Alþýðublaðið - 28.02.1990, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 28.02.1990, Blaðsíða 4
4 Miðvikudagur 28. febr. 1990 MPÍÐUBLJSDIÐ Á HM í HANDKNATTLEIK MSSO'tBSR 4 með 200 landsleiki eða fleiri Þorgils Óttar Mat- Kristján Arason, 225 hiesen, 244 lands- landsleikir. leikir. HM-lið íslands á 2374 landsleiki að baki Eins og alkunna er þá er landslið íslands eitt reynslurík- asta liðið, sem tekur þátt í HM í Tékkóslóvakíu, sem hefst í dag. Hér á eftir birtum við helstu staðreyndir um leik- mennina. Einar Þorvarðarson Val, 32 ára, fæddur 12. ágúst 1957. Hann er jafnframt aldursforseti liðsins. Einar er 1,93 m á hæð og vegur 93 kg. Hann hefur leikið 234 lands- leiki. Guðmundur Hrafnkelsson FH er 25 ára, fæddur 22. janúar 1965. hann er 1,91 m á hæð og vegur 91 kg. Guðmundur hefur leikið 98 landsleiki. Leifur Dagfinnsson KR er 21 árs, fæddur 18. mars 1968. Leifur er næstyngstur í landsliðinu, er 1,85 m á hæð og 78 kg. Hann hef- ur leikið 14 landsleiki. Þorgils Óttar Mathiesen FH, 27 ára fæddur 17. maí 1962. hann er 1,88 m á hæð og vegur 84 kg. Þorgils Óttar hefur leikið flesta landsleiki með liðinu eða alls 244. Jakob Sigurðsson Val er 25 ára, fæddur 28. mars 1964. Jakob er 1,81 m á hæð og vegur 81 kg. Hann hefur leikið 196 landsleiki. Bjarki Sigurðsson Víking er 22 ára, fæddur 16. nóvember 1967. Hann er 1,86 m á hæð og vegur 80 kg. Bjarki hefur leikið 79 landsleiki. Valdimar Grímsson Val 24 ára, fæddur 5. desember 1965. hann er 1,80 m á hæð og vegur 80 kg. Valdimar hefur leikið 90 lands- leiki. Sigurður Gunnarsson ÍBV er þrítugur, fæddur 11. september 1959. Sigurður er einn leikreynd- asti leikmaður liðsins, er 1,88 m á hæð og vegur 90 kg. Hann hefur leikið 193 landsleiki. Alfreð Gíslason Bidasoa, gr jafnaldri Sigurðar eða 30 ára, fæddur 7. september 1959. Alfreð er 1,91 m á hæð og vegur 97 kg og hefur leikð 179 landsleiki. Óskar Ármannsson FH er 24 ára, fæddur 24. ágúst 1965. Hann er 1,86 m á hæð og vegur 82 kg. Óskar hefur leikið 26 landsleiki. Guðmundur Guðmundsson Víking er 29 ára, fæddur 23. des- ember 1960. Guðmundur er 1,74 m á hæð og 74 kg á þyngd. Guð- mundur er þrautreyndur lands- liðsmaður með 233 landsleiki að baki. Kristján Arason Teka er 28 ára, fæddur 23. júlí 1961. Kristján er 1,94 m á hæð og vegur 90 kg. Hann er ein af kjölfestum lands- liðsins og hefur leikið 225 lands- leiki. Geir Sveinsson Granollers er 26 ára, fæddur 27. janúar 1964. Geir er 1,94 m á hæð og vegur 92 kg. Hann er harðskeyttasti varnar- maður landsliðsins og hefur leikið 182 landsleiki. Sigurður Sveinsson Dort- mund er þrítugur, fæddur 5. mars 1965. Hann er 1,93 m á hæð og 87 kg. Sigurður hefur leikið 171 landsleik og mjög líflegur leik- maður. Héðinn Gilsson FH er 21 árs:, fæddur 27. september 1968. Héð- inn er hæstur landsliðsmannanna eða 2,02 m og 94 kg. Hann er einn af framtíðarmönnum landsliðsins en hefur þó leikið 67 landsleiki. Júlíus Jónsson Ansineres er 25 ára, fæddur 22. ágúst 1964. Júlíus er 1,96 m á hæð og 91 kg. Hann er fjölhæfur leikmaður og hefur leikið 142 landsleiki. Einar Þorvaröarson, Guðmundur Guö- 234 landsleikir. mundsson, 233 landsleikir. Alls hafa fjórir landsliðsmenn leikid 200 leiki eda fleiri í íslensku landslidinu, þ.e. Þorí>ils Óltar Mul- hiesen fyrirlibir Einar Þoruardarson rnarkuördur, Kristján Arason oí> Gudmundur Gudmundsson. Þar ad auki munu adrir fjórir ná þessu marki mjög fljóllega, þeir Sigurdur Gunnarsson, Geir Sveinsson, Alfreö Gíslason og Sigurdur Sveinsson. — Þessi mikla reynsla á áreiöanlega eftir ad vega þungl á heimsmeisl- uramótinu á næslu dögum. 7. sæti og þar fyr ir ofan er frábært segir Guöjón Gudmundsson I dag hefst heimsmeistarakeppnin í handknattleik í Tékkóslóvakíu. ís- lenska landsliðið leikur í C-riðli ásamt Kúbu, Spánverjum og Júgó- slövum. Fyrsti leikur liðsins í dag er gegn Kúbu, síðan verður leikið við Spán á morgun og loks við Júgó- slavíu 3. mars. Meginþorri íslensku þjóðarinnar hefur gifurlegan áhuga á þessari keppni og Ijóst er, axð fólk verður límt við sjónvarp, hlustar á útvarpslýsingar og les fréttir í blöð- um þessa daga meðan keppnin fer fram. Menn hafa sjálfsagt misjafn- ar skoðanir á því, hvernig íslenska landsliðinu muni vegna í HM, en víst er að'gerðar verða miklar kröf- ur. Við skulum samt vera raunsæ, AUGLÝSING UMINNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓEG hér eiga leikmennirnir okkar í höggi viö þá bestu í heimi og enginn ætlar sér minna en sigur. Viö eigum marga sérfræðinga í handbolta, en sá sem við ætlum að spjalla lítillega viö er Guöjón Guö- mundsson, sem manna best þekkir til íslenska landsliðsþjálfara. Við spurðum Guðjón hvernig undirbún- ingurinn fyrir HM hefði gengið. — Hann hefur gengið vel, í des- ember var valinn allstór hópur leik- manna eða 23, sem æfði sleitulaust þar til í byrjun janúar. Síðan kom æf- ingahlé þar til í byrjun febrúar, en þá komu leikmennirnir sem leika með erlendum liðum heim og síðan þá hefur veriö æft daglega og háðir landsleikir. Ég tel að liðið sé eins vel undirbúið og hægt er að ætlast til. Við færum taliö að leiknum viö Kúbu í dag. Guöjón telur að Kúbverj- um hafi farið mikið fram og þetta verði erfiður leikur. Hann bætir við, að reynsla íslenska liðsins geti ráöiö úrslitum. En hvaö vill Guðjón segja um væntanlegan árangur íslenska liðsins í Tékkó? — Lið okkar er mjög gott og reynsluríkt eins og ég sagði, ég veit að allir gera sitt besta og síðan verð- ur það að ráðast hvort það dugir eða ekki. Sjöunda sæti og allt þar fyrir ofan er stórkostlegt og nægir til aö vinna sér rétt til að leika á Olympíu- leikunum í Barcelona 1992, segir Guðjón að lokum. FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* ÁKR. 100,00 1982-1. fl. 01.03.90-01.03.91 kr. 1.161,82 1983-1. fl. 01.03.90-01.03.91 kr. 675,04 1984-2. fl. 10.03.90-10.09.90 kr. 472,04 1985-2. fl.A 10.03.90-10.09.90 kr. 311,23 ‘Innlausnarverð er höfuðsl óll, vextir, vaxtavextir og verðbót. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs ferfram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, febrúar 1990 SEÐLAB ANKIÍSLANDS Beinar lýsingar íkvöldkl. 18.50 — í sjónvarpi og á rás 2

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.