Alþýðublaðið - 17.03.1990, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 17.03.1990, Blaðsíða 3
Laugardagur 17. mars 1990 3 Hreint og gott vatn úr krananum er ekki lengur sjálfsagt mál víða um lönd — gott vatn fæst aöeins í kjörbúðinni. Nú er það spurningin hvort íslendingar geti haslaö sér völl á kjörbúðamarkaðnum meö vatnið okkar, sem nóg er af. Fá uppamir íslenskt ttndarvatn í stað franska Perrier-vatnsins? Flugleiðir töpuðu 375 milliónum — svartar sídustu vikur ársins Tap af rekstri Flugleiða hf. varð mikid á síðasta ári, — um 375 milljónir króna, eða um 4% af veltu fyrirtækisins. Einkum myndaðist tapið síðustu 2-3 mánuðina. Á þessu tímabili brugðust áætlanir um tekjur, en fram til þess tíma höfðu áætlanir staðist. Skýringuna á þessu telur yfir- stjórn fyrirtækisins efnahagsástand- ið á íslandi, auk þess sem nokkrir erlendir markaðir gáfu ekki af sér eins og vonast var til. Vonbirgðum veldur líka afkoma innanlandsflugs- ins, sem flugfélög bítast um þessa stundina. Tapið þar varð 146 millj- ónir króna. Rekstur gömlu DC-8 flugvélanna reyndist félaginu dýr á síðasta ári. Þótt kaup á nýjum þotum hafi áhrif til hækkunar á vöxtum og afskrift- um, komu kaupin félaginu til góða þar eð rekstarkostnaður nýrra flug- félaga lækkaði meira en sem nam hinum auknu útgjöldum. Flugleiðir fluttu í fyrra 733 þús- und farþega, — 106 þúsund færri en árið á undan, — fækkunin að mestu leyti á N-Atlantshafsflugleiðinni. Áfall franska Perrier-vatns- ins, vatnsins sem uppar heims- ins hafa dáð og dýrkað, hefur greinilega orðið til þess að ís- lenskir aðilar hafa vaknað aft- ur og hyggja á útfiutning á hreinu íslensku lindarvatni. Þar við bætast fréttir um súr vatnsból víða í hinum vest- ræna heimi. Þykir mörgum því Engir ókeypis sendibilar fró danshúsum Um helgina geta danshúsa- gestir ekki treyst á ókeypis heimkeyrslu sendi- og greiða- bíla. Viðræður hafa komist á milli leigubílstjóra og sendibílstjóra við samgönguráðuneytið um lausn á deilu um verkaskiptingu aðilanna. Þess vegna hafa sendibílstjórar frestað frekari aðgerðum sem beinst hafa gegn leigubílstjórum. Biðin eftir leigubíl að balli loknu kann því að verða löng um þessa helgi og þær næstu. sennilegt að neytendur á Vest- urlöndum vilji gjarnan kaupa hreint og klárt drykkjarvatn frá íslandi. Þessi iðngrein hef- ur átt erfitt uppdráttar hér á landi til þessa, en eitthvað hef- ur verið flutt út . í það minnsta fimm aðilar eru að þreifa fyrir sér með þennan út- flutning, þar á meðal Sól hf., KEA, — og að sjálfsögðu frumkvöðull- inn og hugmyndasmiðurinn, Hreinn Sigurðsson, prentari á Sauðárkróki, sem um áratuga skeið hefur barist fyrir þessari hugmynd sinni. I blaðinu Feyki á Sauðárkróki segir frá því að nú verði dustað rykið af áformunum um útflutning sauðkræska vatnsins. Búið var að gera húsgrunn fyrir væntanlega átöppunarverksmiðju á Króknum, en hlé orðið á framkvæmdum í mörg ár. Undirritað hefur verið sam- komulag Hreins við Iðnaðarráðu- neyti, Sauðárkróksbæ og Byggða- sjóð um að rannsaka til þrautar hagkvæmni þess að flytja vatnið á erlenda markaði til sölu. Trúlegt er talið að lönlánasjóöur muni taka þátt í þessu verkefni, — aðil- arnir leggja fram 200 þúsund krónur hver. er lokadagur pantana í næstu afgreiðslu á Macintosh-tölvubúnaði með verulegum afslætti, samkvæmt ríkissamningi þeim, sem gerður var á milli Innkaupastofnunar ríkisins og Radíóbúðarinnar hf. Pantanir berist til Kára Halldórssonar, Innkaupastofnun ríkisins, Borgartúni 7, sími 26844, fyrir 28. mars 1990. Radíóbúðin hf. Apple-umboðið I

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.