Tíminn - 07.05.1968, Blaðsíða 9

Tíminn - 07.05.1968, Blaðsíða 9
f>RIÐJUDAGUR 7. maí 1968. 9 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framikvæ-rada'Stjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjómar: Tómas Karlsson. Aug- lýsingastjóri: Steingrímur Gíslason Ritstj.skrifstofur f Eddu- húsinu, símar 18300—18305. Skrifstofur: Bankastræti 7. Af- greiðslusimi: 12323. Auglýsingasími: 19523. Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 120.00 á mán innanlands — í lausasölu kr. 7.00 eint. — Prentsmiðjna EDDA h. f. Skömmtun Ingólfs Síðastl. laugardag birtist hér í blaðinu stórathyglis- verð grein eftir Gunnar Guðbjartsson um tekjuskipt- inguna í þjóðfélaginu 1966. Gunnar byggir grein sína á nýbirtum skýrslum Hagstofunnar um þetta efni. Samkvæmt þessum skýrslum námu meðaltekjur allra starfsstétta kr. 289 þús. kr. á hvern kvæntan mann á aldrinum 25—66 ára á árinu 1966. Samkvæmt sömu skýrslum námu meðaltekjur kvæntra bænda á þessum aldri ekki nema 193 þús. kr. Þá var þó búið að fella úr þá bændur, sem hafa óeðlilega lítil bú eða um helming allra bænda í landinu. Aðeins einn hópur manna var með lægri tekjur en bændur, þ.e. lífeyrisþegar og eignafólk, eða m.ö.o. þeir, sem ekki gátu unnið. Þær starfsstéttir, sem tekjur bænda eiga að miðast við lögum samkvæmt, þ.e. verkamenn, sjómenn og iðnaaðrmenn, voru með 235 þús. kr. lægst, en upp í 317 þús. kr. hæst. í grein Gunnars segir síðan: „Tekjur bænda árið 1966 réðust að miklu af verð- ákvörðun haustið 1965. En þá var búvöruverð ákveðið með bráðabirgðalögum, sem ríkisstjórnin setti 11. sept. það ár. í þeim lögum var ákveðið að kaupliður bænda í verðlagsgrundvellinum skyldi hækka um ca. 14,4%, en meðalhækkun árstekna verkamanna það ár var samkv. skýrslu Efnahagsstofnunarinnar frá 30. okt. 1967 21,6% og tekjuaokning verkamanna, iðnaðar- manna og sjómanna 23,4%. í þessum bráðabirgðalög- um var því stórlega hallað á bændur hvað kaupviðmið- un snerti og hefur sá halli ekki fengizt leiðréttur ennþá." Það var m.ö.o. Ingólfur Jónsson, sem skammtaði bændum tekjur þeirra árið 1966 með setningu bráða- birgðalaganna frá 11. sept. 1965. Sú skömmtun hefur reynzt bændum eins og framangreindar skýrslur Hag- stofunnar sýna. Vafalaust heldur Mbl. samt áfram að kalla Ingólf bezta landbúnaðarráðherrann! Skuldir bænda Við ákvörðun verðlags landbúnaðarafurða haustin 1966 og 1967, hefur ekki fengizt leiðréttur sá halh, sem kom inn í verðgrundvöllinn með bráðabirgðalögunum frá 1965. Gunnar segir um þetta í áðurnefndri grein: „Nú er svo komið, að stór hluti bændastéttarinnar getur ekki staðið í skilum við verzlunarfyrirtæki sín vegna mikillar lausaskuldasöfnunar, sem er afleiðing tekjurýrðar síðustu tveggja ára, og eiga nú ekki kost á því að fá áburð keyptan í vor. Á sama hátt er verulegur hluti bændastéttarinn- ar í vanskilum við Stofnlánadeild landbúnaðarins frá s.l. hausti. Slík vanskil eru bændum ekki að skapi og hafa aldrei hent þá fyrr, svo teljandi sé. Þetta er því mjög siðferðilega lamandi. Ýmsir bændur hafa orðið að fá ábyrgðir sveitstjórna til að fá nauðsynjar til bús og heimilis í vetur". Á lýloknu Alþingi fluttu Framsóknarmenn frum- vörp um, að lausaskuldum bænda yrði breytt í föst. lán og að stofnaður yrði sérstakur framleiðslusjóður, er veitti bændum lán og framlög vegna yfirstandandi vandræða. Bæði þessi mál voru svæfð. Enn bólar ekki á neinum raunhæfum aðgerðum Ingólfs og félaga hans vegna vaxandi erfiðleika bændastéttarinnar. __TIMINN_____________________ r-....—1 ■■■ I Sígurvin Einarsson aiþm. V egalagabr ey tingin Á nýafstöðnu Alþingi var breyting gerð á vegalögunum frá 1963. Breytingin er í þvi fólgin að tekiur vegasjóðs eru auknar með skattahækkunum. Benzínskattur, þungaskattur á dieselbifreiðum og gúmmígjald er hækkað mjög. Áætlað er að þessar skattahækkanir nemi um 109 millj. kr. á yfirstandandi ári, en meira síðai', þegar lög- in gilda allt árið. Að sjálf- sögðu hækkar reksturskostnað- ur bifreiða vegna þessara skattahækkana, en af því leið- ir svo hækkun flutningsgjalda og fargjalda með bifreiðum. Nú mun margur ætla að vega framkvæmdir aukist mjög< þeg ar á þessu ári, þar sem tekjur vegasjóðs eiga að vaxa um 109 millj. kr. En ef menn gefa því gætur, hvernig verja á þessum 109 milljónum munu þeir siá að ekki verður um stórfellda aukningu að ræða í vegafram kvæmdum á þessu ári. Samkv. lagabreytingunni á að verja tekjuaukningunni þannig: 111 greiðslu skulda frá fyrra ári 23.0 millj. kr. Til undirbúnings hraðbrautum 21.0 millj. kr. Til brúa og við- halds vega vegna verðliækkana af völdum gengis- lækkunar 27.3 millj. kr. Til vega í kaup- stöðum og kauptúnum 9.4 millj. kr. Til vegabóta á hættulegum stöðum 4.0 millj. kr. krkr. 84.7 millj. Tf. Til nýrra vega: Sislufi.vegur (Strákar) 16,8 m. kr. Ólafsfj,- vegur 1.0 m. kr. Suðurfj.- vegur (Austf.) 6.5 m. kr.=24.3 m kr Samtals kr. 109.0 m kr Eins og siá má af þessu verð ur aðeins varið rúmum 24 millj. kr. til nýrra vega utan kaupstaða og kauptúna, auk undirbúnings hraðbrauta, á yfirstandandi ári af þeim 109 millj. kr. sem tekjur vega- ijóðs eiga að hækka 1968. Og bessar 24 milljónir eiga ein- Sigurvin Einarsson göngu að fara í þrjá vega- kafla. Vegakerfið í lieild mun því ekki breyta mikið um svip á þessu ári, þrátt fyrir skattahækkanirnar. Flestir munu sammála um það, að viðhald þjóðveganna sé í óviðunandi ástandi. Á síð astl. ári fór viðlialdskostnaður um 21 millj. kr. fram úr áætl un og reyndist um 160 millj. kr. Á yfirstandandi ári verður viðhaldsféð um 162,5 millj. kr. eða svipuð upphæð og notuð var í fyrra. En verðhækkanir vegna gengislækkunar draga verulega úr notagildi þessa fjár í ár og verður því raun- verulega um minna viðhaldsfé að ræða 1968, en notað var 1967. Þarf því enginn að bú- ast vjð að vegirnir batni að nokkru ráði á þessu sumri. Það raun bví valdo nolckrum von- brigðum, að þrátt fyrir hækk- un umferðarskatta, sem nem- ur um 109 millj. kr. í ár, er ekki að vænta verulegrar aukn ingar í nýbyggingu vega, né betra viðhalds þióðvega. Tekin hafa verið allmikil lán á undanförnum árum til lagn- ingar nokkurra fjárfrekra vegakafla. Ber þar hæst Reykjanesbraut, sem kostað hefir allt að 300 millj. kr. Hér hefir verið um mikil nauð- synjaverk að ræða, sem ekki hefðu orðið unnin nema með því að fá til þeirra lánsfé. En lán eru lán og árlega kemur að skuldadögum með greiðslu afborgana og vaxta. Fjárveiting úr vegasjóði tii nýbyggingar vega verður að óbreyttum lög- um, að standa undir þessum greiðslum, auk þess sem hún er ætluð til nýrra vega, sem ekki eru lagðir fyrir lánsfé- Nú er svo komið að vextir og af borganir af vegalánum er orð in mun hærri upphæð en öll fjárveitingin úr vegasjóði til nýrra vega. Þá vandast málið enda er nú farið að talca lán til að greiða með lán. Þannig er fjárhagsgrundvöllur vega- mála kominn í sjálfheldu. j| Gert er ráð fyrir að tekjur w vegasjóðs á næsta ári aukist. M vegna hinna nýiu skattahækk- a ana um 180 millj. kr. frá því (S sem þær voru fyrir vegalaga- breytinguna. Það kom fram í umræðunum á Alþingi að ríkis stjórnin hugsar sér að verja til hraðbrauta 110—120 millj. kr. af þessum 180 milljónum. Verði það gert, eru 60—70 millj. kr. eftir af tekjuaukning unni, sem þá yrði ráðstafað til sunarra þarfa í vegamálum. Dlargur mundi álíta að ekki vaitti af aff bæta þeirri upp- hæð við núverandi viðhaldsfé þjóðveganna ef koma ætti veg unum í viðunandi horf. En hvað yrði þá til uppbyggingar nýrra vega utan hraðbrauta, þegar mikið vantar á að nú- verandi nýbyggingarfé dugi til að greiða vexti og afborganir af vegaskuldum, eins og þær eru nú, auk heldur ef þær fara vaxandi. En aUt þetta fær næsta þing að fást við, þegar samin verður ný vegaáætlnn til 4 ára. Vandinn í vegamálum er mikill framundan. Allt kallar að: aukning vegaviðhalds, hrað brautaframkvæmdir og upp- bygging vegakerfis utan hrað brauta. Þessi vandamál voru ekki leyst með nýgerðri vega lagabreytingu. Hún var að- eins bráðabirgðaúrræði. Ef sí- vaxandi bílamergð og vaxandi vöruflutningar á landi eiga ekki að eyða jafnharðan end- urbótum vegakerfisins, verður að afla vegasjóði meiri og traustari tekjustofna en enn er orðið. ÞRIÐJUDAGSGREININ TVEBR UNGIR LISTAMENN SÝNA Á MOKKAKAFFI SJ-Reykjavik. í sL viku hófst á Mökka við Skóla vörðustíg, sýning á teikningum eftir tvo unga myndlistarmenn, Hauk Dór Sturiuson og Jens Krist- leifsson. Þeir hafa báðir stundað nám við Listahóskólann í Kaup- mannahöfn, en áður lærði Jens í Handiða- og myndlistarskólan- um, en Haukur i Myndlistarskól- anum og síðar i Skotlandi. Jens hefur áður tekið þátt í tveim samsýningum, en Haukur hefur áður sýnt teikningar á Mokka og einnig haldið sýningu á leirmun- um og teikningum í Ásmundar- sal. Verk þeirra Hauks og Jens verða á sýningum ungra mynd- listarmanna erlendis á næstunni. Fjórar myndir eftir Jens voru valdar til þess að senda á Bienna linn í Finnlandi að hausti og Haukur mun eiga myndir á sýn- ingu ungra myndlistarmanna i Ála borg í sumar, ásamt þeim Rósku og Einari Hákonarsyni. Haukur sýnir á Mokka 13 blý ants- og kolateikningar, en Jens 10 penna og blýantsteikningar. í viðtali við blaðamenn í dag kváð- ust listamennirnir hafa reynt að velja teikningarnar þannig að þær mynduðu sem samræmdasta heild. Að öðru leyti vörðust þeir frétta um sjálfa sig og myndirn ar, sögðu þær skýra sig sjálfar Sýning þessi verður næstu tvær til þrjár vikur á Mokkakaffi. — Teikningarnar eru til sölu og kosta hver um sig 3.400 kr. nema þrjár sem eru nokkru dýrari.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.