Tíminn - 15.06.1968, Blaðsíða 11

Tíminn - 15.06.1968, Blaðsíða 11
LAUGAKDAGUR 15. júní 1968. TÍMINN 11 Kona nokkur spoirði vinkonu sina: — Hvernig gengur henni dóttur þinni við músíkina? — Ágætlega, anzaði móðirin. Hún er bara farin að spila í hljómsveit, skal ég segja þér, og um daginn sagði kennari hennar mér, að hún væri alltaf góðan spöl á undan hinurn spil tmmum- Jón bóndi kærði Magnús ná- granna sinn fyrir það, að hann hefði gefið sér á kjaftinn. Þeim var báðum stefnt fyrir rétt, og varð dómsúrskurður sá, að Magnús skyldi greiða 100 krónur til fátækrasjóðs. Þegar Jón heyrði dóminn seg ir hann: — Hvað er þetta? — Til fá- tækrasjóðs! En það var ég, en ekki fátækrasjóður, sem fékk kjaftshöggið. Hjón nokkur voru til kirkju með son sinn ungan að aldri. Á leiðinni heim spyr dreng urinn móður sína, hvaða mað nr það væri, sem presturinn hefði verið að tala um. Hann hefði verið svo góður og dá- ið fyiir fólkið. Móðir hans svarar önug: — Heldurðu, að ég þekki alla karla úti í löndum? — Spurðu hann föður þinn að því. Drengurinn gerir það, en karl svarar snúðugt: — Ekki veit hann Ingimund ur Einarsson af því arna og ætlar sér aldrei að vita. Gæfa fylgir trúlofunarhring unum frá Sigþór — var þekkt auglýsing hér fyrir nokkram árum frá Siguriþór heitnum úr- smið. Einu sinni kemur maður til - Sigurþórs og er hinn æfasti og segir auglýsingar hans hið mesta skrum. •— Kærastan mín sagði mér upp hiálfum mánuði eftir, að ég keypti hringana, sagði hann. — Já, er það kannski ekki gæfa, þegar þær svíkja svona strax, svaraði Siguilþór. Bóndi £ Hörgárdal heyrði sagt frá því, að nágranni hans hefði látið stækka mynd af konu sinni, en hlún var tali-n fremur ófríð og stórskorin mjög. Þá varð honum að orði. — Mér finnst, að hann hefði heldur átt að láta minnka hana. Fljótur, maðurinn mdnn er að koma. Þú ert fallhlífarhermað nr, svo stökktu. Krossgáta Nr. 45 Lóðrétt: 1 Sjódýr 2 At* huga 3 Athugaði 4 Korn 5 Framleiðsluvörur 8 Sturlað 9 Tóm 13 Eins bókstafir 14 Samtenging. Ráðning á gátu Nr. 44. Lárétt: 1 Þurrkur 6 Sin 7 Á1 9 Ás 10 Lostætt 11 FG 12 Au 13 Ólm 15 Neflöng. Lóðrétt: 1 Þjálfun 2 RS 3 Ristill 4 KN 5 Rostung 8 Log 9 Áta 13 Óf 14 Mö. / % 3 y 6 i 7 s m iH 9 /O m. 11 m /Z /3 /V mz, m /r Lárétt: 1 Brauð 6 Forfeður 7 Haf 9 Tvfhlj. 10 Bykkjur 11 Öfug röð 12 Tveir eins 13 Samteng. 15 Kambar. ÁSTARP1 Ti 131 fgffj m B w arbara McCorqui Bdale áhyggjur af því. Jeanne hafði verið henni afskaplega þakklát, en Alloa fann að Lou tók það meira eða minna sem sjálfsagð an h'lut. Eftir tvo eða þrjá daga var hún orðin hluti af umhverf inu. — AUoa, hlauptu niður og segðu þeim.. . — Aloa, farðu út og viittu hvort þú getur fundið... — Alloa, fyrir alla muni reyndu að koma einhverri reglu á þessa óreiðu. Hlún naut þessa í rikum mæli Þetta var allt svo ólíkt, svo ólíkt öllu, sem hún hafði gert fyrr um ævina. Hún hafði verið sem í undraheimi, fyrst er hún kom til London og fengið stari sem einkaritari hjá lækni þar í borginni. Það var móð ir hennar, sem hafði hvatt hana til áð fara frá Skotlandi. — Þetta er svo tilbreytingar laust fyrir þig hérna, hafði hún sagt og horft út um gluggann yf ir litla fiskilþorpið heima í Tor dale. — Ég er alveg ánægð með þetta ejns og það er, hafði AUoa sagt, en móðir hennar hafði bros að vantrúuð á svip. O.g svo hafði hún komið til London, búið á matsöluhúsi, fyrst hálfrugluð af ys og þys stórborg arinnar. en jafnframt hugfangin. Hún hafði ekki verið einmana. Til þess hafði hún of mikið að staria og henni hafði þótt leiðin legt að þuria að skilja við lækn inn þegar hann hætti störfum og hún sneri sér að nýjum áhugamál um og hugðarefum i viðskipta heiminum. Þetta starf var líka ólíkt hin um og AUou fannst það ævintýn likast. Hún gefck yfir svefnherber.gis gólfið', Lagaði til, setti föt niður í skúffu og samt fannst henni all an tímann eins og hún vissi af eimhverjum, sem stóð við snyrti borðið. / Það var ekki undarlegt, að fbúð in stæði opin. Lou mundi aldrei eftir að tafca með sér lykiUnn. Frú Derange hafði oftar en einu sinni ávítað hana fyrir kæruleys ið. — 0, vitleysa sagði hún. Hverju er hægt að stela frá okk- ur? — í fyrsta lagi gimsteinunum okkar hafði móðii hennar sva.- að. — Og í öðru lagi, minkapels- unum okkar — Þetta er nUt vátryggt, sagði Lou kæruieysislega — Þannig má maður ekki Mta á hlutina, andmælti frú Derange og Alloa var henni öldungis sam mála. Hversu oft hafði faðir hennar ekki sagt- — Það er illt verk að Leggja freistingar í götu manna. Allou hefði þótt gaman að vita, hversvegna ókunni maðurinn átti Leið um þennan gang Ákveðin eyddi hún þeirrj hugsun sinni að hann hefði ætiað að fara inn, hvort sem hurðin var lokuð eða ekki. Hann hafði verið mjög á- kveðinn í, að það væri aðeins af forvitni. Hana langaði tii að trúa honum og vera sannfærð um, að hann hefði aðeins átt leið fram- hjá og séð dyrnaj standa opnar. En hvað var hann að gera á hótei inu? Vann hann nér? Mundi hún sjá hann aftur? AlLt einu langaði hana til að vdta meira um hagi hans, vita hvort hann gæti í rauninni fund- ið sér heiðvirða vinnu. E.t.v. mundi hann láta hana vita? Ein hverm veginn fannst henni samt að hann mundi ekki skrifa henni. Hún fengi aldrei að vita hvað gerðist. Þetta var eins eg ófull- gerð saga, bók, sem hætti eftir fyrsta kaflann. Þessi hugsun dró úr henni allan kjark, en hún hafði ekki tíma til að sinna sldku, því hún heyrði mannamál framan úr ganginum og gerði sér Ljóst, að Lou og frú Derange voru komnar aftur. — Alioa, Alloa, ertu þarna? Hún hljóp úr svefnhverberginu fram í rúmgóða setustofuna. Lou stóð frammi fyrir arninum og var að kveikja sér í sigarettu. — Fréttir, ALLoa, sagði hún, þegar ALloa kom inn. — Mamma er alveg að springa af ánægju. — Það er engin ástæða til að mota svona gáleysislegt taL, Lou, ávítti móðir hannar hana. — Já við höfum fréttir að færa. og ég er viss um að þú verður eins ánægð og við, þegar þú heyrir þær. Frú Derange hélt á bréfi í hönd unum. Alloa sá, að það var skrif- að á bunnam, næstum gegnsæjan pappír, sem gaf til kynna að bréf ið væri erlendis frá og á löngu umslagi, sem frú Derange hafði fleygt á gódfið, voru tvö frönsk frdmerki. — Bréf fiá hertoagynjunni de Rangé‘Fougy, sagði frú Derange hátíðlega — Hún segist fagna því, já fagna þvi. áð við séum komnar til Evrópu. Hún hlakkar til að sjá okkur og ætiar að tala við son sinn og biðja hann að bjóða okkur að dveljast í höll- inni. Hvað fimnst þér um þetta. AMova? Það ber merki um að hún hefur ótviræðan áhuga. — Áhuga? spurði Alloa. — Áhuga á að hitta ofckur, auð vitað, svaraði frú Derange. Hún sagði þetta hratt og AUoa vissi vei, að það var ekki það, sem hún hafði átt við. — Satt að segja hef ég verið dálítið áhyggjufuM vegna þess að hertogaynjan svaraði ekki síðasta bréfina mínu, þar sem ég sagði henni að við værum að leggja af stað, en hún segir hér að hún hafi verið í Monte Caxio og að hréfio hennar hafi ekki verið send þangað. — Jæja, þá verðum við bara að setjast niður og bdða eftir heim- boði frá hertoganum, sagðj Lou. — Á meðan held ég að þú ættir að hressa déiítið upp á frönsk- una þina mamma. Veiztu að það tók þig nærri þrjá stundarijiréð- unga að þýða þetta bréf? Frú Derange leit á hana særðu augnaráði. — Ég talaði góða frönsku þeg ar ég var ung, en ég er farin að ryðga dáiítið í henni, það er aMt og sumt, og ég býst við að ég nái henni strax upp aftur þeg ar við komurn til Frakklands. Hún íeit aftur á bréfið Hertogaynjan segist vona, að hún geti skrifað aftur eftir viku tlma. — Þeim liggur ekkert á, sagði Lou. — Þau vilja ekfci Láta það Mta út eins og þau vilji hremma bráðina strax. Þau hafa sitt stolt. Hún sagði þetta hæði í gamni og alvöru. Frú Derange sendi henni augnaráð. sem sagði meira en nokkur orð hefðu megnað. Skyndilegs nrópaði hún upp vt- ir sig: — Ég veit, _ hvað rið gerum, sagði hún. — Ég hef snjalla húg- mynd. Til hvers er að sitja hér? Því skyldum við bíða hér í viku eða lengur eftir heimboði frá hertoganum? Eins og ég sagði áðan, þá er ég orðin ryðguð í frönskunni. Við förum til Frakk- Lands til að hressa upp á hana. — Við getum ekki komið áð- ur en okkur er boðið, sagði Lou. — Ég er ekki að tala um áð fara og dveljast í höllinni, sagði frú Derange. — Við förum til Biarritz. Það er ekki nema tuttugu mílur i burtu. Hertoginn kemst ekki hjá því að bjóða okkur, ef við svo að segja sitjum á tröpp- unum hjá honum. Þar að auki, sagði hún í ekki allt of sannfær- andi tón, — hefur mig alltaf lang að til að sjá Biarritz. — Já, mikið fjári hefur þig alltaf langað til þess, sagði Lou hlæjandi um leið og hún hlamm- aði sér niður í hægindastólinn. I— Allt í lagi, mamma, þetta er þinn skrípaleikur Ég skal taka þátt í öUu, jafnvel læðast að hon um og veiða hann nauðugan. — Hvað hef ég oft sagt þér að 'vera ekki svona ruddaleg, sagði frú Derange ákveðin. — AUoa, viltu fara niður og biðja þá að hringja og panta herbergi á bezta hóteUnu í Biarritz. Við fljúgum þangað að sjiálfsögðu. — Ég sk-al spyrjast fyrir um flugferðir, sagði Alloa. en hik- aði við og spurði lágri röddu. — Takið þið mig með? Frú Derange leit ekki upp. — Auðvitað, svaraði hún annars hugar. — Og Jeanne. Okkur má vonandi líða sæmilega — Og auðvitað mundi hertoga ynjan ekki verða fyrir réttum á- hrifum, ef hún sæi, að við vær- um ekki með heilt fylgdarlið með okkur, sagði Lou forhert. Hún veifaði tii AIIou. — Komdu þér af stað og flýttu þér áð koma Iþessu af Mamma veit. hvað hún viU, og hún verður ekki mönn- um sinnandi fyrr en hún fær það. Annar kafli. AMoa skellti ferðatöskunni aft- ur og varpaði öndinni léttara. Það var búið að pakka öllum far- angrinum. Hennar eigin farang- ur hafði ekki tekið langan tínia, hann var efcki svo mikiU. en hún og Jeanne höfðu unnið sleitulaust allan daginn áðui við að setja niður tarangur frú Derange og Lou. ÚTVARPIÐ . Laugardagur 15. júní 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Há* degisútvarp. 13.00 Óskalög sjúklinga. Kristín Sveinbjörnsdóttir kynn ir 15.00 Fréttir 15.15 Á grænu ljósi. Pétur Sveinbjarnarson flytur fræðsluþátt um umferða mál. 15.25 Laugardagssyrpa í umsjá Hallgríms .norrasonar 17.15 Á nótum æskunnar. 17 45 Lestrarstund fyrir litlu börnin. 18.00 Söngvar i léttum tón: 18.20 TiLkynninear 18.45 Veður fregnir 10.00 Fréttir 19.30 Daglegt 'líf 20 00 Vtnsældalist- inn Þorsteinn Helgasor, kynnir vinsælustu dægurlögin i Bret- landi. 20.40 Leikrit: „Sá himn eski tónn“ eftir Hans Hergin. Þýðandi: Torfcy Steinsdóttlr. Leikstjóri: Erlingur Gtílason. 21.45 Gestur t útvarpssal Wlad vslaw Kedr: tr* PAllnndi leik ur á pianó 22 00 Fréttir og veðurfregnir 22 15 Danslög. 23. 55 Fréttir í stuttu málL Dag- skrárlok. í DAG

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.