Tíminn - 30.05.1968, Page 9
FIMMTUDAGUR 30. maí 1968
TIMINN
9
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastjóri: Kristján Benedlktsson. Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði
G. Þorsteinsson. Fuiltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Aug-
lýsingastjóri: Steingrímur Gíslason Ritstj.skrifstofur 1 Eddu-
húsinu, símar 18300—18305. Skrifstofur: Bankastræti 7. Af-
greiðslusimi: 12323. Auglýsingasími: 19523. Aðrar skrifstofur,
sími 18300. Askriftargjald kr. 120.00 á mán innanlands — í
lausasölu kr. 7.00 eint. — Prentsnaiðjna EDDA h. f.
Áburðarkaupin
Það upplýsist í viðtali við Gunnar Guðbjartsson, for-
mann Stéttarsambands bænda, sem birtist hér í blaðinu
í gær, að mjög alvarlegt ástand hefur skapazt víða í sveit
um landsins vegna skorts á lánsfé til áburðarkaupa.
Áburðarverksmiðjan hefur sett þau skilyrði fyrir áburð
arsölu, að bankaábyrgð sé fyrir hendi fyrir greiðslun
nm, en hvorki bændur eða kaupfélögin, sem hafa annast
áburðarkaupin fyrir þá, geta veitt slíka tryggingú.
Gunnar upplýsti í viðtalinu, að rekstrarlánin, sem land-
búnaðurinn fær, hafi staðið óbreytt í krónutölu síðan
1959, en kostnaðurinn við búreksturinn hafi fjórfald-
azt síðan. Við þetta hefur bætzt, að seinustu tvö árin
hafa verið landbúnaðinum óhagstæð vegna örðugs tíðar
fars og fóðurbætiskaup og annar rekstrarkostnaður
hafa mjög aukizt a þeirri ástæðu. Bændur hafa því
safnað miklum lausaskuldum, aðallega hjá kaupfélögun-
um. Þessu til viðbótar hafa svo komið mikil fóðurkaup í
vetur.
Aðstaða flestra kaupfélaganna, sem annazt hafa
áburðarkaupin fyrir bændur, er því þannig að þau geta
ekki fullnægt áðurgreindum skilyrðum Áburðarverk-
smiðjunnar. Verði ekkert að gert, blasir því við, að
stórir landshlutar fái engu eða sama og engan áburð á
þessu vori.
Stjórn Stéttarsambands bænda vakti athygli ríkis-
stjórnarinnar á þessu máli strax í vetur og hefur haldið
því áfram síðan. í síðastl. viku skrifaði stjórn Stéttar-
sambandsins landbúnaðarráðherranum bréf, þar sem
hún vakti athygli hans á þessu mikla vandamáli og fór
þess á leit, að ríkisstjórnin beitti sér fyrir lausn þess
annaðhvort með því að ríkið veitti ábyrgð fyrir greiðslu
áburðarins, þar sem 'bankaábyrgð fengist ekki, eða að
rekstrarlánin yrðu aukin, þannig að bankarnir láni
meira fé út á landbúnaðarafurðirnar til þeirra aðila,
sem verzla með þær.
í framhaldi af þessu bréfi stjórnar Stéttarsambands-
ins mun landbúnaðarráðherra hafa rætt þetta mál við
viðkomandi aðila, þ. e. fulltrúa frá Áburðarverksmiðj-
unni og S.Í.S. Niðurstaða hefur þó enn ekki náðst, enda
þótt málið virðist næsta einfalt, þar sem vart er um
önnur úrræði að ræða en þau, sem greint er frá í áður-
nefndu bréfi stjórnar Stéttarsambandsins.
Það verður að leggja megináherzlu á það, að ríkis-
stjórnin vinni tafarlaust að lausn þessa máls. Annars
er ekki annað sjáanlegt en að fjöldi bænda verði að
gefast upp við búskapinn, því að honum verður ekki
haldið áfram, ef engin fæst áburðurinn. Erfiðleikar
landbúnaðarins eru nægir fyrir, þótt ekki bætist við
dráttur á afgreiðslu þessa máls — dráttur, sem þegar er
orðinn alltof langur.
Skemmdarverk
Einstæð skemmdarverk voru unnin í gamla kirkju-
garðinum við Suðurgötu aðfaranótt þriðjudagsins. Tré-
krossar höfðu verið rifnir upp og brotnir, legsteinar
felldir um koll. postulínsstytta af engli brotin og fleira
gert af þessu tagi.
Skemmdarvörgum þeim, sem nú láta æ meira til sín
taka, er bersýnilega ekkert heilagt. Því ríkari ástæða
er til, að menn leggist á eitt og hjálpi lögreglu til að
hafa hendur í hári þeirra. Slíkir menn eiga að hljóta
þyngstu refsingu.
f?
ERLENT YFIRLIT
Nixon virðist orðinn öruggur
sem frambjóðandi republikana
Er McCarthy eini demokratinn, sem gæti sigrað hann?
MCCARTHY
ÚRjSLHT prófkosninganna í
Oregon eiga sennilega eftir að
verða hin sögulegustu. Þau
munu sennilega tryggja Nixon,
að hann verði kjörinn framlbjóð
andi repuiblikana á flokksiþingi
þeirra. Þau munu sennilega
dæma Robert Kennedy úr leik
að þessu sinni. Yfirburðasigur
hans í próf'kjiörinu í Kaliforníu
4. júní og hagstæðar niðursiöð-
ur skaðanakannana gætu ef til
vill rétt hlut hans að nýju. En
hvorugt virðist líklegt.
Spurningin er þá sú, hvort
úrslitin í Oregon hafi ekki
einndg ti-yggt Humphrey' fram-
boðið hjiá demokrötum. Valið
yrði þá milli þeirra Nixons og
Humphreys á komandd hausti.
Raunar yrði það þó ekki mikið
val. Þeim Nixon og Humphrey
virðist ekfci bera neitt veruiega
á milli, a. m. k. ekki, ef miðað
er við málflutning Humphreys
sednustu vikurnar. Margt bend-
ir til þess nú, að í keppni milli
Humphreys og Nixons yirði sá
síðamefndi sigursælli, því að
óvinsældir Johnsons eru líkleg-
ar til að fylgja Humphrey eins
og skuggi. Þetta gæti þó breytzt,
ef Johnson yrði eitthvað ágengt
í samningunum um Vietnam.
Þannig kunna valdhafarnir í
Hanoi áð geta ráðið því, hver
verður næsti forseti Bandanikj
anna!
Ó9IGUR Roberts Kennediys í
Oregon kom heldur óvænt. Efí
ir hinn ótviræða sigur hans í
Nebraska, var yfirleitt álitið,
að hann væri búinn að vinna
bug á McCarthy og ætti aðeins
eftir að glíma við Humphrey.
Kennedy hagaði líka áróðri
sln.um mjög á þann veg. Hann
minntist lítið á MeCarthy, en
taldd stuðning við hann óbein-
an stuðning við Humphrey. Mc
Carthy svaraði með því, að
Kennedy hefði ekki verið
meira ósammála þeim -Johnson
og Humphrey en það, að hann
hefði lýsti yfir þvd fram að
prófkjörinu í New Hampshire,
að hann myndi styðja þá John-
son og Humpihrey í næstu for-
setakosningum, ef þeir yrðu
valdir til framiboðs á flokks-
þingi demokrata. Það var ekki
fyir en ég var búinn að leiða
óvinsældir Johnsons og Hump-
hreys í ljós, sagði McCarthy,
sem Kennedy þorði að snúast á
móti þeim. Þessi jnálflutnimgU!:
MoCarthys hefur bersýnilega
failið í góðan jarðveg í Oregon.
ÞAÐ hjálpaði McCarthy líka
verulega í Oregon, að hann
skoraði hvað eftir annað á
Kennedy, að þedr gerðu sam-
eigimlega grein fyrir afstöðu
sinni og leiddu þannig í ljós,
hvað þeim bæri á milli. Kenn-
edy hafnaði þvi að mæta Mc
Carthy á þann hátt. Hann sagð
ist geyma sér sMkar kappræður
þangað til hann keppti við Nix-
on. Sú neitun Kennedys áð
þreyta þannig rökræður við
McCarthy virðist heldur hafa
spillt fyáir honum. Það kom
■ - ~---------------
hvað eftir annað fyrir á fund-
um seinustu dagana fyrir próf-
kjörið í Oregon, að gripið var
fram í fyrir Kemnedy og hann
kallaður kvíga, raggeit, hænsni.
Það var rifjað upp í þessu sam
bandi, að John F. Kennedy
tók óðara slíkri áskorun Hump-
hreys, þegar þeir kepptu við
prófkosningarnar í Wfist Virg-
inia veturinn 1960. Flestir
t'öldu þetta ávinning fyrir
Humphrey, þvi að hann var og
er orðlagður kappræðumaður.
Sjónvarpsáhorfendum fannst
John F. Kennedy hins vegar
ednlægari og meira sannfær-
andi en Humphrey og studdi
það að sigri hans.
EF TEL VELL hefur það lí'ka
eitthvað veikt aðstöðu Roberts
Kennedys, að hinn þekkti og
umdeildd blaðamaður, Drew
Pearson, birti þá frétt rétt fyr-
ir seinustu helgi, að Kennedy
hefði sem dómsmálaráðherra
fyrirskipað 1963 að hlera
Skyldi símtöl Martins Luthers
Kings. Símahleranir eru mjög
viðkvæmt mál í Bandaríkjun-
um. Kennedy eða talsmenn
hans hafa hvorki viljað neita
eða játa, bvort þessi frásögn
Pearsons sé rétt, en Pearson
segist hafa óyggjandi sannanir
fyrir henni.
Ef Kennedy á að vinna upp
ósigurinn í Oregon, verður
hann að vinna yfirburðasigur
í prófkosningunum í Kaliíormíu,
sem fara fram næsta þriðjudag.
Seinustu skoðanakannanir þar
benda til, að hann muni sigra
McCarthy með 8% mun í sjálf-
um prófkosningunum hjá demo
krötum. Umræddar skoð-
anakannanir gáfu það
hins vegar til kynna,
að McCarthy er sigurvænleg-
asta forsetaefni demokrata, því
að hann nýtur meira fylgis
meðal óflokkshundinna kjós-
enda og frjálslyndra republik-
ana en þeir Kennedy og Hump-
hrey. Við þeta bætist nú sigur
McCarthys í Oregon. Kennedy
verður þvi að hafa heppnina
með sér, ef hann á að vinna
glæsilegan sigur í Kaliforníu.
Tapi hann þar, má telja hann
úr leik. Eftir það getur senni-
lega ekkert komið í veg fyrir
framboð Humphreys, nema að
fylgismenn Kennedys og Mc-
Carthys sameinist um hinn síð
arnefnda, en eins og er bendir
ek'kert til þess, að svo verði.
9IGUR Nixons i prófkosning-
unum hjá republikönum í Ore-
gon er honum mjög mikilvæg-
ur. Hann var talinn þar í nokk
urri hættu, þvi að fyigismenn
bæði Reagans og Rockefellers
höfðu sig þar mjóg í frammi.
Eftir þennan sigur Nixons er
erfitt að sjá, að framboð hans
verði hindrað. Nokkuð hefur
verið talað um, að þeir Rocke-
feller og Reagan tækju höndum
saman og reyndu að stöðva
Nixon á þann hátt, að Rocke-
féller væri teflt fram sem for-
setaefni, en Reagan sem vara-
forsetaefni. Slík samJylking
væri nœsta furðuleg og ekki
anmað trúlegt en að hún yrði
þeim báðum til álitshnekkis.
Það þarf þvi eitthvað annað
til, ef andstæðingum Nixons
hjá republikönum á að takast
að koma í veg fyrir framboð
hans. Þ. Þ.