Alþýðublaðið - 17.03.1990, Síða 8

Alþýðublaðið - 17.03.1990, Síða 8
8 Laugardagur 17. mars 1990 Brúttótekjur af ólveri: Viötal: Tryggui Hardarson mannsbarn Jón Sigurdsson iönaöarráöherra í viötali um vœntanlegt álver, framgang baráttumála Alþýöuflokksins í ríkisstjórn, aöfangaáratug aldamótanna og margt fleira. Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra er trulega sá maður sem helst má þakka þann áfanga sem nú hefur náðst í álmálinu. Viðræður um nýtt álver á íslandi hafa staðið árum saman og lengi vel var ekki að sjá að neinn árangur myndi nást. Lengi bundu menn sig við að hafa Alusuisse með í viðræð- unum og ýmsir voru þeirrar skoðunar að Jón Sigurðsson væri að taka mikla áhættu seint á síðasta ári þegar hann knúöi á um það að Alusuisse segði af eða á um áhuga sinn fyrir nýju álveri. Niðurstaðan varð sú að Alusuisse dró sig í hlé en í staðinn kom bandaríski álrisinn Alumax inn í við- ræðurnar. Nú fáeinum mánuðum síðar er búið að undirrita viljayfirlýsingu allra máisaðila um að ganga til samninga um nýtt álver. Þetta er mikilvægur afangi. En er Jón Sig- urðsson bjartsýnn um að málið komist alla leið og álverið verði að veruieika. Ég tek undir það#ieð þér að þetta sé miklivægur áfangi í þessu máli. Þetta er mjög stórt mál sem þarf að halda á með vönduöum vinnubrögðum og tryggja hvert fótmál í því. Það kom reyndar í Ijós í samningaviðræðunum í Atlantal- hópnum meðan Alusuiss og Aust- urríkismennirnir voru þar inni að þar voru menn ekki alveg sam- stilltir. En ég tel að svo sé núna og með undirritun þessarar yfirlýs- ingar í vikunni séu vaxandi líkur á því að samningar takist innan settra tímamarka, þ.e.a.s. fyrir 20. september. Ég er alveg sannfærð- ur um það að það er djúp alvara á bak við undirskriftir forstjóra þess- ara þriggja álfélaga og ekki þarf að efast um áhuga okkar á að þetta mál verði farsællega til lykta leitt. Áhersla á orkuverðs- og skattasamninga Varðandi framhaldið er einfald- ast að vísa til þeirrar tímaáætlunar sem viljayfirlýsingin felur í sér en það er í stuttu máli þannig, að fyrir lok maí stefna aðilar að því að Ijúka staðarvalinu, síðan legg ég' mikla áherslu á að orkuverðs- samningur og skattasamningur verði langt komnir fyrir mitt ár svo menn geti tekið ákvarðanir um undirbúningsframkvæmdir vegna Búrfellsvirkjunar og fyrstu framkvæmdir vegna Fljótsdals- virkjunar í sumar. Til þess að unnt sé að ráðast í þær er nauðsynlegt að samþykkt verði á Alþingi frum- varp um breytingu á lögum um raforkuverð til að taka af allan vafa um heimild til stækkunar Búrfellsvirkjunar og staðfesta virkjanaröðina. Það er nauðsyn- legt til þess að hægt sé að tryggja afhendingu á orku til þessa stóra álvers á árinu 1994. íhuersu miktur uirkjanir þarf ad rádasl til að tryi>gja nýja áluerinu orku? Fyrst þarf að Ijúka Blöndu og stækka þar miðlunarlón. Svo er Fljótsdalsvirkjun og stækkun Búr- fellsvirkjunar. Það þarf líka fimmta áfanga Kvíslaveitna, stækkun miðlunar í Þórisvatni og loks nýjar jarðgufuvirkjanir með áfanga að Nesjavöllum og stækk- un við Kröflu. Þetta eru miklar framkvæmdir en þær eru nauð- synlegar þvi að við þurfum að út- vega orku sem samsvarar tæplega .'{()()() gígasvattstundum á ári. Til að gefa hugmynd um magn- ið, má nefna að þetta er um 50% meira en öll almenn raforkunotk- un i landinu. Þ.e.a.s. raforkunotk- un sem fer ekki til stóriðju og verð- ur liklega um tvöfalt meira en stór- iðjan notar núna. Við erum lika aö tala um álver sem er meira en tvö- falt stærra en álveriö i Straumi sem getur framleitt um 88.000 tonn á ári. Þetta er í stuttu máli það sem gert veröur. Alumax framleiðir úr milljón tonnum á ári__________ Það er líka Ijóst af þessu sam- komulagi að nú hefur þetta öfluga fyrirtæki, Alumax, sem er í hópi stærstu álframleiðenda i Banda- ríkjunum tekið forystu í þessu verki. Alumax mun eiga stærstan hlut í þessu fyrirtæki og verða að- alviðræðuaðilinn um framhald málsins. Til að gefa vísbendingu um hversu mikilvægt þetta fyrir- tæki er í álframleiðslu má benda á aö það framleiðir álvörur úr millj- ón tonnum á ári. í eigin bræðsltnn framleiðir Alumax um 750 þúsund tonn, auk þess sem fyrirtækiö endurvinnur ntjög mikið af áli úr umbúðum og vélarhlutum. Alumax framleiðir mikiö af hvers konar byggingarvörum úr áli, bæði efni í heil hús og glugga og grindur sem notaðar eru víða. Fyrirtækið hefur slík úrvinnslufyr- irtæki víða um Bandaríkin og einnig í nokkrum Evrópulöndum. Núna er það fyrst og fremst Evr- ópumarkaðurinn sem menn vilja tryggja en þeir horfa til beggja átta. Af þessum sökum er Atlantal réttnefni á þessu verkefni, Atlants- ál, álframleiðsla hér á miðju Atl- antshafi sem ætlað er að þjóna markaði beggja vegna hafsins. Eru Alumax menn ad hugsa um hina sameinuöu Európu þegar þeir uelja Island undir nýtt áluer? Hjá þeim er þetta m.a. hugsað til að tryggja sér stað innan hins væntanlega sameiginlega Evr- ópska efnahagssvæðis en þar er 6% tollur á áli sem flutt er inn á svæð- ið. En staðsetningin er líka heppi- leg ef þeir vilja nota framleiðsluna heima hjá sér. Þeir eru nú reyndar í svo mörgum löndum að kannski er erfitt að tala um einn stað. Þeir eru með álbræðslur í Kanada, fyr- ir utan Bandaríkin og eiga hluti í álbræðslum mun víðar. Getur togstreita milli sueitarfé- lat>a um staösetningu áluersins oröiö til aö spilla málinu? Nei ég á ekki von á því. Ég lít þannig á þetta mál að það eigi að kanna það alveg hlutlægt hvaða sjónarmið eru uppi í þessu máli. Það er augljóslega margt sem mælir með hverjum þessara þriggja staða sem helst hafa verið í umræðunni sem eru Reykjanes, Eyjafjörður og Reyðarfjörður. Þaö eru ýmsir ókostir bundnir hverj- um stað. Það þarf að vega þetta allt og meta. Kostnað við fram- kvæmdirnar, lóðargerð, hafnar- gerð, flutningslínur vegna orku, kostnað við að koma verinu upp en síðan koma svo langtímasjón- armið eins og öryggi um vinnuafl og líkur á að ná heppilegum samn- ingum um vinnufyrirkomulag og fleira af því tagi. Mengunarhætta, mengunarvarnir, kostnaður við þær, þetta getur orðið langur listi, flutningskostnaður, vegalengdir til markaða, hætta á jarðhræring- um og samgöngutruflunum af völdum veðurs og annarra slíkra hluta er nokkuö sem allt veröur að meta. Sálfræðin og pólitíkin koma þá i spiliö Síðast en ekki síst og fyrir utan þessi arðsemi- og kostnaðarsjón- armið koma svo spurningar um það hvað menn telja æskilega þró- un búsetu í landinu. Þar togast sjónarmiðin náttúrlega á og reyndar er margl af því sem ég var að telja hér upp áðan á vissan hátt röksemdir í byggðaumræðunni. Því auðvitað má ekki einblína á skammtímakostnað í svona stóru máli. Það verður að líta yfir allan samningstímann, svona 25—30 ár og meta alla þessa hluti. En þá verður líka margt af þessu mats- kennt og þá kemur að sjálfsögðu sálfræðin og pólitíkin inn í spilið. Hvað vilja menn? Ég legg á það mjög mikla áherslu að þetta sé eitt af þeim at- riðum sem um þarf að semja. Þar sem enginn einn aðili eigi aö ráða ferðinni, heldur eigi að leita að málamiðlunum þessara sjónar- miða og ákvörðun um staðsetn- ingu er vitanlega mjög mikilvæg fyrir viðkomandi byggðarlag en ég hvika ekki frá þeirri skoðun að það mikilvægasta í þessu máli er einfaldlega að ná hagstæðum samningum um byggingu nýs ál- vers hér á landi. Alverið er hags- munamál allra landsmanna en ekki einstakra landshluta. Það þarf að rísa hér til að verða fjör- gjafi og lyftistöng fyrir okkar at- vinnulíf og þjóðarbúskap. Það má ekki láta það koðna niður í hrepparíg enda er það ekki mín aðferð að nálgast þetta mál. Ég hef nú stundum sagt í gamni að hálf ríkisstjórnin sé frá ísafirði, meira en hálfur þingflokkur Al- þýðuflokksins er frá ísafirði, þann- ig að iðnaðarráðherrann hljóti að vera ákaflega hlutlægur í þessu máli því aldrei nefnir hann ísa- fjörð sem hugsanlegan stað fyrir þetta mikla mannvirki. Álver á sextíu milljarða Huaö kallar þetta á mikla fjár- festingu? Ég ætla ekki að fara með neinar nákvæmar tölur í þessu máli en þetta eru geysiháar upphæðir. Ál- verið sjálft er talið munu kosta 8—900 milljónir doliara, þ.e.a.s. 50—54 milljarða ísl. kr. Með vöxt- um á byggingartímanum er ekki fjarri lagi að tala um einn milljarð Bandaríkjadala, það er að segja um 60 milljarða króna. Virkjanirn- ar sem eru þessu beinlínis tengdar eru kannski helmingur af þessari fjárhæð. Þetta er ekki vegið á póst- manns vog en þetta eru feikilega miklar fjárfestingar sem dreifast þarna á fjögur ár. Það varðar því miklu að vel sé að þessu staðið en þetta hefur ekki í för með sér þensluhættu eins og sumir eru að tala um. Hér erum við að ræða um framkvæmdir sem allar standa undir sér sjálfar með tekjum þegar á fyrisjáanleg- um framleiðslutíma og hins vegar erlent áhættufé eins og stærstan hluta þess fjár sem fer í álverið sjálft. Það má ekki bera þetta sam- an við útgjöld til æskilegra opin- berra framkvæmda, sem í sjálfu sér eru mjög eftirsóknarverðar, eins og gerð jarðganga og vegabót víða um land sem menn vilja gjarnan sjá. Þau eru í raun og veru ráðstöfun á okkar eigin aflafé sem ekki endurheimtist fyrr en á mjög löngum tíma og sumt eru neyslu- útgjöld en ekki til þess fallin að auka framleiðslugetu og framtíð- artekjur þjóðarinnar. Þetta tvennt má ekki bera sam- an. Þess vegna verðum við aö freista þess að gefa þessum fram- leiðsluframkvæmdum svigrúm og ég held að við höfum til þess all- gott tækifæri nú þegar betra jafn- vægi er í þjóöarbúskapnum en verið hefur um margra ára skeið. Að fara skipulega í þessar fram- kvæmdir og efla atvinnu á næstu árum fyrst við framkvæmdirnar og síðar við framleiðsluna. Við stöndum nú á þeim tímamótum að við þurfum að búa íslenska þjóð- arbúið undir næsta áratug, Viö þurfum að efla undirstööur vel- ferðarríkis á íslandi. Næsti áratugur er það sem kalla má aðfangaáratugur aldamót- anna og við þurfum að leggja traustar undirstöður að íslenskum þjóðarbúskap á þessum árum og tryggja íslenskum atvinnuvegum heilnæmt efnahagslegt andrúms- loít. Við erum nokkuð vel í stakk búin til þess aö gera þetta núna. Við höfum tryggt frið á vinnu- markaðnum langt fram á næsta ár, verðbólgan er bráðum að komast á sama stig og í nágrannalöndun- um. Þaö er gott jafnvægi í efna- hagsmálum og ytri skilyrði þjóð- arbúsins fara hægt batnandi. Löngu hléi lokið Nú eru líkur á því að hinu langa

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.