Alþýðublaðið - 03.02.1990, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 03.02.1990, Blaðsíða 6
6 Skrifað undir kjarasamninga sem e.t.v. eiga eftir að verða frægir í sögunni, a.m.k. ef sú samstaða næst um þá sem samningsaðilarnir gera sér vonir um. Hér er það Asmundur Stefánsson, forseti Alþýðusambandsins sem mundar pennann. Við hlið hans situr formaður Stéttarsambands bænda, Haukur Halldórsson, þá koma Einar Oddur Kristjánsson, formaður Vinnu- veitendasambandsins og Þórarinn Viðar Þórarinsson, framkvæmdastjóri sama sambands. í bakgrunninum má svo greina Guðlaug Þorvaldsson, rík- issáttasemjara, sem trúlega má minnast margra erfiðari kjarasamninga en þessara. Samningalotu lýkur Kjarasamningar innsiglaðir með handabandi. Forystumenn vinnuveitenda og launþega takastí hendur að loknum löngum samningaviðræðum. Milli þeirra situr formaður Stéttarsambands bænda, sem var einn þeirra fjöl- mörgu aðila sem áttu beinan eða óbeinan þátt í að samningar náðust Samningatíminn fer ekki bara í viðræður og útreikninga. Hér sitja Þráinn Hallgrímsson og Guðmundur Gylfi Guðmundsson hjá ASÍ og Haukur Hall- dórsson formaöur Stéttarsambands bænda. Á löngum samningafundum getur komið sér vel að eiga hitt og þetta í kæliskápnum. Guðlaugur Þorvaldsson ríkissáttasemjari er gamalreyndur í starfinu og veit þetta sjálfsagt öðmm mönnum betur. Ljósritunarvélin gegnir mikilvægu hlutverki í húsakynnum sáttasemjara. Þau eru ófá tilboðin sem þarna eru fjölfölduð árlega að ekki sé minnst á alla útreikningana sem fara þarna í gegn. Laugardagur 3. febr. 1990 Laugardagur 3. febr. 1990 /A Hvai segir fólkið á götunni"? Nú eru samningar í höfn. Þessir samningarnir eru að mörgu leyti óvenjulegir þvíþeir hafa haft langan aðdraganda og kringum þá hefur ríkt mikið logn. Samningsaðilar hafa lengstum setið í mesta bróðerni, rætt og reiknað hlutfall kaups og kjara. Fátt hefur skyggt á viljann til að greiða fyrir lausn mála. En vissulega kom óhugur í mannskapinn þegar ríkisstjórnin lýsti því yfir að hún hefði ekki bolmagn til að leggja neitt af mörkum að greiða fyrir gerð samninga. Ráðamenn sáu þó fljótt að sér og tóku ákvörð- un um að koma inn ísamningana. Þar er helst að nefna niðurgreiðslu land- búnaðarafurða um 700 til 750milljóniren aukþess hefurhækkunum á op- inberum gjöldum verið frestað og tryggðar hafa verið hækkaniráfrítekju- mörkum. Talið er að þessar skuldbindingar muni auka halla ríkissjóðs um 1,2 til 1,3 milljarða. Nú hefur friður verið tryggður á vinnumarkaðinum a.m. til loka þessa árs en jafnvel allt til loka september á næsta ári. Aðstandendur samningsins keppast við að hæla samningum, en hvað segir fólkið? Jón Ipsen verkamaöur: Guðrún Guðmundsdóttir húsmóðir: „Þessir samningar verða felldir" — Ég mun fella þessa samn- inga í atkvæðagreiðslu. Það er ekki nóg að lofa. Eg get ekki séð að staðið hafi verið við nokkuð að því sem lofað hefur verið hingað til. Það fer allt í sama gamla farið á ný. Varekki búið að lofa að ríkisstjórn- in kæmi inn í síðast? En hún brást, þeir komu aldnei launafólki til bjargar eins og lofað hafði verið. Þessir samningar verða felldir. Magnús Pálsson framkvæmdastjóri: „Andleg kjarabót" — Mér líst vel á þessa samn- inga. Þeir eru skemmtilegir og þetta eri. óvanaleg samningaað- ferð. Ég þakka góðum undirbún- ingi að samstaða náðist milli at- vinnurekenda og launþega. Ég held einmitt að samvinna og gagnkvæmur skilningur komi til með að skila fólki meiru, bæði launþegum og fyrirtækjum. Það er náttúrlega forsenda alls að fyr- irtækin nái að rétta úr kúttnum. Annars tel ég kjarabótina raun- verulega andlegs og félagslegs eðlis. Fólk hefði ekki getað þolað enn eitt verkfallið. Það er þessi vonlausa barátta í verkföllum sem drepur fólk niður. Aðal ávinningur- inn er að nú hefur fólk öðlast trú á undirstöðurnar. Nú verðurfarið að vinna sameiginlega að settum markmiðum. „Lausnin að kveðja ríkisstjórnina" — Ég hef ekki trú á því fólki sem stendur að baki samningunum og ekki heldur þessari ríkisstjórn. Þessir samningar bjarga ekki neinu. Ætli verðið haldi ekki bara áfram að hækka á nauðsynjavör- um og hvar stöndum við þá? Er- um við ekki alltaf að höggva í sama farið? Það sem við þurfum nú er algjör verðstöðvun. Ef það næði fram að ganga myndi það fljótt skila sér til fólksins og kæmi öllum til góða. Vitanlega verður að hækka lágmarkslaunin, 60 þús- und er algjört lágmark ef fólk á að lifa af laununum. Eina lausnin sem raunverulega dygði væri auðvitað ef ríkisstjórnin væri kvödd. Hildur Eysteinsdóttir verslunarmaöur: „Langur samningstími" — Ég hef nú ekki trú á þessu. Ætli allt fari ekki bara í sama farið á ný. Auðvitað er allt í lagi að prófa' nýja leið þegar gamla leiðin hefur reynst ómöguleg. Mér finnst samningstíminn reyndar svolítið langur. Á átján mánuðum getur svo margt breyst. Nær hefði verið að semja til 10 til 12 mánaða. 7 Benedikt Haröarson verkamaöur: „Ef forsendur halda" — Ég er vongóður svo lengi sem þetta heldur. Það eru eftir- málar samninganna sem skipta máli. Ef á eftir koma hækkanir, nú þá er allt til einskis. Ef ekki, þá má leggja blessun sína yfir þetta. Það er verið að fara nýja leið í samn- ingum sem allt í lagi er að reyna. Austurbæjarfundurinn er gott dæmi um þessa gömlu samninga þar sem ekkert hafðist upp úr krafsinu. Nú er bara að vona að þetta skili fólkinu einhverju. Ég held það geti ekki versnað. Berglind Johansen sölumaður: „Er verið að plata mann?" — Þetta er allt í rétta átt. Þessi samningur eins og aðrir hefur sín- ar góðu og slæmu hliðar. Mér líst vel á vaxtalækkunina hún á ef- laust eftir að koma sér vel fyrir ýmsa. Ef tekst að tryggja að bú- vörur standi í stað og verðlag rjúki ekki upp úr öllu valdi þá er bjartara framundan. En auðvitað er alltaf spurning hvort það verði staðið við þetta. En það læðist alltaf að manni sá grunur að verið sé að plata mann. Maður hefur á tilfinn- ingunni að þetta verði þegar upp er staðið engin hækkun. SKILIÐ SKATTFRAMTALI í TÆKA TÍD Skattframtali 1990 vegna tekna 1989 og eigna í árslok á að skila í síðasta lagi 10-febrúar. Fylgiblöð með skattframtali liggja frammi hjá skattstjórum sem jafnframt veita frekari upplýsingar ef óskað er. Mikilvægt er að framteljendur varðveiti launaseðla áfram eftir að skattframtali hefur verið skilað. Launaseðlar eiga að sanna, ef á _ þarf að halda að staðgreiðsla hafi verið dregin af launum SÍÐASTISKILADAGUR SKATTFRAMTALS ER10 FEBRÚAR. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.