Tíminn - 30.05.1968, Síða 11

Tíminn - 30.05.1968, Síða 11
FIMMTUDAGUR 30. maí 1968 l TIMINN 11 Með morgun- kaffinu Frambj óðandi nokfcur sagði við alxtevin sinn, sem var úr öðrum flokki: ,,Þú ert nú vís til að kjósa mig, þótt við séum ekki flokks bræðui;“. Hinn neitar því. M segir frambjóðandi: „Það er ég þó viss um, að konan þím kýs mig.“ „Það getur vel verið. Hún er orðin svo mjkill aumingi", svaraði þá hinn. Hefðarfrú ein kom mjög á- hyggjuftull með dóttur sína sextám ára til læknis. Hann fer nú með stúlkuna inn í lækningastofu sína, en móðir hennar bíður í biðstof- unni á meðan. Þegar stúlkan hafði fengið að vita, að hún væri barnshaf- andi, opnar hún hurðina, veif- hendi til móður sinnar og seg- ir: „Halló, ammaa!“ Skúli Thoroddsen var fyrst kosinm á þing í Eyjafirði 1891. Hann var þá ungur og óþekkt ur þar um slóðir, en með fram boðsræðu sinni á kjörfundi á Akureyri vann hann sér svo mikið traust, að menn urðu mjög einhuga um að kjósa hanm. Þó voru sumir, sem visisu ekki einu sinni nafn hans. Kosning fór þá fram í heyr- anda hljóði. Við kjörborðið sagði einn, sem ætlaði að kjósa Skúia: „Ég kýs strákinn á gráu fötunum." Fyrir nokkru síðan minnt- umst við hér í þættinum á Nonu Gaprindashvili, sovézka kvennameistarann í skák. Hún tefldi þá blaðaskák við T?vía, sem lauk með jafntefli. Síðan fór hún til Gautaborgar og tók þar þátf í stórmóti, og eftirfar andi staða kom upp í skák hennar við Tékkann Jansa, sem hafði hvítt. Þegar leiknir höfðu verið 27. leikir kom upp eftir- farandi staða. FLÉTTUR OG MÁT Jansa átti leikinn og lék í 27. leik Hxe5!, en Nona svar- aðí skemmtilega Hd8. Skákin tefldist síðan þannig áfram. 28. Hxd8 — Dxd8 29. He6? — Ddlt 30. Kg2 — Dxg4t 31. Kfl jafntefli. / % 3 T 'W/ mL á> 7 Wa P 9 /o // W< H /3 /V m /r •• Lárétt: 1 Lofar góðu 6 Æði 7 Andstæðar höfuðáttir Drykkur 10 Notar útlend orð 11 Grassylla. 12 Öfug stafrófsröð 13 Maður 15 Sleiikir. Krossgáta Nr, 33 Lóðréttir: 1 Alein 2 Frum efni 3 Meðlimavígsla 4 51 5 Skrautmunir 8 Barði 9 An 13 Tímabil 14 Hreyfing- Báðning á gátu nir. 32. Lárétt: 1 Kantata 6 Tak 7 NV 9 Áa 10 Niðdimm 11 DL 12 US 13 Auk 15 Rausn in. Lóðrétt: 1 Kenndur 2 NT 3 Taddeus 4 Ak 5 Adamson 8 Vil 9 Ámu 13 Au 14 KN. ! i I t 4 2 * 67 sikuluð iáta sem þið sjáið mig ekki. ■ yj, Waters leit út eins og hann gæti kyrkt karlgreyið með köldu blóði. — Ef yður er sama, þá getum gengið um, sagði hanm við mig. Mér fannst við ganga fram og aftur klukkutíma eftir klukku- tíma masandi og talandi í það óendanlega um þetta skeyti. . Við gengum í kring um vatnið, fram og aftur, eftir stignum með- fram ánni, eftir breiðum grasg’r. um, fram hjá hóp af litlúm barm- fóstrum, sem voru í skugga álm- viðartrjánna með barnavagna og matartöskur, meðfram girðingum. Birtan, rykið og hávaðinn var ó- þotendi þennan morgun og ég skil ek'ki, hvernig við gátum ráf- að og talað um hluti, sem nú stóð alveg sama uni. Var ekki öllu lokið n'úf hvort sem var? Loks kom hann með nýja at- hu'gasemid. — Jæja, hvað sem þvd líður, þá stend ég ekki lengur í vegi yðar. Þetta fannst mér ergilegra en allt annað. — Eigið þér við, æpti ég, — að þér standið ekki lengur í vegi fyr- ir hjónabandi okkar Sidney Van- deleur‘s? — Já, einmitt. Átti ég að sætta mig við það? Átti ég að láta hann halda, að ég væri þannig gerð? Átti ég að leyfa honum að hugsa um mig 'seinna, sem gamla kærustu, (ef hann bugsaði nokkurntima um hana framari. sem lét sér nægja ósvikinn fúskara, með slíkan smekk og þvílíkt hálsbindi. væru- kæra stofubrúðu. fáfengilegan ræt il, sem flæktist á listasöfnum og sýningum, sem ekki_ gat unnið fyr ir mat sínum?. . . Átti ég að láta sannan karlmann halda, að ég vildi giftast þessu? Nei — það get ur hann verið viss um. Þess vegna sagði ég skýrt oa greinilega: — Jafnvel þótt hið hrifnæma hjarta hr Vanrieleurs væri ekki bundið annarri stúlku — stúlkunni. sem hann fylgdi til skips í gær í Holyhead ef þér viljið vita það, — þótt hann væri eini karlmaðurinn á eyðiey, þá vildi ég ekki giftast honum — og hana nú. — Og þér megið ekki halda, bað sem flestir karlmenn halda. — að vinberin séu súi vegna þess að hún náði þeim ekki. Ég hélt áfram með miklum hraða áður en hann gat skotið mn einu orði: - Þér getið spurt uo|u stúlkuna, sem ég bý með. Eg hafði móðgað hana meS þvi að segja henni álit mitt á honum •— og það þráÞ fyrir að hann hél: þá, að hann vœri ástfanginn í mér — Hér þagnaði ég, þvi nú kom cricketbolti þjótandi og tók strá- hattimn af fylgdarmanni mínum. Hann tók hánn upp aftur og henti boltanum til litla leikmannsins. En ég, sem var íarin að segja álit mitt, eá ekki neina ástæðu til að hann, karlmaðurimn. skyldi vera einn í dómnum. Þess vegna hélt ég áfram: — Þér segið, að ég hafd gert yður hlægiiegan? Hvað get ég sagt við því? En hin stúlkan? Ég var þó opinberlega unnusta yðar Og sem slík gat ég mótmælt þvi. a'ð þér væruð nokkuð með henmi. — Hvað er þetta. Hanti stað- næmdist. — Hvenær hafið þei séð mig með ungum stúlkum? — Hvenær. í gær. Og líka í fyrradag. —• Hvað — sagði hann og dró seim. — Eigið þér — getið þér átt við dóttur Oharriers? (Hvað hélt hann? Hólt hann að ég ætti við stafnmyindina?) —• Já vitanlega á ég við ung- frú Ohar------ — Odette Charrier, hrópaði hann, hér um bil eins hátt og Theo hefði gerf. Og þegar ég leit framan í hann sá ég Ijómandi, drengslegt bros breiðast yfir harðlegt andlit hans. Augun tindiruðu af hlátri og kæti. . Ó, hve hún hlýtur að vera hon- um mikils virði, þegar nafn henn- ar eitt getur breytt honum þann- ig á svipstundu, hugsaði ég. — Það er allt annað, sagði hann og sauð í honum hláturinn. — Já, einmitt það. Það er alltaf eitfihvað amnað, þegar mað- ur á sjálfur í hlut. Þið gefiið gert eins og ykkur sýnist — en þér viljið ekki láta mig hafa sama rétt gagnvart öðrum karlmanni — yður má ekki vera misboðið. Já, þér vitið bezt, hvað þér gerið. En getið þér gefið mér einbverja skýr ingu? — Nei, það er það bödvaða við allt saman, svaraði hann og bros- ið hvarf. — Það þýðir heldur ekki að tala um þetta nú, þegar allt er búið, sagði ég. Og þá tók ég eft ir því, að ég stóð á öndinmi af kvíða. Af kviða fyrir, að hann kynni að taka mig á orðinu. . . Nú vissi ég það. Vissi hvers vegna mér vár þannig innan- brjósts. Ef hann aðeins gæti hald ið áfram að tala. Ég óskaði einsk is heitar. Með bverri mínútunni sem leið, varð mér eitt ljósara. Hvað sem hann segði við mig, hvernig sem hann dæmdi mig, hversu mik ið, sem hann ávííaði mig fyrir það, sem ég hefði gert — þá var mér nautn að heyra' rödd hams. Bara að vera — í Battersea, An- gesey eða hvar sem var! — já, jafnvel í sjónum, en aðeins með honum. Það var eins og að koma úr loftillum neðanjarðargöngum og út í sélskin og hreint loft. Honum þótti ekkert vænt um mig, en ég var hans — öll. Var það aðeins skot í sumar- leyfi? Nei, það var ekki því mið- ur fyrir mig. Mér fannst hver taug vera bundin honum, og yrðu þær skornar súndur, þá væri allt mitt lóf einskis virðL Hverful ástarhrifning? Nei, það var það ekki. Þessi ólýsanlega að dáuinarkennd hafði þróazt og vax- ið hraðar og hraðar í mér — hvenær hafði hún byrjað? Hún var orðin það sterk, að ég gat ekki óskáð, að ég hefði aldre: þebkt manninm við hlið mér nema sem „steingerving", að ég hefði aldrei komdð heim til hans. aldrei hlus^aö á þennan hljóm i rödd hans, er ég hafði ekki þekkt áð- ur, aldrei komizt að raun um hve góður hann gat verið, hinn rétti Biily, eða hve gaman væri, ef hann gæti verið ástfanginn, ást fanginn í mér. Hönd hans, sem hjálpaði mér upp einstigið tvisvar eða þrisvar sinnum. Þessir þrír kossar. . . þrír og hálfur ef ég reikna með þennan skyldu'koss heima hjá honum, var allt, sem ég átti að lifa á, það sem eftár var ævinnar. . . í æs- ingi hugsaði ég. að ég myndi glöð og auðmjúk samþykkja að vera unnusta hans að natninu til um aldur og ævi. Aðeins ekkd að vera send á braut. Aðeins ekki að vera varnað þess að vera hjá • honum. Ekki að snúa aftur til þess lífs, sem aðeins gat orðið skuggi og endurmin'ningar, sárar og gamlar endurminningar um allt, sem hann sagði og geröi, um hvern tén í söng hans, hverja breyfingu og hvert augnatiKi.. Ég varðist að horfa á augu hans er við gengum út af hjólreiða- bpautinni, af ótta við að hann tnyndi geta séð, hvað mér bjó í huga. Nú staðnæmdist hann aftur. Var stundin komin? _ Ég þorði ekki áð Mta á hann. Ég horfði á skugga hans á ryk ugum veginum, stóran, svartan blett — sólin var hátt á lof:i, tíminn leið fljótt. Og ég mátti ekki sýna honum, að ég óskaði þess í örvæntingu, að ég gæti ihaldið honum kyrrum. (ó, að hugsa um allar þær stundir, daga — heila viku, sem ég hafði eýtt ti] þess að kvelja hann). Við stóðum við eina brúna. Hér I DAG ÚTVARPIÐ Fimmtudagur 30. maí 7.00 Morgunútvarp 12.00 Há- degisútvarp 13.00 Á frívaktinni 14.40 Við, sem heima sitjum. 15.00 Miðdegisútvarp 16.15 Veð urfregnir. 17.00 Fréttir. 1745 Lestrarstund fyrir litlu börnin 18.00 Lög á nikkuna Tilkynn ingar 18.45 Veðurfregnir. 19. 00 Fréttir 19.30 Sönglög eftir Árna Björnsson. tónskáld mán aðarins. 19.45 Framhaldsleikrit ið „Horft um öxl“ 20.30 oinfón íuhljómsveit íslands heldur hljómleika i Háskólabíói 21.30 Útvarpssagan: „Sonur minn. Sinfjötli“ eftir Guðmund Dan íelsson Höf flytur <15) 22.0 Fréttir og veðurfregnir. 22.15 Uppruni og þróun læknastéttar tnnar Páll Kolka læknir flytur erindi. — fyrsta hluta 22.40 „Ástardrykkurinn" óperutónlist eftir Gaetano Donizetti 23.20 Fréttir í stuttu máli. Dagskrár lok. Á morgun Föstudagur 31. maí 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Há- degisútvarp. 13.15 Lesin da ] skrá næstu viiku. 13.30 Við vinnuna: Tón- Ieikar. 14.40 Við, sem heima sitjum. Jón Aðils leikari endar lestur sögunnar „Valdimars munks“ eftir Sylvanus Cobb (19). 15.00 Miðdegisútvarp. 16. 15 Veðurfregnir. íslenzk tón- list. 17.00 Fréttir. Klassísk tón list. M. a. Ezio Pinza syngur ítölsk lög. 17.45 Lestrarstund fyrir litlu börnin. 18.00 Þjóðlög Tilk. 18.45 Veðurfregnir. Dag skrá kvöldsins. 19.00 Fréttir, 1930 Efst á baugi, Björn Jó- hannsson og Tómas Karlsson fjalla um erlend málefni. 20. 00 Þjóðlagaþáttur. Helga Jó- hannsdóttir fiytur sjöunda þátt sinn um tslenzk þióðlög. 20.35 Kvöldvaka 22.00 Fréttir og veðurfregnir 22.15 Kvöldsag an: „Ævintýri í hafisnum" eft ir Björn Rongen. Stefán Jóns- son fyrrverandi námsstjóri les (6). 22.35 Kvöldhljómleikar: Sinfónfuhljómsvoj* fslands leik ur f HAskótebfói kvöldið áður. Stjórnandi: Bohdan Wodiczko. 23.20 Fréttir í stuttu máli. Dag sfcrárlok.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.