Alþýðublaðið - 03.02.1990, Side 9

Alþýðublaðið - 03.02.1990, Side 9
Laugardagur 27. jan. 1990 9 Þingsköp mál málanna? Er Halldór Blöndal og fleiri sjálfstædismenn ad festa sig i formsatriöum til ad flyja hina málefnalegu umrœðu eða aö tefja fyrir þingstörfum? „Hitt er Ijóst að ef forsetar þingsins ekki sjé til þess að virðing Alþingis standi að því leyti til að réðherrar skuli svara þeim fyrirspurnum sem fram eru bornar með þingleg- um hætti og Alþingi hefur samþykkt, ef hæstvirtir forsetar léta það yfir sig ganga, þé er illa komið fyrir þessari stofn- un ..sagði Halldór Blöndal m.a. í umræðum um þingsköp á miðvikudaginn. Halldór Blöndal aö baki ráðherranna Jóns Baldvins og Jóns Sigurðssonar. Skyldi hann halda að þeir stjómuðu þingfundum en ekki forsetar? Umræðu um þingsköp hafa sett mjög svo mark sitt á umræður á Alþingi þessa vikuna. Fyrr í vetur bar nokkuð á utandagskrárum- ræðum um hin margvísustu mál en nú virðist svo komið að um- ræður um þingsköp hafi tekið við þar sem menn tjá sig um hin marg- víslegustu málefni. Þingsköp eiga eðli málsins samkvæmt að snúast um hvernig þinghaldinu er stýrt en leiðast oft á tíðum út í þras um málefni sem koma almennu þing- haldi lítt við. Halldór Blöndal hefur verið áberandi í því að kveðja sér hljóðs um þingsköp og ætla mætti að hann ætti í stríði við forseta Al- þingis. Hann og fleiri þingmenn Sjálfstæðisflokksins kvarta ýmist undan seinagangi í að mál séu tek- in fyrir eða að þau séu keyrð of hratt í gegn. Á sama tíma hafa þeir eitt drjúgum tíma Alþingis í þras um þingsköp. Krafist skýrslugerðar________ frá kennurum_________________ Til að gefa dæmi um hvað þing- skaparumræður snúast verður hér litillega rakin umræða sem átti sér stað s.l. miðvikudag. Halldór Blöndal kvaddi sér hljóðs vegna óánægju með svar menntamála- ráðherra við fyrirspurn sinni um hvaða íslensk bókmenntaverk væru kennd við grunn- og fram- haldsskóla. Halldór óskaði eftir nærveru menntamálaráðherra við umræð- una. Forseti sameinaðs þings, Guðrún Helgadóttir, sagði af því tilefni: „Ég bið menn að ná í menntamálaráðherra ef hann er ekki farinn úr húsinu. Venjan er þó að ræða um þingsköp við for- seta en ég skal reyna að sjá svo til að hæstvirtur menntamálaráð- herra komi í salinn." Það tókst. Halldór sagði svar svohljóðandi fyrirspurnar sinnar til mennta- málaráðherra fullnægjandi. „Hvaða íslensk bókmenntaverk voru og verða sett fyrir í grunn- skóla og einstökum framhalds- skólum skólaárin 1988—1989 og 1989—1990? Óskað er eftir að svarið verði sundurgreint eftir bekkjum." Taldi hann fyrirspurn- inni ekki svarað þrátt fyrir að Al- þingi hefði leyft hana. Menntamálaráðherra, Svavar Gestsson, kvaddi sér hljóðs og sagði m.a. „Það er sérkennileg ár- átta sumra háttvirtra þingmanna Sjálfstæðisflokksins, að vilja fara að fá skýrslu um hvert viðvik í öll- um grunnskólum landsins sem eru nú ekki nema 203." Þá óskaði Svavar þess að hlé yrði gert á um- ræðunni um þingsköp ef Tiægt væri svo hann kæmist á ríkis- stjórnarfund. Ráðherra andmælir_____________ ritskoðunarfýsn Forseti kvað erfitt að fresta um- ræðu um þingsköp. Halldór tók aftur til máls og beindi spjótum sínum að forseta. „Hitt er ljóst að ef forsetar þingsins ekki sjá til þess að virðing Alþingis standi að því leyti til að ráðherrar skuli svara þeim fyrirspurnum sem fram eru bornar með þinglegum hætti og Alþingi hefur samþykkt, ef hæst- virtir forsetar láta það yfir sig ganga, þá er illa komið fyrir þess- ari stofnun ...“ Þá sagði Halldór að það hlyti að liggja fyrir og væri til í tölvum hvaða bókmenntaverk eru lesinn í skólum landsins og „Ef það er ekki til í tölvunum held ég að hæstvirtur menntamálaráð- herra ætti að reyna að koma tölv- unum í lag ...“ Enn hélt umræðan um hvernig skuli stjórna þingfundum áfram og svaraði menntamálaráðherra Halldóri. „Það kann að hafa verið til, á þeim tíma sem Sjálfstæðis- flokkurinn fór með menntamála- ráðuneytið, skráning í einhverri tölvu á hverjum einasta bæklingi sem lesin var í hverjum einasta skóla, í hverri einustu stofu, af hverju einasta grunnskólabarni í landinu. Hafi það verið til þá hef ég aldrei séð það gagn sem betur fer og vil ekki sjá það." Þá notaði menntamálaráðherra tækifærið „til að andmæla þessari ritskoð- unarfýsn sem birtist í málflutningi hæstvirts 2. þm. Norðurl. e.. Þó hann muni gera tilraun til þess að biðja mig um að senda út njósnara í hverja einustu skólastofu í land- inu, jafnvel þó það komi fram í skriflegri fyrirspurn, mun ég neita þvi. ..“ ,, Ég læt ekki hafa mig í svoleiðis fíflaskap." Ráðherra rekinn fyrir skróp Halldór hélt áfram og lýsti óánægju sinni með að fá ekki svör við þinglega framborinni fyrir- spurn sinni og kvaðst halda „að ástæða sé til þess að, hæstvirtur forseti, að efna til forsetafundar um hvort það er sæmandi hinu háa Alþingi að sami þingmaður leggi fram sömu fyrirspurn orðrétt tvisvar sinnum í von um að hæst- virtir forsetar sjái til þess að henni sé svarað." Forseti sagðist ekki hafa lagt til að sama fyrispurnin yrði lögð fram aftur en sjálfsagt væri fyrir þingmanninn að árétta einstök at- riði sem hann teldi að ekki hefðu fengist svör við með nýrri fyrir- spurn. Ljóst væri að ekki fengust frekari svör af hendi menntamála- ráðherra við fyrirspurnum sem fram hefði verið borin. Þá tók til máls um þingsköp Ól- afur Þ. Þórðarson þingmaður af Vestfjörðum og sagði m.a. „Hér hefur átt sér stað gagnmerk um- ræða. Hins vegar er hún að því leyti stórhættuleg hæstvirtum menntamálaráðherra að hann mun hafa mjög strangar skyldur að mæta á ríkisstjórnarfund og það svo strangar að ef ráðherra svíkst um að mæta en er þó í ná- grenninu getur hann átt það á hættu að vera vikið úr ráðherra- stól." Þá benti Ólafur á að engin sérstök ástæða væri fyrir ráðherra að vera viðstaddur umræðu um þingsköp þar sem henni skyldi beint til forseta en ekki einstakra þingmanna eða ráðherra. Úr því hvarf menntamálaráðherra úr salnum. Þá lagði Ólafur til að Hall- dór lagaði spurningu sína betur. Samstarfsvilji í allar áttir Guðrún Helgadóttir lagði nú til að menn sýndu samstarfsvilja og styttu nú mál sitt um þingsköp svo ræða mætti mál sem væru á dag- skrá. Halldór svaraði því til að það „dugir ekki að samstarfsvilji sé í eina átt.“ og síðar að: „Samstarfs- vilji er ekki fólginn í því að hlutirn- ir séu á einn veg.“ Hann lauk máli sínu á eftirfarandi: „Það reynir sannarlega á forseta Alþingis þeg- ar við völd er ríkisstjórn eins og sú sem við verðum að una við nú um sinn.“ Forseti kvaðst ekki hafa vald á því að þvinga ráðherra til að svara öðruvísi en honum sýnist. Enn þráttuðu forseti og Halldór um þingsköp og þegar Halldór hafði lokið máli sínu sleit forseti fundi í hvelli enda ekki tími fyrir frekari umræður vegna þingflokksfunda. Þingsköp fimmtudag og föstudag Umræða sem þessi hefur ekki verið einsdæmi á Alþingi. Á fimmtudaginn kvaddi Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins, sér hljóðs um þingsköp og krafðist þess að viðskiptaráð- herra mætti í þingsali en hann væri með fyrirspurn til hans um þingmál. Forseti, Salóme Þorkels- dóttir, spurði hvort málið snéri að þingsköpum þar sem ráðherra þyrfti að vera viðstaddur. „Já,“ sagði Þorsteinn, „það er rétt skil- ið.“ Viðskiptaráðherra mætti og upphófst umræða um sölu Sam- vinnubankans og beiðni um skýrslu um málið. I gær var svo klukkutíma um- ræða um þingsköp í neðri deild þegar taka skyldi á dagskrá frum- varp um að setja á fót ráðuneyti umhverfismála en föstudagur er ekki hefðbundinn fundartími. For- seti neðri deildar, Árni Gunnars- son, benti hins vegar á að málinu hefði verið margsinnis frestað allt frá því fyrir jól og því tímabært að taka það fyrir. Ekki voru allir þing- menn neðri deildar sammála um það þrátt fyrir að annars hafi for- seti átt ágætt samstarf við stjórn- arandstöðuþingmenn ekki stður en stjórnarþingmenn. Þess er vart að vænta að mikið liggi eftir þingið í vetur ef umræð- an heldur áfram að snúast um þingsköp og þingmál sem bíða af- greiðslú komist ekki að. Þingmál vikunnar dj LO iii m Qj Frumvörp Frumvarp um bann við förgun matvæla. Bannað verði að fleygja matvælum á íslandi, urða þau og brenna, kasta í sjó innan fiskveiði- lögsögu, eða í ár og vötn, eða farga á annan hátt. Flm: Ásgeir Hannes Eiríksson Frumvarp um tímabundið bann við atvinnurekstri einstak- lings vegna afbrota. Lagt er til að hvern þann, sem bregst gróflega skyldum sínum í eigin atvinnu- rekstri eða í atvinnurekstri lögað- ila sem hann er í forsvari fyrir, má með dómi útiloka frá frekari at- vinnurekstri um tiltekinn tíma. Flm: Finnur Ingólfsson og fl. Þingsályktanir Tillaga um hagræðingu í utan- ríkisþjónustunni. M.a. lagt til að sameina sendiráð á mikilvægustu stöðum og leggja önnur niður, opna ný sendiráð á nýjum mark- aðssvæðum og fjölga kjörræðis- mönnum. Flm: Ásgeir Hannes Eiríksson Tillaga um að skora á sjávarút- vegsráðherra að endurnýja ekki heimildir til togveiða á sérstökum svæðum fyrir Vestfjörðum. Flm: Guðmundur Ágústsson Tillaga um að fela mennta- málaráðherra að undirbúa þegar í stað áætlun um skipulagt nám og þjálfun íslendinga í öðrum lönd- um fyrir atvinnulíf landsmanna. Flm: Ásgeir Hannes Eiríksson Tillaga um að fela ríkisstjórn- inni að hefja þegar í stað kynningu meðal þjóðarinnar um málefni EFTA og EB vegna sameinaðs markaðar Evrópu. Flm: Ásgeir Hannes Eiríksson Fyrirspurnir Til dómsmálaráðherra um hve margir eigendur myndbanda- leigufyrirtækja voru ákærðir og hve margir voru dæmdir til refs- ingar í framhaldi af aðgerðum lög- reglu í desember 1986 og janúar 1987. Hve mörg myndbönd hafi verið gerð upptæk í þeim aðgerð- um og hve mörg hafi verið gerð upptæk með dómi. Frá Guðmundi Ágústssyni Til landbúnaðarráðherra um setningu reglugerðar um fram- kvæmd laga um skuldbreytingar vegna loðdýraræktar. Frá Stefáni Valgeirssyni Til forsætisráðherra um ráð- stafanir til að lækka verðbólgu og vexti. Frá Stefáni Valgeirssyni Til viðskiptaráðherra um starfsmannafjölda banka og spari- sjóða hér á landi og á Norðprlönd- um á árunum 1980—1990. Frá Guðrúnu Helgadóttur Til viðskiptaráðherra um hlut Þróunarfélagsins í Iceland Crown í Hamborg og dótturfyrirtæki þess í Reykjavík og hvort fyrirtæki ein- staklingaog félagaþeirra geti ekki annast þeirra viðskipti. Til forsætisráðherra um lista- verk í eigu banka og sjóða, um höfunda þeirra, verðmæti og fleira. Frá Finni lngólfssyni

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.