Alþýðublaðið - 17.03.1990, Page 1
Rússinn sést sjaldnar
— í kjölfar þídunnar hefur ferdum sovéskra herflugvéla
vid Islandsstrendur fœkkað úr 170 í 65 á ári.
Stórlega hefur dregid
úr sovéskum hernaðar-
umsvifum í kringum Is-
land á undanförnum ár-
um í kjölfar þíðunnar í
Evrójju. I nýlegu frétta-
bréfi Oryggismálanefnd-
ar er t.d. greint frá því að
bandarískar orrustuþot-
ur af Keflavíkurvelli hafi
aðeins 65 sinnum flogið í
veg fyrir sovéskar vélar í
grennd við ísland. Þetta
má bera saman við árið
1985 þegar flogið var í
veg fyrir 170 sovéskar
vélar.
Svipað mun gilda um
ferðir sovéskra kafbáta um
hafsvæðin nálægt Islandi.
Þannig kom fram í vitnis-
burði yfirmanns Atlants-
hafsherstjórnar Bandaríkj-
anna fyrir hermálanefnd
bandarísku oldungadeild-
arinnar að ferðir sovéskra
kafbáta út á Atlantshaf
væru orðnar mjög fáar.
Að því er fram kemur i
fréttabréfi Öryggismála-
nefndar hefur þetta ásamt
einhliða fækkun í herliði
Sovétmanna í Aust-
ur-Evrópu og breyttum
þjóðfélagsaðstæðum þar,
gert það að verkum að sú
áhersla sem Natórikin hafa
fram að þessu lagt á að geta
brugðist við árás með
skömmum fyrirvara, er nú
óþörf. Sovétríkin gætu ein-
faldlega ekki hafið árás í
vesturátt nema með löng-
um fyrirvara eins og mál-
um er nú háttað.
I áætlunum Nató hefur
hingaö til jafnan verið mið-
að við að tveggja vikna tóm
gæfist til undirbúnings
hernaðaraðgerða. Nú mun
hins vegar talið að þessi
frestur lengist í a.m.k. tvo
til þrjá mánuði.
um
Vorið er ekki komiö — en það er á leiöinni. A-Mynd E.ÓI.
Boð sem slökkviliösmenn gátu ekki hafnaö:
Kaffi og kleinur
þegar slökkvi-
starfinu lauk
Venja að gefa köldum og hröktum
mönnum kaffi
Eftir að slökkviliðs-
menn höfðu átt kalda og
blauta tíma við að ráða
niðurlögum elds að
Kleppsvegi 134 á dögun-
um, fengu þeir boð, sem
þeir gátu ekki hafnað. Ein
af íbúum hússins, Guðrún
Magnúsdóttir, fyrrum
stöðvarstjóri pósts og
síma í Mosfellssveit, bauð
upp á kaffi og kleinur í
íbúð sinni í háhýsinu. Var
það vel þegið af mönnum
og veitti ekki af.
,,Ég er vön |jví að gefa köld-
um og hrjáðum mönnum
heitt kaffi, þetta gerði maöur
i gamla daga. Mér fannst sjálf-
sagt að gera slökkviliðs-
mönnunum og lögregluþjón-
unum þaö sama. Þegar þeir
sögðu mér aö þetta væri að
verða búiö, fór ég inn til mín,
kveikti á kerti og hellti upp á
könnuna og gaf þeim svo
kaffi og kleinur. Þeim veitti
ekki af, þeir voru hríðskjálf-
andi," sagði Guðrún.
Jón
Sigurðsson
hampar
Brúttótekjurnar sem nýja álver-
ið kemur til með að draga í
þjóðarbúið munu nema um 80
þúsund krónum á hvert
mannsbarn i landinu á ári
hverju. Sjá viðtal i opnu blaðs-
ins við Jón Sigurðsson iðnað-
arráðherra sem i vikunni náði i
höfn mikilvægum áfanga i ál-
málinu.
Grimmileg
barótta
fyrir
sjólfstæði
Sjá bls. 7.
sjálftm sig
Ótrúlegt
baðævintýri
Fólk sem fékk inni í or-
lofsheimilum verslunar-
manna að Flúðum nýlega
varð fyrir leiðinlegri
reynslu. Þannig háttar til
að þar eystra eru utan
dyra heitir pottar, sem
mikið eru notaðir. Hjónin
sem hér um ræðir fóru
nakin í pottinn, sem fylgdi
þeirra húsi, og nutu þess
um hríð að dvelja í pottin-
um.
Ævintýrið fór farsællega
og ekki varð neinum meint
af.
Sérkennilegt mál fyrir Hæstarétti:
VIII sjá gögnin
Telur félagsmálaráðuneytiö hafa safnað um sig persónulegum upplýsingum með leynd.
Þegar halda álti inn í húsið
kom babb í bátinn, — þau
höfðu lokað sig úti og ekkert
fólk annað, sem leita mátti til.
Að lokum varö fólkið að
ganga eins og það var, klæð-
laust með öllu, upp á veginn
í næsta nágrenni og bíða þess
aö bíll ætti leið hjá.
Afar sérkennilegt mál
verður tekið fyrir í Hæsta-
rétti á fimmtudaginn í
næstu viku. Þetta er mál
Bjarna Jónssonar í Vest-
mannaeyjum gegn félags-
málaráðherra, en Bjarni
telur að félagsmálaráðu-
neytið hafi safnað um sig
upplýsingum sem síðan
hafi verið notaðar til að
víkja sér úr starfi.
Bjarni gerir kröfu til að fá
að sjá skýrslur, varðveittar í
ráðuneytinu, sem hann telur
innihalda persónulegar upp-
lýsingar um sig og segir ráðu-
neytið hafa safnað leynilega.
Bjarni kveðst ekki sjálfur
hafa getað fengið aðgang að
þessum upplýsingum þótt
hann hafi leitað eftir því. I
bréfi sem Bjarni skrifaði Al-
þýðublaðinu til að vekja at-
hygli á þessum málaferlum
vitnar hann m.a. í umboðs-
mann Alþingis og segir: ,,Um-
boðsmaður Alþingis telur að
skýrslurnar innihaldi stað-
hæfingar sem séu þess eðlis
að mér hefði átt að vera veitt-
ur kostur á að fá þeim hnekkt
eða fá að gefa skýringar af
minni hálfu'