Alþýðublaðið - 03.02.1990, Qupperneq 3
Laugardagur 3. febr. 1990
3
ÞAÐ VERDA ALUR
AÐ STANDA SAMAN
Margt er athygli vert við þá kjarasamninga sem undirrit-
aðir voru í fyrrakvöld og í hádeginu í gær. Sjaldan eða aldrei
fyrr munu jafnmargir aðilar hafa átt beina eða óbeina aðild
að samningum. Milli tveggja stærstu launþegasamtak-
anna, ASÍ og BSRB ríkti mjög náið samstarf þótt þessir aðil-
ar ættu sér ekki sömu viðsemjendur. Að baki kjarasamning-
unum liggur líka samkomulag samningsaðilanna við
bændasamtökin um að bændur falli frá hækkunum á fram-
leiðslu sinni til nóvemberloka. Síðast en ekki síst má svo
nefna yfirlýsingu banka og sparisjóða um verulegar nafn-
vaxtalækkanir.
Starf það sem unnið er í kring-
um kjarasamninga hefur líka
gengið fyrir sig með öðrum hætti
nú en endranær. Stóryrtar yfirlýs-
ingar samningsaðila hafa nánast
með öllu fallið niður, en í stað þess
hefur verið unnið samfellt og að
því er virðist allan tímann í góðri
samvinnu, að útreikningum og
kannski má segja að stað þess að
„aðilar vinnumarkaðarins" hafi
látið ganga á milli sín tiiboð og
gagntilboð ásamt hótunum um
verkföll og verkbönn, hafi þessir
nýju kjarasamningar verið reikn-
aðir út í tölvu. Þeir forystumenn
sem Alþýðublaðið ræddi við í gær
virtust yfirleitt hafa tröilatrú á
samningnum þótt þeir segðust
jafnfram sjá vissar hættur á þeim
vegi sem framundan er. Þeir voru
líka undantekningarlaust sam-
mála um það að til að markmiðin
með samningnum náist þurfi und-
antekningarlausa samstöðu.
Tilbrigði við sama stef
Þeir samningar sem nú eru í
höfn, eru fyrstu samningar Einars
Odds Kristjánssonar, sem for-
manns Vinnuveitendasambands-
ins. Fyrir rúmlega hálfu öðru ári
var þessi sami Einar Oddur helsti
talsmaður „niðurfærsluleiðarinn-
ar“ sem svo var nefnd og af gár-
ungum kallaður „bjargvætturinn".
Niðurfærsluleiðin náði ekki fram
að ganga þá en um margt virðast
samningarnir nú minna á þær
hugmyndir sem þá voru uppi.
„Þetta er tilbrigði við sama stef,
en allt önnur nálgun" sagði Einar
Oddur Kristjánsson um þetta. „Nú
erum við að gera þetta með frjáls-
um samningum allra aðila, en
markmiðið er það sama. Við ætl-
um að ná verðbólgunni niður í um
6%, þannig að hún verði á svipuðu
stigi og í öðrum OECD löndum. En
þetta krefst þess að þeir sem á eftir
koma í samningagerð muni gera
eins og við. Það er raunar bjarg-
föst sannfæring mín að svo verði."
Að því er Vinnuveitendasam-
bandið áhrærir, á það eftir að
semja við allnokkur stéttarfélög.
Eftir að svo víðtæk samstaða hef-
ur náðst við stærstu hópana um
þessa samninga virðist mega
vænta þess að VSÍ-menn verði
harðir á því að ekki verði farið út
fyrir þennan ramma í þeim samn-
ingum sem á eftir koma. Um það
segir Einar Oddur:
„Við verðum ekki bara harðir.
Það kemur ekki neitt annað til
greina. Ef við færum að semja
öðruvísi við einhverja aðra hópa,
væru það svik við verkalýðshreyf-
inguna — og við svíkjum hana
ekki. Eg vil vara við því að sá stíg-
ur sem við göngum inn á með
þessum samningum, hann er
þröngur og það má ekki mikið út
af bera.“
Þarf að tryggja ríkissjóði
innlent lánsfé_________________
Már Guðmundsson, efnahags-
ráðgjafi fjármálaráðherra segir að
í fjármálaráðuneytinu hafi ekki
enn unnist tími til að reikna dæm-
ið alveg í botn, en fljótt á litið virð-
ist sem samningarnir muni kosta
ríkissjóð 1,2—1,3 milljarða króna,
þar af 700—750 milljónir í auknar
niðurgreiðslur.
„Samningarnir í heild og þær
launatölur sem í honum birtast
eru út af fyrir sig mikilsverður ár-
angur í efnahagsmálum," sagði
Már. „Þessir samningar bera líka
vott um þann árangur sem ríkis-
stjórnin hefur náð í efnahagsmál-
um fram að þessu, því að það er
einmitt sá árangur sem er for-
senda þess að unnt var að gera
slíkan samning."
Már Guðmundsson sagði hins
vegar að vissulega væru kröfur
um aukinn halla ríkissjóðs
áhyggjuefni og sömu sögu væri að
segja um kröfur um aukna slökun
í peningamálum. Hvort tveggja
skapaði vissa hættu á verðbólgu.
Til að vega upp á móti hallaaukn-
ingu ríkissjóðs, kvaðst Már telja
líklegt að reynt yrði að skera eitt-
hvað niður á móti, þótt engar líkur
væri til að unnt yrði að mæta allri
hallaaukningunni með því móti.
Það skipti hins vegar miklu máli
að unnt yrði að tryggja ríkissjóði
innlent lánsfjármagn og með því
að auka skuldabréfakaup lífeyris-
sjóðanna gætu aðilar vinnumark-
aðarins hjálpað til við að tryggja
að markmið kjarasamninganna
náist.
Afar merkileg tilraun
„Sú braut sem við leggjum út á
með þessum samningum er auð-
vitað hættum stráð, við gerum
okkur fulla grein fyrir því,“ sagði
Haraldur Hannesson, fyrsti vara-
formaður BSRR „En ef þetta
gengur upp og allir standa í fæt-
urna, þá er þetta afar merkileg til-
raun.“ Haraldur kvaðst vera þeirr-
ar skoðunar að ef samningarnir
ættu að ná tilætluðum árangri,
þýddi það að þeir sem enn ættu
eftir að semja, yrðu að semja á
sama hátt. „Það þýðir í raun að við
verðum að vera í andstöðu við
hvern þann hóp sem gerir kröfur
um meira en það sem í þessum
samningum felst.“
Haraldur sagði að þeir samning-
ar sem nú hafa verið gerðir væru
mjög sérstæðir fyrir þá sök m.a. að
þeir væru nánast „tölvufyrirtæki"
eins og hann komst að orði. Allar
forsendur hefðu verið reiknaðar
fram og aftur í tölvu. „Bregðist
einhverjar af þessum forsendum
halda samningarnir ekki." Varð-
andi rauðu strikin í samningnum
sagði Haraldur að þótt þau væru
auðvitað visst öryggistæki fyrir
launþegasamtökin, þá vonuðust
menn einmitt til að ekki þyrfti að
nota þau. „Ef til þess kemur að
verðbólga fari upp fyrir rauðu
strikin þannig að við þurfum að
fara fram á auknar launahækkanir
í samræmi við það, þá gæti það
aftur haft áhrif á verðbólgu þann-
ig að hún færi aftur yfir rauða
strikið næst og þá erum við komin
í sama gamla farið sem við þekkj-
um svo vel.“
— ef markmid
samninganna
á ad nást. Um
þaö eru samn-
ingamenn
sammála.
Bjartsýni ríkj-
andi eftir ný-
afstaöna kjara-
samninga.
Gert ráö fyrir
aö veröbólga
fari niöur í
6-9% á
árinu. Nafn-
vaxtalœkkun
leiöir til léttari
greiöslubyröi
bϚi fyrir-
tœkja og
almennings.
Haraldur kvaðst ekki minnast
þess áður að svo náið samstarf
hefði tekist með stærstu launþega-
samtökunum en sagði að ætlunin
væri að það samstarf héldi áfram
í því skyni að sjá til þess að mark-
mið samninganna næðust. „Við
munum fylgjast vel með framvind-
unni og hringja bjöllum ef við sjá-
um hættumerki," sagði hann.
Langtímaáhrifin verða
batnandi lífskjör
„Með þessum samningum ná-
um við tvenns konar áréingri,"
sagði Ásmundur Stefánsson, for-
seti Alþýðusambands íslands. „Við
náum því annars vegar að stöðva
kaupmáttarhrapið og ná traustri
kaupmáttartryggingu. Hins vegar
náum við niður verðbólgunni og
þar með lækkun nafnvaxta, sem
aftur hefur afgerandi áhrif á
greiðslubyrði bæði einstaklinga
og fyrirtækja." Ásmundur benti í
þessu sambandi sérstaklega á
ákvæði í 10 grein samningsins, þar
sem gert væri ráð fyrir að fyrir-
tækin nýttu það svigrúm sem
skapaðist með léttari greiðslu-
byrði til að mæta launahækkun-
um samningsins.
Ásmundur sagði ennfremur að
með þessum samningum hefði
náðst að tryggja stöðugt verðlag
og óbreytt verð landbúnaðaraf-
urða út þann tíma sem samningur-
inn væri bundinn. Auk þessa hefði
náðst samstaða með vinnuveit-
endum um að halda verðbólgunni
í skefjum. „Langtímaáhrifin af
þessu öllu eru auðvitað batnandi
lífskjör," sagði Ásmundur.
Helstu hætturnar í vegi þessara
kjarasamninga og það sem komið
gæti í veg fyrir að markmið þeirra
náist, kvað Ásmundur vera að
samstaðan brysti. „Það verða allir
að standa saman og ef samstaðan
heldur, þá er ég sannfærður um að
verðbólgan verður innan þeirra
6—7% marka sem nú er gert ráð
fyrir."
Fólk
Gudrún Ásmundsdóttir leik-
kona, nýbúin að gefa út ævisögu
sína lætur ekki þar við sitja.
Þann 10. febrúar n.k. verður
frumsýnt leikverk hennar ,Heill
sé þér þorskur". Verkið er unnið
annars vegar upp úr smásögu
eftir Jónas Árnason, „Tíðinda-
laust í kirkjugarðinum" en hins
vegar er notaður fjöldi Ijóða,
sönglaga og dægurlaga um sjó-
menn og sjómennsku, höfundar
alls um 30, allt frá Hallgrími Pét-
urssyni til Bubba Morthens.
Gaman verður að sjá hvernig
Guðrúnu hefur tekist til...
★
Guðrún Stella Gissurardóttir er
einn frambjóðenda í prófkjöri
sjálfstæðismanna í Kópavogi í
dag, ung kona, systir Hannesar
Hólmsteins, dóttir Gissurar Jör-
undar Kristinssonar og Ástu
Hannesdóttur. Faðirinn er góður
og gegn alþýðubandalagsmað-
ur en móðirin galvösk framsókn-
arkona. Eplið getur sem sagt
stundum fallið langt frá eikinni.
Framboðsvinna eins frambjóð-
andans, Gunnars Birgissonar fór
laglega í vaskinn. í stað þess að
sitja við símann og ræða við
væntanlega kjósendur sína, átti
hann í kjarasamningum í Karp-
húsi sólarhringum saman.
Stuðningsmenn hans munu þó
hafa haldið uppi merkinu að
sögn og verið iðnir við hringing-
arnar . . .
★
Nýstárlegt biað kemur á markað
á miðvikudaginn. Margrét Sig-
urdardóttir, heitir ritstjóri blaðs-
ins notad & nýtt, sem þá kemur
út. Blaðið birtir fríar smáauglýs-
ingar, en verður selt á blaðsölu-
stöðum. Væntanlega eru DV-
menn ekkert yfir sig hrifnir, en
fordæmi fyrir blaði sem þessu
eru í mörgum löndum og hafa
þau öðalst miklar vinsældir, m.a.
í Svíþjóð, Gula blaði, og í Dan-
mörku, Blá blaðið ...
★
Emil Ágústsson framkvæmda-
stjóri íslensk Ameríska færði í
gær öllum sönnum golfáhuga-
mönnum stórfréttir. Langvar-
andi deilur um lögmæti þess að
nota Ping-golfkylfur í keppni er
leyst, — kylfurnar verða hér eftir
góðar og gildar. Léttir þá mörg-
um golfaranum sem fjárfest hef-
ur í slíkum gripum ...