Alþýðublaðið - 17.03.1990, Qupperneq 12

Alþýðublaðið - 17.03.1990, Qupperneq 12
12 Laugardagur 17. mars 1990 Alþingi í vikulokin Ólafí Ragnarí nauðgað í eina sæng með konunum eg íhaldi Þingmál vikunnar Viöfangsefni Alþingis þessa vikuna endurspegla öðru fremur afstööu þingflokka til ríkisafskipta af rekstri fyrir- tækja og einstaklinga. „Flokkur einkaframtaksins" ,Sjálf- stæðisflokkurinn hefur sýnt sig í því aö vera framarlega i flokki þeirra sem vilja aö ríkið, skattgreiðendur, ábyrgist rekstur einstaklinga. Afar serkennileg staða kom upp á Alþingi þegar stjórnarfrumvarp um ábyrgðir ríkissjóðs á fiskeldis- lánum komu til afgreiðslu neðri deildar. Olafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra hafði lagt fram frumvarp sem fól í sér að ábyrgð- ardeild fiskeldislána gæti veitt sjálfskuldarábyrgð að lánum að hámarki 37,5% af verðmæti eldis- stofns fiskeldisfyrirtækja. Tillagan fór til meðferðar í fjárhags- og við- skiptanefnd og myndaðist þar meirihluti um að breyta frumvarp- inu þannig að ábyrgðin gæti num- ið 50% auk fleiri breytinga. Fram- sóknarþingmaðurinn, Guömund- ur G. Þórarinsson, sem sjálfur stundar fiskeldi og er hluthafi í fiskeldisfyrirtækinu ísþóri í Þor- lákshöfn, myndaði meirihluta með stjórnarandstöðunni um þessar breytingar. Þá lá fyrir að Stefán Valgeirsson, sem ásamt fjöl- skyldu sinni á hlut í fiskeldisfyrir- tækinu Silfurstjörnunni, styddi einnig umrædda hækkunartillögu ábyrgða ríkisins á fiskeldislánum. Því var kominn upp sú staða í neöri deild Alþingis að óvíst var um að frumvarp fjármálaráðherra næði fram að ganga óbreytt. Ólafur Ragnar og íhaldið Nýr meirihluti á Alþingi um ríkisábyrgöir á fiskeldi kvæmdasjóðs féllu niður. Með þessu féll meirihluti fjárhags- og viðskiptadeildar frá frekari breyt- ingum. Þegar til atkvæðagreiðslu kom ræða því bændur voru á sínum tíma hvattir til að leggja af hefð- bundinn búskap og snúa sér að loðdýrarækt. Nú þegar allt er komið út í óefni verður þingheim- ur að gera það upp við sig hvort hann vill vinda ofan af þessum bú- skap eða halda uppi ef til vill von- lausum taprekstri. Þá hafa sölumál á sjávarafurð- um verið mjög í sviðsljósinu og margir þeir sem tala fjálglega um viðskiptafrelsi og gegn hömlum ríkisvaldsins hafa sýnt sig í því að vera hörðustu málsvarar einokun- ar í skjóli ríkisvalds. Alþýðuflokk- urinn og ráðherrar hans hafa stað- iö fremstir í ílokki við að afnema slík höft og takmarkanir á frelsi markaðarins oft gegn svokölluð- um ,,talsmönnum einstaklings- frelsisins." náðu saman Eftir að Olafur Ragnar hafði hót- að aö draga frumvarp sitt til baka yröi fallist á þær breytingartillög- ur sem meirihluti haföi myndast um í fjárhags- og viðskiptanefnd náði hann samkomulagi við Guö- mund G. og stjórnarandstööuna. Samkomulagiö fólst í því að sjálf- skuldarábyrgö fiskeldislána gæti numið allt að 50% en það væri engu aö síður einungis heimild. Þá næði ábyrgðin til fjögurra ára í stað þriggja og ábyrgðir fram- um breytingarnar greiddi stjórnar- andstaðan atkvæði með breyting- unum og þorri þingmanna Fram- sóknarflokksins, Páll Pétursson, formaður þingflokks þeirra, sat þó hjá ásamt þingmönnum Alþýðu- flokksins og Alþýðubandalagsins. Þingmenn Frjálslynda hægri flokksins greiddi atkvæði gegn breytingunum. Ólafur Ragnar fjár- málaráðherra, sem situr ekki sjálf- ur á þingi, lenti því í þeirri sér- kennilegu aöstöðu að njóta full- tingis Sjálfstæðisflokksins og Kvennalista til að ná lendingu í málinu. Varlega verður þó að fara í það að álykta að nýr meirihluti hafi myndast á Alþingi. Sjalfstæðisflokkur — flokkur forsjárhyggju Flvernig og hvers vegna staða sú sem hér ræðir kemur upp á Al- þingi er erfitt að segja til um. Hvort það er forsjárhyggja og um- hyggja Sjálfstæðisflokksins um velferð einkaframtaksins sem veldur því að þeir vilja hámarka ábyrgð ríkisins á rekstri einkaaðila eða hvort hér er um ábyrgðarlaust pólitískt sjónarspil til að skapa úl- fúð í herbúðum stjórnarsinna skal ósagt látið. Hvoru tveggja er ekki til þess fallið að auka tiltrú al- menning á Sjálfstæðisflokknum og raunar ýtir undir það sem oft er haldið fram að Sjálfstæðisflokkur- inn sé í fararbroddi forsjárhyggju og ríkisafskipta á íslandi. Annað mál sem snýr að ríkisaf- skiptum og hefur verið til með- ferðar hjá Alþingi er t.d. stuðning- ur við loðdýrabændur. Þar er um snúið og vandmeðfarið mál að Ólafur Ragnar fjármálaráðherra samdi við þingmenn Sjálfstæðisflokksins um ríkisábyrgðir í fiskeldi. Frumvörp Frumvarp um breytingu á lög- um um aðbúnaö, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Tekur til vinnu barna og unglinga. Tilgang- urinn er aö auka vernd gegn slys- um og samræming á aldursmörk- um meðal annara við vinnu á vél- um og við hættulegar aðstæður. Flm: Guðrún Agnarsdóttir og Danfríður Skarphéðinsdóttir Frumvarp um lögfræðiráögjöf og aðstoð í hjúskapar-, sambúöar- og sifjaréttarmálum fyrir þá sem eru undir ákveðnum tekjumörk- um. Flm: Málmfríður Sigurðardóttir og fleiri Frumvarp um fjárfestingu er- lendra aðila á íslandi m.a. vegna þörf fyrir endurskoðun og sam- ræmingar vegna aukinnar alþjóð- legrar efnahagssamvinnu. Flm: Þorsteinn Pálsson og fleiri Frumvarp til laga um breyting- ar á félagslega húsnæðiskerfinu m.a. til að auka framboð leiguhús- næðis og breytingar á stjórnun og úthlutun félagslegs íbúöarhús- næðis. Stjórnarfrumvarp Frumvarp um ársreikninga og endurskoðun lífeyrissjóða. Flm: Guðmundur H. Garðarsson Frumvarp um breytingar á lög- um um hlutafélög þannig að eig- endur 1/10 hlutafjár í staö 1/5 hlutar geti krafist hlutfalls- eða margfeldiskosninga þar sem hlut- hafar eru fleiri en 200. Flm: Eyjólfur Konráð Jónsson Frumvarp um breytingar á lög- um um Háskóla íslands sem eiga að miða að auknu sjálfræði ein- inga skólans, auk þess sem þátt- taka háskólaþegna verði virkari. Stjórnarfrumvarp Frumvarp um breytingar á læknalögum sem tekur til mats og réttindaleyfa lækna menntaða er- lendis. Stjórnarfrumvarp Þingsályktanir Tillaga um heillaóskir Alþingis til litáisku þjóðarinnar í tilefni sjálfstæðisyfirlýsingar hennar. Frá utanríkismálanefnd Tillaga um aö fela mennta- málaráðherra að beita sér fyrir ráðningu sjúkraþjálfara í öll fræösluumdæmi. Flm: Anna Ólafsdóttir Björns- son og fleiri Tillaga um aö fela ríkisstjórn- inni að undirbúa lagafrumvarp um fríhafnarsvæði við Keflavikur- flugvöll undir vörugeymslur og frí- iðnað. Flm: Ásgeir Hannes Eiríksson Fyrirspurnlr Til samgöngurádherra uin jeppaferðir skipulagðar af erlend- um aöilum um hálendi íslands og hvernig hann hyggst bregðast við. Frá Danfríði Skarphéðinsdóttur Til félagsmáiaráðherra um atvinnumál fatlaðra, hversu marg- ir þeir eru og hvernig félagsmála- ráðherra hyggist vinna aö jafnrétti með fötluðum og ófötluöum á vinnumarkaöi. Frá Danfriöi Skarphéöinsdóttur Til félagsmálaráðherra um jafnréttisáætlanir og hversu marg- ar slíkar henni hafi borist. Frá Danfríði Skarphéðinsdóttur tryggja stöðu íslensks ullariönaö- ar? Frá Jóhannesi Geir Sigurgeirs- syni Til félagsmálaráðherra um fjárfestingu í íbúðabyggingum og lánveitingar til þeirra síðast liðin 10 ár. Frá Þorvaldi Garöari Kristjáns- syni Til heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra um þátttöku al- mannatrygginga í bifreiðakaup- um fatlaðra. Frá Margréti P’rímannsdóttur Til dómsmálaráðherra um fyrirhugaöa ferö varðskipsins Týs til Norfolk og um kostnað vegna þessa. Frá Þórhildi Þorleifsdóttur Til félagsmálaráðherra um stöðu jafnréttismála í ráðuneytum Stjórnarráðsins, hvernig störf skiptast og hvernig þau dreifast i launaflokka milli kynja. Frá Danfríði Skarphéðinsdóttur Til utanríkisráðherra um leyfisveitingar til útflutnings sjáv- arafurða árið 1989. Frá Guðmundi H. Garðarssyni Til iðnaðarráðherra um hvað rikisstjórnin hyggst gera til þess aö

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.