Alþýðublaðið - 28.02.1990, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 28.02.1990, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 28. febr. 1990 5 FRETTASKYRING Embætti byggingafulltrúa í Reykjavík: Aðstoða embættismenn við reglugerðarbrot? Embætti byggingafulltrúa í Reykjavíkurborg virðist ekki alls kostar standa sig í stykkinu. Hér er raunar vægt að orði kveðið, því ekki er nóg meö að unnt sé að tína til fjöldamörg dæmi um mistök heldur verður tæpast betur séð en starfs- menn embættisins séu einnig sekir um „ásetningsbrot" í þeim tilgangi að hjálpa einstökum byggingaraðilum til að fara á bak við bygginganefnd borgarinnar. Hitt er kannski ekki síður furðulegt að bygginganefndin skuli ævinlega láta sem ekkert sé og kyngja eftir á því sem fyrir hana er lagt. Þetta gerðist t.d. 1981 þegar Eimskipafélagi íslands tókst, að því er virðist í góðri samvinnu við embætti bygg- ingafulltrúa að byggja nærri 40 þúsund rúmmetra hús, án þess að bygginganefndin hefði hugmynd um. Skáli Eimskipafélagsins viö Sundahöfn. Nokkurn veginn svona leit hann út þegar sótt var um leyfi til að byggja hann. Hér var um aö ræða skemmu Kimskipafélagsins við Sundahöfn sem við sögðum frá í forsíðufrétt á laugardaginn. Húsið var byggt á árunum 1980—1981 og var form- lega tekið í notkun. nálægt mán- aðamótum júlí-ágúst 1981. Hálfum mánuöi síðar barst bygginganefnd Reykjavíkur umsókn um bygging- arleyfi. Voru menn hræddir við vinstri meirihlutann? A þessum árum var vinstri meirihluti við völd í Reykjavík og í samræmi við það áttu vinstri flokkarnir saman meirihluta í bygginganefnd. Hvort sem þessi staðreynd kann að eiga einhvern hlut að máli, þá er í bókum emb- ættis byggingafulltrúa að finna óyggjandi sagnfræðilegar heimild- ir fyrir því að húsið var byggt á þessum tíma og starfsmönnum embættisins var fullkunnugt um bygginguna, þótt bygginganefnd- armenn vissu ekki af framkvæmd- um, því þeir mættu reglulega á byggingarstað og tóku út hina ýmsu verkþætti. Allt er þetta sam- viskusamlega skráð í bókum emb- ættisins. Pað væri e.t.v fullmikið sagt að íulltrúum í bygginganefnd borgar- innar hafi veriö alls ókunnugt um fyrirætlanir Eimskipafélagsins varðandi þessa byggingu, því að á fundi nefndarinnar 13. nóvember 1980 var lögð fram fyrirspurn frá Eimskipafélaginu þess efnis hvort leyfi yrði veitt fyrir byggingunni. Varðandi undirtektir nefndarinn- ar er einfaldast að vitna orðrétt í fundargerð. Þar stendur: ,,Já- kvætt. Leyft að byrja.” Það er þó ótvírætt að hér er ekki um formlegt byggingarleyfi að ræða. Líklega kemst þetta einna næst því að vera það sem stundum er kallað „graftrarleyfi." Gunnar Sigurðsson byggingafulltrúi treysti sér ekki í gær til að gefa nákvæma skilgreiningu á því hversu langt þetta bráðabirgðaleyfi næði en sagði hins vegar að svo mikið væri ljóst að leyfi til að byrja þýddi ekki leyfi til að Ijúka byggingunni. í notkun átta mánuðum eftir graftrarleyfi Það var þó einmitt það sem gerðist. Eimskipafélagsmönnum lá greinilega mikið á, því að strax 21. nóvember, rúmri viku eftir að hafa fengið „leyfi til að byrja" var búið að steypa hluta af sökklum undir húsið. Samkvæmt bókum byggingafulltrúa rekur síðan hver úttektin aðra og 31. júlí 1981, rúm- um átta mánuðum eftir að graftr- arleyfið var veitt, var húsið skráð „í notkun." Það var um þetta leyti sem fregnir birtust í blöðum um mikla vígsluhátíð sem Eimskipafélagið hélt, í tilefni af því að húsið var tekið í notkun. Þá fyrst vissu bygg- inganefndarmenn af því að bygg- ingin var komin lengra áleiðis en svo að verið væri að grafa grunn eða steypa undirstöður. Formleg umsókn um byggingarleyfi barst loks í framhaldi af þessu og var tekin fyrir á fundi nefndarinnar 13. ágúst 1981. Nefndin tók þá af- stöðu að viðurkenna orðinn hlut og veita byggingarleyfi. Jafnframt var formanni nefndarinnar og byggingafulltrúa „falið að áminna hönnuði og meistara v/vanrækslu við endanlega afgreiðslu erindis- ins." Engin áminning til embættismanna Þegar tekið er tillit til þess aö hér hafði ríflega fjögur þúsund fer- metra hús verið byggt í heimildar- leysi, er varla hægt að segja annað en fremur vægilega sé að orði komist. Það er líka afar athyglivert að nefndin sá ekki ástæðu til að áminna byggingafulltrúann eöa starfsmenn embættisins, sem þó höfðu allan tímann fylgst með byggingunni og tekið hana út, vit- andi að byggingarleyfi var ekki fyrir hendi. Þrír aðilar fengu send áminning- arbréf í samræmi við samþykkt bygginganefndar. Þetta voru Hall- dór H. Jónsson arkitekt, sem jafn- framt er stjórnarformaður Eim- skipafélagsins, Kristinn Sveinsson húsasmíðameistari og Eiríkur Jónsson múrarameistari. Sonur Halldórs, Garðar Halldórsson, húsameistari ríkisins, sem ásamt föður sínum er skráður hönnuður að húsinu, virðist hins vegar ekki hafa fengið neitt slíkt bréf. Magnús Skúlason arkitekt, sem á þessum tima var formaður bygginga-' nefndar, er um þessar mundir staddur erlendis, þannig að ekki var unnt að inna hann skýringa á þessu. Húsameistari ríkisins áminntur? Nú liggur hins vegar fyrir tillaga frá Gunnari H. Gunnarssyni, full- trúa Alþýðubandalagsins í bygg- inganefnd, um að Garðar Hall- dórsson, húsameistari ríkisins, verði formlega áminntur vegna breytinga á Tanngarði, húsi tann- læknadeildarinnar, sem stendur á Landspítalalóðinni, skammt frá flugvellinum. Garðar er hönnuður að aðaluppdráttum þessa húss og við byggingu þess á sínum tíma var vikið talsvert frá samþykktum teikningum. Húsið var stækkað um samtals yfir fjögur þúsund rúmmetra og hækkað um rétt tæpan metra. Vegna þess að húsið stendur í nágrenni flugvallar verð- ur hækkun þess væntanlega að teljast býsna alvarlegt mál. Bygginganefnd veitti leyfi fyrir byggingunni 1977 en teikningarn- ar voru síðan endurskoðaðar og þegar bygging hússins var boðin út 1978 voru það þessar nýju, breyttu og ósamþykktu teikningar sem fylgdu útboðinu. Það er fyrst nú, meira en áratug síðar, sem sótt er um leyfi fyrir þessum breyting- um. Umsókninni fylgdi bréf skrif- að á bréfsefni Húsameistara ríkis- ins og undirritað af Garðari Hall- dórssyni, þar sem gerð er grein fyrir gangi málsins. Teikningum bar ekki saman I þessu bréfi skýrir Garðar frá því að af „einhverjum óskiljanleg- um ástæðum" hafi hinar endur- skoðuðu aðalteikningar aldrei bor- ist til embættis byggingafulltrúa. Ymsar sérteikningar virðast hins vegar hafa borist rétta boðleið til byggingafulltrúa. Þessar sérteikn- ingar voru að því er fram kemur í bréfi Garöars, ekki í samræmi við þær aðalteikningar sem í upphafi voru samþykktar af bygginga- nefnd og byggingarleyfið var veitt út á. Nú skyldi mega ætla að slíkt ósamræmi vekti athygli manna á skrifstofu byggingafulltrúa. Ekk- ert slíkt gerðist þó í þessu tilviki og Garðar Halldórsson segir orðrétt í bréfi sínu: „A byggingartímanum hafa allar úttektir byggingafull- trúa veriö geröar, þrátt fyrir þenn- an skort á teikningum og ósam- ræmi milli aöalteikninga og sér- teikninga." Tekið út á færibandi Hér hefur gerst nokkurn veginn það sama og við byggingu Eim- skipafélagshússins viö Sundahöfn. Starfsmenn byggingafulltrúa taka út byggingaráfanga á færibandi án þess að skipta sér nokkuö af því hvort teikningarnar sem farið er eftir hafi öðlast tilskilið samþykki eða ekki. Gunnar Sigurðsson byggingafulltrúi vill kenna starfs- mannaskorti um. Þegar þetta var borið undir hann í gær, sagði hann m.a.: „Eg hef ekki mannskap til að bera saman aðalteikningar og sér- teikningar." Það sem hér hefur verið tínt til virðist alls ekki vera einsdæmi. Á föstudaginn í síðustu viku greind- um við frá dagsektum sem lagðar voru á byggingaraðila Hamars- hússins fyrir þremur árum. Gunn- ar Sigurðsson, byggingafulltrúi sagði í gær að í Hamarshúsinu hefði verið bætt úr því sem brýn- ast þótti, en viðurkenndi á hinn bóginn að enn skorti talsvert á að farið hefði verið að tilmælum bygginganefndar. Dagsektirnar, 10 þúsund krónur á dag, eru nú komnar í níu milljónir en embætti byggingafulltrúa hefur aldrei gert neina tilraun til að innheimta þær. Á Seðlabankahúsinu voru gerð- ar ýmsar breytingar á byggingar- tíma en formlegs samþykkis fyrir þeim var ekki leitað fyrr en í fyrra, rífum fjórum árum eftir að húsið var fokhelt. Bygginganefnd þóttu þessar breytingar nægilega alvar- legar til þess að á fundi sínum 11. maí í fyrra samþykkti nefndin að áminna húsasmíðameistara, múr- arameistara, arkitekta og verk- fræðing hússins. Annar tveggja arkitekta hússins, Olafur Sigurðs- son, kvaðst í gær aldrei hafa feng- ið neitt áminningarbréf. Svo virð- ist því sem byggingafulltrúinn hafi vanrækt þessa embættisskyldu sína. Brotin ómöguleg án aðstoðar embætismanna Það má sjálfsagt rétt vera að embættismenn hjá byggingafull- trúaembættinu hafi mikið að gera og komi ekki í verk öllu því sem þeim er skylt, til að lögum og reglugerðum sé fullnægt. Engu að síður er það staðreynd að einmitt embættismenn hjá byggingafull- trúa hafa haft umtalsverðan tíma til að taka að sér aukaverkefni fyr- ir aöila úti í bæ. Þegar byggingar- áfangar eru teknir út á færibandi án þess að samþykktar teikningar liggi fyrir eða jafnvel án þess að byggingarleyfi sé fyrir hendi, hlýt- ur að vera hæpið að kenna þar um mannfæð eða tímaskorti. Hinnar raunverulegu skýringar á því að slíkt eigi sér stað hlýtur að vera að leita annars staðar. Kannski í greiöasemi kunningjaþjóðfélags- ins sem við búum í. Fulltrúar í bygginganefnd hafa í nokkrum tilvikum séö sig knúna til að áminna ákveðna aðila úti í bæ sem orðiö hafa uppvísir að því að fara á bak við nefndina. Enn hefur þaö hins vegar ekki gerst aö nefndin hafi séö ástæðu til að áminna starfsmenn embættisins, jafnvel þótt næsta augljóst virðist aö þau brot sem áminnt er fyrir hefðu verið óframkvæmanleg án aðstoðar embættismannanna. INNLAUSNARVERÐ VAXTAMIÐA VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍ RTEINA RÍKISSJÓÐS Í2. FLB1985 Hinn 10. mars 1990 er níundi fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs með vaxtamiðum í 2. fl. B1985. Gegn framvísun vaxtamiða nr. 9 verður frá og með 10. mars nk. greitt sem hér segir: __________Vaxtamiði með 50.000,- kr. skírteini_kr. 3.787,40_ Ofangreind fjárhæð er vextir af höfuðstól spariskírteinanna fyrir tímabilið 10. september 1989 til 10. mars 1990 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu 1239 hinn 1. september 1985 til 2844 hinn 1. mars 1990. Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gjalddaga. Innlausn vaxtamiða nr. 9 fer fram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka Islands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík, og hefst hinn 10. mars 1990. Reykjavík, febrúar 1990 SEÐLAB ANKIÍSLANDS

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.