Alþýðublaðið - 28.02.1990, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 28.02.1990, Blaðsíða 6
6 Miðvikudagur 28. febr. 1990 + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Björg Einarsdóttir frá Hafranesi, síðast til heimilis á Hrafnistu i Reykjavik, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 1. mars kl. 13.30. Guöný Jensdóttir Brennan Helga Jensdóttir Rafn Jensson Einar V. Jensson Siguröur Jensson Guöbjörn Jensson Valfríöur Jensdóttir Powers Barnabörn og barnabarnabörn. Óskar Halldórsson Lúisa Bjarnadóttir Edda Hjaltested Martýna Jensson Guörún Pálsdóttir Philip Powers Útbod vegna stœkkunar Búrfellsvirkjunar: Kinverjar buðu lægst ar lægst í útboði á rofabúnaði með Eftir er að kanna tilboðin og bera 183 milljónir króna. þau saman. Lagnafélag Islands meö frœdslufund og tœknisýningu: Formaður og fegurðar- drottning opna sýninguna Kínverjar voru „sigursælir" í útboði Landsvirkjunar, þegar opnuð voru tilboð í 3 verkhluta véla- og rafbúnaðar vegna stækkunar Búrfelisvirkjunar. í Ijós kom að tilboð CMEC í Kína í hverfla, rafala og fylgibúnað var langlægst, hljóðaði upp á 598 milljónir króna, — sá sem næst- ur kom er ABB í Svíþjóð með 980 milljónir, Mitsui í Japan með 1.054 þúsund krónur og sovéska fyrirtækið Energomachexport með 1.147 þúsund krónur. Kostnaðaráætlun ráðunauta Landsvirkjunar var upp á 979 milljónir. Portúgalskt fyrirtæki var lægt í út- boði fyrir aflspenna, með 58 millj- ónir rúmar, og Siemens í Portúgal með 300 þúsund krónum hærra. Siemens í V-Þýskalandi var hinsveg- Áhugasamir iðnaðarmenn, sem annast um lagnir ýmiskon- ar í húsbyggingar hafa með sér sameiginlegt félag, Lagnafélag íslands. Félagið hefur haldið uppi öflugri starfsemi og gefur m.a. út sitt eigið málgagn þar sem komið er á framfæri upplýs- ingum um lagnatækni. A laugardag kl. 13 mun félagið gangast fyrir fræðslufundi þar sem margir framsögumenn flytja erindi. — Fyrr um daginn, eða kl. 10 um morguninn opnar tækni- og vöru- sýningu, sem opnuð verður hátíð- lega af formanni félagsins, Jóni Sig- urjónssyni, verkfræðingi, sem hefur sér til aðstoðar sjálfa fegurðar- drottningu Islands, Hugrúnu Lindu Guðmundsdóttur, sem klippir á borða til merkis um að sýningin sé opnuð. Sýningin stendur allan dag- inn eða til kl. 18. Fundurinn og sýningin eru opin öllum áhugamönnum. RAÐAUGLÝSINGAR RARIK RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS. Útboð Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í að byggja aðveitustöðvarhús við Rimakot í Austur- Landeyjum. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Rafmagns- veitna ríkisins við Dufþaksbraut 12, Hvolsvelli og Laugavegi 118, Reykjavík frá og meðfimmtudegin- um 1. mars 1990, gegn kr. 10.000,- skilatryggingu. Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins á Hvolsvelli fyrir kl. 14.00 miðvikudaginn 14. mars 1990 og verða þau þá opnuð í viðurvist þeirra bjóðenda, sem þess óska. Tilboðin séu í lokuðu umslagi, merktu „RARIK 90001 aðveitustöð við Rimakot'' Reykjavík 22. febrúar 1990, Rafmagnsveitur ríkisins. ^RARIK RAFMAGNSVEITUR RlKISINS Útboð Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í eftir- farandi: RARIK-90002: Háspennuskápar, 11 og 19 kV, fyrir aðveitustöð Rangárvöllum og Smyrlu. Opnunardagur: Fimmtudagur 22. mars 1990, kl. 14.00. Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, fyriropnun- artíma og verða þau opnuð á sama stað að við- stöddum þeim bjóðendum er þess óska. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Rafmagns- veitna ríkisins, Laugavegi 118,105 Reykjavík, frá og með fimmtudegi 1. mars 1990 og kosta kr. 500,- hvert eintak. Reykjavík 27. febrúar 1990, Rafmagnsveitur ríkisins. f|| Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Vatnsveitu Reykjavíkur, óskar eftir tilboðum í renniloka (solid vedge gate valves). Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkju- vegi 3, Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað, fimmtudaginn 29. mars 1990 kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGÁR Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800 verður haldið miðvikudaginn 28. febrúar kl. 20.30, að Hverfisgötu 8—10. Gestur kvöldsins verður Jó- hannes Gunnarsson, for- maður Neytendasamtak- anna. Alþýöuflokksfélag Reykjavíkur. Ráðstefna um stjórn fiskveiða Framkvæmdastjórn og þing- flokkur Alþýðuflokksins gangast fyrir ráðstefnu um stjórn fisk- veiða, laugardaginn 3. mars næstkomandi kl. 10—16, að Borgartúni 6, Reykjavík. Ráðstefnan verður opin öllu stuðningsfólki Alþýðuflokksins. Þátttaka tilkynnist til skrifstofu Alþýðuflokksins í síma 91-29244. Ráðstefnustjóri verður Eiöur Guönason alþingis- maður. Dagskrá verður nánar auglýst síðar. Skrifstofa Alþýöuflokksins. Stjórnun fiskveiða Fundur um stjórnun fiskveiöa 3. mars 1990, kl. 10.00, Borgartúni 6, Reykjavík. Dagskrá: 10.00 Stutt framsöguerindi (10—15 mínútur) flytja: 1. Árni Kolbeinsson ráðuneytisstjóri. Meginatriði frumvarps um stjórnun fiskveiða. 2. Dr. Gylfi Þ. Gíslason, fyrrverandi ráðherra. Sala veiðileyfa. 3. Dr. Þorkell Helgason prófessor. Hugsanleg framkvæmd veiðileyfasölu. 4. Gunnar Már Kristófersson, sveitarstjóri Hellissandi. Kvótinn og sveitarfélögin. 5. Pétur Bjarnason, fiskeldisfræðingur Akureyri. Áhrif kvótans á byggðastefnu. 6. Örn Traustason, sjómaður Keflavík. Sjónarmið sjómanna. 7. Dr. Alda Möller, matvælafræðingur Kópavogi. Fiskvinnslustefna. 8. Einar Hreinsson, sjávarútvegsfræðingur ísafirði. Andstaða Vestfirðinga við kvótann. 9. Sveinn Þór Elínbergsson, forseti bæjar- stjórnar Ólafsvíkur. Staða sjávarútvegsbyggðanna. 12.30 Hádegisverðarhlé. 13.15 Almennar umræður. 16.15 Fundarlok. Fundarstjórar: Eiður Guönason, formaður þingflokks Alþýðu- flokksins og Guömundur Einarsson, formaður framkvæmdastjórnar. Fundurinn er opinn öllu stuöningsfólki Alþýðu- flokksins. Vinsamlega tilkynniö þátttöku til flokksskrifstof- unnar. Sími 91-29244. Alþýöuflokkurinn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.