Tíminn - 11.06.1968, Blaðsíða 14

Tíminn - 11.06.1968, Blaðsíða 14
14 BRIDGEMÓTID Framtiald at Dls 3 kvöldi átti íslenzka sveitin að spila við „bláu sveitina" ítölsku og áttu liðin að vera þannig skip uð Ítalía; Garozzo-Forquet, Pab is Ticci-D'Alelio, og ísland; Ás- mundur-Hjalti, Símon-Þorgeir- Tíunda og ellefta umferð. voru spilaðar í dag, mánudag, og þá fyrst vann fsland Filipseyjar með • 20 stigum, og þar sem munurinn var um 45 EBL-stig fengu Filips eyingar tvö stig í mínus. Hins veg ar urðu íslenzku spilararnir fyrir áfalli í 11. umferðinni, þegar þeir töpuðu fyrir Kenýa með 4-16, en Kenýa er meðal lægstu þjóða á mótinu. í blaðinu s. 1. sunnudag sögð um við frá þremur fyrstu urnferð unum. Síðán hafa úrslit orðið þessi: 4. umferð Ísland-Hollenzku Antillu eyjar 20-0 5. umferð Íslands-Grikkland 17-3 6. umferð Ísland-Lebanon 14-6 7. umferð Ísland-Ohile 12-8 8. umferð Ísland-Brazilía 7-13 Munur í þessum Jeik var 10 EBL-stig Brazilíumönum í hag, og byggðist þessi sigur, samkvæmt frásögn Jakobs Möller, lögfr., sem er áhorfandi á mótinu, á því að Brazilíum. tóku í leiknum tvær mjög vafasamar slemmur, sem báðar unnust vegna hagstæðrar legu. „Hreinar glæpaslemmur“. sagði Jakob. í 9. umferð átti ís- lenzka sveitin frí, en sem kunnugt er drógu tvær þjóðir sig til baka á síSustu stundu, Pólland og For mósa, en sama tafla var þá látin gilda og í upphafi var ákveðin, og þegar að þessum þjóðum kem ur er hlutfallstala sveitarinnar látin ráða stigum. ísland fékk 13 stig fyrir leikinn, en þess mó geta, að þessi stig eru umreikn- uð frá umferð til umferðar. Eins og áður segir átti fsland að spila við Ítalíu í gærkvöldi, og svo einkennilega hittist á, að yfirleitt mættust allar efstu þjóð- TIMINN irnar í þeirri umferð, en staða efstu þjóða eftir 11. umferjiir var þannig: 1. Ítalía 167 2. Bandaríkin 157 3. ísland 150 4. Sviss 150 5. Kanada 148 6., Finnland 146 7. Holland 146 8. Frakkland 146 í dag, þriðjudag, verða spilaðar þrjár umferðir og spilar íslenzka sveitin við Þýzkaiand, Suður-Afr íku og.Frakkland. Alls verða spil aðar 35 umferðir á mótinu og fær því hver þjóð að sitja yfir þrívegis á mótinu. Þess má að lokum til gamans geta, að nú eru það ekki ítölsku heimismeistararnir, sem draga að sér mesta athygli, heldur hinn heimsfrægi kvikmyndaleikari Om- ar Shariff, sem spilar í sveit Egypta, en mikil þröng er alltaf við borð hans, og einkum eru það prúðbúnar konur, sem sækja þar að sem fastast. Nasser forseti hef ur því greinilega tekið Omar í sátt eftir ástarævintýri hans og leikkonunnar Barbara Strgisand, sem er af gyðingaættum. Þá má geta þess, að Norðurlandaiþjóðirn ar standa sig allar vel — nema Danir, sem voru meðal neðstu þjóða á mótin-u. ÍÞRÓTTIR Framhald af bl-s, 13. sig, en þ-á skoruðu Keflvíkingar s-árafá m-örk í mótinu. Með sigri sínu-m í gær hlutu Valsmenn sín fyrstu stig í m-ót- inu og hafa byrjað ka-pp'hla-upið um fslandsmeii.staralitilinn á ný. UMFERÐARSLYS Framhald af bls. 16 mel en pi-ltu-r á hjóli kom vestur Hagamel, var hann á miðri göt- unni. Hjólið lemti undir fram- hjóli bílsins o-g dróst með bíln- um um fjóra metra. Drengurinn var svo snarráður,' að hann kast- aði s-ér upp á vélarhlíf bílsins og valt út af bílnum, þegar hann s,\anzaði og slapp með skrámur. En hjólið er ónýtt. K.^XSKEMMDIR Fiamhald af bls. 16 un. Einkum er áríðandi að bænd ur sé^ viðbúnir að s-á grænfóð-ri á þeiss svæðum sem kals-kemmdir eru miklar. Sagðist Jónas hafa vðit, 'sar við á ferðalagi sínu að bændur hafi mikinn hug á að rækta grænfóður í sumar eftir því sem tök eru á. Margir hyggj ast verka það í vothey og þá koma sér upp votheysgeymsl-um til bráðabirgða, þar sem þær eru ekki þegar fyrir hendi. Það se-m hels-t háir mönnum við þessa rækt un er að ekki er nóg til fyrir af landi sem tilbúið er til grænfóð- u-rsræktunar og tími er na-umur til að undirbúa slíka ræktun í ár. Þó er talið að óhætt sé að sá höfrum út allan þennan mánuð. Sums staðar skortir hentug j-arð- vinn-slutæki til mikillar vinnu á sköm-mum tíma. Er því áríðandi að bændur taki skjótar ákvarðan- ir og að beitt sé öll-u-m tiltækum jarðvinnslutækjum til að undir- búa sáningu- Það er skoðun starfs manna Búnaðarfélagsins að með þessu sé mögulegt að koma í veg fyrir fóðurskort, sem annars er fyrirsjáanlegur. í þessu harða ár- Þ»rði ættu bændur yfirleitt að leggja meiri áherzlu á einæra rækt un en þeir hafa gert til þessa. Á mestu kalsvæðunum hefur ekki verið hægt að hefja jarð vinnsl-u fyrr en nú. þar sem frost er nýfarið úr jörðu. Kvaðst Jón as vilja boin-a þeim tilmælum til bænda á kalsvæðunum að draga ekki að undirbúa sáningu græn- fóðurs þvi úr þessu er hver dagur dýrmætur. Undanfarin ár hafa orðið k-al- A: skemmdfr á túnum á stórum lan-ds svæðum, en nökkuð er misjafnt hvar þær hafa orðið mestar frá ári til árs. 1965 var kalið mest á ,Austurlandi og víða í Norður- Þingeyjiarsýslu. Næsta ár var höf-uðikalsvæðið í Suður-Þingeyjar sýslu og útsveitunj Eyj-afjarðar sýslu. Þá var einnig mikið kal í Strandasýslu. í fyrra kól mest á austanverðu Norðurlandi og við Isafjiarðardjúp. í ár nær kalsvæðið miklu víð ar en undanfarin v-or. Auik þeirra hérað-a sem áðu-r eru talin eru nú allmiklar kalsk-emmdir í ofan verðum Borg-arfirði og verst í Norðurárdal. Á sun-nanverðu Snæ fellsnesi eru miklar kalskem-md ir. Þá eru tún í Ölfusi skemmd og einnig hefur borið á kali í Rang árvalla-sýslu. Og á su-mum bæjum í Skaftártungum eru miklar kal- skemmdir. MORÐINGI Framhald af bls. 1. og utan hans meðan á yfirheyrsl- unum stóð. Scotland Yard við- hafði miklar öryggis-ráðstaafnir í samibandi við réttarhöldin í dag, |>ar sem óttast var, að reynt yrði að ráða Ray af dögum. Leynilög- reglumenn leituð'u að skotvopn- -um á f-réttam-önnum og öðr-um, áður en þeir fengju a'ð fa-ra inn í réttarsalinn, og er þetta í fyrst-a skipti, sem s-líkt hefur komið fyr ir í London. Óeinkennisklæddir lögregl-ulþjónar stóðu í röðum inni í réttarsalnum og utan dyra og höfðu vakandi auga m-eð hverri hreyfingu f-réttamanna og annarra viðstaddra. Úti fyrir börðust foi'vitnir Eng- lendin-gar allt hvað af tók við að komast inn í réltarsalinn og var þröngin gífurleg, en stundarfjórð ungi áður en Ray var leidd-ur fyr- i-r réttinn, 1-okaði vörður eipn hinni ramm-byggilegu eikar-hurð fyrir réttarsálnu-m, þrátt fyrir áköf mót mæli fjöldg-ns. St-rax eftir að Ray hafði komið fyrir réttinn, var hann fluttur í -brynvarinni lögreglubifreið til Brixton fangelsisin-s í suðurhluta London, þar sem hann v-erður hafður í haldi. Va r a-dóm smál ará ðh erra B a n d a- ríkjanna, Fred M. Vinson, fylgd- i:st með yfi-rheyrslunni í d-ag úr einu horni réttarsalarins. Vinson kom til Lon-don á sunnudag, til þess að tryg-gja það, að Ray yrði f-ramseldur bandarískum yfirvöld- um. Talið er, að Vinson ha-fi ráð- fært sig við yfirmenn Scotland Yard, en ameríska sendiráðið í London upplýsti, að enn hefði varadÓTnsmálaráðherrann ekki krafizt framsals Rays opinberlega. Framsal sakamanna frá Eng landi til annarra landa getur ver- ið mjög flókin athöfn og búast má við að framsal Rays til USA | dragist i marga-r vikur. Ray hefur j nefnilega rétt á 15 daga áfrýjun- a-rfresti. Hugsanlegt er þó, að brezka ríkisstjórnin vísi Ray úr landi, en það getur aftur á móti ’ haft í för með sér ýmsa erfið- leika. Brottvísun úr landi leiðir vana-lega til þess að viðkomanda er v-ísað aftur til síns heimalands en fari svo að hið kanadíska vega- bré-f Rays reyn-ist ófalsað. geta brezk yfirv'öld orðið í vandræðum með að úrsþurða þjóðerni Rays. í Washinjpun rannsaka sérfræð ingar í utanríkis- og dómsmála- ráðuneytunum, hvernig hægt sé að fá Ray framseldan á sem fljót- virkastan hátt. Opinberi-r talsmenn í Bandaríkjunum telja þó enga ástæðu til þess að óttast, að fram salið reynist ekki mögulegt. Þessar ieiðir eru helzt taldar koma til greina til bess að afhend ing Rays til USA nái fram að ganga: 1) Beiðni um framsal vegna morðákæru, en til er samn ingur mil-li landanna tveggja um gagnkvæma afhendi-n-gu glæpa- manna í þessu til-viki, 2) Beiðni um framsal á grundvelli þess að ÞRIÐJUDAGUR 11. júní 1968 Ray brauzt út úr ríkisfangeisinu í Missouri, þar sem hann afplán- aði 20 ára fangelsisdóm. Þetta at- riði nægir einnig ti-1 framsals sam kvæmt samningi, og sérfræðingar telj'a, að það mu-ni leiða til fljót- ari viðbragða í London. 3) fíœgt er að ví-sa Ray úr landi, þ. e. a. s. Bretlandi, þar eð hann komst inn í landið á fölsku ve-gabréfi, að Iþví að álítið er. Síðu^tu fregnir herma, að ■bandarísk yfirvöld hafi ákveðið að fara þes-s formlega á leit við brezku ríkisstj-órnina, áð Raý verði framseldur samkvæmt þeirri leið, er fyrst er getið hér að o-fan. SKIPAÚTGCR0 RÍKISINS M/s Esja fer v-e^tu-r um 1-a-nd í hring- ferð .14. þ.m. Vörumóttaka á þriðj-u-dag og miðviku-dag til Patr eksf j arðar, Tálknaf j arðar, Bíldudals, Þin-geyrar, Flateyr- ar, Suð-ureyrar, ísafjarðar, — Siglufjarðar, Aku-reyrar, Húsa- víkur, Raufarhafnar, ,Þórshafn ar og Vopnafjarðar. M.s. Herðubreið fer austur um land til Borg arfjarðar 13. þ.m. Vörumót- taka þriðju-dag og miðvikuda-g til Hornafjarðar, Djaxpavogs, Breiðdalsvikur, Stöðvarfjarðai og Borgarfjarðar. Sveit 13 ára röskur drengur ósk ar eftir að komast á gott sveitaheimili. Sími 31135. Sveit Tvær systur á aldrinum 13 og 10 ára, óska eftir að komast í sveit í sumar. — Þarf ekki að vera,á sama stað. Upplýsingar í síma 16643. Sveit 13 ára drengur óskar eftir að komast í sveit. Upplýs- ingar í síma 40730, eftir kl. 6 eða frá 10—12 á morgnana. BÆNDUR Tveir drengir 12 og 13 ára (vanir) óska eftir góðum stað í sveit. Engin kaup- krafa. Upplýsingar í síma 50744. HÚSASMIDUR vill taka að sér verkefni úti á landi. Upplýsingar í síma 42293 kl. 19,30—22,00 á kvöldin. Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð við fráfall og jarðarför sonar okkar og bróður, Sigríður Helgadóttir, Þorleifur Benediktsson, Sfeinunn Þorleifsdótfir og fjölskylda. Innilegar þakkir sendum við öllum nær og fjær fyrir auðsýnda sam- úð og vinarhug og margvislega hjálp við fráfall og jarðarför móður okkar Katrínar Júlíönu Albertsdóttur Sérstakar þakkir færum við læknum og hjúkrunarliði á Elliheim- ilinu Grund fyrir góða hroKrun ,'ýrr og síðar. Dagbjörí- Davíðsdóttir, Dóra Davíðsdcrftir. Innilegar þakkir færum við öllum fyrir auðsýnda samúð við frOfall og jarðarför litla drengsins okkar Haraldar Bjarnasonar Gullteig 18. Sérstakar þakkir færum við öllum þeim sem þátt tóku í leitinni að honum 25. marz s. I. Einnig þökkum við vinum og vandamönnum sem hafa styrkt okkur og stutt. Guð blessi ykkur öll. Aðalheiður M. Haraldlsdóttir, Bjarni Sigfússon. Elglnmaður minn, faðir okkar og fengdafaðir * Markús Guðmundsson fyrrverandi vegavinnuverkstjórl, Klapparstíg 9, andaðist að heimili sinu 9. júni. Sigurbjörg Jónsdóttir, dætur og tengdasynir. •• f rtf'i Utför elginmanns mlns, Jónasar Þorbergssonar fyrrverandi útvarpsstjóra, fer fram frá Dómkirkjunni, fimmtudaginn 13. þ. m. kl. 14. Pyrlr hönd barna minna barnabarna og tengdabarna, | Sigurlaug M. Jónsdóttir. Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og jarðar- för mannsins míns, föður okkar, sonar og bróður, GuSbjarfs Halldórs GuSbjartssonar Karfavogi 40. Sérstaklega þökkum við iæknum og hjúkrunarliði Landsspítalans. Guðríður Guðjónsdóttir og synir, Guðbjartur Guðbjarfsson og börn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.