Alþýðublaðið - 03.03.1990, Page 8

Alþýðublaðið - 03.03.1990, Page 8
8 Laugardagur 3. mars 1990 ÆSIFREGNASÍÐAN Harðfenrti mannlífsins!! MIÐBORGIN: Róstur hafa orðið í miðborg Reykjavíkur að undan- förnu. M.a. ku leigubílstjóra hafa verið ógnað með byssu og hér sést ung kona nýkomin af skemmtistað þar sem leitað hafði verið á hana á óviðurkvæmilegan hátt. Til að hafa vaðið fyrir neðan sig í leigubíln- um dró hún þegar upp byssu og samanbitnum vörum skipaði hún bílstjóranum að aka sér i Hlíðahverfiö. Þar hvarf konan sporlaust en leigubílstjórinn hefur tekið sér viku frí. NORÐURLANDARÁÐSÞINGIÐ: Kvittur hefur verið á kreiki um að þingfulltrúar á Norðurlandaráðsþinginu láti ekki við það sitja að sækja fundi ráðsins heldur sæki sömuleiöis stíft hvor á annan. Nokkr- ir fulltrúar á þinginu festust á mynd í villtum gleðskap þegar þeir reyndu að flýja herbergi eitt á hóteli hér í bæ eftir að lögreglan hafði verið kölluð til. Ljósmyndir: Auöunn J. Kúld yngri m FÉLAGSMÁLASTOFNUN: Um sextíu fjölskyldur eru nú á framfæri félagsmálastofnun- ar í Reykjavik samkvæmt því sem komið hefurfram í fjölmiðlum. Fólk þetta ku illa statt og berst í þvílíkum bökkum að ekki sér fyrir endann á stritinu. Hér má sjá fulltrúa félags- málastofnunar (með hattinn) gera skjólstæðingum grein fyrir fjárhagsáætlun borgar- innar fyrir árið i ár. VEÐURTEPPTIR: Nokkrir austfirðingar hafa verið veðurtepptir í Loömundarfiröi siðan í haust. í samtali við fréttamenn Alþýöublaðsins höföu þeir á orði mannskaöaveöur og litla aðstöðu til hreinlætisiðkana. Sagan segir að þeir hafi gert sér klæönað úr hreindý- raskinni og lifi einanagraðir sem fornmenn væru til orðs og æðis. Snjóalög eru með ólik- indum og nærri liggur að menn verði úti. Góða hefgi! Góða helgi! Góða heigi! Góða helgi! Góða helgil Málverka- og aðrar myndasýningar Laugardaginn 3. mars verður opnuð í Listasafni íslands sýningin UPPÞOT OG ÁREKSTRAR, NORRÆN LIST1960—1972. Hér er um að ræða samnorræna farandsýn- ingu sem hefur göngu sina í Reykjavík , en fer siöan til annarra höfuðborga Norður- landa. Á þessari sýningu er listsköpun sjö- unda áratugarins í brennidepli og verður einkar athyglisvert að bera íslenska listsköp- un þessa áratugar saman viö það, sem gert var á sama tíma annars staðar á Norðurlönd- unum. Fulltrúar fslands á þessari sýningu eru m.a. Erró, Jón Gunnar Árnason og fleiri. Laufey Helgadóttir listfræðingur hefur ann- ast val verka. Listasafn íslands er opið alla daga, nema mánudaga, kl. 12—18. í Gallerí 11, Skólavöröustig 4a laugardag- inn 3. mars kl. 15.00 byrjar sýning á skúlptúr- likönum og pappírssamfellum eftir Jóhann Eyfells. Sýningin stendur til 15. mars. Á Kjarvalsstööum stendur enn yfir sýn- ingin Kjarval og landiði í vestur forsal eru verk eftir Svavar Guðnason. Og í vestur sal stendur yfir sýning á formleysisverkum úr safni Riis. Verkin eru eftir ýmsa listamenn og eru frá árunum 1950—1970. í menningar- og listastof nun Haf nafjaröar, Hafnarborg, verður opnuö málverkasýning- in Nonaginta. Þessi sýning er samsýning nokkurra listamanna. Þeir eru Björn Roth, Daði Guöbjörnsson, Eiríkur Smith, Kjartan Guöjónsson og Ómar Skúlason. Sýnendur eru ungir og gamlir og má það heita nýjung að slíkur hópur taki sig saman um sýningu. Sýningin opnar 3. mars og verður opin frá kl. 14.00—19.00 alla daga nema þriðjudaga. Dagana 3 mars til 1. apríl n.k. mun Birgitta Jónsdóttir halda sína fyrstu einkasýningu hér á landi. Sýningin fer fram í Listamanna- húsinu, Hafnarstræti 4, efri hæð. Birgitta hefur áður sýnt myndir sínar i Kaupmanna- höfn, Osló og Lundi. Á sýningunni verður aðal áherslan lögö á þurrpastelmyndir og ol- iumálverk, auk þess sem Birgitta mun sýna punktamyndir úr nýjustu bók hennar „FROSTDINGLUM". Sýningin er opin á verslunartímum nema annaö sé auglýst. Húsið opnar kl. 16.00 þann 3 mars. Á laugardag þann 3 mars verður opnuð sýning á verkum Sigurjóns Jóhannssonar leikmyndateiknara og málara í GAMLA LUNDI á Akureyri. Sýningin sem hér kemur fyrir sjónir almennings er byggð á lífs- reynslu Sigurjóns sjálfs frá bernskuárunum, en Sigurjón er fæddur og uppalinn á Siglu- firði. Sviðið sem lýst er í þessum myndum, er lífiö sjálft umvafið dýröarljóma sildarár- anna. Sýningin er opin virka daga kl. 16—18 og aðgangur að sýningunni er ókeypis. Tónleikahald Sunnudaginn 4. mars kl. 15.30 verða haldnir tónleikar í Hafnarborg á vegum Tón- listarskóla Hafnarfjaröar og Hafnarborgar. Á tónleikunum koma fram þau Ester Helga Guðmundsdóttir sópran og Guðni Þ. Guðmundsson píanó og flytja nokkur lög úr velþekktum söngleikjum m.a. Porgy og Bess, Showboat, Sound of music, Cats o.fl. Laugardaginn 3. mars heldur KATLA, samband sunnlenskra karlakóra, upp á 15 ára afmæli sitt með söngmóti í íþróttahús- inu að Varmá i Mosfellsbæ. Þar syngja eftir- farandi átta karlakórar: Karlakórinn Jökull frá Höfn í Hornafirði, Karlakór Selfoss, Karlakór Keflavikur, Karlakórinn Þrestir í Hafnarfirði, Karlakórinn Fóstbræður i Reykjavik, Karla- kórinn Söngbræður í Borgarfirði og Karla- kórinn Stefnir í Kjósarsýslu. Mótiö hefst kl. 15.00 og fyrst syngja kórarnir átta 1—2 lög hver. Eftir hlé syngur sameinaður hátíðarkór Kötlu (um 320 karlar) 4—5 lög við undirleik Sinfóníuhljómsveitar íslands undir stjórn Ragnars Björnssonar og Páls P. Pálssonar. Aðgöngumiöar verða seldir viö innganginn. Mánudaginn 5. mars kl. 20.30 halda Rann- veig Friða Bragadóttir og Jónas Ingimund- arson Ijóðatónleika í íslensku óperunni á vegum Tónlistarfélagsins í Reykjavík. Rann- veig Friða er nú fastráðin við Ríkisóperuna í Vinarborg. Á efnisskránni á mánudagskvöld verða gamlar ítalskar aríur, þýsk þjóðlög og svo lög eftir Scubert, Schönberg, Ravel og Rossini. Miðasala stendur yfir í íslensku óperunni. Stefnumót í Þjóðleikhúsinu Síðasta sýning á stóra sviði Þjóðleikhúss- ins fyrir lokun verður dagskráin STEFNU- MÚT með smáverkum erlendra afbragðs- höfunda. Stefnumót er byggt upp á örstutt- um leikritum eftir nokkra merkishöfunda, sem sumir hafa aldrei verið kynntir fyrir ís- lenskum leikhúsgestum. Leikarareru meðal annars Bessi Bjarnarson, Rúrik Haraldsson, Herdís Þorvaldsdóttir, Arnar Jónsson og fleiri góðir leikarar. Leikstjórar eru fjórir tals- ins, allt ungt fólk sem nýlega hefur lokið sér- námi í leikstjórn. Þeir eru Hlín Agnarsdóttir, Ásgeir Sigvaldason, Ingunn Ásdisardóttir og Sigríður M. Guðmundsdóttir. Frumsýn- ingin var í gær og næsta sýning verður sunnudaginn 3 mars kl. 20.00. „ Líf og friður" á Æskulýðsdegi Yfirskrift Æskulýðsdagsins í ár er „LÍF OG FRIÐUR". Hún tekur mið af tímabærri um- ræöu um umhverfismál, ábyrgð manna i sköpunarverkinu og framtiöarsýn til lífsins á jörðunni. Efni það, sem Fræösludeild Þjóð- kirkjunnar gaf út i tilefni af Æskulýðsdegin- um byggir á frásögn Biblíunnar af Nóaflóð- inu. Guöþjónustur Æskulýösdagsins eru i flestum söfnuðum með þátttöku, eða að stærstum hluta í umsjá ungmenna. i tengsl- um við Æskulýösdaginn sýnir Æskulýðs- samband kirkjunnar í Reykjavíkurprófasts- dæmi söngleikinn LÍF OG FRIÐUR eftir Per Harling og Lars Collmar í Langholtskirkju kl. 20.30. Leikurinn gerist meðal dýranna i örk- inni hans Nóa, eftir að mannkynið hefur eyðilagt lifsskilyrðin á jörðinni. Hann ein- kennist mjjög af lifandi og aðgengilegri tón- list og kímni, en undirtónninn er timabær og alvarleg skilaboð til okkar, sem nú byggjum jöröina. Það eru félagar úr æskulýðsfélögum safnaðanna í Reykjavík, sem leika og syngja. Leikstjóri er Rúnar Reynisson og Gyða Þ. Halldórsdóttir stjórnar kór og hljómsveit. Góða helgil

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.