Alþýðublaðið - 12.04.1990, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 12.04.1990, Blaðsíða 2
2 Fimmtudagur 12. apríl 1990 MÞYDUMM Ármúli 36 Sími 681866 Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 75 kr. eintakíð. Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Fréttastjóri: Auglýsingastjóri: Dreifingarstjóri: Setning og umbrot: Prentun: Blað hf. Hákon Hákonarson Ingólfur Margeirsson Jón Birgir Pétursson Hinrik Gunnar Hilmarsson Sigurður Jónsson Leturval, Ármúla 36 Blaðaprent hf. Áskriftarsíminn er 681866 Á PÁSKUM I áskar eru framundan. Bod- skapur páskanna er skýr: Með upprisunni bar lífið sigurorð af dauðanum. Þess vegna eru páskarnir mesta hátíð kristinna manna. Með páskunum öðlast maðurinn skilning á andanum sem er holdinu yfirsterkara, að til sé æðra líf sem er ofar okkar skilningi. Páskarnir eru því sig- urhátíð. r étur Péturson fyrrum biskup tjáði boðskap hátíðarinnar m.a. þannig: „Jesú hefir lífið og ódauðleikann í ljós leitt og með upprisu staðfest þann fagnaðar- ríka boðskap. Henn hefir breytt mynd og útliti dauðans, breytt honum í engil í augum sinna trú- uðu. Sem kristnir trúum við því og játum, að annað líf byrji við endi þessa vors jarðneska lífs, að sú breyting sem við köllum dauða, sé upphaf hins nýja lífs, að hinu megin við takmörk tím- ans og grafarinnar liggi eilífðin, sem leiðir í ljós allt, sem hér í tímanum var hulið, sem veitir frið eftir mæðu og baráttu þessa lífs, og sameinar það sem hér var að skilja." krossfestingunni eða ein- mitt vegna hennar berast skila- boðin um eilíft líf. „í staðinn fyr- ir þetta vort jaðneska hreysi fær andi vor annan bústað, sem verður eilífs eðlis... Þar verður myrkur tímans að Ijósi, fjarlægð tímans að nálægð, vonir tímans að reynslu, skuggar tímans að anda og sannleika." r áskarnir eru með sanni sigur- hátíð, en aðdragandi hátíðarinn- ar er með allt öðrum blæ. Sá sem boðaöi sannleikann varð að gjalda með lífi sínu. Páskarnir eiga jafn mikið er- indi til okkar i dag og fyrir nærri tvö þúsund árum. Vandamál daglegs lífs eru hin sömu í dag og þá. Barátta ills og góðs og sannleikans við falsið eru hin sömu. Enn í dag er það breytni okkar sem ræður því hvernig okkur vegnar í lífinu. Ekki auð- legð eða völd. Sá sem í dag tekur á móti boðskap þess góða eins og barn hlýtur náð fyrir sjálfum sér. Þá sem nú. Og þrátt fyrir ríkidæmi okkar er baráttan við fátækt og skilningsleysi hið sama. Páskarnir eiga sannlega að minna okkur á ábyrgð okkar á gengi meðbræðra og systra. Á sama tima og við heimtum enn meira deyja tugir þúsunda barna um allan hinn vanþróaða heim úr hungri. Á sama tíma og við reisum okkur hallir til þess að þóknast valdinu, látum við öðr- um í samfélaginu eftir að bjarga sér upp á eigin spýtur. Ráðhúsin gnæfa yfir, en við komumst engu nær sannleikanum. Við skulum samgleðjast á pásk- um. Sannleikurinn mun að lok- um gera okkur frjáls. Það boðaði upprisan. Eftirleikurinn er okk- ar. Viljum við taka við boðskap hins eilífa lífs? Ef við svörum því játandi, verður auðvelt fyrir okkur að lifa í sátt við okkur sjálf. ÖNNUR SJÓNARMIÐ ÁRNI Benediktsson framkvæmda- stjóri Félags Sambands fiskframleið- enda ritar í gær grein í Morgunblað- ið þar sem hann ræðir m.a. um svo- kallaðan fiskvinnslukvóta, sem er angi af þeirri deilu sem uppi er um stjórnun fiskveiða við íslandsstrend- ur. Árni segir m.a.: Þeir sem upphaflega aðhyllt- ust fiskvinnslukvóta lögðu til grundvallar hugmyndum sínum að framtíðarskipulag fiskveiði- stjórnar verði að vera þannig að ekki þurfi stöðugt að grípa til stjórnvaldsaðgerða til þess að lagfæra misfellur. Þess vegna þyrfti sú grundvallarhugsun að liggja að baki nýju lögum að þau mynduðu ramma um fisjcveiði- stjórnunina, en innan þess ramma væru menn frjálsir og án afskipta þings og ríkisstjórnar. Það má sjálfsagt skipta fisk- veiðiheimildum á ýmsan hátt á milli veiðiskipa og vinnslu- stöðva, en sú hugmynd var sett fram í ráðgjafarnefndinni um fiskveiðistjórn að veiðiskipin hefðu 70% veiðiheimildanna en vinnslustöðvarnar 30%. Hér verður gengið út frá þessum sömu hlutföllum. Frjálst framsai yrði á milli veiðiskipa, en fram- salsheimildir milli vinnslu- stöðva væru tengdar byggðar- lögum eftir ákveðnum settum reglum. Á þennan hátt gæti fiskiskipum fækkað óhindrað og vinnslustöðvum einnig, en þó þannig að verulegur flutningur fiskvinnslukvóta milli byggðar- laga yrði ekki. Fiskvinnslu- stöðvum fækkaði því fremur með sameiningu og hagræðingu innan byggðarlagsins. Ef skyn- sömum mönnum þætti rétt að rýmka þessi ákvæði eða þrengja er það að sjálfsögðu fyrir hendi. HÉR er vikið að athyglisverðu máli, en um leið afar umdeildu. Þ.e. hverj- ir eiga að fá kvótann, á hann ein- göngu að vera bundinn við skip og eigendur þeirra, eða á vinnslan líka að eiga kvóta, þannig að henni sé tryggt hráefni hvernig sem mál fara. Þetta tengist að sjálfsögðu einnig byggðamálum og lítum á hvað Árni hefur um þau mál að segja í þessu samhengi: Víða um land byggist mikill meirihluti hráefnisöflunar á einu skipi. Tapist það skip úr byggðarlaginu, t.d. vegna gjald- þrots, blasir ekki annað við en hrun fiskvinnslunnar og staðar- ins. Þá er ekkert fyrir hendi ann- að en að leita til til stjórnvalda um aðstoð. Ef fiskvinnslustöðin hefði hlutdeild í aflaheimild væri staðan allt önnur. Hún hefði alla möguleika á að gera samning við utanaðkomandi út- gerð um upplegg gegn viðbótar- Árni Benediktsson: Bendir á aö vinnslukvótinn gæti orðið til þess að menn geti frekar bjargað sér sjálfir heldur en að vera sýknt og heilagt upp á stjórnvaldsaðgerðir og redd- ingar frá hinu opinbera komnir. kvóta. Það er óneitanlega við- feldnara skipulag að menn geti bjargað sér sjálfir, fremur en að vera upp á náð og miskunn ann- arra komnir. ALLSKYNS dulhyggja og dulræna hefur, að því er sagf er, mjög verið að sækja á huga nútímamannsins í Árni Bergmann: Skiptir þróunin í dul- ræna iðnaðinum engu máli? Þýðir það kannski þegar til lengdar lætur að Kristur verður ekki lengur með í heimsdramanu? Spyr ritstjóri Þjóð- viljans. seinni tíð. Jafnvel svo mikið að farið er að tala um dulræna iðnaðinn. Þetta má auðvitað skoða frá mörg- um hliðum, ein er t.d. sú að þetta sé allt saman tómt húmbúkk, önnur sú að þetta fæli fólk frá því að takast á við vandamál samfélagsins. Árni Bergmann ritar um þetta mál í Þjóð- viljanum í gær: Nú má spyrja: er þessi þróun skaðleg eða gagnsamleg eða skiptir hún engu máli? Svörin munu að sjálfsögðu fara eftir því hverjum augum menn líta á silfr- ið. Kristnir menn hafa ástæðu til að vera áhyggjufullir yfir því, að ótal aðilar spretta fram og kveð- ast segja tíðindi af öðrum vit- undarsviðum sem kirkjan hafi ekki spurnir af eða vilji ekkert um vita. Og ætla ekki Kristi pláss í heimsdramanu. Félags- hyggjumenn geta haft áhyggur af því, að þessi galdur allur dragi úr áhuga manna á að finna skyn- samlegar lausnir á sameiginleg- um vanda — vegna þess að marg- ir sem ættu helst að vera með í slíku eru önnum kafnir í ein- hverjum þeim „skóla" sem lofar því að efla þá sjálfa sem einstakl- inga. (En það er einmitt einhver slík styrking innviðanna sem flestir rekstraraðilar dulræna iðnaðarins lofa viðskiptavinum sínum.) Og svo mætti áfram rekja.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.