Alþýðublaðið - 28.02.1990, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 28.02.1990, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 28. febr. 1990 3 Þau hlutu menningarverðlaun DV Sjö listamenn hlutu menningar- verölaun DV í ár, og voru þeim af- hent verölaunin nú á dögunum, frí- standandi skúlptúrar, sem Pétur Bjarnason, myndhöggvari, smíöaöi. Á myndinni eru listamennirnir. Tal- iö frá vinstri: Höröur Áskelsspn, kórstjóri og organleikari; Vigdís Grímsdóttir, rithöfundur; Þráinn Bertelsson, kvikmyndageröarmaö- ur; Jónas Hallgrímssonftók viö verölaunum fyrir liönd Kristínar Is- leifsdöttur, keramikhönnuðar); Ingi- mundur Sveinsson, arkitekt; Krist- ján Guömundsson, myndlistarmaö- ur og Grétar Reynisson, myndlistar- maöur og leikmyndahöfundur. Á myndinni eru fundarmenn á norrænum fundi húsnæðisráðherra, talið frá ger Eriksson i landsstjórn Alandseyja; Lauri Tarasti, ráðuneytisstjóri i Finn- vinstri, Johan J. Jakobsen, húsnæðisráðherra í Noregi; Agnete Laustsen, hús- landi og Lars Strandberg, aðstoðarmaður ráðherra í Svíþjóð. næðisráöherra i Danmörku; Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra; Hol- Húsnæðisráðherrar funda Fundur norrænna húsnæðis- ráðherra var haldinn hér á landi í fyrradag. Er það í fyrsta skipti sem slíkur fundur fer fram hér- iendis. Aðalumræðuefni fundar- ins var tvíþætt. I fyrsta lagi var rætt um stöðu hús- næöismála á Noröurlöndum. Sér- staklega var fjallað um þær breyt- ingar sem gerðar hafa veriö á hús- næðislánakerfum landanna og al- mennt um þá aöstoð sem veitt er af hálfu hins opinbera. í ööru lagi var rætt um samstarf Noröurlandanna um samræmingu reglna og staöla á sviöi húsnæðis- og byggingarmála vegna undirbún- ings fyrir sameiginlegan markaö Evrópubandalagsins. Var grunnur lagöur aö þessu starfi í vinnuáætlun norrænu ráöherranefndarinnar, Noröurlöndin í Evrópu 1989—1992. Herranótt 1990: Vindsir konurnar kátu Leikfélag Menntaskólans í Reykja- vík viðheldur gömlum hefðum. Ein þeirra er Herranótt, árlegur leiklist- arviðburður. í ár veröur sett á svið leikritið Vindsór konurnar kátu, eft- ir William Shakespeare í jpýðingu Helga Hálfdanarsonar. Er 'þetta í fyrsta skipti sem verkið er sett á sviö hér á landi. Leikstjóri er Hlín Agn- arsdóttir. Frumsýning veröur í gamla Iönó þann 8. mars. JÚLÍUS SÓLNES — eftir langt og strangt þóf verður hann ráðherra um- hverfismála á íslandi, en sá mála- flokkur nýtur æ meiri athygli alls al- mennings hér á landi. Július hættir q Hqgstofunni; Verður fyrsti umhverfis- ráðherrann Júlíus Sólnes, formaður Borgara- flokksins, hefur veriö skipaöur um- hverfisráðherra í ráöuneyti íslands. Er hann fyrsti maður hérlendis sem gegnir ráöherratign með þessu heiti. Jafnframt var Júlíusi veitt lausn frá embætti ráöherra Hag- stofu íslands. Tók Steingrimur Her- mannsson, forsætisráöherra viö starfi hans þar. * O, þessi harka! Kynvilla hefur verið í mann- lífi alla tíö. Sagan segir af ýmsum mikilmennum sem ekki voru á réttu róli i kynlíf- inu, ég man snöggvast aö hafa lesiö um Hadrianus keisara sem var óeðlilega hrifinn af ungum Grikkja sem varö eftirlætisþjónn hans. Keisarinn féll gjörsamlega fyrir fríðleik piltsins, mildum aug- um og hári hrokknu. Þegar ég var að alast upp, gengu nokkrir kynvillingar lausir á með- al vor, margir í ágætum stööum, kurteisir, brosmildir og — hættu- legir. Maöur nokkur sem býr meö óláni og sjúku hug- arfari og er hættulegur í saklausu umhverfinu, hefur mikið verið í fréttum aö undanförnu vegna nýjustu tilraunar til aö tæla ungan pilt til kynferðislegra maka. Blöð elskuseminnar skrifuðu um hann og birtu af honum myndir og í útvarpi létu hlustendur til sín heyra og vildu víst sumir nota á manninn tangir eins og viö grað- fola. Maðurinn mátti víst þakka fyrir aö nú er 1990 og hann því ekki settur upp á vagn og ekið meö hann út í Gálgahraun. Þessi sjúki maöur var nýkominn til landsins eftir vistun á viðeig- andi hæli erlendis en ekki tókst aö ráöa bót á sjúklegum háttum hans. Maðurinn er nú í gæslu og veit víst enginn hvað á að gera viö hann. Næsta sunnudag eftir handtöku hans, óku fjölmargir hjartahreinir góðborgarar sinn venjulega sunnudagstúr, nema nú var ekið um Norðurmýri í leit að vettvangi þess atburðar er kona kom til bjargar ungum pilti sem maðurinn var á vegi að tæla. Æijá. Menn eru samir viö sig. Áfergjan í aö fylgjast með óham- ingju annarra, losnar seint frá okk- ur. Viö erum í raun frekar and- styggilega hugsandi, með til- hlökkun í beinum að sjá og heyra vonda hluti sem skapa þátttakend- um þjáningu og sorg. Auðvitað eigum viö þá kröfu á stjórnvöld, að þau skapi okkur öryggi á veg- ferðinni, viö getum veriö óáreitt og börn okkar glöö og kát og vaxi upp í traustu umhverfi. En þá blas- ir við forgangsröð mála. Fyrst skal verða ráðhús í Horn- sílahafi, síðan hringferð á heita- vatnsgeymum meðan viö borð- um, og nýlega var farið að kikja eftir hentugu og viröulegu húsi fyrir Hæstarétt svo að hann geti sómasamlega haldiö áfram aö dæma menn út í óvissuna, nánast á vergang, því fangelsi vantar, hvað þá hæli fyrir geðsjúka af- brotamenn. íslendingar hafa bara efni á að dæma menn, ekki vista þá. Kynvillingar á mínum ungu ár- um voru ekki eltir með tæki til að gelda þá, engin skrifaði um þá í blöðin, myndir voru ekki til af þeim, menn vissu svo sannarlega af þeim. Þeir fóru stundum á reið- hjólum á eftir sendlastrákum, aðr- ir stunduðu fimmbíó og settust þá gjarnan við hliðina á einhverjum strák sem sat einn í rökkrinu í saln- um og át haltu-kjafti-karamellur. Víst er að sumir piltar sluppu ekki við hendur þeirra. að sem ergir mig nú er harkan í meðbræðrum þessa sjúka manns sem ekki er sjálfrátt og slóðaskapur kerfiskallanna á þingi, sem tíma ekki aö gera ráð fyrir sómasam- legum fangelsum til að geyma í þegna þá sem eru óæskilegir á torgum. Eitthvað heyrðist mér fyr- ir helgi að nú ætti loks að ráða bót á fangelsismálum þjóðarinnar. Mér hafði þá dottið í hug að ein- hverjir úr fjárveitinganefnd gistu t.d. Litla-Hraun eða Skólavöröu- stíginn eins og í einn eða tvo sólar- hringa og fengju aö finna fyrir þeim ömurleika sem fylgir því að vera læstur inni á algjörlega óhæf- um stað og ekki skepnu bjóðandi. Fangelsi ætti að vera staður sem getur boðið mannúð, menntun og stuðlað að hugarfarsbreytingum og hefði í þjónustu sinni sálfræð- inga og geðlækna í stað þess að vera ruslatunna fyrir óæskilega þegna sem best væri að afskrifa. Við erum hættir að höggva eða drekkja afbrotamönnum. Hvernig væri að líta á þá sem manneskjur þrátt fyrir allt? Jónas Jónasson

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.