Alþýðublaðið - 03.02.1990, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 03.02.1990, Blaðsíða 5
Laugardagur 3. febr. 1990 5 FRÉTTASKÝRING GEORGE BUSH, Bandaríkjaforseti: Yill fækka hermönnum stórveldanna í George Bush, Bandaríkjaforseti hefur lagttil við Míkhaíl Gorbatsjov, forseta Sovétríkjanna að ríkin tvöfækki herlið- um sinum staðsettum í Mið-Evrópu verulega. Bandaríkja- forseti ræddi tillögur um fækkun herafla símleiðis við Gor- batsjov áður en hann flutti bandarísku þjóðinni stefnuræðu sína að kvöldi 31. janúar. Bush, tók þó fram í ræðu sinni að hann teldi veru bandarísks herafla í V-Evrópu nauðsynlega og að hún skuli ekki háð veru sovésks herafla í A-Evrópu. Tillögur Bandaríkjamanna um fækkun herafla hljóða upp á að hvort ríkið fyrir sig fækki hermönnum sínum í Mið-Evr- ópu niður í 195.000 en tillögur um fækkun hafa til þessa aldrei farið niður fyrir 275.000. M-Evrópu George Bush segir í stefnuræðu sinni að þessar tillögur byggi á þeim breytingum sem orðið hafa í átt til aukins lýðræðis, á undan- förnum misserum í A-Evrópu. Sú ógn sem Vestrænum ríkjum hefur stafað af herveldi Sovétríkjanna fari minnkandi og því telja Banda- ríkjamenn nú óhætt að leggja til aö hefðbundnum herafla í Mið-Evrópu verði fækkað. Hins vegar bendir Bush á að sú stað- reynd standi enn að strúktúr hern- aðaruppbyggingar Sovétríkjanna sé óbreyttur. Meðan svo sé geta Bandaríkjamenn ekki horfið frá hernaðarstefnu sinni sem byggir á langdrægum kjarnorkuflaugum. Ólíkir hagsmunir Bandaríkjamenn hafa til þessa gegnt veigamiklu hlutverki í vörn- um NATO á meginlandi Evrópu. Kostnaður Bandaríkjamanna af herafla staðsettum í Evrópu er mikill. Þær raddir hafa gerst æ há- værari innan Bandaríkjanna sem segja að þessi útgjöld verði að lækka með einhverju móti. Þá hafa Bandaríkjamenn lengi talið hlut V-Evrópuríkja allt of lítinn í uppbyggingu herafla NATO. Til- lögur Bush um niðurskurð þessa herafla munu því eflaust falla í góðan jarðveg meðal Bandaríkja- manna. Málin hafa hins vegar horft öðruvísi við ráðamönnum í ríkjum NATO í V-Evrópu þar sem allar til- lögur i þessa veru hafa hingað til mætt mikilli tortryggni. Hafa þessi riki hingað til lagt á það ríka áherslu að Bandaríkjamenn standi við skuldbindingar sínar um að tryggja varnir á meginlandi V-Evr- ópu. Til þessa hefur vera banda- rískra hersveita í Mið-Evrópu ver- ið talin stuðla að auknum trúverð- ugleika þessarar hernaðarstefnu. Breyttar forsendur í A-Evrópu eru hins vegar taldar auka líkur á að ráðamenn í V-Evrópu muni fallast á þessar tillögur Bandaríkjafor- seta. Bush vék í ræðu sinni að innrás Bandaríkjamanna í Panama. Hann sagði að þar hefði lýðræði verið endurreist og nú væri Pan- ama frjálst ríki. Þá tilkynnti Bush að í lok febrúar yrði flutningum umframherafla Bandaríkjanna heim lokið og fjöldi bandarískra hermanna yrði þá á ný svipaður og verið hafði áður en til átaka kom. Mestur hluti ræðu Bandaríkja- forseta fjallaði um stefnumótun í innanríkismáium. Fjárlagahalli Bandaríkjanna hefur verið tals- verður undanfarin ár. A síðasta ári var hallinn 6% af vergri þjóðar- framleiðslu en nú mun stefnt að því að hallinn verði ekki nema Að fjárfesta í Bandaríkjunum Bush lagði áherslu á að við- Bandaríkjamönnum blasi nú stöð- ugt harðnandi samkeppni á mörk- uðum í kringum þá. Til að mæta þessari staðreynd yrði að gera ýmsar grundvallarbreytingar. Þar lagði hann höfuðáherslu á upp- byggingu innanlands og að fjár- festing beindist inn á við eða með hans orðum; „Við verðum að fjár- festa i okkur sjálfum". í framhaldi af þessu tilkynnti forsetinn að hann myndi leggja fyrir þingið frumvarp um fjölskyldusparnað „Family Savings Plan“. Þá sagði forsetinn að efla bæri hvers konar innlenda framleiðslu og fjárfest- ingu í rannsóknum og þróun á sviði iðnaðar. Slíkt skilaði sér í aukinni atvinnu og öflugra efna- hagslífi sem myndi leiða til sterk- ari stöðu Bandaríkjanna á al- heimsmarkaði. Þá lagði Bush áherslu á að menntakerfið yrði eflt og að baráttunni við eiturlyfja- ánauðina yrði haldið áfram. 1%. Bush sagði að kominn væri timi til að Bandaríkjamenn biðu fram aðstoð sína við hin ungu lýöræðisríki í austri og stuðla meö þeim hætti að sameiningu Evrópu. Góða heigi! Góða heSgi! Góða helgi! Góða helgi! Góða helgi! Um þessa helgi er fjölmargt að gerast á hinum ýmsu svið- um mannlífsins, — engin ástæða til að láta sér leiðast. Skoðum nokkur atriði sem bjóðast til afþreyingar. Málverkasýningar um allar jarðir Mikið framboð er um þessar mundir af góðri myndlist. Á Kjarvalsstöðum eru sýningar Tolla, Þorláks Kristinssonar á olíumálverkum í vestursal, Guðnýjar Magnúsdóttur, sem sýnir leirmuni í vesturforsal, og Braga Þórs Jósefssonar, sem sýnir í austurforsal. Meistari Kjarvai er á sínum stað í aust- ursal. í Nýhöfn í Hafnarstræti er sýning Guðrúnar Einars- dóttur, olíuverk unnin á síðast- liðnu ári. í nýju galleríi, Gallerí RV, sem fyrirtækið Rekstarvörur rekur að Réttarhálsi 2, er sýning Daða Guðbjörnssonar. Sýn- ingin er opin virka daga frá 8—17. Enn annað nýtt gallerí er að finna að Logafold 28, líklega fyrsti sýningarsalurinn í Grafar- vogshverfi. Þar opnar Gallerí Graf kl. 3 á laugardaginn með sýningu á verkum ungrar lista- konu, Ástu Guðrúnar Ey- vindardóttur. Gallerí Graf er opið á laugardögum frá 14—18. Þá er að geta sýningar vest- ur á ísafirði í Slunkaríki. Þar er expressíónisti frá Hollandi á ferð, Jean-Paul Franssen. Bellmans minnst í Norræna húsinu í Norræna húsið er gott að koma um helgar, alltaf eitthvað á seyði þar. Á laugardagskvöld er dagskrá í tilefni af 250 ára af- mæli Bellmans, vísnasögvar- arnir Axel Falk og Bengt Magnusson verða þar með söng og gítarspil kl. 20.30. Tón- leikamir verða endurteknir á mánudagskvöld kl. 20.30. Fyrir jazzunnendur er rétt að benda á jazzkvöldið í Café ís- land í Hótel íslandi. Þar koma fram Tómas R. Einarsson og félagar á laugardagskvöld kl. 23.30. í Duus húsi er Ómar Ein- arsson og tríó með Guðmundi Ingólfssyni á ferðinni kl. 21.30 á sunnudagskvöld. Fjársjóður herra Arne í Kvik- myndaklúbbnum í Kvikmyndaklúbbnum i Regnboganum er til sýningar kvikmynd Maurits Stiller, Herr Arnes Pengar, frá 1919. Sýn- ingar Kvikmyndaklúbbsins eru fyrir félaga eingöngu, — aðild kostar 1000 krónur, en að: göngumiðinn 300 krónur. í klúbbnum eru sýnd ýmis helstu stórvirki kvikmynd- anna, myndir sem þú munt lík- lega aldrei sjá í sjónvarpinu. Sýningar í Kvikmyndaklúbbn- um eru á fimmtudögum kl. 21 og 23.15 og á laugardögum kl. 15. Heimili Vernhörðu Alba — síðustu forvöð að sjá góða sýningu Meistaraverkið Heimili Vern- hörðu Alba eftir Federico Garc- ia Lorca verður sýnt í síðasta sinn á stóra sviði Þjóðleikhúss- ins á sunnudagskvöldið. Góð sýning að allra dómi. Heitar, spánskar ástríður. í sýningunni koma fram á þriðja tug kven- leikara, — Kristbjörg Kjeld í að- alhlutverki. Gamanleikurinn Lítið fjölskyldufyrirtæki er á fjölum Þjóðleikhússins á laug- ardagskvöld, sýningum fækkar því stóra sviðinu verður lokað 26. febrúar vegna viðgerða. Efni leikritsins, sem er eftir Al- an Ayckburn ætti að höfða til okkar. Spurningin er nefnilega: Hvernig getur fjölskyldufyrir- tæki farið á hausinn þegar eigendur þess virðast moka inn peningum? Vinsælt leikrit sem hefur fengið fádæma góða aðsókn. Skíðaferðir og göngutúrar Áreiðanlega munu margir reyna að fara á skíði um helg- ina, — það er spurning um veður sem ræður hvort af skíðaferðinni verður eða ekki. Bláfjöllin eru þegar farin að draga til sín margmenni, — og nú tilkynna þeir í Hlíðarfjalli við Akureyri okkur að þar sé allt til reiðu. Þar eru fimm lyftur, m.a. 1000 metra stólalyfta sem flyt- ur 580 manns á klukkutíma. Lyfturverða opnarfrá 10—17. í Hlíðarfjalli fást leigð skíði með öllum búnaði á 1200 krónur fyrir daginn, — dagurinn í lyft- ur kostar 630 krónur í heilan dag. Frá Kópavogi fáum við þær fréttir að Hananú fólk gangi á laugardagsmorgun eins og endranær, allir velkomnir sem vilja Samveru, súrefni og hreyfingu, en það eru einkunn- arorð göngumannanna.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.