Alþýðublaðið - 28.02.1990, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 28.02.1990, Blaðsíða 2
2 Miðvikudagur 28. febr. 1990 MÞBUBLM9 Ármúli 36 Sími 681866 Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Fréttastjóri: Auglýsingastjóri: Dreifingarstjóri: Setning og umbrot: Prentun: Blað hf. hlákon Hákonarson Ingólfur Margeirsson Jón Birgir Pétursson Hinrik Gunnar Hilmarsson Sigurður Jónsson Leturval, Ármúla 36 Blaðaprent hf. Áskriffarsíminn er 681866 Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 75 kr. eintakið. FRETTAMAT MORGUNBLAÐSINS AFHJÚPAÐ IVIorgunblaöið birti fyrir viku sérkennilegan leiðara um meinta bresti í stjórnarsamstarfinu. í þessu sambandi vitnaði Morgun- blaðið til fréttaskrifa í Alþýðublaðinu. Sjálfstæðismenn hafa reynt í málefnasnauðri og aflvana stjórnarandstöðu sinni að leika á álíka strengi; að ágreining og bresti sé að finna í samstarfi stjórnarflokkanna. Að sjálfsögðu er að öllu jöfnu erfiðara að ná breiðri samstöðu um málefni og einstakar ákvarðanir í ríkisstjórn sem samanstenduraf fjórum stjórnmálaflokkum en í tveggja eða jafnvel þriggja flokka ríkisstjórnum. Pess vegna er það ánægju- efni hve vel Steingrími Hermannssyni forsætisráðherra hefur tekist að leiða núverandi ríkisstjórn fjögurra flokka og hve sam- stíga ríkisstjórnin hefur verið í öllum helstu málum. Ekki er á neinn hátt hægt að jafna saman veiklulegri og óöruggri verk- stjórn Þorsteins Pálssonar í síðustu ríkisstjórn saman við styrka og örugga verkstjórn Steingríms Hermannssonar. Meðan flaust- ursleg verkstjórn Þorsteins leiddi til uppgjafar og hruns í efna- hagslífi og atvinnumálum þjóðarinnar, hefur farsæl stjórnun Steingríms endurbyggt helstu atvinnuvegina og skapað aðstæð- ur á skömmum tíma sem ruddu farveg fyrir merkasta kjarasamn- ingi þessarar aldar. Við þlasa nýir tímar og ef forsendur samning- anna halda, sem allt útlit er fyrir, stigfalla vextir, jafnvægi og friður ríkir á vinnumarkaði og grunnur hefur verið lagður að nýju þjóð- félagi. Við þessu grettistaki ríkisstjórnar Steingríms Hermanns- sonar á Sjálfstæðisflokkurinn ekkert svar nema að söngla mjórri röddu um ágreining innan ríkisstjórnarinnar. Og nú hefur Morg- unblaðið Ijáð sinn mikla lúður undir þennan hjáróma söng. Ein undarlegasta staðhæfing Morgunblaðsins í umræddum leiðara er sú, að fréttir Alþýðublaðsins að undanförnu séu merki um að Alþýðuflokkurinn sé að aðgreina sig frá hinum stjórnar- flokkunum og að óttinn við kjósendur hafi gripið um sig í röðum alþýðuflokksmanna. Þessu til sönnunar nefnir Morgunblaðið frétt í Alþýðublaðinu um andstöðu Karvels Pálmasonar þing- manns Alþýðuflokksins við nýju umhverfismálaráðuneyti. Enn- fremur nefnir Morgunblaðið frétt Alþýðublaðsins um gagnrýni Hreggviðs Jónssonar þingmanns Frjálslynda hægriflokksins á forsætisráðherra vegna kaupa Landsbankans á Samvinnubank- anum sem dæmi um hræðslu Alþýðuflokksins! Umræddar fréttir Alþýðublaðsins segja ekkert um afstöðu Alþýðuflokksins til ríkis- stjórnarinnar, samstarfsflokka sinna eða einhvers annars. Fréttir Alþýðublaðsins eru einfaldlega bara fréttir. Það er fréttnæmt að stjórnarliði, úr hvaða flokk sem hann er, sé á móti nýju ráðuneyti ríkisstjórnarinnar. Það er fréttnæmt ef þingmaður stjórnarand- stöðunnar deilir á forsætisráðherra með þeim hætti sem Hregg- viður Jónsson gerði á Alþingi. Fréttir eru einfaldlega fréttir. Það er allt og sumt. Túlkun Morgunblaðsins á fréttum Alþýðublaðsins segir hins vegar miklu meira um Morgunblaðið og fréttamat blaðsins en um Alþýðublaðið. Ritstjórar sem lesa fréttaflutning annarra blaða með pólitískum gleraugum af þessu tagi, hljóta að ritstýra sínum eigin blöðum eftir sömu formúlu. Morgunblaðið hefur með þessari leiðaragrein komið óvart upp um sinar eigin starfs- aðferðir. Fréttir Morgunblaðsins stjórnast þarafleiðandi ekki að- eins af hlutlausu fréttamati, heldur af pólitískum skilaboðum til lesenda. Með öðrum orðum; pólitískum áróðri. Þetta er fróðlegt að vita fyrir lesendur Morgunblaðsins sem að öllu jöfnu gefur sig út fyrir að vera hlutlaust fréttablað. ÖNNUR SJONARMIÐ BJÖRN bóndi Pálsson á Löngumýri skrifar hressilega grein í Tímann í gær þar sem hann reifar landbúnaö- armál. Björn er mjög ósáttur við nú- verandi löggjöf um landbúnaðar- mál og segir hana úrelta: „Miklar breytingar hafa orðid í landbúnaði okkar síðustu ára- tugi. Landbúnaðarlöggjöf okkar er því orðin úrelt og óskynsam- leg. Það má nefna forðagæslu- lögin, stóðhestaruglið, lög um sauðfjárbaðanir, ekki má gleyma búnaðarsamböndum, ráðunautabákninu, gróðurfræð- ingahópnum, dýralæknum, rannsóknastofnun landbúnað- arins og búnaðarskólum. Það er önnur hver jörð komin í eyði í mörgum sýslum og ötullega unn- ið að því að koma fleiri jörðum í eyði, en yfirbyggingin í landbún- aðarmálum hefur frekar aukist. Líklega væri best að af nema nær allar landbúnaðarlöggjöfina, áð- ur en það er gert þyrfti að vera búið að semja frumdrög að nýrri löggjöf sem væri ódýrari og hag- nýtari en sú sem nú er.“ Það er ánægjulegt að bændur eru farnir að taka undir gagnrýni þétt- býlinga á endaleysuna í landbúnað- inum. JÓNAS ritstjóri Kristjánsson fær of- anígjöf fyrir leiðaraskrif sín í DV um landbúnaðarmál í grein Björns frá Löngumýri. Frumlegasti punktur- inn í þeirri ádeilu er eflaust sá, að ef kindin hefði ekki verið til, hefði Jón- as ekki verið til: „Jónas ritstjóri hlýtur að vita það að ef engin sauðkind hefði verið til síðustu þrjár aldirnar, Björn á Löngumyri: Landbúnaðarlög- gjöfin úrelt. þá væri hann ekki til. Forfeður okkar hefðu þá dáið úr kulda og hungri norður í Húnaþingi. Jón- as ritstjóri hlýtur að vita það að sauðkindin ber áburð og fræ út um gróðurlitlar auðnir, saman- ber Breiðamerkursand, Skaftár- eldahraun, Kjalhraun o.s.frv. Einstaka menn hafa þannig upp- lag að þeir fjandskapast mest við þær lífverur sem þeir eiga best að launa. Sauðkindin vinnur já- kvæðara starf í gróðurverndar- málum en gróðurfræðingarnir þegar þeir eru að skrökva því að auðtrúa sakleysingjum að 65.000 ferkílómetrar af gróður- lendi hafi eyðst hér á landi að tveimur þriðju hlutum frá því að landnám hófst. Fróðlegt væri að fá það upplýst hvar þær auðnir væru sem sauðkindin á að hafa átt þátt í að mynda." Kenning Björns er sem sagt þessi: Án kindarinnar hefði landið verið í auðn og blaðamannastéttin án Jón- asar. Mikið eigum við Islendingar kindinni að þakka. Jónas: Á tilveru sina aö þakka kind- inni EINN MEÐ KAFFINU Bóndinn við vin sinn: „Ef þú getur giskað á hvað ég er með margar hænur í pokanum, þá máttu eiga þær báðar!" DAGATAL Lýörœdid er enn viöráöanlegt t*á er framboðslisti íhaldsins í Reykjavík búinn að sjá dagsins Ijós. Það sem vekur athygli mína er hve óbreyttur listinn er frá því síðast. Sennilega hefur Davíð beð- ið uppstillingarnefndina að taka Ijósrit af gamla listanum og breytt svo einstaka nöfnum með kúlu- penna. En upp rann fyrir mér Ijós þegar ég las grein Jóns Magnússonar lögmanns í DV í fyrradag þar sem hann rakti hvernig listinn varð til. Að þessu tilefni hringdi ég í vin minn í Sjálfstæðisflokknum sem þekkir innstu klíku mjög vel og veit hvernig framboðslistar flokks- ins í Reykjavík verða til. Vinur minn hváði þegar ég bar Jram spurninguna og bætti við að hvert mannsbarn í Valhöll vissi hvernig framboðslistar í Reykjavík yrðu til. — Davíð ákveður listann, sagði kunningi minn. — En ég hélt að uppstillingar- nefnd undir forystu Jóns Steinars Matlocks sæi um þá hlið, sagði ég. Og Eimreiðarklíkan. — Eimreiðarhópurinn, leiðrétti vinur minn í Valhöll mig. Ég bað hann að útskýra málið frekar. -Sko , sagði vinur minn, Davíð hringir í Baldur Guðlaugs Eimreið- armann og segir honum hvaða af- stöðu Fulltrúaráð Sjálfstæðis- flokksins á að taka. Afstaðan er vitanlega sú að ekki verði viðhaft prófkjör, heldur heyri framboðs- listinn undir Fulltrúaráð. Þetta er að sjálfsögðu samþykkt enda vita allir að þetta er vilji borgarstjóra. — Já? sagði ég. — Svo er kosin kjörnefnd og Davíð Eimreið ákveður ásamt Baldri hverjir komast í kjörnefnd- ina. Þeir falla sem eiga að falla og hinir ná prófinu. — Jahá? sagði ég. — Síðan er valinn formaður kjörnefndar og það er náttúrlega umræddur Jón Steinar Matlock, Eimreiðarmaður. Þá hefjast hrók- eringar, sagði Valhallarmaöur- inn. >> Eg spurði hvernig hrókeringar færu fram. — Þeir sem sýnt hafa borgar- stjóra tillitssemi og skilning eru færðir upp á listanum og hinir nið- ur, sagði heimildarmaður minn. Einnig eru Moggavinir færðir upp og Moggaóvinir niður. Ættstórir menn eru færðir upp en ættlitlir menn færðir niður. Þetta lyftukerfi er hannað af borgarstjóra og er til- tölulega flókið. En um leið einfalt; eins og borgarstjóri. Þannig er Júlíus færður upp þrátt fyrir lóða- brask og skólastýra Tjarnargötu- skóla sett í heiðurssætið þrátt fyrir að hafa neitað að láta blankan fyr- irmyndarnemanda hafa prófskír- teinið í Dómkirkjunni. — Ég held að ég skilji, hvert þú ert að fara, sagði ég. — Þegar Davíð hefur lokið mannaflutningum eins og honum hentar, kallar hann á Jón Steinar Matlock og afhendir honum list- ann. Jón Steinar kynnir listann fyrir kjörnefnd og hún segir amen, enda vilji borgarstjóra. — Já, já, sagði ég. — Síðan eru birtar Ijósmyndir af framboðslistanum í Morgunblað- inu og haft viðtal við efsta mann listans sem er að sjálfsögðu eng- inn annar en okkar elskaði borg- arstjóri. — Og? spurði ég. — Og ekki neitt, sagði heimild mín í Valhöll. Lýðræðið og vilji flokksmanna hefur enn einu sinni ráðið ferðinni í Sjálfstæðisflokkn- um. — Og ekki meira um málið að segja? sagði ég. — Nei, ekki nema að Eimreiðar- hópurinn fær sér í glas um kvöldið og óskar sér til hamingju að lýð- ræðið sé enn viöráðanlegt afl á Is- landi, sagði minn maður í Valhöll og kvaddi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.