Tíminn - 10.05.1968, Page 5
FOSTU&AGUR 10. maí 1968.
TIMINN
Innan sbamms á að fara að
kvikmynda tvö af verkurn
brezka ritböfundariins D. H.
Lawrence. Verður það gert í
sumar og standa tvö kvik-
myndafélög að gerð kvikmynd
anna, sem verða gerðar eftir
sfcáldsögunum The Virgin and
The Gipsy og Women in Love.
Það hefur þegar verið gerð
kvikmynd eftir einni skáldsögu
hans, The Fox og verður hún
frumsýnd innan skamms. Verk
D. H. Lawrence eru mjög vin-
sæl í Bretlandi um þessar
: mundir í Bretlandi og eþu vin-
sældirnar taldar eiga mikið rót
sína að rekja til þess að hið
fræga brezka forlag Penguin
gaf út bókina Lady Ohatterly’s
Lover í fyrsta sinn og útgáfa
bókarinnar olli málaferlum og
miklum skriífum.
Kvikmyndin Dr. Glas, sem
Mai Zetterling stjórnar og að
mestu hefur verið tekin í Dan
mörku, verður eina kvikmynd-
in fhá Niorðurlöndunum, sem
sýnd verð-ur á kvikmyndahátíð
inni í Cannes nú í vor. Aðal-
leikendurnir í kvikmyndinni
eru þau Per Oscarson, sem var
frægur fyrir leik sinn í Sultur,
og Lone Hertz, ein efnilegasta
unga leikkona Dana.
Brezka leikkonan Julie
Andrews mun korna fram í
sjónvarpsþáttum í Bandaríkj-
unurn á næsta ári. Fær hún um
fimmtíu milljónir króna fyrir
þátttöku sína í þessum þátt-
um og verða .þessir þættir dýr-
ustu sjónvarpsþættir, sem gerð
ir hafa verið í Bandarikjunum.
Konan til hægri hér á mynd-
inni er tuttugu og níu ára
gömul og er yngsta ammá á
ítalíu. Á myndinni með henni
Svo sem kunnugt er, eru
Bretar að breyta myntkerfi
sínu, þannig að í einu pundi
verði hundrað pennies. Eru
þessi nýju penny smám saman
sett í umferð og gengur það
ekki of vel fyrir Bretana að
venj-ust þessari nýju mynt.
Þegar afgreiðslufólk í búðum
fór að sjá þessa mynt fyrst,
tilkynnti það viðskiptavinum
sínum, að það vildi ekki sjá
þessa erlendu mynt, sem þeir
væru með og á einum stað
gekk þetta svo langt að verzl-
unareigandinn hótaði að ná í
lögregluna.
Luigi Vicari, þrjátiu og sjö
ára gamall ítali sat þrjá mán-
uði í fangelsi vegna innbrots.
Þegar honum var sleppt úr
fangelsinu fór hann og barði
lögreglumanninn, sem handtók
hann. Han.n var þegar í stað
sendur í fangelsi og í þetta
sinn í einn mánuð. Þegar hann
kom út í annað sinn, kveikti
hann í húsi lögregluþjónsins.
Leizt þá yfirvöldunum ekki á
blikuna og er hann í fangelsi
núna, og verður sennilega um
óákveðinn tíma.
Marja Soupidor býr í mjög
afskekktu fjallahéraði í Grikk
landi. Ein.n góðan veðurdag
veiktist hún hastarlega og var
náð í lækni. Hann ætlaði að
mæla hana, en hún hafði aldrei
séð hitamælir fyrr, þótt hún
væri orðin fimmtiu og fimm
ára gömul, og hélt, að hann
væri meðal og gleypti hann.
Hún var flutt í ofboði á sjúkra
hús til þess að láta skera hana
upp og fjarlægja mælirinn.
er dóttir hennar Giuseppina,
sextán ára og dóttir hennar,
sem er þriggja mánaða.
Hér sjáum við tvær systur,.
þær Jacqueline Kennedy og
Lee Radziwill. Þær hafa báðar
va'kið gthygli á sér fyrir smekk
legan klæðaburð og eru taldar
bezt klæddu konur heims. Fyr-
ir nokkru síðan kom Lee Radzi-
will fram í bandariska sjón-
varpinu í eins manns skemmti
þætti sem sýnduv var meira
að segja í litsjónvarpi. Fékk
þátturinn mjög léíega dóma að
öðru leyti en því að prinsessan
var talin óaðfinnanlega klædd.
En meðan Lee var í Amerík
unni var Jacqueline í Ítalíu og
birtist þar í veizlu hjá Borg-
hesi greifa í svokölluðum
kvöldnáttfötum, og vakti mikla
athygli. Jacqueline notar
hvert tækifæri, sem henni
gefst til þess að komast frá
Bandaríkjunum, þar sem vakað
er yfir hverri hreyfingu henn-
ar, og bregður sér mjög oft til
Evrópu.
Á VÍÐAVANGI
Bændur og óvsnnu-
fært fólk
Gunnar Guðbjartsson, form.
Stéttarsambands bænda, ger-
ir rökstudda grein fyrir því
t Tímanum 4. maí hve bændur
landsins eru hart leiknir. Vitn
ar hann þar í Hagtíðindi og
önnur opinber gögn, sem ekki
verða véfengd. Aðeins beir
sem ekki geta unnið eru tekju
lægri í okkar þjóðfélagi en
bændur.
En hvers vegna?
f lögum segir, að bændur
skuli hafa sambærilegaf- tekj
ur og sjómenn, verkamenn
og iðnaðarmenn — við það á
verðlagsgrundvöllurinn að
miðast hverju sinni. — En
viðmiðunarstéttirnar hafa 235
þús. kr. lægst en upp í 317
þús. kr. hæst — miðað við
1966. Bændur vantar nú 50—
60% tekna til að ná rétti sín-
um. Það kemur m. a. til af því,
að verðlagsgrundvöllurinn er
rangur t. d. stórlega vantaldir
þýðingarmiklir liðir í búrekstr
inum: Tilbúinn áburður og
kjarnfóður vantalið, tilbúinn
áburður um 48.68% og kjarn
fóður um tæp 30%. En þessar
tölur eru miðaðar við raun-
verulega notkun sl. 3 ár og
hins vegar tölur verðlagsgrund
vallarins á yfirstandandi ári.
Hvað myndu launþeg-
ar seaia?
Hvað myndu launþegar
segja, ef 50—60% vantaði í
launaumslögin, frá umsömdu
kaupi? Nýlega fóru 20 þúsund
menn í verkfall út af nokkr
um prósentum. Ekki skal lítið
úr tilefninu gert. En hvað
mætti þá segja um bændur,
sem, cnga leiðréttingu sinna
hafa fengið?
(Dagur).
Tertubotna-
ráðherrann.
Höfundur vísunnar um
„Tertubotnaráðherrann" sem
prentuð var hér í dálknum
eftir Magna á Akranesi, hefur
beðið blaðið um að leiðrétta
vísuna, hún hafi ekki verið
alveg rétt eftir höfð. Ekki vill
höfundur láta nafns síns getið
en sagt var í Magna, að hann
væri útvegsmaður á Suðurnesj
um. Rétt er vísan svona:
Glaður, reifur verk sín vann.
Vísur, lögin semur hann.
Tungulipur, tölur kann
tertubotnaráðlierrann.
Annarri vísu um tertubotna
ráðherrann hefur verið smeygt
inn á borð hjá okkur. Hún er
svona:
Það er nautn að horfa á hann
halda úr landi - sléttgreiddan.
En trauðla mun ég trúa á hann
tertubotnaráðherrann.