta er skáldsaga, og virðist í fyrstu fjalla um ást tveggja íslenskra ungmenna, í sólríku evrópsku þorpi. Lýst er lífi þeirra, heimsóknum í þorpið og ferð niður að strönd. En bak við hversdagsleikann leynist frá upp- hafi einhver uggur, sem tekur á sig áþreifanlega mynd þegar líður á bókina, hinn elskulegi heimur reyn- ist eiga sér ranghverfu. í lokin mæt- ast þessir tveir heimar með óvænt- um afleiðingum. Óvænt heimsókn nefnist ný frum- samin barnabók sem Barnabókaút- gáfan gefur út. Höfundur texta er Arni Arnason en Anna Cynthia Leplar höfundur mynda. Sagan greinir frá því hvernig hall- arbúar í Skuggabjörgum hrökkva upp við það að Hugi kóngssonur hefur horfið á dularfullan hátt. Frá örófi alda hafa þeir búið um sig inn- an múra hallarinnar í þeim tilgangi að verjast hugsanlegum óvinum. Sagan fjallar um leitina að Huga og hvað gerist þegar brotist er úr ein- angruninni, en umfram allt er þetta saga Huga og hvernig gerðir hans verða til þess að koma ráðamönn- um ríkisins í samband við annað fólk. Myrkvun heitir alveg ný spennu- saga eftir danska rithöfundinn And- ers Bodelsen. Hún gerist á stríðsár- unum í Danmörku. Tveir rannsókn- arlögreglumenn fá áhuga á morði Otto Baumanns, forstjóra kvik- myndavers. Þeir lenda í margs kon- ar hættum við eftirgrennslan sína, og koma þar bæði andspyrnuhreyf- ingarmenn og nasistar við sögu. Ingunn Ásdísardóttir þýddi bókina. Útgefandi er Uglan. * Krossgátan □ 1 2 s— r 4' [5 ' " . ;' . í •j 6 □ 7 r~ 9 10 □ 11 □ 12 13 □ Lárétt: 1 vanvirða, 5 djörf, 6 ílát, 7 lengdarmál, 8 karlmannsnafn, 10 eins, 11 svelgur, 12 tryllir, 13 tóman. Lóðrétt: 1 ís, 2 ófá, 3 málmur, 4 viðkvæmrar, 5 ref, 7 geiturnar, 9 hlífa, 12 pípa. Lausn á síðustu krossgátu Lárétt: 1 slóra, 5 skip, 6 urt, 7 eð, 8nistin, 10 dð, 11 æra, 12 ólin, 13 aflar. Lóðrétt: 1 skrið, 2 lits, 3 óp, 4 auðnan, 5 sundla, 7 eirir, 9 tæla, 12 ól. RAÐAUGLÝSINGAR Alþýðuflokkurinn hlustar Stefnuskrármál Málstofa um stefnuskrármál, miðvikudaginn 6. des. kl. 20.30 í Alþýðuhúsinu, Strandgötu 32, Hafnar- firði. Á þessum fundi verður rætt um stefnuskrármál. 1. Hver er staða Alþýðu- flokksins í litrófi ís- lenzkra stjórnmála? 2. Hvernig ber að setja fram í stefnuskrá hug- myndafræði jafnaðar- stefnunnar? 3. Hvernig verður hug- myndafræði komið í framkvæmd? Hópstjóri: Gísli Ágúst Gunnlaugsson. Kvenfélag Alþýðuflokksins í Hafnarfirði Heldur jóla- og afmælisfund í veitingahúsinu A. Hansen þriðjudaginn 5. desember nk. kl. 19.00. Matur, tískusýning, söngur, uppléstur (jólasaga), happdrætti o.fl. Miðaverð kr. 850,- Vinsamlegast tilkynnið þátttöku fyrir 1. desember hjá Elínborgu Magnúsdóttur í síma 50698 Ingibjörgu Daníelsdóttur í síma 50704 Dagbjörtu Sigurjónsdóttur í síma 50435 Skemmtinefndin F.U.J. Reykjavík Opinn stjórnarfundur í félagsheimili jafnaðarmanna Hverfisgötu 8—10, þriðjudaginn 5. desember kl. 20.30. Fundarefni: Starfið framundan. Mætum öll. Alþýðuflokkskonur Desemberfundurinn verður haldinn í Félagsmið- stöð jafnaðarmanna að Hverfisgötu 8—10, laugar- daginn 9. des. kl. 12.00—14.00 Rannveig Guðmundsdóttir segir frá dvöl sinni á þingi Sameinuðu þjóðanna. Mætum allar. Stjórn S.A. Alþýðuflokksfélag Garðabæjar og Bessastaðahrepps Jólafundurinn verður föstudaginn 8. des. og hefst kl. 20.30. Góðir gestir mæta. Mætum öll. Alþýðuflokkurinn Stjórnin Stjórnin

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.