Alþýðublaðið - 17.03.1990, Qupperneq 9

Alþýðublaðið - 17.03.1990, Qupperneq 9
Laugardagur 17. mars 1990 9 hléi í uppbyggingu orkufrekrar stóriðju verði lokið og við getum skotið nýjum og sterkum stoðum undir þjóðarbúið. Það er unnið að umbótum á fjármagnsmarkaðn- um og þær umbætur sem þegar hafa verið framkvæmdar búa okk- ur undir framtíð sem byggist á auknum samskiptum við önnur Evrópuríki. Það er því miklu bjart- ara framundan en verið hefur um árabil. Þessi ánægjulegu tíðindi um staðfestingu vilja til að Ijúka samningum um byggingu álvers er eitt af því sem eykur manni bjartsýni, eykur manni vonir um betri framtíð og það eru horfur sem menn eiga ekki að spilla með óþörfum hrepparíg. Því hvar sem álverið rís mun það gagnast öllum landsmönnum. Hvað mun vœntanlegl álver fœra Islendingum í gjaldeyristekj- ur? Það er að sjálfsögðu háð því langtíma álverði sem menn miða við. En samkvæmt mjög lauslegu mati, ætti það að vera svona 20 milljarðar íslenskra króna á ári brúttó. Ef þetta er borið saman við líklegar vöruútflutningstekjur á þessu ári, 90 milljarða, þá er þetta svona 22—23% viðbót. 80.000 á hvert mannsbarn Ef af þessum framkvæmdum og framleiðslu verður þá felur það í sér l'/2% hagvöxt á ári aukalega fyrir utan það sem annars gæti gerst næstu fjögur, fimm ár. Það er þá hlutur sem stendur með okkur og tekj'urnar verða þá orðnar 6% hærri eftir að í þetta hefur verið ráðist. Það er mikið fé. Það eru kannski 20 milljarðar, það er að segja um 80.000 kr. á hvert manns- barn. Hér eru alveg geysilegar summur á ferðinni. Til að gefa hugmynd um hversu mikilvægt er að í þetta verði ráðist þá stappar nærri þegar verðið á álinu er í góðu meðallagi þá sé eitt tonn af áli jafn mikils virði sem innlegg í þjóðarbúið og eitt tonn af þorski. Eg vil ekki draga þessa samlík- ingu allt of langt en hún gefur hug- mynd um hversu mikilvægt það er fyrir okkur á þeim tíma sem við þurfum að draga úr sókn okkar í fiskistofnana, að nýta þessa aðra höfuðauðlind landsins, orkulind- irnar, til þess að breyta þeim í tekj- ur fyrir allan almenning, til þess að við getum gert ísland enn betra land og byggilegra en það er í dag og lialdið okkar hlut í samkeppni þjóðanna. Það er að sjálfsögðu markmiðið með allri þjóðmála- starfsemi á Islandi að gera þetta land samkeppinshæft í samkeppni þjóðanna. Nú hefur þú tekið virkan þátt í pólitík í þrjú ár, fórst á þing og varðst ráöherra. Ertu sáttur við þann framgang sem þín mál hafa hlotið á þessum tíma? Eg er ekki ósáttur við það sem Alþýðuflokkurinn hefur fengið áorkað þann tíma sem hann hefur verið í stjórn, frá miðju ári 1987 og vel sáttur við þann árangur sem náðst hefur í þeim ráðuneytum sem mér hefur verið falið að fara með fyrir flokksins hönd. í þessu felst að sjálfsögðu ekki að maður vildi ekki hafa gert enn meira, þvert á móti, þaö vildi ég gjarnan. Ég er ánægður með það að hafa komiö fram máli eins og aðskiln- aði dómsvalds og framkvæmda- valds, ég er ánægður með það aö stöðnunin í íslensku bankakerfi skuli rofin og umræðan um að sameina bankana sem staðið hef- ur áratugum saman skuli loksins, loksins hafa leitt til þess að hér fækkar bönkunum úr sjö í þrjá á þeim tíma sem ég fer meö banka- málin. Bankasameiningin er kannski lykillinn að aðlögun íslenskra lána- og fjármálastofnana að nýj- um aðstæðum í Evrópu. Ég er von- góður um það aö það takist á þessu ári aö ná samningum um nýtt álver. Þetta eru allt geysi mik- ilsverðir áfangar á þeirri leið sem við í Alþýðuflokknum mörkuðum fyrir síðustu kosningar. Ég get ver- ið þakklátur fyrir það að hafa fengið að taka þátt í því. En það eru geysilega mörg verkefni fram- undan og kannski er það stærst að tryggja farsællega tengslin við þær miklu breytingar sem eru aö veröa í Evrópu. Róiö á evrópskt úthaf Við þurfum að koma okkar ár vel fyrir borð áður en við leggjum í róðurinn út á þetta evrópska út- haf. Viö erum nokkuð vel í stakk búin að gera þaö og ég tel það markverðan árangur að það skuli hafa tekist að ná þolanlegu jafn- vægi í efnahagsmálum eftir þá erf- iðleika sem steðjuðu að árin 1987, 1988 og 1989. Nú fara ytri skilyrði þjóðarbúsins batnadi og það verð- ur ekki nógsamlega lögð á það áhersla hversu mikilvægt er að menn varðveiti þennan góða ár- angur sem að náðst hefur. Það er líka mjög mikilvægt að samstarf við verkalýðshreyfing- una haldist jafn gott eins það hefur verið í reynd á undanförnu mán- uðum því að hinn hagstæði árang- ur í efnahagsmálum að undan- förnu er ekki síst því að þakka að það hafa náðst raunhæfir, raunsæ- ir, skynsamlegir kjarasamningar. Ég tel að við höfum nú betri mögu- leika en áður að missa ekki tökin á uppsveiflunni m.a. vegna þess að nú hafa verið geröir kjarasamn- ingar sem gilda fram yfir kosning- ar i apríl á næsta ári. Okkur hefur oft orðið illa fótaskortur við slíkar aöstæður og ég minni á aðdrag- anda kosninganna árið 1987 þeg- ar stjórnvöld misstu tökin á upp- sveiflunni. Það ætti að vera miklu minni hætta á að sú sorgarsaga endurtaki sig, ekki síst vegna kjarasamninganna sem ég nefndi. En auövitað er stjórnmálsstarf samstarf. Þaö liggur í hlutarins eðli að menn starfi saman innan þingflokka og á milli þingflokka í samsteypustjórnum. Það er margt sem menn vildu að gengi hraðar fram en eftir atvikum tel ég að við Alþýðuflokksmenn getum allvel við unað og ég bendi á marga góða hluti sem samráðherrrar mínir úr Alþýðuflokknum hafa fengiö áorkað; Jón Baldvin á sín- um tíma sem fjármálaráðherra með uppstokkun á skattakerfi, staðgreiöslukerfið, virðisauka- skattinn, allt umdeild mál en mjög mikilvæg og gagnleg og í raun og veru framfaramál þegar á allt er litiö. Á sviði félagsmálaráðherra, Jó- hönnu Sigurðardóttur, má nefna umbætur í húsnæðismálum með kaupleiguíbúðarkerfinu og hús- bréfafjármögnun fyrir þá sem eru að koma sér upp þaki yfir höfuðið. í vændum er ný löggjöf um félags- lega íbúðarhúsnæðið og um fé- lagslega þjónustu sveitarfélaga. Þetta sýnir svo að ekki verður um villst að Alþýðuflokkurinn hefur ekki verið til einskis í stjórn þessi bráðum þrjú ár. Nú tala menn gjarnan á tyllidög- um um frjálst athafnalíf og ábyrg- an einkarekstur. Nú í vikunni hafa verið til umfjöllunar á Alþingi, mál sem snúa að afskiptum ríkis- valdsins á þessum sviðum eins og ríkisábyrgðir í fiskeldi, fyrirgreiðsl- ur til loðdýrabœnda og að ríkið tryggi einokunaraðstöðu samtaka á útflutningi fiskafurða. Telur þú þessi ríkisafskipti heppileg? Látum ekki skeika sköpuöu Það er náttúrlega einkenni nú- tíma jafnaöarstefnu að treysta sem mest á valddreifingu og verð- myndum á frjálsum markaði til þess að leysa viðfangsefni efna- hagslífsins. Með því er alls ekki sagt að við viljum bara láta skeika að sköpuðu um framvindu efna- hagsmála. Þvert á móti er það okkar skoðun að ríkið þurfi að leggja hönd á plóg til þess að skapa hæfilegt umhverfi og stöð- ugar leikreglur, þannig að sann- girni og skynsemi sé gætt í efna- hagsmálum en með sem almenn- ustum hætti. Viö vinnum gegn hvers konar sérhagsmunagæslu og sérrréttindum sem oft er ein- kenni einokunnarþjóðfélaga. Við höfum ekki breytt öllu því sem við vildum breyta á þessu þesu sviði. Þetta er bara annar þátturinn í okkar þjóömálastefnu, hinn er efling velferðarríkisins og félagslegra sjónarmiða til þess að gæta hlutar þeirra sem standa höllum fæti í þjóðfélaginu og tryggja öruggt og farsælt umhverfi fyrir uppvaxandi kynslóðir, til þess að standa fyrir menningar- starfsemi og vísindum og rann- sóknum í þjóðfélaginu sem annars yrði ekki næganlega sinnt ef markaðurinn einn réði ferð. Síðast en ekki síst er það svo nýting tak- markaðra sameiginlegra auðlinda þjóðarinnar, bæði til lands og sjáv- ar, þar sem ríkið hefur mikilvægu hlutverki að gegna. Þar eru mikil verkefni framundan þar sem Al- þýðuflokkurinn hefur enn ekki fengið framgegnt sínum stefnu- málum. Þjóönýting andskotans Dæmin sem þú nefndir um það að ríkið sé að taka á sig áhættuna í atvinnurekstrinum og hirða töp- in sem sumir hafa nú kallað þjóð- nýtingu andskotans, þá eru þetta ekki dæmi sem við hrósum okkur af. Hér er um það að tefla að koma í veg fyrir mannlega harmleiki og vandræði fjölda manna og fjöl- skyldna. Við þurfum hins vegar að koma okkur út úr þessum ríkisábyrgð- um á atvinnurekstri sem er rekinn fyrir eigin reikning þegar að vel árar. Eg bendi á það að ég hef á mínu starfsviði létt ábyrgðum af rikinu með því aö selja banka sem var í eigu rikisins, Utvegsbank- ann, til þess að efla nýjan einka- banka sem er rekinn á eigin ábyrgð. Ég bendi á að hlutafélög á vegum iðnarráðuneytisins, Ríkis- prentsmiðjunni og Sementsverk- smiðjunni, veröur breytt í hlutafé- lög. Það er í samræmi við þá skoð- un okkar að ríkið eigi ekki að vas- ast í atvinnurekstri sem einkaaðil- ar eða samtök þeirra, samvinnufé- lög eöa hlutafélög, geta betur sinnt. Ríkiö á aö einbeita sér að sínu sanna hlutverki, að gæta velferðar þegnanna í sameiginlegum mál- um. Þannig aö ég tel nú þessi dæmi sem þú nefnir svona frekar undantekningar en reglu. En auð- vitað þurfum við að vera þarna á varöbergi. Þarna komum við hins vegar aö þeim málatniðlunum sem óhjákvæmilegar eru í sam- steypustjórnum og við þurfum náttúrlega að reyna að tefla fram okkar sjónarmiðum í þeim en það verður aldrei gert að vilja eins þegar fjórir eða fimm aðilar starfa saman í ríkisstjórn eins og nú hátt- ar.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.