Tíminn - 11.06.1968, Blaðsíða 13

Tíminn - 11.06.1968, Blaðsíða 13
i VKmmDAGtm 11. júnf 1968. fÍMINN ÍÞRÓTTIR 13 tislWfiP Hetja Akureyrar-Uösins á sunnudaginrt, Kári Árnason. Þarna sést hann skora fyrsta mark leiksins, Peíffher: Verðskuldað- ur sigur Akureyringa „Sigur Alaireyringa var fylli- lega verðsknldaður'1, sagði Walt- her Peiffher, þjálfari KR, þegar blaðamaður Tímans hitti hann eftir leikinn við Akureyri á sunnudaginn. Heldur var hljóðið dauft í Peiffher, eins og skiljan- legt var, eftir hinn stóra ósigur KR. Hins vegar var Einar Helgason, þjélfari Akureyringa, í sjöunda himni: „Við höfum aldrei byTjað eins vel og núna“, sagði hann. Aðspurður um æfingaaðstöðuna, sagði Einar, að enn sem komið væri, hefðu Akureyringar engan völl til að æfa á, en hefðu hins vegar fengið aðstöðu á túnbletti skammt frá flugvellinum á Akur- eyri, Enn er ekki vitað, hvenær hægt verður að leika á vellinum á Akureyri. Eins og stendur er ekkl „stingandi strá“ á vellinum, eins og Einar komst að orði við blaða menn. Jafnvel Ellert gat ekki sameinað KR-skrapið / 1 1' '•'■"■ Stórsigur Akureyringa gegn KR 3:0. Kári Árnason skora'ði öll mörkin. — Kári Ámason var hetja dagsins hjá Akureyrar-liðinu á sunnudag- iim, þegar Akureyringar bókstaf- lega kafsigldu „lið hinna miklu fyrirheita“ KR, 3:0. Kári skoraði nefnilega öll þrjú mörkin og sýndi stórkostlegan leik. Ákur- eyringar, sem aldrei hafa fengið slíka óskabyrjun í fslandsmóti, sýndn ágætan leik, en mikið til á kostnað lélegra mótherja, sem KR-ingar óneitanlega eru. Hvað er eiginlega að ske hjá KR? Sá, sem þessar línur skrifar minnist þess varla að hafa séð lélegra KR-lið. Og þó að það sé afsökun fyrir KR, að Þórólf hafi vantað, er það eitt ekki nægilegt. Oft hefur Ellert Sohram getað bjargað KR á neyðarstundu, en jafnvel hann gat ekki bundið KR- skrapið saman eftir að hann kom inn á sem varamaður seint í fyrri bálfleik. Segir það sina sögu. En snúum okkur að gangi leiks tns. Akureyringar sýndu fljótlega, að þeir voru betri aðilinn. Hvað eftir annað skapaðist mikil hætta við KR-markið, og á 10. mínútu átti hinn rauðhærði útherji Akur eyrar, Valsteinn, skot, sem hafn- aði í stöng, Maðurinn, sem átti eftir að hrella KR-inga meas? var Kári Ámason,, Hann lét fyrst að sér kveða á 40. mínútu, þegar hann afgreiddi sendingu fram miðjuna frá Guðna Jónssyni, í mark. Vel gert hjá Kára, seni lék á einn vamarmanna KR og síðan á Guð- mund Pétursson niarkvörð. Og þá var ekkert eftir að gera annað en renna knettinum í mannlaust mark, 1:0 staðreyud. Kári lét ekki staðar numið, því að í síðari hálfleik bætti hann tveimur gull- fallegum mörkum við. Á 9. niín. hafði Steingrímur leikið upp hægra kantinn framhjá tveimur KR-ingum og gaf síðan fyrir mark. Úr mjög erfiðri aðstöðu fleygði Kári sér á eftir knettin- um og náði að skalla í mark. Og þriðja og síðasta markið skoraði Kári á 15. mínútu eftir fyrirgjöf Valsteins. Þá voru úrslit leiksins endanlega ráðin. Sigur Akureyr- inga hefði vissulega getað orðið stærri, en víst er um það, að 3:0 er þó stór sigur í augum Akur- cyringa. Eftir tvo fyrstu leiki íslands- mótsins hafa Akureyringr byr undir báðum vængjum — með 4 stig í pokahorninu. Og nú þegar eru menn byrjaðir að velta þvi fyrir sér, hvort ,.Bikarinn“ hafni nú loks fyrir norðan. En það er of snemmt að spá nokkru. Að mínu viti er Akureyrar-liðið ekk- ert betra en í fyrra — o.g sigur- inn,, sem liðið vann á sunnudag- inn, stafar fyrst og fremst af því, hversu lélegir mótherjar KR-ing- ar voru. En samt sem áður voru nokkrir Ijósir punktar við Akr- liðið. Kári er auðvitað efstur á blaði. Með hi-aða sínum og leikni kom hann KR-vörninni úr jafn- vægí. Tengiliðirnir, Guðni Jóns- son og Magnús Jónatansson, voru nokkuð góðir, Guðui í fyrri hálf- leik og Magnús í þeim síðari. Þó eiga þessir leikmenn áreiðanlega eftir að sýna betri leiki síðar. í vörninni voru Jón Stefánsson og Pétur aðalburðarásar. Samúel í markinu fékk ekkert mark á sig. Samt má hann bæta sig mikið. Út.hlaup hans eru oft hin furðu- legustu. Með réttu ætti ég að endur- prenta flest af því, sem skrifað var um KR eftir fyrsta leikinn í Reykjavikurmótinu. Það var ekki heil brú i leik liðsins, bvorki í vörn né sókn. Sóknarmenn liðs- ins \mru svo lélegir, að vart er hægt að kalla þá meistaraflokks- menn, nema Gunnar Felixsón. Skotin á mark voru ekki mörg, Pramhaid a ois 15 Hvert er verksvíð Framkvæmds stjórans? Hvert er verksvið fram- kvæmdastjóra KSÍ? Ámi Njálsson, hinn nýi fram- kvæmdastjóri KSÍ, frestaði leik Fram og Vestmanna- jeyinga á sunnudaginn, þeg- ar sýnt þótti, að Framarar kæmust ekki til Eyja. Sendi hann Vestmannaeyingum skeyti þess efnis í nafni mótanefndar. Urðu mikil læti í Eyjum út af þessu, þótt Ámi væri aðeins að gera skyldu sína — og gera það eina, sem hægt var að gera, eins og málin stóðu. Framarar áttu að fara til Eyja skömmu eftir hádegi á sunnudaginn. Þá tilkynnti Flugfélagið, að ekM væ/i fært til Eyja og bað leik- mennina að athuga síðar um daginn, eða nm 4-leytið hvort þá væri hægt að fljúga. Síðan skeður það, eitthvað hálftíma síðar, að skyndilega er fært til Eyja. Reynt er að ná til leikmannanna, en ekki náð ist til þeirra allra strax. Var Flugfélagið beðið nm að hinkra aðeins eftir leik mönnunum. Eftir smábið fór flugvélin í loftið, án Fram-leikmannanna, sem flestir voru komnir. Átta mínútum eftir að vélin fór af stað, voru allir leikmenn irnir mættir. Síðar um kvöldið var önnur ferð, en þá reyndist ekki vera pláss fyrir Fram-hópinn. Það var því ekki Sm neitt annað að ræða en fresta leiknum. Annað bætt Framhald a ois 15 P ■ T, f Handknattleiksmenn slá ekki slöku við Landsliðsæfingar eru hafnar. Unnið eftir áætlun langt fram í tímann Alf—Reykjavik. — Það verður ekki sagt, að handknattleiksmenn okkur siái slöku við, því að nú eru landsliðsæfingar hafnar. Eru þó margir mánuðir þar til næsti laijidsleikur verður háður, ef und- anskilinn er „landslcikur" Færeyinga síðar í sumar. Fyrsta landslið.sæfingin var s.l. sunnudagsmorgun undir stjórn landsliðsþjálfarans, Birgis Björns sonar. Það merkilegasta er, að nú er nnnið eftir æfingaprógrammi langt fram í timann. Tækninefnd Handknattleikssambandis Islands, en Karl Benediktsson veitir henni forstöðu, hefur gert áætlun langt fram í tímann, en fyrst og fremst er áætlunin þó miðuð við heims meistarakeppnina á næsta ári. Verður væntanlega hægt að skýra nánar frá þessu í blaðinu síðar. Eftir upplýsingum, sem fþrótta síðan fékk í gær. hefur landáliðs nefnd valið 20—22 leikmenn til æfinga. Áuk þess er ráðgert að I þar sem enn stærri hóþur hand- hafa „opið hús“ á hverjum degi, knattleiksmanna mun æfa. Einn af iandsliðsmönnum okkar, Geir Hallsteinssess.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.