Alþýðublaðið - 28.02.1990, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 28.02.1990, Blaðsíða 8
MÞYÐUBUÐIB Langlundar- geð á þrotum — segja námsmenn „Langlundargeð átta þúsund íslenskra náms- manna er brostið,** segir í frétt frá Samstarfsnefnd námsmanna. Segir þar að Alþýðubandaiagið í stjórnarandstöðu hefði haft hátt um brot á lögum um námslán. Nú þegar flokkurinn væri í aðstöðu til að sýna vilja sinn í verki ríkti þögn um málið í þeim herbúðum. „Samningur Svavars Gests- sonar við námsmenn um endurbót skerðingar í áföng- um gegn hækkun tekjutillits hefur verið að engu hafður. Og það þrátt fyrir að nefnd sem Svavar skipaði í haust hafi einróma samþykkt rétt- mæti lokaáfanga leiðrétting- ar námslána og bent á leiðir til að hrinda henni í fram- kvæmd. Mánuðum saman hefur verið reynt aö fara samningaleiöina til að knýja menntamálaráðherra til að standa við loforð sín. Svörin hafa verið öll á einn veg, einu er lofað i dag og öðru á morg- un en ekki er staðið við nokk- urn hlut," segir í fréttatil- kynningu námsmannanna. Miðvikudagur 28. febr. 1990 Koma frá Hjaltlandseyjum til aö berjast gegn þeirri ógnun sem hafsvœðum okkar stafar af kjarnorkuúrgangi Geislavirkur úrgangur við strendur íslands — segja Chris Bunyan og Rose Young. Rose Young og Chris Buyan — þau koma til íslands til að berjast gegn ógnun kjarnorkuúrgangs við hafsvæðin á norð- urhvelinu. A-mynd: E. Ól. „Þegar hefur mælst geislavirkur úrgangur við strendur Islands og Grænlands frá kjarn- orkuendurvinnslustöðv- um á Norður-Skotlandi. Lífríki sjávar N-Atlants- hafsins stafar ógnun af úrgangi frá þessum kjarnorkuendurvinnslu- stöðvum,“ sögðu þau Chris Bunyan og Rose Young, félagar í NENIG, í samtali við blaðið. NENIG eru samtök á Hjaltlandseyjum sem berj- ast gegn kjarnorkuvá. Sam- tökin hyggjast beita sér fyr- ir að Norðurlandaráð sam- þykki tillögu þar sem því er mótmælt að kjarnorkuúr- gangi sé komið fyrir í sjó og að umsvif kjarnorkuvera a þessum svæðum séu aukin. Bresk stjórnvöld hafa samþykkt að heimila til- raunir með kjarnorkuend- urvinnslu frá kjarnorkuver- um í Evrópu til viðbótar við þá endurvinnslu sem þegar fer fram í Dounreay á Norð- ur-Skotlandi. Umhverfis- ráðherrar Norðurlandanna hafa þegar samþykkt að mótmæla þessari ákvörö- un. „Við getum ekki horft upp á mengun hafsins, sem eru sú náttúruauðlind sem er undirstaða afkomu okk- ar. Við deilum hafinu og berum því sameiginlega ábyrgð á því. Þetta á sér- staklega viö um lönd eins og ísland, Færeyjar, Hjalt- landseyjar, Orkneyjar og Noreg sem eiga afkomu sína að miklu eða öllu leyti undir gæftum hafs og land- búnaði, sögðu þau Bunyan og Rose. Rúnar Þór Arnarson, sýnir merki Rauöa krossins sem skólabórn selja í dag og næstu daga. Rúnar Þór er nemandi í 9. bekk Grunnskóla Sauðár- króks en hefur veriö í starfskynningu á Alþýöublaöinu og Pressunni síöustu daga. Arleg merkjasala Rauða krossins: „Mannúð er málið" „Mannúð er málið,“ er Rauða kross félaganna rækslu sjúkrabila, forvarnir í kjörorð merkjasölu Rauða innanlands. fíkniefnamálum unglinga og krossins í ár og hefst sala Rauöi krossinn hefur unnið stuðning við alnæmissjúk- merkjanna í dag, öskudag. aö fjölda verkefna innan linga og aðstandendur Tekjur verða að þessu lands sem utan og má sem þeirra. sinni notaðar til verkefna dæmi nefna kaup og starf- Andraútgerðin við Alaskastrendur Tapið er umtalsvert — segir Haraldur Haraldsson í Andra hf. „Það eina sem gæti bjargað okkur er að Bandaríkjamenn standi við gerða samninga," sagði Haraldur Haralds- son, einn aðaleigandi Andra hf.í samtali við blaðið. Fyrirtækið tapar að sögn Haralds veruleg- um fjármunum daglega en hann kvað þó engan upp- gjafartón í mönnum. Haraldur benti á að á sama tíma og íslendingar stefndu aö því að veita bandarísku fyrirtæki leyfi til að stunda at- vinnurekstur hér hygðust Bandaríkjamenn komast hjá aö veita íslendingum samn- ingsbundin réttindi sín þar. „Við reynum að þreyja þorrann, en tapið daglega er umtalsvert. Hversu mikiö það er, er ekki hægt að segja fyrr en ársuppgjör liggur fyr- ir. Eins og stendur erum við að taka á móti flatfiski til frystingar, en þann afla fáum við frá bandarískum bátum," sagði Haraldur. Um fjármögnun hallarekst- ursins vildi Haraldur ekkert láta hafa eftir sér en tók þó fram að ekki yrði leitaö til Byggðastofnunar. VEÐRIÐ í DAG Norðan og noröaustan átt, víöa stinningskaldi. Él við norður og norðaustur- ströndina, en bjartviðri um sunnanvtrt landiö. Frost verður á bilinu 6 til 10 stig víðast hvar. ÍSLAND Hitastig í nokkrum landshlutum kl. 12 í dag í gær að islenskum tíma. Hitastig i borgum Evrópu kl. 12 Fólk Thor Vilhjálmsson. rit- höfundur nýtur greini- lega mikils álits utan síns heimalands. Það staðfest- ist enn á ný, þegar sendi- herra Frakka hér á landi kvaddi hann til mann- fagnaðar þar sem Thor var sæmdur æðstu orðu sem franska lýðveldið hefur i sínum fórum til handa útlendum manni. Þetta er viðurkenning sem slægur er í og greini- legt að franskir kunna vel að meta það sem flýtur úr penna skáldsins okkar. ★ G'uómundur Gíslason, 49 ára, landsfrægur iþrótta- maður um árabil og besti sundmaöur íslands, á að baki heilladrjúgan feril sem bankamaður í 30 ár. Á fundi bankaráös Bún- aðarbanka íslands í gær var Guðmundur ráöinn aöstoðarbankastjóri er- lendra viðskipta við bankann frá 1. mars. Guö- mundur starfaði viö Út- vegsbankann frá 1960 þar til í ársbyrjun í ár að hann varö forstööumaður erlendra samskipta hjá ls- landsbanka hf. Fréttin um vistaskipti Guömundar vakti verulega athygli í bankaheiminum í gær. Eiginkona Guðmundar Gíslasonar er Erla Sigur- jánsdótlir og eiga þau tvær dætur. ★ í samkvæmislífi borgar- innar er þaö helst tíðinda að á Hótel Borg eru fram- undan menningarsam- skipti viö Kúbu. Sama kvöld og islenska lands- liðiö sigrar (vonandi!) kúbanska landsliðið í handbolta í Tékkóslóvak- íu, — verður heitur söng- ur og hljómsveitarspil Kúbufólks á Borginni. Hljómsveitin heitir Lus Novels, sem karlmenn, en með henni syngur Leo- nor Zayas. Borgin býður að sjálfsögöu upp á kúb- anskan matseðil í tilefni heimsóknarinnar. ★ Dagný Björgvinsdóttir, pí- anóleikari leikur sónötu i D-moll eftir Sjostakovitsj á háskólatónleikunum í Norræna húsinu í hádeg- inu í dag. Með henni leik- ur Gunnar Kvaran, selló- leikari. Bæði starfa þau aö tónmennt, Gunnar sem deildarstjóri strengjadeildar Tónlistar- skólans í Reykjavik, Dag- ný sem kennari við Tón- menntaskólann í Reykja- vík.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.