Alþýðublaðið - 03.02.1990, Síða 4

Alþýðublaðið - 03.02.1990, Síða 4
4 Laugardagur 3. febr. 1990 ÍÞRÓTTAVIÐBURÐIR FYRRITÍMA Frábær árangur Hauks og Finnbjarnar í Stokkhólmi 1947: Haukur Clausen og Finnbjörn Þorvaldsson á Norðurlandamótinu í Stokkhólmi 1947: Komu áhorfendum mjög á óvart með frábærum afrekum. Hauk spáð síðasta sætí en sigraði með glæsibrag! Margt skemmtilegt og áhugavert gerðist í íþróttum árið 1947, en flestir munu þó vera þeirrar skoðunar, að þátttaka tveggja íslendinga í keppni fjögurra Norðurlandaþjóöa í frjálsum íþróttum (íslendinga, Dana, Finna og Norðmanna) gegn Svíum í Stokkhólmi, hafi verið hápunkturinn. Þessir Islendingar voru Haukur Clausen og Finnbjörn Þorvalds- son. Sá fyrrnefndi, sem þá var aðeins 18 ára gamall keppti í 200 metra hlaupi og Finnbjörn var valinn í liðið í 100 metra hlaup og langstökk. Sænska pressan trúði ekki á Islendinga I spádómum sérfræöinga fyrir keppnina voru flestir á einu máli um það, að Svíar myndu sigra, sem og kom á daginn. I sænskum blöðum voru miklar bollalegging- ar um það hver úrslit einstakra greina yrðu og er fróðlegt að líta á þær hugleiðingar. Spádómarnir voru ótrúlega réttir, nema hvað varðaði lslendingana. Nær allir töldu, að Finnbjörn yrði síðastur í langstökkinu, en hann varð 5. og Finnbirni var spáð 3. sæti í 100 m hlaupinu, en þar varð hann 2. Nær öll blöðin töldu, að hinn kornungi íslendingur, Haukur Clausen yrði síðastur í 200 m hlaupinu, en hann sigraði, eins og margir vita. 1 einu finnsku blaði var viðtal við finnska þjálfarann Yrjö Nora, sem þjálfað hafði á íslandi. Hann sagði að Haukur væri stórkostlegur 200 m hlaupari, en var samt á þeirri skoðun, að Lennart Strandberg frá Svíþjóð myndi sigra. Mótið hófst laugardaginn 6. september með setningarhátíð og m.a. fluttu krónprins Svía Gustaf Adolf ávarp. Meðal áhorfenda voru 15 ÍR-ingar, sem verið höfðu í keppnisferðalagi um Noreg og Svíþjóð, þ.á m. sá er þessar línur ritar, Gamli Ólympíuleikvangur- inn frá 1912 var fullsetinn. Finnbjörn nálægt sigri í 1QO m og setti Isl.met________ í langstökki__________________ Eins og áður sagði keppti Finn- björn í tveimur greinum, 100 m og langstökki og í báðum fyrri dag- inn. Fyrrnefnda greinin var ein af þeim fyrstu. Af hlaupurunum sex var Finnbjörn á 4. braut. —■ Ræsir- inn gefur merki um að hlaupar- arnir taki sér stöðu. — „Viðbúnir“, og skotið reið af, en Finnbjörn og Norðmaðurinn Bloch brugðu of fljótt við. Aftur taka hlaupararnir sér stöðu. Islensku áhorfendurnir voru vægast sagt taugaóstyrkir, sennilega mun verr haldnir en Finnbjörn. En nú gekk allt eins og best verður á kosið, Finnbjörn fékk besta viðbragðið. Hann var strax fyrstur og nærri tveimur metrum á undan næstu mönnum, þegar 60 m voru búnir. A síðustu 10 m tókst Strandberg að pressa sig nokkra sentimetra framúr, en báðir fengu sama tíma 10,9 sek. Mikill fönguður ríkti í „íslendinga- nýlendunni", þetta byrjaði glæsi- lega, þó að auðvitað hefðum við óskað Finnbirni sigurinn. En það er engin skömm að tapa fyrir Evr- ópumethafa og úrslitamanni frá Olympíuleikunum í Berlín. Nokkru síðar þennan dag hófst keppnin í langstökkinu, sem þá var hálfgerð aukagrein hjá Finn- birni. Hann stóð sig með mikilli prýði, stökk 7,09 m og varð fjórði eins og áður sagði. Árangurinn var nýtt íslenskt met. Framkoma og árangur Finnbjarnar vakti að vonum mikla athygli og hann vann mun betri afrek, en flestir höfðu búist við fyrirfram. En meira átti eftir að gerast síðari dag keppninnar, er Haukur tók þátt í 200 metra hlaupinu. Enginn bjóst við sigri • 'Jm.... Sú grsin, sem við Islendingar biðum eftir með mestri eftirvænt- ingu var að sjálfsögðu 200 m hlaupið, en enginn okkar bjóst við íslenskum sigri. Við skulum nú sleppa öllum bollcileggingum, þul- urinn tilkynnir að 200 metra hlaup sé næsta grein og þátttak- endurnir koma gangandi inn á völlinn. Brautarskiptingin var þannig: Haukur var á 1. braut, Strandberg á 2., Lundqvist á 3., Bloch á 4., Tranberg á 5. og Hedin á 6. braut. Þegar hlaupararnir höfðu grafið rásholurnar og voru komnir úr æfingargöllunum þá hrópuðum við strákarnir „Áfram ísland" og Haukur veifaði til okk- ar, býsna rólegur að okkur fannst. Það hefur e.t.v. verið vegna þess að flestir álitu að hann yrði nú síð- astur hvort eð var. Haukurfékk versta viðbragðið Hlaupararnir taka sér stöðu og skotið reið af. Lundqvist og Tran- berg náðu áberandi bestu við- bragði, en Haukur og Strandberg lökustu, Haukur var þó enn seinni af stað. Þegar 50 metrar voru bún- ir voru Tranbergog Lundqvist enn vel fyrstir, næstur var Bloch, en Strandberg og Haukur síðastir. Hedin, Svíþjóð tognaði í viðbragð- inu, en haltraði áfram til að fá eitt stig fyrir Svíþjóð. — Þegar 75 metrar voru eftir í mark var Tran- berg enn fyrstur, en Lundqvist, Bloch, Strandbergog Haukur allir hlið við hlið. Þá var það sem Hauk- ur fór að vinna verulega á, hans glæsilega endasprett stóðst eng- inn af keppinautunum, Hann skaust fram úr öllum og sá, sem sérfræðingarnir höfðj spáð síðasta sætinu sneri dæminu við og sigr- aði í hlaupinu með miklum glæsi- brag á nýju íslensku meti 21,9 sek. Hann bætti met Finnbjarnar um 2/10 úr sek. Tranberg varð annar á 22,0 og Lundqvist 3. á 22,1 sek. „Gamli" Strandberg, sem sigraði í 100 m daginn áður, varð nú að láta sér nægja 4. sæti á 22,2, enda þótt Svíarnir hefðu trúað því, að hon- um tækist að sigra með sínum gamla og fræga endaspretti. Mikil fagnaðarlæti Þegar hlaupinu var lokið brut- ust út mikil fagnaðarlæti áhorf- enda, yngsti keppandi mótsins hinn 18 ára gamli íslendingur, Haukur Clausen hafði sigrað óvænt og með yfirburðum, eins og sænsku blöðin orðuðu það dag- inn eftir. Sænsku áhorfendurnir fögnuðu Hauki innilega, þegar hann hljóp til baka eftir æfingar- búningnum og „Heia íslandl, Heia ísland" hljómaði um þennan fræga og gamla leikvang. Sænsku blöðin töldu að Haukur og Hieta- nen sigurvegarinn í maraþon- hlaupinu hefðu notið mestra vin- sælda á mótinu og við máttum vissulega vel við una. Það er gaman að geta þess í leið- inni, að þessi glæsilegi árangur fé- laganna var unninn nokkrum vik- um eftir stofnun Frjálsíþróttasam- bands Islands, en sambandið var stofnað 16. ágúst 1947. Örn Eiösson skrifar 200 metra hlaupið eftir 75 metra: Frá vinstri: Bloch, Lundquist, Strandberg og Haukur. 50 metrar i mark: Tranberg á 5. brauter enn fyrstur en Haukur vinnur stöð- ugt á. í martcinu: ItaftariMhraavað. Tranberg er annar og Lundquist þriðji.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.