Tíminn - 15.06.1968, Blaðsíða 9

Tíminn - 15.06.1968, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 15. júni 1968. TIMINN 9 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Aug- lýsingastjtfri: Steingrímur Gíslason Ritstj.skrifstofur I Eddu- húsinu, sámar 18300—18305 Skrifstofur: Bankastræti 7 Af- greiðslustmi: 12323. Auglýsingasimi: 19523 Aðrar skrifstofur, simi 18300 Askriftargjald kr. 120.00 á mán lnnanlands — f lausasölu kr. 7.00 eint. — Prentsmiðjna EDDA h. f. Samstarf alþýðuhreyfinganna Um síðustu helgi var haldin á Akureyri ráðstefna rnn hlutverk samvinnuhreyfingarinnar á síðari hluta 20. aldar. Samband ungra Framsóknarmanna boðaði til þessarar ráðstefnu. Þarna lýstu frummælendur viðhorf- um sínum til samvinnuhreyfingarinnar og þeirra skipu- lagshátta, sem henni mundu henta á breyttum tímum. Áberandi var áhuginn á frekari samvinnu við verka- lýðshreyfinguna. Kemur þessi áhugi greinilega fram í 4. lið ályktunar ráðstefnunnar, en þar segir: Ráðstefnan fagnar því samstarfi ’sem tekizt hefur miili SÍS og ASÍ um bréfaskóia, og hvetur til aukins samstarfs samvinnuhreyfingarinnar og verkalýðshreyf- ingarinnar á sviði félags- og efnahagsmála til hagsbóta fyrir alþýðu til sjávar og sveita. í því skyni Verði komið á fót samstarfsnefndum þessara hreyfinga er taki til meðferðar frekari samvinnu samtakanna. Ennfremur var rætt um það á þessari merku ráð- stefnu, að efla bæri samvinnuhreyfinguna og henni yrði gert, kleift að rækja forystuhlutverk sitt í framfara- baráttu hinna dreifðu byggða. Var gerð ályktun um fram- tíðarverkefni samvinnuhreyfingarinnar við sjávarsíðuna, en um það viðfangsefni segir: Ráðstefnan vekur athygli samvinnumanna á því að ýfnsar þýðingarmiklar starfsgreinar hafa ekki verið skipulagðar eftir leiðum samvinnuhreyfingarinnar bæði í iðnaði og sjávarútvegi, og bendir á möguleika á stofnun samvinnufélaga innan þessara greina í skipulagstengsl- um við kaupfélögin og Samband ísl. samvinnufélaga. Eðlilegt er að hinar miklu fjöldahreyfingar, samvinnu hreyfingin og verkalýðshreyfingin leiti samstöðu í barátt- unni fyrir bættum lífskjörum. Möguleikarnir í slíku samstarfi eru óteljandi m.a. vegna þess hve samvinnu- fyrirkomulaginu verður víða við komið 1 atvinnulífinu. Samvinnurekstur atvinnufyrirtækja tryggir betri afkomu og aukið atvinnuöryggi alþýðunnar á hverjum stað, og tryggir ennfremur að fjármagnið dragist ekki á fárra manna hendur fjarri umsvifunum sjálfum. Fjármagn samvinnufyrirtækja flytzt ekki í burtu. Öllum sanngjörnum mönnum er auðvelt að taka undir þau ályktunarorð ráðstefnunnar, að bein áhrif fólksins á framkvæmd efnahagsaðgerða og menningar- mála séu bezt tryggð á grundvelli félagslegs lýðræðis, en það er einmitt hið félagslega lýðræði sem er lífæð sam- vinnusamtakanna. Hvergi er auðveldara fyrir almenning að heyja sér starfsvettvang en innan samvinnusamtak- anna, og með nánari samvinnu alþýðuhreyfinganna er hægt að skipuleggja ýmsar atvinnugreinar á ný í formi samvinnu, sem starfsfólkið sjá'lft myndar sér til hags- bóta. Þannig gætu hinar tvær alþýðuhreyfingar tekið höndum saman um að skipuleggja nýja framsókn almenn ings í atvinnu- og menningarmálum og leyst á eigin veg- um ýms vandamál, sem að steðja. Samvinnuhreyfingin er í lífrænum tengslum við þann fjölda, sem hún þjónar. Hún hefur sem fyrr almannaheill að leiðarljósi. Framtíðarverkefni hennar eru óþrjótandi. Til lausnar þeim hlýtur hún að kveðja ungt fólk í aukn- um mæli til forustu og framkvæmdastarfa, og þess vegna er það mikilsvert að unga fólkið hefur heitið henni stuðningi sínum. S-1 JAMES RESTON: Morðið í Los Angeles mun breyta stjórnmálabaráttunni McCarthy fær sennilega byr undir vængi í friðarbaráttu sinni. ROBEÐR.T Kennedy er sfðasta fórnardýr þess samtíma, sem leyst hefir úr læðingi máttugri öfl en hann ræður við. Átökin milli þjóðanna, kynþáttanna, ríkra og snauðra og einstakl- ingsins og hinna tryllandi breyt inga hafa hleypt af stað ólaga- og ofbeldisöldu, sem flæðir yf- ir heiminn. Álagið, sem þetta veldur, er of mikið fyrir veikbyggðar og vanhieilar sálir. Morðingjar Johns F. Kennedys forseta, séra Martins Luthers Kings, Lees Harweys Oswalds og Roberts Kennedys öldungadeildarþing- manns þurfa ekki að vera ann að en truflaðir andar, sem ör- væntingin kvelur og ótti og hefndarfýsn gerir ölvaða. Og. þó kemmr fléira til en þetta. Þetta er ekki einungis af- neitun þeirrar skoðunar, að líf ið sé fyrst og fremst heiðar legt, skynsamlegt og friðsamt í eðli sínu, né einvörðungu und anlát vegna siðferðislegrar bil unar einstaklingsins. Annað og meira liggur í loftinu í um- heimi nútímans, andspyma gegn yfirvöldum, sóttnaemt ábyrgðarleysi, eins konar sið- ferðileg afbrot, sem trúartraust og siðferðisþrek er hætt að hafa í fullu tré við. VIÐ sjáum þess merki hvar vetna umhverfis okkur að beitt er afli tíl þess að ná markmið um einstaklinga, hópa og heilla þjóða. Þetta kemur fram í styrjöldinni í Víetnam, í styrj öld ísraels og Arabaríkjanna í fyrra, stúdentaóeirðunum f Bandaríkjunum, Frakklandi og Ítalíu í fjöldamorðunum í Indó nesíu og stjórnmála og kyn þáttaárásunum undangen-gin ár. Mjög tíðkast að hafna hefð bundnum reglum og framferði einstaklinga og stofnana, en þetta er þó ekki undantekning arlausL En almennar vanga veltar um nútimann koma að litlu haldi. „Hvar og hvenær eigum við að gera ráð fyrir að háskinn nálgist?" spurði Abra- bam Linooln árið 1837. „Ég svara því tíl, að ef hann komi nokkurn tíma yfir okkur, eigi hann upptök sfn hjá okkur sjálfum". „Ég vona að ég sé ekki var- færinn úr hófi fram, og sé það ekki, bólar nú þegar á vá boðum meðal okkar. Hér á ég við hið aukna hirðuleysi um lög og reglur, sem uppi veður meðal þjóðarinnar, og vaxandi hneigð til að láta undan villt um og ofsafengnum ástríðum . . . Þessi hneigð er ákaflega háskaleg í hvaða samfélagi sem er, og sárt er að þurfa að játa, að hennar gæti hér á með al okkar, en að neita tílveru hennar væri ekki annað en að visvirða sannleikann og mis- bjóða skynseminni." LINCOLN bætti síðar við, að bandaríska þjóðin væri „snauð að trú og skelfdist Robert Kennedy vantrú“, svo að samtímaskír- greining á vandræðunum, sem nú steðja að okkur, er ekki ný af nálinni. Og enda þótt að ofbeldið liggi nú ærið ljóst fyrir kemst það ekki til jafns vð það, sem gerðist á umbylt- ingartímanum frá 1914—1945. Ofbeldi í vinnudeilum hefir til dæmis rénað verulega. Þess má og geta, að liðið er á 23. ár síðan síðari heimsstyrjöld- inni linnt, en það er þegar orð ið lengra en tímabil þolanlegs friðar milli heimsstyrjaldanna tveggja. Ofbeldshneigðin í þjóðlífinu hér í Bandaríkjunum er eigi að síður uggvænleg og manntjón okkar í styrjöldinni í Víetnam nennur enn meiru en fjögur hundruð manns á viku hverri. Ofbeldi það í orðum, sem Robert Kennedy varð fyrir í kosningabaráttunni, var mjög áberandi, ákefð hans og einurð við vörn negranna og æsku mannanna og berorð gagnrýni hans á styrjaldarstefnuna, vakti mikla og ákafa beiskju. Engum þeim, sem dvaldi í Kaliforníu meðan á kosningabaráttunni stóð og hlýddi á útvarpsræðurn ar, sem fluttar voru gegn hon um og stefnu hans, sér i lagi í Okland, gat dulizt, að þar var um annað og meira að ræða en venjulega gagnrýni. SUMT af ádeilunum á Ro bert Kennedy var beint gegn skoðunum hans á efnahagsmál um, mikið af þeim snerist um kynþáttamálin, en verulegur hluti var persónulegs eðlis eða beint gegn útgjöldum hans í kosningabaráttunm og baráttu hans fyrir friði. Auk þessa myndar hugmynda ofbeldi bandarískra bókmennta sjónvarps og kvikmynda við- varandi andrúmsloft skugga- legra og skelfilegra glæpa, sem eflaust eykur á gróðrarskilyrði óskapnaðarins í veikluðum og trufluðum sálum. Sem betur fer verður ekki sagt að hinir frambjóðendurnir í kosningabaráttunni hafi villzt út fyrir mörk lögmætra rök- deilna í stjórnmálum. Þegar McCartlhy deildi við Kennedy í sjónvarpinu var hann svo linur, að minnstu munaði að hann gerðist leiðinlegur, og hann gerði sig aldrei sekan um gagnrýni, sem orðið gæti hneiykslunarhella. En þrátt fyrir allt heldur nútíma stjórnmálabarátta áfram hér í Bandaríkjunum, eins og McCarthy benti á 6. þessa mánaðar, rétt eins og þetta' væri enn strjálbýlt land búnaðarland, þar sem unnt væri að heyja gamaldags stjórn máladeilur án minnstu áihættu. KENNEDY öldungadeildar- þingmaður vakti heitar og ákaf ar tilfinningar, einkum meðal æskumanna og hinn mikli áheyrendaskari, sem kom á fundi hans í stórborgunum, var ekki aðeins til tálmunar alvar legum og rökföstum umræðum, heldur fólst í honum beinn háski fyrir hann sjálfan. Þörfin á meiri takmörkunum og auknu öryggi á stjórnmála fundum í stórborgunum er þvi næsta augljós. Andúðin gegn Johnson forseta var svo mikil orðin áður en hann hvarf frá framboði, að hann var tíðast á flugi fxá einni herstöðinni til annarrar án þess að tílkynnt væri fyrirfram um ferðir hans. Þannig kemur í ljós, að síð usta mánuðina og árin hefir stjórnmálabaráttan orðið fyrir áihrifum fámenns en herskás minnihluta — mikilvægum áhrifum á stundum. Sennilegt er, að álhrifa árásarinnar á Kennedy öldungadeildarþing- mann á bandarísk stjórnmál gæti í framtíðinni nálega jafn mikið og álhrifanna af morði bróður hans árið 1963. ANDÚÐ þjóðarinnar á glæpn um, sem framin var i Los Ange les, getur sem bezt orðið tíl þess að efla viljann til að byrja baráttuna alveg að nýju, baeði hjá republikönum og McCarthy sem hóf uppreisnina gegn rík isstjórninni. Eins og stendur eru horfur á miklu skipulegri en drunga- legri kosningabaráttu en áður, sem fram fari miklu meira i sjónvarpi og minna á torgum og gatnamótum. Almennings- álitið er i svipinn andsnúið úti hátíðablænum, sem rfkt hefir til þessa. Þjóðimi hefir orðið það mikið um, að bún er að nýju farin að hugsa um ofbeld ið, hversdágsleika hefðbundinn ar stjórhmálabaráttu og tilgang og forréttindi opinbers lífs.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.