Alþýðublaðið - 28.02.1990, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 28.02.1990, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 28. febr. 1990 7 UTLOND Þrátt fyrir aö 34 ár séu lidin frá dauöa James Dean er hann enn dýrkaöur af milljónum tán- inga — og ,,grœdir“ milljónir dollara. GOÐIÐ Hefði James Dean lifað hefði hann orðið 59 ára 8. febrúar. Þá hefðu táningarnir sagt „hvaða James"? í stað þess vita þeir flestir hver James Dean var því hver táningakynslóð áratuganna frá því hann lést tákn óánægðra unglinga. * I milljónum svefn- herbergja eru myndir af James Dean, sem í útliti er ósköp hvers- dagslegur hefur tileinkað sér hann sem Fjármálafyrirtæki sem kallast Curtis Licensing of Indiana sér til þess að hann gleymist ekki frekar en Klvis Presley sem þetta fyrir- tæki braskar einnig með eftir lát hans. Fyrirtækið hefur einkarétt á James Dean kúrekahöttum, galla- buxum, bolum og fleiru og rakar inn um 100 millj. dollara. Það virðist kaldhæðni örlag- anna að braskarar skuli ráðskast með minningu James Dean, sem var þekktur fyrir að hata allt brask og þá sem græddu á því. Hann var einníg þekktur fyrir að aka brjál- æðislega hratt í sportbílnum sín- um og það var einmitt þessi hraða- della sem varð honum að bana. Hann ók á ofsahraða á Porche- bílnum sínum inn í tré (í fyllstu merkingu) og lést samstundis. Eina sanna ástin í lífi hans var ítalska leikkonan Pier Angeli og þau höfðu ákveðið að ganga í hjónaband en móðir Pier kom í veg fyrir það og þvingaði Pier til að giftast Vic Damone, minni hátt- Kvikmyndatöku myndarinnar „Giant", lauk daginn fyrir and- lát hans. Það er Eliza- beth Taylor sem er meö honum á mynd- inni en hún var mót- leikari hans. ar söngvara af ítölskum ættum. Það hjónaband endaði með skiln- aði og hún varð þunglynd, fór að nota pillur og áfengi sem gerði illt verra. Pann 10. september 1977 framdi hún sjálfsmorö, tók inn stóran skammt af pillum. Hún skildi eftir sig bréf sem hljóðaði eitthvað á þessa leið: ,,Það er mitt hlutskipti að vera ein, ég hef alltaf veriö ein nema með Jimmy . . . ég verð líka ein á banastundinni. Eina sanna ástin mín lést undir stýri á Porche." James Dean tók giftingu lJier Angeli mjög nærri sér og haft er eftir einum vina hans, að einhver sorglegasta sjón sem hann hafi séö var fyrir utan kirkjuna þegar Pier var að giftast Vic Damone. ,,Hann stóð undir kirkjuveggnum og grét svo axlirnar skulfu af ekka, þegar hann varð var við okkur þaut hann upp í bílinn og ók burt á ofsa- hraða." SJÓNVARP Sjónvarpiö kl. 18.45 HEIMSMEISTARA- KEPPNIN í HANDBOLTA ÍSLAND - KÚBA - BEIN ÚTSENDING Þá hefst það sem allir, eða a.m.k. margir hafa beðið eftir. Heimsmeist- arakeppnin í handbolta í Tékkóslóv- akíu. Þegar hafa borist fregnir af því að hótelið sem strákarnir okkar eru á sé ekki nógu gott og svo rigndi á þá þegar þeir fóru út að hlaupa. Allt mun samt koma fyrir ekki, við vinn- um Kúbverjana í þessum leik, við hreinlega verðum aö vinna þá — annað bara gengur ekki. Allir ís- lensku leikmennirnir eru heilir og ákveðnir og nú er að duga eða drep- ast. Áfram ísland. Sjónvarpiö kl. 20.55 GESTAGANGUR Ólína Þorvarðardóttir tekur á móti valinkunnum gesti í sjónvarpssal, að þessu sinni er það djassarinn, tónskáldið og útvarpsmaðurinn Jón Múli Árnason. Áhorfendur veröa viðstaddir í sjónvarpssal og taka væntanlega hressilega undir þegar Jón Múli sest við flygilinn og spilar einhver sinna ákaflega fallegu laga. En svo er það auðvitað önnur spurning. Veröur Stalín þar? Hálfrar klukkustundar þáttur fyrir áhugamenn um bílaferlíki sem hafa verið útbúin sérstaklega fyrir tor- færuakstur. Sýndir verða hinir ótrú- legu eiginleikar sem slíkir bílar, ef bíla má kalla, búa yfir. Þar má nefna veltur, hraðakstur, stökk og margt fleira sem sagt er koma verulega á óvart. Þetta er sem fyrr segir þáttur fyrir áhugamenn og á öllum and- skotanum hafa menn jú áhuga. Sjónvarpiö kl. 21.40 SJÁLFSVÍG í FRÚARKIRKJU (Antonieta) Frönsk bíómynd, gerd I9HS, leik- stjúri Carlos Suura, adallilutuerk Hanna Schygulla, Isabella Adjuni, Carlas Bracho. Kona nokkur er aö semja bók um sjálfsvíg kvenna á 20. öld. Hún kynnir sér sérstaklega sögu Antoni- etu nokkurrar frá Mexíkó, sem svipti sig lífi í Frúarkirkjunni í París árið 1931. Þetta er bráðforvitnileg mynd, í fyrsta lagi bregst Spánverj- inn Carlos Saura sjaldnast og í öðru lagi hefur hann þarna undir sinni stjórn tvær af bestu leikkonum Evr- ópu, þær stöllur Schygulla og Adj- ani. Ef þessi mynd bregst þá gildir gamla orðtakið um krosstrén. Stöö 2 kl. 21.00 BIGF00T - BÍLATRÖLLIN (Bigfoot in Action) MM j&m fM STOD2 17,50 Öskustundin 15,30 Skikkjan (The Robe) 17,05 Santa Barbara 17,50 Fimm félagar 1800 18,20 Brauðkollurnar hans Olsons Sænsk barnamynd 18,40 Táknmálsfréttir 18,45 Heimsmeistara- keppnin í handknatt- leik — Bein út- sending frá Tékkó- slóvakíu. ísland — Kúba 18,15 Klementina 18,40 í sviðsljósinu 1900 20,20 Gestagangur Aö þessu sinni spjallar Ólina viö hinn landsfræga útvarps- mann og djass- geggjara Jón Múla Arnason 21,40 Sjálfsvíg í Frúarkirkju (Antonieta) Frónsk biómynd frá árinu 1985. Kona nokkur er aö semja bók um sjálfsvíg kvenna á 20. öld. Hún kynnir sér sérstaklega sögu Antonietu frá Mexikó sem svipti sig lífi i Frúarkirkjunni i Paris árid 1931 19,1919.19 20.30 Af bæ í borg Gamanmyndaflokkur 21,00 Bigfoot-bila- tröllin Þáttur fyrir áhugamenn um bila- ferlíki sem útbúin hafa veriö sérstaklega til torfæruaksturs 21.30 Snuddarar Framhaldsmynda- flokkur 22,20 Michael Aspel Þessi frábæri breski sjónvarpsmaður tekur á móti frægu fólki og spjallar um líöandi stundu 2300 23.00 Ellefufréttir 23,10 Sjálfsvig. Frh. 23,45 Dagskrárlok 23,00 Reiði guðanna I (Rage of Angels I) Framhaldsmynd í tveimur hlutum. Seinni hluti 00,35 Dagskrárlok

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.