Tíminn - 11.06.1968, Blaðsíða 8

Tíminn - 11.06.1968, Blaðsíða 8
8 TÍMINN ÞRIÐJUDAGUR 11. júní 1968 fslendingar í Evrópuráöi Sagt frá ræðum Þorvalds Garðars SCrístjánssona og Eysteins Jónssonar Á ráðgjaíaíþingi Evrópuráðsins, sem haldið var fyrr í þessum mán uði í Strassborg, tóku þeir Þor- valdur Garðar Kristjánsson og Eyisteinn Jónsson þátt í umræð um. Þorvaldur Garðar Kristjánsson, sem kjörinn var einn af varafor setum ráðgjafa-rþingsins, hélt ræðu 7. maí, þegar fram fór al- menn umræða um stjórnmálaþró unina í Evrópu. í upphafi ræðu sinnar tók Þorvaldur Garðar und ir ummœli brezka þingmannsins Edelmans, sem var framsögumað ur stíórnmálanefndar ráðgjafar- þingsins, þess efnis, að æskilegt vaeri, að Evrópuráðið beitti sér fyrir auknum samskiptum ríkj- anna í Austur-Evrópu að ráðinu væri hugsanleg, þegar tímar líða. Á næstunni væri þó líklegast, til árangurs að beina atihyglinni að tæknilegri samvinnu, og mætti skki vænta nema takmarkaðs árangurs af henni. Þessi samvinna við ríkin í Austur-Evrópu tgæti ekki verið aðalverkefni Evrópu- ráðsins. Það yrði hér eftir s-em hingað til að vera að efla samstarf þeirra 18 ríkja, sem nú eru í ráð inu. Þorvaldur Garðar Kristjánsson sagði, að oft væri bent á, að frem ur hægt miðaði í átt til sameining ar Evrópu. Hann kvað líiklegustu leiðina til að flýta gangi mála vera stuðning almenningsálitsins í ríkjum álfunnar. Almenningsálitið myndi mjög mótast af því, hvaða sýnilegur árangur næðist í Evrópu ráðinu, og þess vegna skipti mestu að það ynni að verkefnum, sem lík legt væri, að samikomulag tækist um. Þorvaldur Garðar kvaðst telja, að oft væri of mikil áherzla lögð á vandamál, sem snerta Efna hagsbandalag Evrópu, en oif lí-tið rætt um jnálin á viðtækari grund velli, þar á meðal um hagsmuni smáríkjanna í Evrópu, svo sem íslands. — Síðan sagði Þorvaldur Garðar Kristjánsson: „Ég mun ekki ræða hin sér- stöku viðhorf og hagsmuni ætt- lands rtjíns. Ég vil aðeins mega koma á’ framfæri þeirri skoðun minni, að það gæti átt mest að vinna eða mestu að tapa, ef það á aðild að stjórnmála- og efnahags lega sameinaðri Evrópu. Þessu veldur smæð þjóðarinnar. Ef það snertir lífshagsmuni stærstu ríkj anna í Evrópuráðinu, að þau nái að taka höndum saman til að nýta í félagi auðlindir sínar og mannafla, má augljóst vera, hve miklu það skiptir fyrir smæstu ríkin. Á sama hátt má segja: Ef stórveldin í okkar hópi telja rétt að fara að með gát og hika við að afsala sér eða takmarka full- veldi sitt vegnð þess, að hagsmun ir þjóðanna, sem þessi lönd byggja, kynni að gleymast eða vera fyrir borð bornir í nýju stór ríki, er augljóst, að hér er mdnnsta ríkið andspænis miklum vanda. Mér virðist, að þetta sé sá vandi, sem öll aðildarríki Evrópuráðsins eigi við að glíma mieð einhverjum hætti, og hann er sérstaiklega ljós að því er mitt land varðar. Mestu skiptir að skapa trúnáðar tnaust, ef leysa á þetta mál. Þeg ar við höfum lœrt, að við getum treyst hver öðrum, er fengin sú undirstaða, sem Evrópuráðið get ur byggt á við að giera hugsjón stofnsbrár sinnar, eins og ég skil hana, að veruleika með því að hjálpa smáþjóðum til að v^ra smá þjóðir, en njóta iafnframt þess, sem stórþjóðir einar hafa efni á. Þetta er stefna, sem þjónar hags- munum okkar allra, sem í Evrópu ráðinu enim. Við skulum minnast þess, að allt er afstætt. Þegar mið er tekið af risaveldunum tveim ur, erum við allir frá smáríkjum.“ í lokakafla ræðu sinnar lýsti Þorvaldur Garðar Kristjánsson þeirri skoðun sinni, að heppileg ast værj að vinna að sameiningu Evrópu í áföngum. Hann kvaðst e’kki sammála þeim, sem telja að allt þurfi að fást strax og í einu lagi. Ef svo væri, gæti undirstað an vart verið örugg. En svo væri vissulega og því væri ekki ástæða til að óttast. Ræða Eysteins Jónssonar. Á ráðgjafarþinginu fór fram um- ræða um Grikklandsmálið. Hol- lenzki þingmaðurinn van der Stoel fór seint í apríl til Grikk- lands á vegum Evrópuráðsins til að kynna sér ástandið þar af eig in raun, og lagði hann skýrslu sína fram á þinginu. Eysteinn Jóns son tók þátt í umræðunni um skýrsluna. Lagði hanra óherzlu á, að ráðgjafarþing Evrópuráðsins gœti ekki vikizt undan ábyrgð í þessu máli, því að þingið hefði fyrst og fremst það hlutverk að treysta lýðræði og þingræði í sessi. Eysteinn Jónsson sagði, að mikið væri rætt um málefni unga fólksins. Það væri erfitt og flókið vandamál og kvaðst hann aðeins vilja víkja að einu atriði, sem það snerti: Unga fólkið myndi vart rata á braut lýðræðisins og halda sig á henni, ef við hin eldri létum þingræðis- og lýðræðisstofn anir starfa þannig, að enginn vissi í rauninni hver kjarni þeirra væri. Ráðgjafarþingið bæri mikla ábyrgð í þessu tilliti. Allir hér á þinginu myndu fagna þvf, ^agði Eysteinn Jónsson, ef á Grikklandi kæmist á þingræðis- og lýðræðisstjórnarfar, sem sam- rýmdist reglum Evrópuráðsins. En gerðist það ekki í tæka tíð, mið að við ályktun ráðgjafarþingsins í janúar s. 1., þ. e. innan árs, væri ekki annað um að ræða en að standa við þá ályktun, þar sem m.a. ræðir um brottrekstur Grikk lands úr Evrópuráðinu. 110 0AI4SARAR k SÝNINGU Laugardaginn 25. maí s.I. var sýnd nemendasýning Listdans- sbóla Þjóðleikhússins, undir stjórn Fay Werners ballettmeisf- . aða Þjóðleibhú'ssins. Fay Werner hefur kennt við Þjóðieikhúsið í fjóra vetur, hún er ensk og stund aði nám við Arts Educational Trusts L/td. í London. Þax lærði hún einnig „dhoreography“. Frá því hún lauk námi hefur hún jöfíium höndum stundað kennslu og samið dansa. Hún var í -tvö ár kennari við írska þjóðarballett inn í Cork, og í tvö ár stundaði hún kennslu í Bandaríkjunum, og samdi einnig dansa á báðum þess um stöðum. Auk þess hefur hún unnið við kvikmyndir og sjón- varp í Bretlandi. Við Þjóðleik- húsið hefur hún kennt eftir hinu U brezka kerfi, og hiefur það verið kennt við skólann s.l. 6 ár, og er kerfi þetta mjög skipulegt og gott. Síðan byrjað var 'að nota þetta brezka kerfi við Þjóðleik- húsið, hafa margir nemendur get- að tekið próf samkvæmt því, og hafa þá komið hingað prófdóm- arar fró The Royal Academy of D'ancing. Nemendasýning þessi var sér- staklega vel og skipulega unnin, og held ég, að fáir geri sér grein fyrir allri þeirri vinnu, sem ligg ur á bak við svona sýningu, og á Fay Werner vissulega hrós og þakkir skilið fyrir. Henni til að- stoðar við þessa sýningu var Ingi- björg Björnsdóttir aðstoðarkenn- ari skólans. Fyrir hlé voru eingöngu sýndar æfingar — nokkurs konar bennslustund — þar sem fimm fiokkar úr skólanum komu fram. Mest hafði ég gaman af æfing- unum við slána, sem voru mjög skemmtilega settar á svið. Beggja megin leiksviðsins voru slár og einnig fyrir miðju. Sýningin hófst á því, að 1. og 2. flokkur sýndu hægra og vinstra megin, en við slána fyrir. miðju stóðu 4 stúlkur úr 5. flobki. Mjög gaman var að sjá mismuninn milli þeirra, sem stutt eru komnar, og hinni, sem stundað hafa ballettnám í r>:kkur ár. Eftir fáeinar æfingar bœttust við 3. og 4. flokkur svo og fleiri úr 5. flokki. 4. og 5. flokkur diöns uðu á táskóm, misjafnlega að vísu, sumar vel en aðrar illa. Áberandi var bve sorgl'ega fáir Frá nemendasýningu Listdansskóla Þjóðleikhússins. af ö'llum þessum nemendum hafa „rytihma". Það reyndist mörgum svo fjanskalega erfitt að vera í takt við músikina. Úr þessu þyrfti að bæta. Eftir æfingarnar við slána voru sýndar mjög skemmtilegar æfing- ar „úti á gólfi“, eins og það er alltaf nefnt. Æfingarnar urðu alltaf þyngri og þyngri og síðustu sporin voru eingöngu dönsuð af 5. flokki. Eftir hlé dönsuðu þær Kristdn Bjarnadóttir, María Gísladóttir, Björg Jónsdóttir og Oddrún Þor- björnsdóttir „Dans litlu svan- anna“ úr hinum fræga ballett Svanavatnið. Stúlkurnar dönsuðu ágætlega, en hefðu gjarnan mátt vera nákvæmari í höfuðhreyfing unum. Næsti dans (rússneskur dans), var saminn af Ingibjörgu Björns- dóttur, og einnig dansinn Ösku- pokarnir, og voru þeir báðir vel samdir. Sá fyrrnefndi var dans- aður af 2. flokki B, sem vantaði því miður alla reisn. 1. fliokkur dansaði mjög skemmtilega dans- inn Öskupokana. Sóló-tilbrigði úr Goppeliu og Þyrnirósu voru dönsuð af Odd- rúnu Björnsdóttur, Kristínu Bjarnadóttur og íngibjörgu | Björnsdóttur, og dönsuðu þær allar með prýði, og fannst mér i ég ekki þá vera stödd á nemenda ! sýningu. 5. flokbur dansaði „Stundadans inn“ úr ballettinum Ooppelia, mjög skemmtilegt verk, en að sjálfsögðu misvel dansað af svona stórum hópi. Næsti ballett „f barnaherberg- inu“ (dansaður af 3. flokki), var eftir Fay Werner. Þarna urðu brúður að lifandi verum. Mér fannst ballett þessi mjög skemmti legur en í það lengsta. Helga Bernharð var allan tímann, og þurfti meira að sýna látbragðs- leik heldur en dans, og dáist ég að því hve eðlileg hún var. 4. og 5. flokkur dönsuðu því- næst ungverskan czardas úr ball ettinum Coppelia af sannri Iífs- gleði og vakti sá dans mikla ánægju hjá áhorfendum. Blöðru- dansinn — dansaður af 2. flokki A — eftir Fay Werner, var vel dansaður. Síðasta atriðið var jazz-ballett (dansað af 4. og 5. flokkij), eftir Fay Werner, mjög sbemmtilegt verk. og vel samið, en nemendur því miður misgóðiir. Mig langar til þess að óska Fay Werner til hamingju með sýn- ingu þessa og vonast til þess að sjá fleiri slíkar í framtíðinni. Listdansskóli Þjóðleikhússins var stofnaður 1952, en aðeins einu sinni áður hefur verið haldin nemendasýning. Að lokum langar mig til þess Framhaid a ols. H5.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.