Alþýðublaðið - 03.02.1990, Blaðsíða 1
til þess að ná þessu markmiði þurfi allir að
standa saman og þeir kjarasamningar sem enn
er eftir að gera verði í samræmi við þá sem nú
hefur verið skrifað undir. Stéttarsamband
bænda var meðal þeirra fjölmörgu aðila sem
eiga aðild að samningnum og á forsíðumynd-
inni siturformaðurStéttarsambandsins, Hauk-
ur Halldórsson ásamt formanni Vinnuveit-
endasambandsins, Einari Oddi Kristjánssyni.
Alþýðublaðið fjallar í dag um samningana út
frá ýmsum sjónarmiðum. Þeireru umfjöllunar-
efni íheilsíðuleiðara á bls. 2. Rætt er við fulltrúa
helstu samningsaðila á bls. 3 og í opnunni er
fólkið á götunni spurt um álit.
I fyrrakvöld og um hádegisbilið í gær var
skrifað undir kjarasamninga fyrir stærstu
launþegasam tök landsins, ASÍog BSRB. Þess-
ir kjarasamningar byggjast á mjög víðtæku
samkomulagi margra aðila og markmið þeirra
m.a. að koma verðbólgunni svo rækilega niður
að hún nemi ekki meiru en 6—7% á þessu ári.
Það er þó samdóma álit samningsaðilanna að
Samningar hjá Reykjavíkurborg:
llndirskrif frestað
vegna stiómarkjörs
Bodið fram gegn formanni starfsmannafé-
lags Reykjavíkurborgar. Kosið fyrir helgi
Ekki verður skrifað undir
kjarasamning milli Reykjavík-
urborgar og starfsmanna
hennar fyrr en að afstöðnu
stjórnarkjöri í Starfsmannafé-
lagi Reykjvíkurborgar. Borist
hefur mótframboð gegn for-
manni félagsins, en ný stjórn
verður kjörin fyrir næstu
helgi.
Það er Guðmundur Vignir Ósk-
arsson, brunavörður sem er í
framboði gegn sitjandi formanni,
Haraldi Hannessyni. Haraldur
sagði í samtali við Alþýðublaðið í
gær að rétt þætti að fresta undir-
skrift kjarasamninga þar tii að
stjórnarkjörinu afstöðnu. Harald-
ur kvaðst þó ekki eiga von á að úr-
slit stjórnarkjörsins myndu hafa
áhrif á kjarasamninginn sjálfan að
öðru leyti.
Ríkissjóður:
Utgiöldin skorin
niður um milliarð
Ríkisútgjöldin verða skorin
niður um nálægt milljarði
króna til að mæta fyrirsjáan-
lega auknum fjárlagahalla
vegna nýgerðra kjarasamn-
inga. Þetta kom fram í ummæl-
um fjármálaráðherra og for-
sætisráðherra í sjónvarpi í
gærkveldi. Hvorugur ráðherr-
ann vildi þó tilgreina nánar
hvar skorið yrði.
Reiknað er með að skuldbind-
ingar þær sem ríkissjóður tekur á
sig vegna kjarasamninganna
muni kosta um 1,2—1,3 milljarða
króna. Munar þar mestu um
áframhaldandi niðurgreiðslur
matvæla en sá kostnaður er áætl-
aður á bilinu 700—750 milljónir.
Aðrir mikilsvérðir kostnaðarliðir
eru hækkun svokallaðs frítekju-
marks lífeyrisþega og frestun á
hækkunum ýmissa opinberra
gjalda.
Fjármálaráðherra hyggst leggja
fram tillögur um niðurskurð ríkis-
útgjalda eftir viðræður við aðra
ráðherra en að lyktum mun þó
málið koma til kasta Alþingis.