Tíminn - 07.05.1968, Blaðsíða 5

Tíminn - 07.05.1968, Blaðsíða 5
MUÐJUDAGUR 7. maí 1968. TÍMIN N 5 Allir verða að gera sitt bezta Hans Meyvantsson, Borggr- nesi, skrifar: ,,Landfari góður. Brátt líður að því að breytt verður úr vinstri yfir í hægri akstur, og hugsa margir með kvíða til þess dag, ekki að ástæðulausu. Úr því sem komið er verða aillir að gera sitt bezta tíl að sem fæst óhöpp verði, og verður það því aðeins gert að hver og einn virði rétt ann arra í umferðinni. Einn er sá hópur ökumanna, sem sérstak lega þarf að sýna tillitssemi, og á ég þar við þá sem fatlaðir eru. Eins og allir heilvita menn hljóta að sjá, er maður eða TRÚLOFUNARHRINGAR — afgreiddir samdægurs. Sendum um allt land. HALLDÖR Skólavörðustíg 2 kona, sem er fötluð eða gengur á eimhvern hátt ekki heil til skógar, ekki eins viðibragðsfljót og alheilbrigður maður. En hvernig á að sýna þessu fólki sérsta'ka tillitssemi. Það er ekki hægt, nema biifreiðir þess séu auðkenndar. En nú virðist sú hugsunar- villa hafa gripið forráðamenn þeirra fötluðu, að með því sé verið að draga þá í sérstakan dilk, sem orðið hafa fyrir þeirri ógæfu að fatlast, eða missa starfsgetu sína að fullu eða ein-hverju leyti, og því megi ekki auðkenna bifreiðir þeirra á nokkurn hátt. Á fölskum forsendum Hver er sá, sem ekki vildi halda hei'lsu sinni, og þurfa ekki að leita á náðir þess opin bera með eftirgjöf á innflutn- ingsgjöldum á bifreið, til þess að geta stundað vinnu eða hjálp að til í lífsbaráttunni. Því er það hart að til skuli vera fólk, sem er alheilbrigt, en virðist þó sóma síns vegna geta látið sjá sig keyra um og leika sér á þeim bílum, sem aðeins eru ætilaðir öryiikjum. Þetta fólk hefur fengið þá á fölskum for- sendum, af 'því að einhiver þeim skyldur er öryrki, og hafði sam- kvæmt lögum rétt á eftirgjöf. Ef öryrkjabifreið væri auð- kennd, trúi ég ekiki að heilbrigt fólk gæti kinnroðalaust látið sjá sig a'ka um sem öryrkja. Því er það hrein hugsanavilla hjá þeim, sem vilja halda því fram að ekki megi auðkenna öryrkja bifreiðir, vegna þess að með því sé verið að auglýsa þá, sem orðið hafa fyrir skakkaföll- um á heilsu og verið sé að vekja hjá þeim minnimáttar- kennd. Þeir sem þannig hugsa eru andlega lamaðir og skora ég því á Öryrkjabandalagið, að beita sér fyrir því að allar bif- reiðir, sem veitt er undanþága af innflutningsgjöldum, vegna örorku, verði auðkenndar. Hver er ástæðan? Oft heyrir maður í fróttum útvarps og blaða, að keyrt hafi verið á kyrrstæðan bíil, og hann stórskemmdur, en sá sem tjón inu olli hafi síðan forðað sér sem fyrst í burt. En hver er ástæðan tiil að menn reyna svo oft að skjóta sér undan ábyrgð inni? Manni dettur margt í hug. Hver er aðalorsökin? Er það, að þeir séu að hugsa um svo- kallaðan bónus eða eitthvað annað. Undamfarið hafa verið stofn aðir klúbbarnir Öruggur akst- ur, og tilgangurinn með stofn un þessara kiúbba er sá, að bæta umferðamenninguna, og er það góðra gjalda vert. Þarf ekki að draga dul á það að mikið hefur áunnizt með stofn un þessara klúbba, fundir hafa verið haldnir, og þar flutt mörg fróðleg erindi, sem leitt gætu til bættrar umferðarmenningar landsmanna. Viðurkenningar En svo hafa á fundum þess- um verið veittar viðurkenning ar fyrir öruggan akstur.- Fimm- tíu-, fimmtán- og tuttugu ára öruggur akstur. Gildir þar einu um hv-ort viðtakandi hefur nokkru sinni stjórnað bifreið eða þótt hann hafiverið marg- dæmdur fyrir brot á áfengis löggjöfinni. Jafnvel skiptir ekki máli þó hjólin hafi snúið upp í loft fyrir utan akhrautina, vegna þess að stjórnandinn sá ekki veginn vegna ölvunar. Allt í lagi með það, á meðan ekki berast tjónaskýrslur til trygg- ingarfélasins. En atvinnubifreiðastjórar, sem daglega keyra fleiri hundr uð kílómetra árið um kring og aldrei hafi valdið tjóni, þó þeir séu ef til vill búnir að aka í tuttugu eða þrjátíu ár, fá enga viðurkenningu fyrir öruggan akstur, vegna þess að þeir aka ekki alltaf sama bílnum, held- ur keyra oft aðra bíla, sem gefn ar hafa verið tjónaskýrslur á af því að aðrir menn hafa lent í óhöppum á þeim. Það eru sem sé bílarnir sem viðurkenning- una fá fyrir öruggan akstur, en ekki mennirnir." Hér er vísan ,,Fyrir nokkru birtist hér í þætti Landfara fyrirspurn frá Erlendi Guðmundssyni á Galta stöðuim um vísu, sem Sigurður Jónsson frá Haukagili hafði haft yfir í visnaþætti sínum í útvarpinu. Sigurður hefur beðið Land- fara að boma vísunni til Er- lendar með beztu kveðju, en vísan er svopa: Á hverfulleikans hálum stig heimur sveik að vonum. Einn á bleikum eltir mig ekki skeikar honum. Höfundur vísunnar er Þor- steinn Guðmundsson á Skálpa- stöðum í Lundarreykj adal“. AUSTI GIPSY LANDBÚNAÐAR- OG ÓBYGGÐABIFREIÐ í SÉRFLOKKI AUSTIN GIPSY ER VIÐURKENNDUR FYRIR GÓÐA AKSTURSHÆFILEIKA OG ÖRYGGI. AUSTIN GIPSY dieselvélar hljóta einróma lof fyrir góða endingu og milcinn kraft. Meðal margra fylgihluta er: • Rafknúin framrúðu- sprauta. • 700x16 hjólbarðar. • Kraftmikil miðstöð. • Dynamór — 30 amper • Tvö sólskyggni. • Stýrishöggdeyfir • Öryggisgler í fram- rúðum. • Hlíf á varahjóli. • Hlíf undir millikassa. • Öflugur dráttarkrókur með dieselvél — kr. 226.000,00. — Fáeinir vagnar til afgreiðslu nú þegar. Vinsamlegast staðfestið pantanir. GARÐAR GÍSLASON HF. BIFREIÐAVERZLUN. SÍMI 11506 Á VÍÐAVANGI Ríkisbáknið og litli flokkurinn Guðmundur H. Garðarsson hélt ræðu hjá Heimdalli fyrir j| nokkru og var álit hans á stjórnarsamstarfinu og Alþýðu flokknum þá meðal annars þetta, samkvæmt frásögn Morg unblaðsins: „Guðmundur H. Garðarsson lagði á það ríka áherzlu, að jafnvel þó stórkostleg kreppa Ieða erfiðleikar steðjuðu að í atvinnulífi þjóðar, þá riði á að stjórnarflokkur hefði þá stað- festu til að bera, að ekki yrði gengið í berhögg við skoðanir þess fólks,, sem flokkinn mynd- uðu. Þá bæri þess að gæta í svipuðum tilvikum, sem ekki væru fyrirsjáanleg við upphaf stjómarsamstarfs, hvort mál- efnasamningur stjórnmála- flokka þyrfíi ekki endurskoð- unar við, sérstaklega með það í huga að tryggja örugga af- komu atvinnuvega þjóðarinnar. Varðandi samstarf Alþýðu- flokksins og Sjálfstæðisflokks- ins lagði Guðmundur á það ríka áherzlu,, að stjórnarsam- starfið hefði verið jákvætt allt til ársins 1967. Benti hann jafn framt á þá staðreynd, að Al- þýðuflokkurinn væri nú að verða embættis- og ríkisstarfs- mannaflokkur, sem ætti hvwf- andi lítil ítök meðal launþega og atvinnurckenda, og væri þvi lífsspursmál fyrir flokkinn, að þenjd út rikisháknið með það fyrir aiiguirí að koma fleirum sinna manna á ríkisjötuna. Flokkur, sem ekki ætti fylgi nema innan ríkisbáknsins væri ekki líklegur til stórræða í at- vinnumálum þjóðarinnar“. Morgunblaðið birti þessa frá sögn athugasemdalaust, svo ætla má að þessi skoðun á Al- þýðuflokknum sé all víðtæk í Sjálfstæðisflokknum. Hitt er enn gáta, sem Guðmundur H. Garðarsson á eftir að leysa út fyrir okkur, hvcrs vegna stjórn arsamstarfið hafi hætt að verða „jákvætt" á árinu 1967, fyrst það hafi verið það áður eða !meðan ríkisbáknið með krata- jötunum þandist sem mest út! „Teríumálaráð- herrann" í Magna á Akranesi segir m.a. svo: „Vafasamt er að atvinnu- rekstur íslendinga hafi átt við ! verri kjör að búa en undir við reisn, eftir að draga tók úr ; mestu árgæzkunni. Snemma í apríl kom Gylfi viðskiptamála ráðherra í sjónvarpið og hæld: sér af innflutningi tertubotna, sem hann taldi mjög snjalla ráðstöfun á gjaldeyri þjóðarinn ar. Eftir þennan sjónvarpsþátt Gylfa setti kunnur útgerðar- maður á Suðumesjum fram þessa stöku: Glaður, reifur, verk sín vann, vísu lögin semur hann, tungumjúkur tölur kann, tertumálaráðherrann. f eldhúsdagsumræðunum nokkru síðar hélt Gylfi áfram Ihróparæðum sínum um tertu- botna. Hann kafnar því ekki undir nafninu“. Sjávaraflinn síðustu 10 árin. Samkvæmt hagskýrslum hef Framhald á bls. 14.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.