Alþýðublaðið - 17.03.1990, Síða 10

Alþýðublaðið - 17.03.1990, Síða 10
10 Laugardagur 17. mars 1990 Góða heigi! Góða hetgii Góða helgi! Góða helgi! Góða helgi! Mynd marsmánaðar i Listasafni íslands — „Matarlandslag" (Foodscape) eftir Erró. Styrkirtil rannsókna í kvennafræðum Á fjárlögum fyrir yfirstandandi ár var einnar milljónar þrjú hundruð og fimmtíu þúsund króna - kr. 1.350.000 - fjárveiting færð til Háskóla íslands til rannsókna í kvennafræðum. Áhugáhópur umn íslenskar kvennarannsóknir auglýsir hér með, í umboði Háskólans, eftir um- sóknum um styrki til rannsókna í kvenna- fræðum, en til kvennafræða teljast allar þær rannsóknir sem á einhvern hátt varða konur, eru unnar á forsendum kvenna og frá þeirra sjónarhóli. Veittir verða launastyrkir fyrir rannsóknir í minnst þrjá mánuði og skulu þeir miðast við byrjunarlaun lektors. Þó getur nefndin veitt styrki til skemmri tíma ef sérstaklega stendur á. Ekki verða veittir styrkir til sama verkefnis oftar en tvisvar sinnum. Umsækjendur skulu hafa lokið háskólaprófi sem svarar til meistaraprófs eða kandidats- prófs og / eða sýnt fram á hæfni sína til rann- sóknastarfa með öðru móti. í umsókn skal grelna ítarlega frá þeim rann- sóknum sem sótt er um styrk til og fjáröflun til þeirra frá öðrum. Við lok styrktímabils skal styrkþegi senda úthlutnamefnd framvindu- skýrslu. Áhugahópurinn vill vekja athygli á því að hægt er fyrir fólk á ólíkum fræðasviðum að sameinast um rannsóknarverkefni og vill hvetja til sam- starfs sem gæti orðið upphaf að röð rita um líf og stöðu íslenskra kvenna frá sjónarhóli mis- munandi fræðigreina. Umsóknum skal skila á sérstökum eyðu- blöðum, sem fást á aðalskrifstofu Háskóla ís- lands. Umsóknarfrestur er til 1. maí n.k. Umsóknir sendist til: Áhugahóps um íslenskar kvennarannsóknir b.t. Guðrúnar Kvaran, orðabókarritstjóra Orðabók Háskólans Árnagarði 101 Reykjavík Málverka- og myndasýningar ÚR HUGARHEIMI nefnist sýning á verk- um fatlaöra í Listasafni ASÍ að Grensásvegi 16. Þaö eru Landssamtökin Þroskahjálp og Öryrkjabandalag íslands sem standa aö þessari sýningu. Þau hafa leitaö til þeirra sem eru mikiö hamlaöir og skoðað hvaö list- sköpum hefur gert fyrir þá, m.a. sem tján- ingar miöill. Margir fatlaðir nota listræna tjáningu s.s. í máli, á mynd eöa á annan hátt til þess aö tjá persónuleikann sem aö baki þeim býr. Og þaö er von þeirra sem standa aö þessari sýningu, aö meö henni og þeim verkum sem þar veröa sýnd, takist aö brjóta viður einhverja þá múra sem enn umlykja fatlaöa og aö opna þeim greiöari aögang aö mannlegu samfélagi. Sýningin er opin til 25. mars og aðgangur er ókeypis. í Listasafni Islands er veriö aö sýna mynd mánaðarins, þar á bæ. Mynd mánaðarins er MATATLANDSLAG (Foodscape) eftir Erró. Hér er um aö ræöa olíumálverk frá árinu 1964. Myndin er í eigu Nútímalistasafnsins í Stokkhólmi. Nú um helgina sýnir Ásgeir Smári í Galleri Borg, Pósthússtræti 9, vatnslita og oliu- myndir. Þetta er seinni sýningarhelgin en sýningunni lýkur þriðjudaginn 20. mars. Um helgina er opið frá 14.00—18.00. I Galleri Borg Austurstræti 3 og Síðumúla 32 eru til sýnis og sölu grafík, vatnslita, pastel og minni olíumyndir auk keramikverka og mód- elskartgripa. Opiö laugardaga frá kl. 10.00—14.00. Á Kjarvalsstööum standa yfir þrjár athygl- isveröar sýningar. í vestursal er sýning á formleysiverkum úr safni Riis, sem er eitt stærsta einkasafn í Noregi. Verkin eru eftir ýmsa heimsþekkta listamenn og eru verkin frá árunum 1950—1970. i vestur forsal eru verk eftir Svavar Guðnason sem eru í eign Reykjavíkurborgar. í austursal og ausjurfor- sal er sýning Guöjóns Bjarnasonar á mál- verkum og skúlptúr. Kjarvalsstaðir eru opnir daglega frá kl. 11.00—18.00 og veitingabúð- in er opin á sama tíma. Nú stendur yfir sýning á verkum Daniel Morgenstern i sýningarsal FÍM, Garðastræti 6. Sýningin er opin alla daga frá kl. 14.00—18.00 til 27. mars. í dag 17. mars kl. 14.00 opnar Margrét Zóphóniasdóttir málverkasýningu i Ás- mundasal viö Freyjugötu. Margrét er fædd 1953 og stundaði nám viö Myndlista og handiðaskóla íslands 1975—1977 og viö Skolen for Brugskunst í Kaupmannahöfn 1977—1981. Þetta er fyrsta einkasýning Margrétar og eru öll verkin máluö i akril. Sýningin stendur yfir til 25. mars og er opin frá kl. 14.00 til kl. 19.00 alla daga. Tónleikar Karlakór Reykjavíkur heldur sina árlegu tónleika fyrir styrktarfélaga og velunnara sína í Langholtskirkju dagana 19, 10, 21. og 24. mars næstkomandi. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30 nema þann 24. Aðalstjórnandi er Páll P. Ðálsson. Einsöngvarar aö þessu sinni veröa Inga Backmann og Friörik Kristinsson. Á tónleikunum veröa flutt íslensk og erlend lög m.a. nýtt tónverk eftir Pál P. Pálsson „Glymrur" viö Ijóö Ragnars Ingólfssonar. Af erlendum lögum má nefna syrpur eftir Stephen Foster, Rodger, Hammerstein og fleiri. Þann 19. mars heldur Valgerður Andrés- dóttir píanótónleika í Hafnarborg, Hafnar- firöi, og hefjast þeir kl. 20.30. Valgeröur hóf píanónám í Tónlistarskóla Hafnarfjaröar áriö 1971 hjá Elínu Guömundsdóttur. Áriö 1975 var hún í einkatímum þar til hún hóf nám í Tónlistarskólanum i Reykjavík áriö 1977 og lauk þaöan einleikaraprófi voriö 1985. Síöan hefur hún stundað nám viö Hochschule der Kunste í Berlín. Hún hyggst Ijúka kennara- prófi þar nú í sumar og hefja nám í einleik- aradeild skólans í haust. Á tónleikunum leik- ur Valgerður svítu i g-moll eftir J.S.Bach, sónötu í As-dúr op. 110 eftir Beethoven og sónötu í fís-moll op. 11 eftir Schumann. í tilefni af 50 ára afmæli Félags íslenskra tonlistarmanna veröa haldnir tónleikar í ís- lensku óperunni laugardaginn 17. mars kl. 16.15. Efnisskrá tónleikanna er mjög fjöl- breytt og flytjendur eru allir meöal fremstu tónlistarmanna þjóöarinnar. Meöal annars koma fram: Kór Öldutúnsskóla, Hamrahlíö- arkórinn, Kammersveit Reykjavíkur og Blásarakvintett ReyRjavíkur. Hótel Þingvellir í Borgarleikhúsinu HÓTEL ÞINGVELLIR er nýtt leikrit eftir Sigurð Pálsson og gerist á einum haustdegi á Þingvöllum undir lok níunda áratugarins. Verkiö er óvenjuleg fjölskyldudrama aö stofni til, en margar persónur koma viö sögu. Einkamál þcssa fólks og stormasamt samband er í forgrunni, en i baksýn er ís- landssagan og einkum árdagar íslenska lýö- veldisins eins og þeir rifjast upp á þessum sögufræga staö. Þetta er dramatiskt og spennandi verk, en samt er hlýleg kímni aldrei langt undan. Leikstjóri er Hgllmar Sig- urösson. Aðalleikarar eru meöal annars: Guörún Ásmundsdóttir, Valdimar Örn Flyg- enring og Sigríöur Hagalín. Leikmynd og búninga gerir Hlín Gunnarsdóttir og tónlist er í höndum Lárusar H. Grímssonar. Frum- sýningin veröur i kvöld 17. mars kl. 20.00 og næsta sýning verður sunnudaginn 18. mars kl. 20.00. Útivist Sunnudaginn 18. mars veröur farin létt ganga á Reykjanesskaga. Gengið veröu frá Vogavík til Snorrastaðatjarna. Einnig veröur gönguskíöaferö og gengin veröur Bláfjalla- leiö. Brottför i báöar dagsferðirnar frá Um- ferðamiðstöð— bensínsölu kl. 13.00 og miö- ar seldir viö rútu. Fyrsta ferð Hellarannsóknafélagsins veröur sunnudaginn 18. mars. Farið veröur frá Bensínsölu B.S.Í. kl. 10.00. Áætlað er aö ferðin taki um sjö klukkustundir og eru þátt- takendur beðnir um aö hafa meö sér nesti. Haldiö veröur i Þingvallasveit og skoöaöir hellar í nágrenni vegarins milli Gjábakka og Laugarvatns. Á þessu svæöi er mikið af hell- um og stefnt veröur aö því aö heimsækja; Gljábakkahelli, Tvíbotna, Vöröuhelli, Veg- kantshelli og Tintron. Eitthvaö af þessum hellum gætu þó veriö lokaðir af snjó. Fariö veröur í rútu ef þátttaka leyfir annars á einkabílum. Þeir sem hafa áhuga á ferö þessari eru vinsamlegast beönir aö skrá sig í síma 689874 og 621875. Öllum félögum er velkomiö aö taka meö sér gesti. Og allir aörir hellaáhugamenn geta aö sjálfsögöu gengið i félagiö, sem er öllum opiö og þá er bara aö skrá sig. HALLA BERGÞÓRA BJÖRNSDÓTTIR FLUGLEIÐIR Aðalfundur Flugleiða «. Aðalfundur Flugleiða hf. verður haldinn fimmtudaginn 22. mars 1990 í Höfða, Hótel Loftleiðum og hefst kl. 14.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aöalfundarstörf skv. 10 gr. samþykkta félagsins. 2. Tillaga um útgáfu jöfnunarhlutabréfa og breyting á 4. gr. sam- þykkta því til samræmis. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi skulu vera komnar í hendur stjórnarinnar eigi síöar en 7 dögum fyrir aöal- fund. Dagskrá og endanlegar tillögur munu liggja frammi á skrifstofu félagsins hluthöfum til sýnis 7 dögum fyrir aðalfund. Aðgöngumiöar, atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent á aðalskrifstofu félagsins Reykjavíkurflugvelli, hlutabréfadeild á 2. hæð, frá og með 15. mars nk. frá kl. 09.00 til 17.00. Hluthafar eru vinsamlegast beðnir að vitja fundargagna sinna fyrir kl. 12.00 á fundardegi. Stjórn Flugleiða hf.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.