Alþýðublaðið - 12.04.1990, Blaðsíða 6
6
Fimmtudagur 12. apríl 1990
EINDAGINN
ER 15.
HVERS MÁNAÐAR
Launagreiðendum ber að skila afdreg-
inni staðgreiðslu af launum og reikn-
uðu endurgjaldi mánaðarlega. Skilin
skulu gerð eigi síðaren 15. hvers mán-
aðar.
Með skilunum skal fylgja greinar-
gerð á sérstökum eyðublöðum, „skila-
greinum", blátt eyðublað fyrir greidd
laun og rautt fyrir reiknað endurgjald.
Skilagrein ber ávallt að skila einnig þó
svo að engin staðgreiðsla hafi verið
dregin af í mánuðinum.
Allar fjárhæðir skulu vera í heil-
um krónum.
Gerið skil tímaniega
RSK
RfKISSKATTSTJÓRI
55,2% aðspurðra eru mótfallnir frjálsum innflutningi kjúklinga og eggja
samkvæmt skoöanakönnun Skáís — neytendur treysta islenskum bænd-
um e.t.v. betur en margir hugöu, og vilja þá borga fyrir þjónustu þeirra
hærra verði en hún kostaði innflutt.
Skoöanakönnun Skáís um innflutning á
eggjum og kjúklingum:
Meirihluti
ámóti
Meiri hluti íbúa höfuðborg-
arinnar eru mótfallnir því að
tekinn verði upp frjáls inn-
flutningur á kjúklingum og
eggjum, en aðeins þriðjungur
er því hlynntur. Þetta eru nið-
urstöður skoðanakönnunar
Skáís frá 9. apríl síðastliðnum.
Þrátt fyrir mikla umræðu að
undanförnu um hvort leyfa skuli
frjálsan innflutning á kjúklingum
og eggjum virðast niðurstöður
þessarar könnunnar vera svipaðar
niðurstöðum eldri kannana.
Mótfallnir voru 55,2% að-
spurðra en 33,0% hlynntir.
Oákveðnir voru 11,6% en 0,2%
kusu að svara ekki þessari spurn-
ingu. Úrtakið voru 534 íbúar höf-
uðborgarinnar og afstöðu tóku
471 eða 88,2%.
„Það er gott að heyra að neyt-
endur taka undir stefnu okkar í
þessum málurn," sagði Gísli Karls-
son, framkvaemdastjóri Fram-
leiðsluráðs landbúnaðarinns í
samtali við Alþýðublaðið. Hann
sagði stefnu bænda vera þá að
ekki skyldi flytja inn aðra matvöru
en þá sem ekki væri hægt að fram-
leiða innanlands.
Könnunin var gerð samkvæmt
heildarúrtaki sem byggði á heild-
arskrá Landsímans. Hringt var í
símanúmer í Reykjavík. Spurning-
um var beint til þeirra sem svör-
uðu í síma og voru 18 ára eða
eldri. Hringt var í 700 númer, 534
svöruðu í síma eða 76,3% úrtaks-
Fátækt fólk á Akureyri
I gaer var frumsýnt nýtt leikrit, FÁTÆKT
FÓLK, hjá leikfélagi Akureyrar. Fátaekt fólk
er leikgerð Böðvars Guðmundssonar af
endurminningabókum Tryggva Emilssonar.
Sýningin er mjög viðamikil. Yfir 40 leikendur
taka þátt í sýningunni, auk hljóðfæraleikara,
en í verkinu er mikið sungið af kröftugum
báráttusöngvum.
í leikritinu fá áhorfendur að kynnast æsku-
árum Tryggva í Öxnadal; baráttu hans og
fjölskyldu hans fyrir lífsviðurværi á tímum
atvinnuleysis og þrenginga. Þar er barist
upp á lif og dauða við fátækt, hungur, óblið
náttúruöfl, misrétti, mannskæða sjúkdóma
og jafnvel drauga.
Við kynnumst þvi hvernig bláfátækur
sveitadrengurinn , sem aldrei missir trúna á
hið besta og fegursta i lifinu, gerir sér smátt
og smátt grein fyrir því að hann býr ekki að
eins við harðræði almættis og höfuðskepna,
heldur einnig við óréttlæti mannanna. Hann
f innur til heilagrar skyldu til að leggja lið bar-
áttu um betra mannlíf, og vopn hans er
bjargföst trú á sannleika og sanngirni. Fyrr
en varir er hann orðinn verkamaður á Akur-
eyri, en þar er vinna litil og misréttið nær
takmarkalaust, miskunnarleysi kreppunnar
algjört. Verkamennirnir bindast samtökum
og skipulögð verkalýðsstarfsemi, með til-
heyrandi verkföllum og pólitiskum stórat-
burðum ryður brautina til réttlátari skiptingu
auðsins.
Þetta er saga af hugsjónamanninum
Tryggva Emilssyni, sem sætti sig ekki við að
lög guðs væru brotin á bjargarlausu alþýðu-
fólki á íslandi. Leikstjóri er Þráinn Karlsson,
leikmynd og búninga gerði Sigurjón Jó-
hannsson, lýsingu hannar Ingvar Björnsson
og tónlist og áhrifsljóð samdi Þorgrimur Páll
Þorgrimsson. Með aðalhlutverk fara Árni
Tryggvason, Sigurþór Alþert Heimisson,
Ingvar Már Gislason og Arnar Tryggvason.
Næsta sýning verður í dag kl. 17.00.