Alþýðublaðið - 28.02.1990, Blaðsíða 1
Sedlabankahúsid:
Byggingaraðilar óminntir
Bygginganefnd samþykkti ávítur vegna ósamþykktra breytinga á
byggingartíma. Byggingafulltrái sendi ekki áminningarnar.
Fagnað sem
þjoðhetju
Frá Atuirési IVturssvni, Alþvdublud-
id /Ain.
Þegar Tómas Bata kom
til Tékkóslóvakíu fyrir
nokkrum dögum, var hon-
um fagnad af um 100 þús-
und manns og fékk mót-
tökur eins og þjódhöfð-
ingi.
Faðir hans þurfti við upp-
haf kommúnismans að yfir-
gefa landið og eigur sínar. Nú
er sonurinn hins vegar kom-
inn frá Kanada til þess aö taka
upp þráðinn þar sem frá var
horfið.
Viöræður eru nú í gangi
þar í landi um skil á eignum
þessarar fjölskyldu og reynd-
ar annarra sem urðu fyrir
eignaupptöku á valdatima
kommúnista.
Bygginganefnd
Reykjavíkur ákvað að
áminna byggingaraðila
Seðlabankahússins
vegna ósamþykktra
breytinga á byggingar-
tíma. Embætti bygginga-
fulltrúans í Reykjavík
virðist hins vegar hafa
látið undir höfuð leggj-
ast að senda út áminn-
ingar til a.m.k. ein-
hverra þessara aðila.
Seðalbankahúsinu var á
byggingartímanum breytt
nokkuö frá þeim teikning-
um sem í upphafi voru sam-
þykktar í bygginganefnd.
Hins vegar var ekki leitað
eftir samþykki bygginga-
nefndar fyrir þessum breyt-
ingum fyrr en í april í fyrra,
ríflega fjórum árum eftir að
húsið var fokhelt.
Bygginganefnd sam-
þykkti breytingarnar eftir
á, þó með vissum fyrirvör-
um varðandi brunavarnir.
Nefndarmönnum þótti hins
vegar brot byggingaraðil-
anna svo alvarlegt aö
ákveðið var aö senda
áminningu til húsasmíða-
meistara, múrarameistara,
arkitekta og verkfræðings.
Arkitektar Seðlabanka-
hússins, þeir Guðmundur
Kr. Guðmundsson og Ólaf-
ur Sigurðsson áttu eftir
þetta óformlegan fund meö
byggingafulltrúa og for-
manni bygginganefndar
þar sem þeir skýrðu mál
sitt. Ólafur Sigurösson
sagði í samtali við Alþýðu-
blaðið að hann hefði litið
svo á eftir þennan fund aö
áminning væri ekki lengur
á dagskrá. Sér hefði heldur
aldrei borist nein áminn-
ing. Hilmar Guðlaugsson,
formaður bygginganefnd-
ar, sagði hins vegar að sér
væri ekki kunnugt um ann-
að en ákvörðun bygginga-
nefndar stæði og það væri
í verkahring byggingafull-
trúa að senda áminning-
arnar til viðkomandi aðila.
Raunar virðist sem ýmis-
legt sé athugavert við starf-
semi byggingafulltrúaemb-
ættisins. M.a. er algengt aö
starfsmenn embættisins
taki út byggingar án þess
að samþykktar teikningar
liggi fyrir. Embætti bygg-
ingafulltrúa er til umfjöll-
unar í fréttaskýringu á bls.
S.
Geislavirkni hef-
ur mælst á haf-
svæðum við ísland
„Það er rétt að mælst
hefur örlítil geislavirkni á
hafsvæðum við Island sem
á rætur að rekja til endur-
vinnslustöðva á Bretlands-
eyjum. Hér er hins vegar
um mjög Htið magn að
ræða,“ sagði Sigurður M.
Magnússon, forstöðumað-
ur Geislavarna ríkisins, í
samtaii við blaðið í gær.
Sigurður benti einnig á að
staðsetning endurvinnslu-
stöðva nyrst á Skotlandi væri
andstæð hagsmunum íslend-
inga þar sem slys þar gæti
haft áhrif á sölu íslenskra
sjávarafurða.
Líkur á slíku slysi eru hins
vegar litlar þó þær séu alltaf
fyrir hendi. Sigurður sagði að
erfitt væri að meta hverjar af-
leiðingar slyss yrðu, en benti
á að fjarlægð frá slysstað og
áhrif þynningar yllu því að
heilsufarsleg áhrif hér yrðu
óveruleg.
Alltaf fer þó einhver geisla-
virkur úrgangur i sjó frá end-
urvinnslustöðvum á Bret-
landseyjuin. Aðspurður sagði
Sigurður þaö magn óverulegt
og sagðist ekki telja að eðli-
legur og áfallalaus rekstur
myndi hafa áhrif hér.
SJÁ FRÉTT Á BAKSÍÐU
,,Auðvitað er ég dá-
lítið taugaóstyrkur"
— segir Guömundur Hrafnkelsson
h'rá Andrési Wturssyni, fréttanmnm
Al/fýdubladsins, Zlin, Tékkúslúvakíu.
„Við höfum ekkert séð
eða heyrt af íslenska
!andsliðinu,“ sögðu Kúbu-
menn, sem ég hitti hér í
dag. Þeir stunda því
greinilega ekki viðteknar
„njósnir" um andstæð-
inga sína. Leikmenn virt-
ust afslappaðir í besta lagi,
andstæðingar sem erfitt
er að reikna út. Kúbuliðið
virðist stæðilegt, blanda af
eldri og yngri leikmönn-
um. Þeir sögðust ekki hafa
leikið landsleiki um all-
langa hrið, eða frá því þeir
sigruðu Bandaríkjamenn
með 12 marka mun.
,,Við höfum allt að vinna,
engu að tapa," sagði aðal-
þjálfari Kúbu, Manuel Quila
Acost. „Ef við vinnum leik
hér, þá er það stór áfangi."
Aðrir Kúbumenn sögðu það
sama, þeir væru hér að róa á
ókunn mið.
Að lokinni léttri æfingu ís-
lenska landsliðsins í íþrótta-
höllinni hér hitti ég Bogdan
Kowalczyk að máli. Hann var
fámáll eins og endra nær, en
varaði viö of mikilli bjartsýni,
Kúbumenn mætti alls ekki
vanmeta.
Guðmundur Hrafnkelsson,
markvörður sagði: „Auðvit-
að er ég dálítið taugaóstyrk-
ur, ég get ekki neitað því.“ Og
þannig er það án efa um aðra
leikmenn okkar. Allir bíða
þeir spenntir eftir að sjá
hvernig byrjunarliðið verður
skipað, en það tilkynnir
Bogdan á morgun.
íslenski stuðningsmanna-
hópurinn var væntanlegur í
kvöld til Zlin. Sá hópur getur
skipt sköpum. Kúbuliðið er
talið stemningslið, og ákveð-
inn stuðningur íslenskra
áhorfenda getur skipt sköp-
um fyrir landslið okkar.
Meira um landsleikinn
— sjá bls. 4.
Fulltrúar á Þingi Noröurlandaráðs vöktu sumir hverjir mikla athygli fyrir skrautlegan klæðaburö.
Norðurlandaráðs
Deilt um
Almennar umræður á
fyrsta degi Norðurlanda-
þings snérust að mestu um
málefni Evrópu. Skiptar
skoðanir voru milli þing-
fulltrúa á þinginu hvert
hlutverk
\
hlutverk Norðurlandaráðs
skuli vera í breyttri Evrópu
og um það hvort málefni
sem varða utanríkispólitík
eigi þar heima.
Páll Pétursson, nýkjörinn
forseti Norðurlandaráðs
sagðist telja eðlilegt að ráð-
ið þróaðist með hliðsjón af
þeim samfélags breyting-
um sem yrðu utan Norður-
landa. Hann sagði hins veg-
ar að byltingarkennd um-
skipti yrðu ekki á starfs-
háttum ráðsins.